Vestri


Vestri - 20.06.1916, Side 3

Vestri - 20.06.1916, Side 3
23- WL V E 3 T R I H.|f, Eimskipafélag íslands hefip ákveóíö, frá 23. maí, að fella niöur alslátt þann á flutníngsgiöldum milli íslands og Kaupmannahainar, sem hingaó til hefir verið gefinn. H. f. Eimskipafélag Islands. U p p b o ö á lausafé dánarbús Jakobs Jbnssonar, veiður haldið í fornuTÍk 24. júní á hádegi. Par scldur aliur búpeningur. 3. Viðhald þinghússins Satnþ. að veita 200 kr. til aðgerðar á þiughúsinu. 4. Kvikmyndasýningar. Netod' in í þvi máli lagði iram álit, og lagði til að leyfisbeiðendum yrði veitt leyfi til kvikmyndasýcinga. Skylda þeir greiða 2 kr. í bæj< arsjóð, fyrir hverja sýningu. og sýningartaxti ákveðinn 25 au. fyrir barnasýningar, 0,35 fyrir fullorðna og 0,50 í. betri sýningar. Var þetta samþykt. Leyfið er Uppsegjanlegt með 3ja mánðaða fyrirvara. 5. Bryggjuleyfi. Axel Ketilsi sym veitt leyfi til þess að byggja bryggju fram af lóð siuni á ^ekkjamesi. Yuan-Shi-Kai Kinaforseti. £.ins og kunnugt er, hafa und* aQtarin ár miklir og merkilegir atburðir gerst i tjölmennasta ríki heitnsins, Kína. Þar hata, á ör* táum árum, verið hötð gersamleg hausavíxl á hlutunum, römmu einveldi, margra alda gömlu, verið steypt at stóli, en hið trjáls- legasta lýðstjórnarveldi sett á stofn t þess stað. Þessi byltingarandi í Kína, er að vísu nokkurra áratuga gamaii, en ekki komst verulegt skrið á hann fyr en síðasta keisaraekkjan, Tsu'ílsi, lést 1908. Hafði hún að vísu gefið loiorð um að geta Ktna stjórnarbót, en veitti þó öllum nýjungarstilraunum full> komna mótspyrnu. Keisari sá, er við ríki tók ettir hana, Puju (en taöir hans, Tshu, hatði öll stjórnarforráðin), reyndi að miðla málum og ætlaði að koma á löggjafarþingi og þing< ræðisstjórn, en það kom fyrir ekki. Lýðveldishugmyndin var orðin svo mögnuð og höfðu kín< verskir mentamenn þýtt rit Rouss< eaus og Byrons á kínversku, og var stjórnarbyltingin á Frakk- landi og forkólfar hennar dáðir mjög í ræðu og riti. Tveir menn eru einkum naín> kunnastir af þessari mestu stjórn* aibylting heimsins. Það eru þeir SunJat'Sen og Yuan ShbKai, sem nú er nýskeð látinn. SumJat'Sen halði átt mikinn þátt i að kveikja uppreisnarbálið og staðið í sambardi við ýmsa Evrópumenn, þar sem hann var með annan fótinn, og stofnaði mörg byltingafélög víða i ríkinu, sem siðar komu að besta haldi. Var hann fyrstur kjörinn for» seti hins kínverska lýðveidis, aíðla árs 1911. En það tók þá aðeins yfir suðurhluta ríkisins og hafði um 200 railjónir fbúa, en i Norður-Kína réði Yuan.ShiKaí ríki er hafði um 170 miljónir, og lá við að alt færi í bálogbraud mtlli rikishlutanna. — En von bráðar tókst þeim foringjum að semja frið milli sín og sameina Kína i oitt lýðveldi, og tókst YuamShi.Kai þá á hendur for>« setatignina og hefir verið forseti siðan. Ilafði Yuan haldið fram þingbundinni keisarastjórn áður. Eins og að líkindum ræður, var marga örðugleika við að stríða, þar sem jafn stórkostlegri byltingu var komið í framkvæmd á örfáum árum. Fjárreiða ríkisins í óreiðu, herinn lítill og vanbúinn og flokkadrættir og ósamkomu> lag hið megnasta, svo að altaf hefir legið við uppreisn Kom og þar að, að SunJat'Sen, sem ávalt hafði verið Yuan móthverfur þótt hann léti tilieiðast með að íá honum forsetatignina, fékk komið af stað uppreisn í suður> ríkjunum árðið 1913, og naut þá aðstoðar Japansmanna raeð skot> faeri og liðsforingja, en Yuan bældi hana niður. Síðan hafa Suðurríkin einkum reynst ótrygg °8f Hert uppreinsn hvað ofan í annað. Og kom þar að Yuan sendi fulltrúaua heim og tók sér sjálfur alræðisvald um stund, og gerðist fullkomlega einvaldur og var ekkert gert annað en hann vildi vera láta. Gekk nú alt friðsamlega um hrið. Vann Yuan með mestu snild og dugn; aði að framförum ríkisins. —Eu í vetur hófst aftur uppreisn og lýsti þá Yuan yfir því, að hann hefði fallið frá að gerast keisari (eins og gefið var út um tíma) og myndi stofnsetja lýðveldisfyrir» komulag aftur. En þrátt fyrir það linti eigi uppreisninni oggat stjórnarherinn eigi við neitt ráðið er síðast fréttist, og hefir það staðið svo er Yuan féll féll frá. Ókunnugt er með hverjum hætti hann hefir látist. En starf það, sem Yuan Shi Kai hefir int af hendi siðustu árin, mun geyma nafn hans meðal afreksmanna heimsins. Lögregl u þjónsstaða n. Stjórnarráðið ói.ýtir úrskuið oddrita bæiarstjói nar. Þann 18. mars s. I. var gengið til kosninga í bæjarstjórninni um veiting lögregluþjónsstöðunnar. Lmsækjendur voru 3, og er það því rangt, et oddviti hefir skýrt stjcrnarráðinu frá, að þeir hafi að eins verið 2. Fengu 2 jafn* fflörg atkvæði, og átti þvi hlut- kesti fram að faru miili þeirra, ®r jafnmörg atkvæði fengu, en oddviti úrskurðaðij) þá þann, er hann mælti með, sem réttkjörinn(l) þvert á móti bæjarstjóruarlögunj um. Yfir þessu gerræði oddvita kærðu >vinstrimenn< í stjórnarj ráðið, er hefir ónýtt þennan úrj skurð oddvita, en með tilliti til þess, að 2 bæjarfulltrúá vantaði á bæjarstjórnarfundinn 18. mars fyrirskipað nýja kosning lögregluj þjóns — og meiri hluta greiddra atkvaeða fékk Guðm. Geirdal. Um kosningu mannsins í stöðj una er ekkert að segja, hvor umsækjendanna hatði sitt sér tii ágætis, enda mun það ekki hafa verið aðalatriðið í augum vinstri manna, heldur hitt, að oddvita héldist ekki uppi að beita ólögum gagnvart lulltrúunum og ganga á þann rétt, sem borgararnir hafa falið fulltrúunum að fara með. — Er það skylda hvers fulltrúa og borgara að vera hér á verði og fylgjast með og íhuga hvert stefni, ef oddvitavaldið fer að gerast jaf* ágöngult í fleiri málum, og beita álíka lögleysum. Þ. Brinibrjóturiim 1 Bol.vík. Eftir að greinin á 1. síðu var sett hefir Vestri fengið þær upplýsj ingar, að Bolvíkingar hafa nú lagt 20 þús. krónur til brimbrjótsj ins, auk lendingarsjóðsgjaldsins. bkólanefndarmáiið verður tekj ið lyrir 21. þ. m. Setudómari er skipaður Sig, Sigurðsson yfirj dómslögmaður. Afli. Nokkur sunnlensk botnj vörpuskip og Jarlinn héðan hata komið hingað þessa dagana »g fongið ágætan afla hér niður undan Djúpinu, 1 en fiskurinn sagður smár og mikið um ufsa. Vélbátarnir í veiðistöðvuuum hafa flestir aflað mjög illa síðustu vikurnar. Kynlegt hjónabaDd. — þýdd „aaga. — (Fih.) Brúðguminn var sá einasti, sem var rólegur, af öllum við< stöddum. Ef til vill kom honum þetta eigi með öllu á óvart eftir að hann hafði undir ræðunni tekið eftir svipbreytingum brúð< urinnar. Gamli greifinn ýtti Vikky frá sér og gekk til hans. »Berið ekki hatur til mín fyrir þetta, greiti,< mælti hann með brostinni röddu. »Leggið mér •igi til lasts það, sem þetta óhamingjusama barn hefir brotið á móti yður! Eg hefi þó ekki vanið hana svoua — það þori eg að fullyrða. En hún s k a I, hún v e r ð u r að komast tii skynsemi.< »Eg bið yður um að gera ekki tilraun til þess að yfirtala Vikky,< mælti ungi greifinn ákveðinn. >Eg vil ekki fá þá stúlku lyrir konu, sem er neydd til þess að eiga mig; nei, þá vii ég heldur vera án hennar<. Hann sneri sér við, kvaddi i skyndi og skundaði með hröðum skrefum út kirkjugólfið, en leit ekki við Vikky. Hún stóð ein sér og hallaðist upp að einni súlunni. AUir tærðu sig frá henni, eins og hún vaeri haidin af næmum sjúkdómi. í aDdliti fólksins var hægt að lesa ásökun, fyrirlitning og undrun — og svo átti hún eftir að ganga fram hjá þeirn öllum — það var þyngri þrautin. (Framh.) Góð stofa til lelgu frá 1. Júlí n. k. Naguús Jónsson, prestur. Sauðfjáreigendur, aem koma rilja fjármerkum sínum í markaskrána, som á að prenta í sumar, afhendl þau fyrir í. júlí u. k. í Prent- smiðju Vestíli ðlngu. Gfjald fyrir markið er 25 au. ísafirði, 19. júuí 1916, Arngr. Fr. Bjarnason. Auglýsing. Eg UDdirritaður hefi keypt rekarétt Staðarkirkju í Aðalvík og íyrirbýð þvi rekatöku eða afnot, án míns leyfis, á þeitn stöðum, er nefndri kirkju tilheyra, ísafirði. 15. mai 1916. Veturliði Buðbjartsson*

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.