Vestri


Vestri - 08.08.1916, Blaðsíða 1

Vestri - 08.08.1916, Blaðsíða 1
SSSSESKESSSIKí'EE Blaoksverta, af bestu tegund, og F61ill?H> fæst altat Vijá { Ó. J. Stefánssyni. iKs.'ESESESKSE3SSSS.SSESSS1 Ititstj.: Krist Ján Jónsson írá Garðssiöður'. *** La'jgst.aíisla liir.il b.rjaiin- jj** ^ af vhidluiuogcígarcttuiH. *** íö Ennfiemur íuunntóbak ogS tjAskorið riól iverslun *** Gnðriinar Jónasson. j| XV. **«. ÍSAFJÖRÐUR. S ÁGÚST 1916. 30. bl. Þoryaldur Jönsson fyrv. læknir og bankaútbússtjóri. Hann fæddist 3. septbr. 1837 að Kirkjubæjarklaustri. Foreldrar hans voru merkishjónin Jón Guðmundsson,- þá umboðsmað-. ur, síðir ritstjóri ÞjóðóUs, og Hólmfrfður Þorvaldsdóttir, próí. og sálmaskálds, Böðvarssonar. Um ætt hans vísast að öðru til tfmartts Jóns Péturssonar II. og niðjatals Þorvalds Böðvatssonar. Á uppvaxtarárunum var hann •11 o'tast þjáður af sullaveiki, og um 10 ára að aldri var hann fluttur ríðandi f söðli austur að Vallanesi, til Gísla læknis Hjálmi arssonar, og dvaldi þar vetran langt til lækninga. Frambúðar- bata fékk hann þó fyrst fyrir veikinni eftir uppskurð, sem á honum var gerður í Khöfn. Hann varð stúdent frá Reykja- vfkur lærða skóla 1857, með I. einkunn og sigldi þá sama ár til Kaupmannahafnar og las læknisi fræði þar við háskólann árin 1857 og 1859, en þá hafði ágerst svo veiki sú — sem hann gekk með frá barndómi, að hann varð að leggjast þar á sjúkrahús og var gerður á honum holskurður. — Vegna þessarar heilsubilunar hvarf hann heim til Reykjavíkur og las þar áfram læknisfræði hjá dr. Hjaltalín, unshann vorið 1863 gekk undir prót í læknisfræði. Danska stjórnin hafði, eftir til- lögum dr. Hjaltalfns, ettir tals- verða rekistefnu gefið leyfi til þess að iæknaetni mættu ganga undir embættisprót í Reykjavik, og varð Þorvaldur sál. sá fyrsti sem gekk undir fslenskt lækna- próf, sem hann lauk með I. eink. Sama ár og hann lauk prófi var hann settur héraðslækDir í >nyrðra Iæknishéraði Vesturamtsi ins< og veitt það embætti 6. febr. 1865. Læknishérað þetta náði þá yfir Barðastrandar ísafjarðar- og Strandasýslur, en 1870 varð Ólatur Sigvaldason héraðslæknir í Strandasýslu og austustu hrepp' utri Barðaatrandarsýslu, og 1881 varð D. Sch. Thorsteinsson hér- aðsl. í vesturhluta þeirrar sýslu. Nærri tná geta, hversu erfitt alíkt embætti, sem læknisembætti f »nyrðra læknishéraði Vestur. amtsins<, befir verið, og sennilegt »ð það hafi verið, eins og Björn Jónsson seglr i Sunnanfara, >lfk- lega örðugasta !æknisurnds»mi í heimw. í s'íku landflæmi, því nær veglausu og án reglubund- inna ferða sióleiðina, gat læknis' þjónusta varla orðið til verulegra nota fyrir önnur héruð en þau, sem lágu næst læknissetrinu, en víst er um það, að Þorvaídur hefir á þaim árum farið víða um héraðið í lækningaferðum, því sá er þetta ritar minnist þess, að í viðtali við hann gat hann um ferðir sem hann hefði farið norður í Strandasýslu og vestur á Rauðasand f lækningaterðum. At læknisverkum þótti honum takast aðdáanlega vel að hjálpa konum við tæðingar. Lausn frá læknisembættinu tékk hann 15. nóv. 1900 og var þá elsti læknir landsins. Þá er Þorvaldur sál. tók við embætti settist hann að hér á ísafirði og bjó hér ávalt síðan. Æfisaga hans er samtvinnuð sögu þessa bæjartélags 1 frekan helming aldar og verður sú saga ekki rakin hér, en áðeins drepið á helstu atriðin í starfi hans. Þorvaidi sál. var líklega framar öllu öðru sýnt um tjármál og duldist honum því ekki hversu árfðandi það er, að innræta fólki sparsemi og ráðdeild í fjármálum. Hann kvaðst hata, frá því er hann fluttist hingað, hugsað um hvernig glæða mætti þennan hugsunarhátt hjá tólki, án þess á því bæri að >læknirinn< væri of mjög að vasast í slíku, utanhjá hinu umfangsmikla embætti. Og kom þar að, að fyrir hans for- göngu var stofnaður sparisjóð- ur á ísafirði 19. apríl 1876. Til þessa hafði hann fengið liðsinni ýmsra góðra manna í Isafjarðar' og Barðastrandarsýsh um, sem gerðust jafntramt ábyrgðarmenn sjóðsins, ásamt sjálfum honum. Óhætt er að fullyrða að Þorv. sál. átti upptökin og aðalþáttinn í þessari peningastofnun og vann langmest allra manna að starf' rækslu henuar, enda var hann alla tfð gjaldkeri sparisjóðsins og hatði allar framkvæmdir á hendt fyrir sjóðinn. Sjóðstofnun þessi var Þorv. sál. breunandi áhugamál, enda lét hann ekki staðar numið við að fá nalnið tómt, heldur vann að því með hinum mesta áhuga að afla og tryggja sjóðinn sem mest og best, •nda var samlagsíéð í aprfUok 1404 orðin um ^/4 miljón kr. osr skuldlausar eignir sjóðsins um iSVa Þus- kr. Þetta er álitlegur árangur at góðri starfsemi, enda mun hans lengi minst með mak* legu lofi fyrir atskiíti hans at þessu rnáli. Engu síður var honum og með stjórnendum hans umhnyf«ð um að tryggja þessa peningastofnun í tramtíðinni. Þegar útbúin trá L^ndsbankanumog Islandsbanka voru stotns-5tt hér igo^varðþað að ráði að eftirláta Landsbank* anum sjóðinn og mun þó Isl.b.- stjórnin hafa boðið Þorvaldi sál. betri launal<jör, en Landsbankai stjórnin gerði, ef sparisjóðurinn yrði látinn hans útbúi i té, og hann, að sjálfsögðu, tæki við forstöðu Islandsbankaútbúsins. F.ignir sjóðsins gengu til efl- ingar landbúnaði í Norðun og Vosturilsafj.sýslum og til sjóð« stofnunar til jarðakaupa handa Isaijarðarkaupstað. Árið 1904 var stofnsett hér á ísaf. útbú frá Landsbankanum, að mestu með samlagsfé sparii sjóðsins, og varð Þorv. sál. fon stjóri þess frá byrjun þar til er hann sökum vanheilsu, lét af þeim starfa árið 1914. Þessa stöðu rækti hann með áhuga og sami viskusemi og þeirri vartærni sera honum var eiginleg í meðterð á fé annara, engu síður en sjálfs sín, enda hlaut hann viðurkeun- ingu Landsbankastjórnarinnar fyrir þessa starfsemi. Þorvaldur sál. fann sárt til þess, eins og margir aðrir læknar þessa lands, hversu erfið og í mörgum tilfellum gagnslítil öll læknishjálp er, þegar hjúkrun vantar handa hinum sjúku; þess vegna gekst hann fyrir stofuun sjúkrahúss hér i bænum og. safnaði fé innanlands og hjá erlendum kunningjum sinum til p.ð koma þvi á fót og var stofnun þess nær eingöngu dugnaði hans að þakka. Póstafgreiðslumaður var hann hér á Isafirði um fleiri áratugi. Hann var sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar 28. mars 1899- Af bæjarmáium og félagsmáb um þessa héraðs hafði hann mikil afskifti, var lengi f bæjar. stjórn hér og sáttanefndarmaður ( fjölda ára. Ari síðar en hann kom til bæjarins, eða 28. ágúst 1864, kvongaðist hann frændkonu sinui, Þórunni Jónsdóttur prests Hjart< arsonar frá Gilsbakka. Þau áttu 7 börn, 2 syni og 5 dætur. Synirnir eru: Jón, héraðslæknir á Hesteyri og Ólafur, verslunarm. í Kaupmannahöfn. Dæturnar: Hólmfríður, gift Árna Jónssyni, forstjóra A. Asgeirssonarverslun' ar hér, Helga, gift séra Páli Síhephensen í Holti, Gyðríður, gift dr. Birni Bjarnasyni, Kristin, ógift og Sigríður, gift Þorvaldi Krabbe, landsverkfr.; hún andað. ist árið 1905. Auk þestóluþau hjón upp að mestu Þorvald Benjamínsson verslunarfulltrúa og fleiri ungmenni voru langdvölum á vegum þeirra hjóna. Heimili þeirra hjóna var um langt skeið eitt hið mesta gesti risnis og glaðværðarheimili hér f bæ, sem sönn ánægja var að dvelja á, enda var Þorv. sál. orðlagður veitandi á heimili sinu og oft hafði sá er þetta ritar ána^gju að sjá hversu kátur og fjörugur gamli maðurinn varð á seinni árum, þegar gestir voru á heimilinu. Konan og börnin, meðan þau voru heima, gerðu og sitt til að auka á glaðværðina. Hann var snyrtimaður mikill f framgöngu og hafði glögt auga fyrir því sem betur mátti fara og til prýðis verða, enda kom hann upp mjög snotrum trjái og blóm. garði hjá íbúðarhúsi sinu. Dvaldi hann þar marga stund sér til ánægju, því hann hatði hið mesta yndi at biómum. Hann var djúphygginn, gjör^ athugull og hinn mesti starfst maður. Reglusemi hans og ráð« deild var við brugðið og skyldm rækinn var hann með afbrigðum. Þeir sem lítið þektu hann gátu álitið hann stirðan og óþjálan og jafnvel kaldlyndan, en ekki þurtti annað en kynnast honum dáHtið á heimilinu og veita sftirtekt hversu frábærlega batngóður hann var, til að sjá að hann >átti þó til blíðu<, eins og ætt> jörðin hans, og þeir sem unnu undir handleiðsu hans íundu, að þótt hann væri óspar á að ávíta þá fyrir það sem miður fór, þá >hann meinti alt vel<. Hann var metnaðargjarn og vildi ekki láta hlut sinn ef þvf var að skifta, og þá oft þungur mótstöðumönnum sínum, eu hverj' um manni ráðhollari þeim et tií hans leituðu, og þair voru margír.. Arið 1913 sendu nokkrir borg^ arar þessa bæjar honum skraut^ ritað ávarp og færðu honunx

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.