Vestri


Vestri - 04.07.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 04.07.1916, Blaðsíða 2
g8 VESTRI Símlregmr 28. júní. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 26. júní: Þjóðverjar hafa tekið Thiauinontþorpið og sækja iram hjá Fleury. Rússar sækja fram i Bukowina. Einkaskeyti til Mb!., Khöfn 27. júní: Orustan hjá Verdun aldrei jafn æðisgengin og nú. Italir hafa hafið sókn og hrökkva Austurríkismenn fyrir þeim. Flugmenn bandamanna hata varpað fjölda spremgikúlna á Karlsruhe og gert ógurlegt tjón. Ofriður milli Bandaríkjanna og Mexiko virðist óhjákvæmi* legur. Miklar deilur milii jafnaðarmanna í Þýskalandi. Arabar hata hafið uppreisn og lýst sig óháða Tyrklandi. 1. júlí. Einkaskeyti til Mb!., Khötn 29. júní. Italir hata nýskeð unnið mikinn sigur á Austuiríkismönnum, sem halda óðfluga undan á aliri herlínunni. Bretar heíja sókn á ýmsum stöðum á vestur vígstöðvunum og hefir þeim oróið talsvert ágengt. Símslit milli Bandaríkjunna og Mtxiko væntanieg á hverri stuudu. Liebknect, jaínaðarmaðui inn þýski, hefir verið dæmdur í 21/* árs fangelsisvist. Prestaskipulögin hafa verið feld í Landsþiuginu. Innlendar símtregnlr. 28. júnf. Stjórumálafundur var háður að Bessastöðum s. 1. sunnudag. Björn Kristjánsson mætti þar og lýsti yfir þingmenskutramboði sínu, en aðrir buðu sig ekki fram á fundinum. Tillögur voru sami þyktar, meðal annars móti járnbrautarmálinu og þegnskyldumálinu Landsstjórnin hefi gefið út opinbera skýrslu um orindrekstur Sveins Björnssonar alþm., við bresku stjórnina. Gildir samkomulag þetta til ársloka yfirst. ár. Verð það á ísleuskum alurðum, er ræðir um í samningi þessum, hefir verið birt öllum lögreglustjórum landsins og Kaupmannaráði íslauds, og samkomulagið gert með vitorði þess, en verður ekki birt almenningi. Kaupmanuaráðið hefir framvegis opua skfitstofu í Reykjavík, sem veitir kaupmönnum og lramleið* endum upplýsingar um verdið, eianig hefir það umboðsmann í Lundúnum, Björn Sigurðsson bankastjóra, sem veitir viðskifta* upplýsingar og greiðir fyrir vöruflutningum. Verðið á vörunum er frítt um borð á staðnum þar sem þær eru seldar (f. o. b.). Þess ber að geta að verð vörunnar er lágmarksverð og frjálst svið til kaupa og söiu meðal band imanna Breta og hlutlausra landa fyrir utan Norðurlönd og Holland. Undanþegnar þessu samkomulagi eru vörur sem fara til Amei riku, en þeim eiga að fylgja vottorð breska konsúlsins í Rvík, og vörur sem fara eiga til neyslu í Danmörku. Gegn þessu samkomulagi hefir breska stjórnin gefið vilyrði tyrir að sjá um útvegun á og greiða fyrir aðflutningum til íslands á: kolum, salti, steinolíu, veiðarfærum, síldartunnum, kornvörum, lyfjum allskonar og öðrum vörum, sem ófáanlegar kynnu að verða annarsstaðar og hagfelt þætti að kaupa frá Bretlandi. Breska stjórnin lofar því einnig að tryggja íslenskum skipum fljóta og góða afgreiðslu. 1. júlf. Mentaskólanum var sagt upp í gær. 31 nemandi gekk upp tii próls, en 1 þeirra stóðst eigi prófið og 4 veiklust í mislingum meðan á prófi stód, en þeir ganga upp seinna. Etst við prófið varð Steinunn Bjarní dóttir (kennara Sæmundssonar); fékk 88 stig, og er það hæsta einkunn sem fengist hefir síðan reglugerð skóians var brtytt. — Næstur varð Brynjólfur Stefánsson með 83 stig. Bi roidarnar í Reykjavík oru að teppast sökuin bensinleysis. Emar Arnórsson ráðherra er á heimleið með gufusk. »TjaIdi<, sem cr væntanlegt til Rvíkur þessa dagana. 25 M. Samkomulag mn vlðskii'ti ísiands við lircta. I. Bráðabirgðalög. Svohljóðaadi bráðabirgðalög um heimild handa Iandsstjórninni til ráðstatana til tryggingar að* flutningum til landsins hefir kon- ungur staðfest 24. maí s. 1.: 1. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að setja með reglu* gerð eðareglugerðumþauákvæði um verslun og siglingar til og trá iandinu, sem nauðsynleg þykja til þess að tryggja aðflutns inga til þess. í reglugerð má ákveða sektir fyrir brot á henni og meðferð máta út af brotum gegn henni. 2. gr. Lög þessi öðiast þegar gildi. II. Begiugcrð um ráðstai'anir tll að tryggja versiun laudsins. Stjórnarráðið hefir 24. þ. m. gefið út svohljóðandi reglugerð: Samkvæmt heimild í 1. gr. bráðabirgðalaga 24. maí þ. á., um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar að« flutningum til landsins, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæii: 1. gr. Bannað er að flytja út frá íslandi hverskonar farm eða farmhluta, í öðrum skipum en þeim, er í ferð sinni til ákvörð- unarstaðarins koma við í bretskri höfn. Þetta gildir þó eigi um skip, er héðan fara beint til Ameríku með farm eða farmhluta, ef ræðismaður Breta hér veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. Aður en skipa ' megi farmi þeim eða farmhluta, er í 1. gr. segir, út í skip héðan til útlanda, skal skipstjóri undirrita Og afhanda lögreglustjóra eða umboðsmanni hansskuldbindingu um viðkomu í bretskri höfn, svo sem í 1. gr. að ofan er fyrir mælt. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar sekb um alt að 10 þúsund krónum. Bæði sá, er út lætur flytja og skipstjóri, án þess að ákvæðum 2. gr. sé fullnægt, skal sekur talinn við ákvæði 2. gr. Skipstjóri, er brýtur, án aiment óviðráðanlegra atvika, skuldbind- ingu gefna samkv. 2. gr., skal sæta sömu sektum. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 4. gr. Sá, er byrjar að skipa út, án þess að slík skulbinding sé gefin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200— iooookr., og telst bæði sá, er út lætur skipa, og skipstjóri sekur um þetta brot. Skipstjóri, sem án alment óvið* ráðau’legra atvika brýtur skuld- bindingí.’ sína, er hann gefur samkvæ'it 2. gr., skal sæta sekt* um frá 10000— 100000 krónur. pá ©r ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis þess, sem flytja skal eða flutt er í skip. 5. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessai i skal tara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari undir dóm, skal málið borið undir stjórnar- ráðið. 6. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. ígafjörður. Safnaðarfnndur var haldinn s. 1. sunnudag. Þar var rætt um viðhald kirkjugarðsins og hvernig hann yrði varinn gegu ágangi sauð' og geitfjár, sem gerir alla jatna hin mestu speli i garðinum. Var sóknarnefnd falið að búa svo um garðinn, að hann yrði óhultur fyrir búfé. Þá var samþ. að hækka laun organleikarans uni 100 kr. (úr 300 upp í 400 kr.) Gjaldkeri kirkiunnar gaf skýrslu um fjár* hagsástand hennar; stendur hún sig báglega efnalega. Vanskil sóknarmanna á gjöldunum valda þar nekkru um. Ættu menn ekki að tregðast við að borga þetta litla gjald, svo söfnuðurinn standi eigi f skuld fyrir nauðsyn* leg útgjöld. Loks var rætt um bygging nýrrar kirkju. Vildu sumir að kirkjubygging yrði hraðað sem unt væri, þó ekki bygt meðan stríðið og nánustu afleiðingar þess stæðu yfir, og vildu láta kjósa nefnd til þess að gera áætlun um kirkjubygg* inguna, útvega teikning, athuga kirkjustæði o. s. frv. Aðrir vildu byggja kirkju í náinni framtíð, en alls ekki eins og nú stæðu sakir með dýrleik á efni og vinnu, og töldu nefnd óþarfa nú strax. Nokkrir vildu enga kirkju byggja á næstu áratugum. Að lokum var kosin netnd tii þess að at» huga málið, og létu hinir sem vildu fresta málinu og þeir sem voru á móti kirkjubyggingunni það hlutlaust. Kosnir voru tré* smiðirnir Jóakim Jóakimsson, Jón Ólafsson, Jón Sigmundsson og Guðni Bjarnason, Helgi Sveins' son útbússtj.. Árni Gísiason yfir- rnatsmaður og Sig. Þorsteinsson múrari. TíAin. Sífelt sólskin og hlý- viðri urd- nf irið. Grascprettunni miðarha:gt nframvegria þurkanna Þetta muu svo vera allstaðar á landinu. Aili mjög rýr undanfarið; veld- ur því beituskortur. Bolvíkingar og Hnílsdælingar feugu síld hjá vélsk. »ísafoId< í fyrra dag og fengu á hana ágætan afla. Sýnir það að fiskur væri til, ef næg beitusíld fengist. Keiiiiarasteður við barna- og unglingaskóla kaupstaðarins eru þessar veittar: 1. kennarastaða Sigurði Kristjánssyni, er hanu var settur til að gegna í fyrra. Laun 1200 kr. 2. kennarastaða, er Sig. Þorvaldssoti hatöi, Hans Einarssyni cand. Laun 900 kr. Leikfimiskennarastaðan Haraldi Guðmundssyni. Laun 800 kr. Stundakennarar hafa undaníarið halt leiktímiskensluna á hendi, en skólanefnd hefir stofuað séri stakt kennaraembætti i leikfimi; telur hún kostnaðaraukann við það mjög lítinn.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.