Vestri


Vestri - 23.07.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 23.07.1916, Blaðsíða 2
tio VÍSTRI 23. bL Óhappaverk. Svo má kalla þaö, þegar sá maður tekur sór penna í hönd, sem ekki kann með hann að fara. Það bregst ekki, að sá maður vinnur tjón með ritsmíð sinni, hversu ómerkileg sem hún er. Vanhugsuð og illa orðuð skrif spilla smekkvísi manna og sljófga meðvitund manna fyrir því, hvað rétt er hugsað og hvað rangt, og eyrað fyrir því, hvað rétfi er mæit og hvað raDgt Eg get ekki að því gert, áð mér rennur í skap þegar eg les greinar, sem sýnilega eru eingöngu skrifaðar af skriffinskulöngun, An þess í þeim sé heil brú að hugsun nó máli. Mér flnst nœstum að þeir menn attu að handhöggvast, sem moka slikum óþverra í ís'.ensk eyru. Pað þýðir litið, að ta!a um ástæð' ur fyrir því að menn skrifa svo vitlaust. Aðalástæðan er ekki sií, að menn kunna ekki móðurmálið sitt, en hún er sú, að menn hugsa ekki rétt. Hugsanirnar eru aflvana og óljósar, af því að maðurinn nennir ekki að hugsa, og þar af leiðandi vetða þær líka órökréttar. S»tjist þ«e&i hugsanaþoka á blsið, veiður það «itt af þessum skrifum, sem ég tala um. Vel skrifuð grein er hinsvegar atleiðing af ljósri og þróttmikilli hugsun. Sá, sem hugsar rökrétt og öflugt, hann skrifar eins. Hann þarf ekkert fyrir málinu að hafa, hugsanir hans fá ósjálfrátt þann búning, sem þeim hæflr. Jin sa, Bem skrifar að eins af því að hann langar til að skrifa, en án þess að vita ákveðið, hvað hann ætlar að segja, hann biýtur heilann um eintóm orð, og þótt hveit þeirra ut af fyrir sig yrði glæsileg íslenska, yrði skrifið í heildinni aldrei annað en vitleysa, af því að í því findist engin ákveðin né heil hugsun. Pað myndi engum endast aldur til að tína upp og alhuga alt það, sem iJla er hug»að og skrifað á síðari árum í íslenskum blöðum og tímaritum, en eg skal af handa hófl grípa sýnishoru af þvi allra síðasta. Maður nokkur skriíar í „Njörð" um Kaldalóns tónskáid. Pjölyrðir hann mest um svo kallaða Kalda- lónsþanka. Tónsmíð þessi er í þrem köflum, og er í Njarðíirgreininni geflD skýring á hverjum þeirra séi' staklega. Lesendurnir verða að afsaka, að eg get ekki haft eftir skýiingu I. kaflans. Óafvitundi heflr greinarhöf. orðað hana svo, að hún er hneykslanleg. Um II. kaflann segir greinarhöf. svo: Að hann lýsi „gleði náttdr1 unnar yfir því, að veltast um hiim ingeiminn,'I Pað iiggur næst að halda, að greinarhöf. áliti náttutuna vera einhverja flygsu, sem só að velta sór 1 himingeimnum. En sannleik- urinn mun vera sá, að hann veit ekkert hvaí hanD meinar, — heflr aldrei hugsað um það. TJm IHja kaflaDn segit hana svo: Bí ITI og sterkasta hluta þessa verks keniur undrahiminn íslensku náttúrunnar best í Ijós, þar sem íinbulbassinn drynur í gljúfrunum, eða hljómar ógnandi í svörtum lituin fjallanna" ! Fimbulbassi er nógu laglegt orð, en þegar lýsa á með því útliti himinsins, þá minkar óneitanlega gildi þess nokkuð. Og þegar sagt er, að þessi íimbulbassi drynji í gljúfrum í himninum eða hljómi í ¦vörtura litum, þá er fnll ástæða til að spyija: Er það geggjaður maður, sem skrifar þetta? Pótt eg hafl gripið sem dæmi noklyar hug3unarvillur úr nefndri Njaiðargrein, var það þó ekki rili gangur minn, að avíta neinn ein' stak.m niann fyrir skrif haris, því hér eiga svo margir hlut að máli, en eg þykist hafa-rétt til að ávíta harðlega þá uienn, te.n ráða yíir blöðum og tímaritum, fyrir biiting jafn vanhugsaðia og illa skrifaðra gieina og þessir síðari Kaldalónsi þankar eru. X X Fjær og nœr. Djúpbáturinn. Nefndin í því máli hefir sent hlutaútboð í hvern hrepp eýslunnar og á fjársöfnun að vera lokið fyrir 31. oktoberm. d k. Það er svo mikið nauðsynjamál fyrir héraðið að haíagreiðar sam- göngur um Djúpið og til nærliggjandi staða, að nienn þurfa að verða alment samhuga í þessu máli til þess að söfnuninni gefi orðið lokið Bem fyrst. Landsspitalasjöðurinn. íhann er þegar safnað um 30 þús. kr., samkv. siðustu skilagrein forstöðu« nefndarinnar. Væntum vér að Vestfirðingar Jeggi fram deildan skerf til stuðnings þessu þarfa máli. Einiskipnfélagið. Ekki mega landsmenn draga sig í hlé með framlög í félaeið fremur en áður. Að þvi getur rekið fyr en varir, að skip fáist keypt með sæmilegu veiði og þá þarf féð að vera fyrir hendi. Pess öflugra sem Ei.nskipa- fólagið verður þess tryggari er eftirtekjan og ávextirnir. 400 araafinæli siðbótariunar veiður eins og kunnugt er 31. okt. næsta ár og er ráðgert að minnast þess hátiðlega hér á landi. í tilefni af afmælinu kemur út æflsaga Lúl hers, eftir síra Magnús Jónsson sóknarprest okkar ísíirðinfia, og rit um Lúther setn tÓnskald og lag' smið, eftit' Jónas Jónsson í llvík. Á Synodus, sem haldin var í Rvík 2.-3. þ. m., var rætt um að reisa sr. Hallgrími Péturssyni minningarkirkju að Sauibæ á l'lval- íiMiðaiBtrónd og var falið hóraða- uiönnum til írekari undubuuings. Skólastj.staöan við kvðldskóla Iðnaðarmiél. Isfiríinga er latSS. Föst Iaun 550 kr. yfir kenslutímabilið (15. okt. ti! 15. apn'I). Kensla 4 st. á dag. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist formanni skólanefndar kvöldskólans, hr. gullsmið Helga Sigúrgeii'ssýnS,"1 fýrii' 31. 'agúst þ. á. ísaflrði, 18. júlí 1916. Skólanefndin. Keiuiarastaöa pviö barnaskóla Bolyogarvíkur ©P laus. L;njn 6o kr. á máo. Kensiutímabil 7 mán. Umsóknlr séu komnar til skólanefndar Hólshrepps fyrir 25. ágúst nssstk. Bolung-arvík, 20. júlí 1916. Skólanefndin. „Hallgríms dýru ljóð" eru svo al- kunnu^ enn þa, að ekki er efi á að því verður vel tekið. Laiidskosningarnar, Mörgum mun koma óvænt þögnin og að' gerðaleysið um þæi, nema til þess að dreifa út iistamoðiuu. 12 ára umboðið, sem þjóðin gefur hinum útvöldu, er svo þýðingarmikið, að enginn hafði ætlað að það yrði geíið nema ákveðuum stefnum; það er oflangur timi til þess að sigla með vind í pokanum. Pingbændalistinn hefir runnio á vaðið hér Véistra með að !ýsa stefnu sinni; ' kom Halldór Jónsson á Rauðuniýri hing. að í fyrra dag í þeim eiiodum. Hélt hann fund í Bolungaivík í gærkveldi og ætlar að halda fund hór i Templarahúsinu kl. 9 i kvöld. Ilt í'ltlit Ilt útlit er með flskiútgerð, ?>. m. k. hér nærendis, fiskur stöðugt að faila í verði, en útgerðarvör« uroar fara jafnt og þétt hækki andi. Saltverðið er alment orðið 90 kr. smálestin og steinolíu. fatið að sögn nær því 60 kr. Til samanburðar má geta þess, að 1913 og 1914 var fiskverðið nokkru hærra en það er nú, og þá kostaði saltið um 40 kr. smá). og steiuolía 28-30 kr. tatið. Enginn þóttist þó ofsæll þá. - Fullyrt tr að enginn fiskur í landinu sé óseldur á fyrstu hendi; veldur því hátt verð og stöðug eftirspurn. Verðtall, í jafn mikl- um mæli, er því mörgum torráðin gáta. Sýndist sjálfsagt að út« gerðd,r og fiskifélög væru á verði í þessu efni, því það er lifsspurs' mál að koma framleiðstu lands- ins, bæði irá sjó og sveitunj, í svo hátt v«rð sem unt er. „HÍJgni" heitir velbátur, gem keyptur hefir verið í Danmörku og kom hingað í fyrri viku. Báturinn er sagður 8 ára gamall, um 37 smál. að stærð með 35 hesta Ntptunvél. Eigendur: Kristjíin Andrésson bóndi i Meðaldal og Andrés sonur hans, Helgi Sveinsson útbússtjóri og Kristján B«rgsson skipstjóri. Fyrirspurnir. Hver er höfundur kvæðisins >Ástareiðin<, sem Njörður talar um í 19, tölubí.? Hver er hversdagsleika Njarð« ar? S p u r u 11. Vestri getur ekki svarað þessu og vísar spurningunum til hlut- aðeiganda. Ritstj. Sökuiíi yfirstandandl íjyrtíðar og síhækkandi verðs A ölla því er að blaðaútgát'u Jytur, verður augiysingavcrð Yestra bækkað lítilsháttar fiá næ8tu mánaðiimótum og rorð- ur framvegis 0,50 au. á fjórðii síðn, 0,55 an. & annari og þriðju síðu og 0,65 au. á fyrstu síðu, fyrír hvern sentimeter, miðað víð .dálksbreidd. Þeir, sem koma vilja aug«« lýsingum í markaskrá Norður- ísafjarðarsýslu, sem nú er 1 prent- un, sdúí sér til Árngr. Fr. Bjarna» sonar lyrir 10. ágúst næstk. — Áreiðanlega besti auglýsinga- staðurion fyrir þá sem viðskilti hafa við bændur.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.