Vestri


Vestri - 10.07.1916, Blaðsíða 3

Vestri - 10.07.1916, Blaðsíða 3
2 6. bí. V álXRÍ. Húsmæöraskóli Isafjarðar tekur til stavfa 16. sept. u. k. Námsskeibiu vevða tvö, eins og að undanföniu, fvá 16. sept. til 14. jan. og frá 16. jan. t.il 14. rnaí. Skólagjald er 35 kr. á mánuði fyrir fæði, húsnæði og kenslu. Umsóknir sendist, s»m fyist frú Andreu Filippuadóttir á ísafirði. S t i ð r n i n. Stld. __ Söngskemtun lieldur Eggert Stefánson fimtnd. 13. og laugard. 15. júlí p. á kl. 9. síðdegis í Good-Templapahúsinu á Isafirðl* uieð aðstoð bróður síns, > héraðslæknis Sigvalda Kaldalóns. Tilboö um verð (pr. tunna) á fullverkaðn síld tii útflutnings dskast sent múr í lokuðu umslagi hið bráðasta. Bolungarrikj 8. jáli 1916. G. B. Guðmundsson. E. s. Gullfoss íer frú Reykjavík til Mew-York I bjrjun september, þaðan beiot til Reykjavikar. Skiplð íop iri Reykjavik aftur vestur og norðar umlandtll þess að taka kjöt. E. s. Goöafoss fer frú Reykjavík tii Mew-York síðast í september. Rú isneskt etraulakk. Copallakk. Járn lakk. Kapbolineum. Gummlslöngup. ásamtfleiru íyrir mótorbáta og smiði, fæst nú & Apótekinu. Með bréfi, dags. 16. marsþ. á. er roér talið af ráðherra yfirmat á sfld á svæðinu frá Horni að öndverðarnesi. Lög um skoðun á síld voru þörf og sjáltsögð, þvi meðan ekkert eftirlit var af hálfu hins opinbera með verkun síldar var lítið eða ekkert vandað til hennar og varan þvi í slæmu áliti og svo að kalla í engu verði. Þetta hefir mjög breyst til batnaðar síðan farið var að meta síldina og vanda verkun hennar á allan hátt, og er gott til þess að vita að vara sem talin er íslensk sé landinu fremur til sóma og afli sér álits er á markaðinn kemur. Á þann eina hátt borgar sig lika að framleiða vöruna. Hér á Vestfjörðum er síldveiði f staerri stíl svo að kalla í byrjun, og menn því eðlilega ekki jafn vanir haganlegri meðterð slldar, eins og þeir, sem fengist hata við það árum saman, svo sem t. d. Siglfirðingar. En síldin þarf góða og rétta^ meðterð, ef hún á að geta talist góð vars. Matsmennirnir eiga að sjá um að sfld sé ekki söltuð f lagar- heldar tunnur, sem ekki geti talist góð vara þegar á markað- inn kemur, enntr. að síldin sé ekki eyðilögð i meðferðinni. — Þetta verk er svo mikið, þegar utn mikla síld og margt verkafólk er að ræða, að tæplega er mögui legt að ætlast til að hvergi geti akeikað, ef verkafólkið er trassið og óhlýðið; — þá þyrfti mats- mann svo að segja við hverja tunnul En slíkt nær vitanlega engri átt. Þess vegna er afar- mikið undir því komið, að verka. fólkið sé vandvirkt og finni til ábyrgðar þeirra er á starfinu hvllir, sem það hefir tekið að sér að vinna. Allir sem við stldar* verkun fást geta og eiga að hjálpa til að síldin verði góð vara hver á sinn hátt. Það gera vitan> lega allir heiðarlegir verkamenn og konur. En sjái matsmenn eitthvað af hinu taginu, ber þeim aS finna að þvi, og ef ekki er hlýtt, þá hafa þeir leyfi til að banna að sá eða sú vinni það verk, eða kæra fyrir yfirmats. manni. Nú fer síldartími i hönd og verða því í fersku minni nokkrar leiðbeinlngar; Hkipstjórar. Vandið útbúnað skipanua, sem veiða eiga síldina. Hafið stíur.'.ar á þilfarinu ekki of stórar og rimla aistaðar við botn. Gott væri einnig að skifta lestarhæðinni í tvent með palli; það kænii í veg íyrir að neðsta síldin raerðist af ofmiklura þunga, þegar lesiin er látin full af síld. Þetta h da meiiD ekki gert áður, en það er vafalaust mjög hyggiiegt. Eigi sild að geymast uppuadir sólar. hring, þá látið þá sem geymust á lengst í iest og sáið í hana salti. Blandið aldrei nýveiddri síld saman við eldri, ef aldurs- munur er 6—io kl.st. eða meiri. Það getur komið í veg fyrir það að öll síldin verði dæmd ónýt, þó svo sé aðins hin eldri. Látið traðka svo litið sem unt er innan um sildina; hafið næg borð til að leggja yfir stiurnar. Ef þið breiðið yfir síld á þilfari, sem nauðsynlegt er í sólarhita, þá notið ekki segldúk heldur strámottur. — Hirðusamir skipi stjórar íá altaf meira at góðri vöru úr því sem þeir veiða, heldur en trassarnir. SöltunaiTormeni). Gætið þess að láta ekki salta í gisnar tunnur, en það eru því nær allar nýjar tunnur. í þ»r má helst ekki salta nema að þær hafl áður verið afgisaðar. Látið hreinsa kassana, sem sildin er keyrð f, nægilega oft. Venjið þá sem kverka á það, að láta ekki kverksigaun fara ofan í kassana; hann skemmir síldina og meiðir fólkið sjálft i höndun. um. Kústið upp kassana á eftir hverri söltun og sjáið um að stldarbalarnir séu þrifalegir. Gætið þess að saltað sé hæfilega mikið; ekki meira en svo, að ein salttunna hrökkvi i 4 sildar- tunnur, Látið strá salti á efsta lagið í tunnunni og skipið sölt* urunum að leggja botninn ofan á tunnuna þegar þeir skilja við hana; einkum er þetta nauðsyn> legt í sólskini. Pækilstyrkur sá er hæfilegur, er óskemd kartafla flýtur á pæklinum, með þriggja tommu nagla í. Síld má ekki standa pækilslaus, þó söltuð sé, lengur en 16 til 24 kl.st., og sú síld, sem söltuð er svo að kalla á takmörkunum: nýt eða ónýt og átumikil síld, þófinnistsæmh lega góð, þarf að fá pækil slrax. Nú leka tunnur ef til vill ein* hverju at þeim pækli, sem á þær er látinn í fyrsta sinni, og ber þá að láta ettirlíta tunnurnar frá hverri söltun eftir 2—4 daga og fylla þær sem á vantar, — Síld sem vantar pækil, þó ekki sé nema í nokkra daga, verður aldrei manna matur, hversu góð sem hún var þegar hún var söltuð. — Eftir þessu öllu ber einnig matsmönnum að líta, sér- staklega. að tunnurnar séugóðar, að pækill sé nógu sterkur og að nægur pækill sé settur á þær tunnur, sem kynnu að leka síðar* meir. Einnig ber þeitn að lita eftir þvf, að sfldin sé lögð rétt niður, vel kverkuð og söituð hæfílega. Ef allir vinna að þessu verki með trúmensku, þá trerður sildin Vesttjörðum til sóraa. Svo er vonandi að verði. Snorrl Slffússon. Eins og áður veiti ég móttöku hlutafé til Eimskipafélags lalaoét, Arngr. Fr. BJarnason.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.