Vestri


Vestri - 04.07.1916, Blaðsíða 1

Vestri - 04.07.1916, Blaðsíða 1
Gnmiiliæiar fyrlr döniur fást. hjá Ö. J. Stefánssyni. XV. árg. Landslistarnir og Vestfirðingar. Nú eru þá landslistarnir allir komnir fram. Fór svo sem spáð var í 13. bl. Vestra, að ekki myndi Veatfirðingum ætluð mörg þing- manns8æti á listunum þeim. Af Vesturkjálkanum er að eins einn, Guðjón Guðlaugsson, sem miklar vonir eru til að komist, að, og Vestfirðingum er það innan handar að styðja þann lista svo með atkvæði sinu, að Guðjóni sé sigurinn hárviss. Eru og allar horfur á þvf að svo verði. A hinum Jistunum er Halldór á Rauðamýri settur nr. 4 á þing- bændalistann, F. listann. En af fréttum viðsvegar af landinu er taliö mjög hæpið, að sá listi kotni að efsta mr.nni sinum (Jósef Björns- syni) en ekki minsta von nema um einn mann þar. Hringlandahát.tur Bændaflokksins i þinginu undan- farið, ogþað að margtr forvígisme ín búnaðarmála í þinginu, t. d. Pétur á Gautlöndum, Sigurður ráðanautur o. fl. eru nú farnir úr honum, veldur þessu, þótt. slikur flokkur hafl fullan i étt á sér, og listiun sé skipaður hæfum mönnum. A Þjórsártúnslistanum, D. lista, er og einn Vestflrðingur, Snæbjörn í Hergilsey, en hann settur flmti maður og því að eins til uppfyllingar. Annars telja margir að sá listi muni hafa meira fylgi en þing' bændalistinn og sé nokkurn vegiun vies með einn mann. Ekki hefir þversumlistinn (B. 1.) Sýnt neina viðleitni í þessa ntt, •nda er óhætt. að segja að sá listi •r lang verst skipaður, af þeim listum sem nefndir hafa verið, og mun enginn dirfast að neita því. Til þess að hylma yfir vanmætti listans hafa forkólfar þversum manna tekið sig til og haldið langar lofræður í likræðustíl yflr efstu mönnum listans. Er þá pistla að lesa í „Laudinu". Efsta manninn á listanum setlar Vestri að láta liggja á milli hluta, •n um n»sta manninn, Hjört Snorrason, vita allir að hann var í tölu allra liðlóttustu þingmann* anna, talaði t. d. einu sinni á síði astliðnu þingi, og átti ekki frum» kvæði að neinu xnáli. Þriðji maðurinn,GunnarÓlafssou, heflr átt sæti á tveim þingum 1909 og 1*11 og þótti víst ekki nema miðlungsmaður. En Ben. Sveinsson gerir sér lítið fyrir, spinnur eitt' Kitstj.: Krlstján Jónsson frá Garðsstöðum. mmmmmmmmmmm: S Langstærsta úrvnl bæjarins g af viudlnniogcigarettnm. Ennfremur muiintóbak og P* skorið r!ól íverslun § Guðrúnar Jónasson íSAFJÖRÐUR. 4. JÚLÍ 1916 20. bl. Aöalf undur Ishúsfélags Isfirðinga verður baldinn í húel frii Sigríðar Thorsteins- son sunnudaginn 16. júlí kl. 7 slðdegis. Allir hluthafar beðnir að mæta. S t j ó r n i n. Smurnings- og Cylinderolfa í stærri og smærrl kaupum, er lang beat og ódýpust í EDINBORG. hvað tveggja dílka lofgerðarlopa um Gunnar og gei ir hann að þing« skövungi, sem átt hafi kosningu vísa o. s. frv.! Rikarður myndhöggvavi geiir tólfta manni listans, Ei iaii Fvið' rikssyni á Hafranesi, engu v« ri skil, segir meðal annars að ha'm sé bláeygur og góð skytta! En það er sameiginlegt við þá þversum-landsJistamenn, að ekkert þjóðuytjastarf liggur eftir þá. Þess vegna verður að taka til skáldskap' árins til þess að fylla upp í eyður verðleikanna, og er síst að undra þótt gyliingin verði ekki „9kta". Pá er þó mikill munur á „langs* um“ listanum, og enginn mun neita því, að verk S. E. séu ekki berandi saman við það sem Einar Arnói s- sou hefir int af heudi. Ómögulegt er þvi annað en allur fjöldi gamaila sjálfstæðiskjósenda fylki sér um þann lista við kosningarnar. En allir menn, sem óhlutdrægt vilja líta á iistana, og haga sér í því efni eins og gætnum og sam- viskusömum kjósendum sæmir, hljóta að kannast við, að A listinn só best skipaður. Þar eru i efstu sætunum þrír menn, sem allir hafa int af hendi mörg og merk slörf á þingi, og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. Hinir mennirnir margir, t. d. Sigurjón Friðjónsson og Jósef á Svarfhóli, hafa skrifað ýmislegt í blöðin, og sýnt þar með að þeir láta sig almenn mál miklu skifta. Kvenfólkið fékk og eitt sæti á listanum, en hinir flokkarnir allir hafa forsmáð konurnai með öllu. Er ekki ólíklegt að kveuþjóðin minnist þess við kosningarnar. — Hvert fylgi listinn heflr í landinu má marka af því, að hann heflr um 1000 meðmælendur, en hinir listarnir mest hátt á fjórða hundrað. Og á þessum liata er þriðji maður* inn Vestfirðingur, maður sem einn á öllum listunum þekkir þarflr og kiöfur Vestfjarða til hlítar, og auk þess þaulreyndur á þiugi. Það mætti fyr Vera þvergirðingsháttur, ef Vestflrðingar vildu ekki st.yðja þann lista öðrum ftemur. Annars ei vert að taka undir það, sem »lþm. Sig. Stefánsson ritar um í síðasta blaði, að fram- bjóðendurnir ættu að ferðast um og halda íundi með kjósendum í fjölmennustu héruðum landsins. fað er hrein og bein háðung, að þegar búið er að afnema konungs kosningarnar vegna þeBS að þjóðin róði þar engu um, þá skuli fram- bjóðendurnir, súmir alls óþektir menn, sem aldrei hafa látið til sín heyra um landsmál, sitja heima og skýra ekki frá skoðun sinni að neinu leyti, og ætla þjóðinni að kjósa sig blindandi. Síldveiðarnar. Eftir sem ráðgert er munu sild- veiðar vei ða reknar hóðan í stærri stýl í sumar en áður. í hitt eð fyrra var fyrsta tilraun gerð með herpinótum eða snyrpinótum af vólbát héðan og hepnaðist sú tilraun vel. í fyrra gengu héðan 6 vélbátar á síldveiðar, og öfluðu samtals um 9200 tunnur. Var það betii afli en samskonar bltar fengu yflrleitt nyrðra. — fetta heflr leitt til þess að útgerðarmenn stærri bátanna hór hafa nú flestir fengið hringnætur og báta, og ætla að reka slldveiðar í sumar. Auk þess ætla og nokkur norsk skip að hafa bækistöðvar sínar hér vestva. Frá þessum stöðvum heflr Vestri heyrt að síldveiðar verði reknar í sumar: Frá hvalveiðastöðinqi „Heklu* í Hesteyrarfli ði, af tveimur norskum gufuskipum. í Álftaflrði, frá báðum gömlu hvalveiðastöðvunum þar: Dvergasteinseyri, sem E. Rokstad í Rvík o. fl. hafa keypt, af einu eða fleirum gufuskipum, og á Lang' eyri af „Jarlinum", botnvörpuskipi Græðisfél. og vélbátum Sig. t’or- varðssonar og þeirra félaga. Nýjar bryggjur hafa verið smíð- aðar á báðum siðastnefndu stöðum. Hattar og htífur enn þá til sölu I EDINBORG. Hér í bænum eru fjögur síld- verkunarpláss, bráðlega fullgerð með bryggjum við. Tvö þeirra, á Grænagarði, voru að miklu leyti fullgerð í fyrra, en hafa verið endui bæt.t mikið í sumar. Annað þeirra á Magnús Magnússon kaupm., en hitt 0. G. Syre. Tvö eða þrjú skip kvað ætla að leggja þar upp síld í sumar. Innan við Gróðrarstöðina á Stekkjarnesi eru beir Axel og Helgi Ketilssynir að láta byggja „pian“, og er þ.tð nær fullgert. Vélbátarnir Gylfl, Sverrir og Rask munu eiga að leggja þar upp sild i sumar. Loks er stærsta „planið* utanvert við Torfnesið, en ekki fullgertenn þá. Eigendur: Jón A. Jónsson, Karl Olgeirsson, M. Thorberg, Arngr. Fr. Bjarnason og Sig. H. Rorsteinsson. Hrísgrjón hvergi ódýrari en í Edinborg.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.