Vestri


Vestri - 15.08.1916, Qupperneq 2

Vestri - 15.08.1916, Qupperneq 2
121 V £ S I k í 31 fcí. Símlregnir 12. ágúst: Einkaskeyti til Mbl., Khötn 11. ágúst: Gufuskipunum Eriksborg og Catholm hefir verið sökt. Gufusk. Ydun, sem er í törum milli Khafnar og Friðrikshafnar, tóku Þjóð* vorjar og fluttu til Svinemtinde. Kaupförin milli Álaborgar og Rönno hafa oftsinnis verið stöðvuð og tekin til ransóknar. Fjölda skipa sökt í Eystrasalti. ítalir hafa tekið Görtz og tóku nooo fanga. Rússar sækja enn meira fram hjá Sereth og hafa tekið 9000 fanga síðustu dagana. Öflug mótmæli hafin (t Danmörku) gegn sölu Vesturheims« eyjanna. 15. ágúst. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 13 ágúst: ítalir halda áfram sókninni. Rússar hafa tekið Delatyn og Ilumacz. Austuriíkismenn hafa yfirgefið Lemberg og Stanislau. Einkaskeyti til Mbi., Khöfn 15. ágúst: írakkar hafa tekið 3. skotgrafalínu Þjóðverja hjá Somme. ítalir eru komnir inn á Croatiusiéttuna. >Ydun«, danska skipið sem Þjóðverjar fluttu til Svinemunde, hefir verið iátið laust aftur, en úr því teknar 500 tn. af svínafeiti, sem fluttar voru í skipið 1 Kristjaníu. Eigandi vörunnar hefir verið tekinn fastur. Samkv. opinberum skýrslum hafa Bretar nýskeð unnið alimlkla sigra i Egiftalandi og Austur Afríku. Brönsk skýrsla, dags. 12. ág. segir frá ákafri viðureign um» hverfis Posiéres. Ástralíuliðið braust fyrst fram og náði 4—600 metrum af skotgryfjum Þjóðverja á 300 metra svaeði. Viðureign þessi stóð allan síðastl. laugardag. Á sunnudagsmorguninn gerðu Þjóðverjar gagnáhlaup með fljótandi gasi, en varð ekkert ágengt. 7. og 8. var barist látlaust á þessum stöðvum og sóttum vér nokki uð fram. 9. ágúst náðum vér enn nýjum stöðvum norðvestur af Posiéres og virðast varnarstöðvar Þjóðverja þar fremur ótryggar, t. d. létu þeir undan síga við fyrstu handsprengjahríð vora. Innlendar símtregnir. 12. ágúst. Bretar gerast sffelt nærgöngulli um ísl. siglingar. Gutuskipið Stralsund, sem flytja átti tunnur til Ásgeirs kaupm. Péturssonar, tóku þeir hér upp við land og skipuðu því að halda attur ttl Eog* lands. Hefir það verið í haldi undanfarna daga, en mun nú lagt af stað aftur. Síldveiðiskipið Assistenten, eign Falcks útgerðarm. f Stavanger, sem var að flytja beitusíld trá Rautarhötn til Norð« tjarðar eystra, tóku þeir undan Borgarfirði og skipuðu því að halda til Englands. Bjerkevik útgerðarstjóri var með skipinu, en kocnst til lands á báti. Ágætur síldarafli nyrðra undantarið, en margir útgerðarmenn uppiskroppa með salt og tunnur. Gullfoss tór frá Khöfn í gærdag. 15. ágúst. 100 ára afmæli Bókmentafélagsins haidið hátíðlegt í dag. 1 morgun fór stjórn félagsins í bifreið að Görðum á Alftanesi og lagði blómsveig á leiði Arna biskups Helgasonar. Kl. 1 hófst hatíðahald í alþingishúsinu. Próf. Björn M. Ólsen, forseti félagsins, hefir gefið því 1000 kr., sem leggjast skulu í sérstakan sjóð. Botnía kom til Rvíkur í dag. Þilskipin syðra hafa aflað ágætlega. Tilkynning, Háttvirtum alþingiskjósendum í Veatur-ísafjarðarfcýslu tilkynnist hór með, að eg hefl ákveðið að gefa kost á mér til þingsetu fyrir Vestur-ísafjarðarsýsiukjórdæmi við kosningu þá til alþingis, er frarn á að fara fyrsta vetrardng næst- komandi. Funái mun eg halda, að forfaila' lausu, í öllum hreppum kjöidæni' isins, áður en kosning fer fram. Með virðingu og vinsemd. p. t. ísafirði, 14. ágúst 1916. Matth. Ólafsson alþm. Til íslenskra barnakennara. Bækur og blöð eru boðberar hugsana. í þeim geta menn átt tal saman um áhugamál sín, sem ella mundi liggja í þagnargildi, vegna strjálbygðar og fleiri örð. ugleika. Nú er því svo háttað, að menn, sem inna af hendi sama starf, og ættu því að eiga sameiginleg áhugamál, eru svo að segja bundnir hver öðrum sérstökum skyldukvöðum. Af því leiðir aftur, að sjálfsagt væri að slíkir menn bindust félagsböndum og mynduðu >stétt<, er gætti hags> muna sjálira þeirra og starfs þess eða málletnis, er þeir helga kratta sfna, um lengri eða skemri tíma. — Svo hefir það líka verið um heim allan, að myndast hata >stéttir< á þessum grundvelli. Alloftast hafa þær átt sér mál- gagn, Jtil að styðja að samheldni stéttarinnar, skýra kröfur ogverja réttindi hennar. — íslenskir barnakennarar kvarta mjög undan kjörum þeim og kostum, er þeir verða við að búa. Eru þær kvartanir á íylstu rök> um bygðar og því réttmætar. En svo gjörsneyddur er fjöldi þessara manna ábyrgðartilfinn* ingu fyrir sameiginlegum hag »stéttariuoar<, og svo áhugalaus er meginþorri þeirra, fyrir steínu þeirri, sem starfinu á að vera samfara, að vér höfum það fyrir satt, að aðeius lltill hlutiþeirra kaupi og lesi »Skólablaðið«; eina íslenska málgagr.ið, sem þeim er sérstaklega ætí ð. Þegar r,ú þar við bætist. að blaði þessu er haldið úti ar ytiri stjóm fræðslumála í landinu, er með áhuga og samtökum kenuara að' baki sér, gæti mikiu rái'ið um kjör þeirra og kosti. o« hcfir þar að *ð auki mikinn ahugu iyrir því að starf þeirra verói sjáltum þeim og þjóðinni til heiila pg bieasunítr, þá sætir þaö moatu firnum að allir barnakennarar í landinu skuli ekki kaupa blaðið og iesa. Hefir það þó jafnan verið vel ritað og mjög leiðbeinandi á ýmsa !und og ætti að hafa verið og verða hollvinur hvers kennara. Nú er svo komið, að vafasamt er hvort blaðið getur haldið átram að koma út, nema kaup- endum fjölgi að mun og allir standi vel í skilum, sem einnig mun hata verið nokkuð ábótai vant hingað tih Óhætt má fulli yrða að áhugaleysi einu er um þetta að kenna, því að enginti getur afsakað sig með því, að 1 króna og 50 aurar á ári séu svo mikil útgjöld, að með því sé efnahag hans stotnað í voða. Skorum vér því hérmeð á öll starfsystkin vor, nær og tjær, er eigi hafa haldið blaðið hingað til, að gerast kaupendur þess nú þeg' ar og hina, er eigi hata 3taðið í sæmilegum skilutn við blaðið, að greiða því nú skuldir sínar að fullu. Að vér séum öll samtaka í þessu efni sem öðru er skilyrði tyrir heill >kennarastéttarinnar< og málefnis þess er vér störfum fyrir. Og hiklaust teljum vér það bæði skaða og skömm fyrir fræðslumál landsins og kennara* stéttina í heiid sinni, ef blaðið legst niður. En það þarf eigi að verða, ef kennarar t þessu efni gera skýi lausa skyldu sína, og má aldrei verða sóma þeirra vegna. — Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. p. t. ísafirði, 24. júlí 1916. Snorri Sigfúss. Iriðrik Hjartars. frá Tjörn. frá Mýrum. Baldnr Sveinsson. Fjær og nær. Druknanir. Viggo Jensson, ungiingspiltur urn iðáragamall, sonur Jens kaupm. Guðmundsson. ar á Þingeyri, druknaði nýskeð af fiskiskipinu Agli frá Þingeyri. Nánari atvik að slysinu óírétt. Nýskeð druknaði og í Eyja. tjarðará Brynjóltur Sveinsson, bóndi á Sándhólum. Var við slátt þar skamt frá og hafði gengið niðut að ánni til að baða sig, on var örendur þegar fóíkið kom til hans. Eltikkuiml flýtt. Stjórnarráð- ið g f út auglýsingu' hér á dög' um um að klukkunni skyidi flýtt um eina kiukkustuDd frá 10. ág. til 15. nóv. n.k. Þessi siður hefir víða verið tekinn upp í nágrannai löndunum nú upp á síðkastið og þykir hinn hagkvæmasti. Mun svo eirmig reynast hér, og verður þetta að líkindum að fastri reglu í framUðinni, að flýta klukkunni þegar dimma tekur af nóttu. Ætti að gera siíkt hið sama þegar kemur fram í febrúar. Látiu er í Wirmepeg i Manitoba 8. mai s. 1. frú Olga María Skaft• féld, dóttir Vilhjálms Olgeirssonar verslunarm. hér í bænum og fyrri konu hans Jakobinu Jónasdóttur, rúmra 36 ára að aldri, fæúd 17. okt. 1879. Hún var gift Hreiðari Hreiðaissyni Skaftfeld og eiga þau 5 börn á lifi. Hún var atgerflskona, greind og fríð sýrmrn og myndai ieg húsmóðir. Bernt Lie, norekur rithöfund- ur, alkunnur, er nýskeð látinn, um fimtugur að aldri. Hann var bróðursonur Jónassr Lie, eins af höíuðskáldum Norðmanna. Hefir hann samið allmargar skáldsögur, sem náð hafa Iiylli í Noregi. Leiðr. Misprentast hatði i sfðasta blaði Hólmfrfður, f stað Hjálmtríður Tyrfingsdóttir. Lát hennar var tekið eftir öðru blaði, sem farið hafði rangt með natnið.

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.