Vestri


Vestri - 15.08.1916, Blaðsíða 3

Vestri - 15.08.1916, Blaðsíða 3
ji. bf. vistkí. ________ Há N. SKANDFER baatbyggeri Hosjöen Norge sœiðar kantsetta báta af öllum stærðum og vill fá viðskifti á íslandi. Hefir smíðað bát hr. Þorst. J. Eyfirðings & Co. og lofar þar verkið meistarann. Talið við undirrítaðan umboðsmann has, sem gefur allar nánari upplýsingur. Joh. Hestnes, ísafirði. (í fjarveru minni geta menn snúið sér til Arngr. Fr. Bjarnasonar). fiepiið ekki til morguns, sem gera ber í dag, því enginn veit hvað morgundagurinn ber f skauti sinu. Tryggið því lif yðar setli fyrst f lífsábyrgðarféiaginu CARENTiA, sem býður hagkvæmust líftryggingarkjör. Umboðsmaður fyrir Vesturland: Elías J. Pálsson, Isafírði. Færefskar peysur í Axelsbúð. Leirtau, sto sem bollapor, diskar, skálar og föt, nýkomlð til undlrritaðs. Höuiuleiðis mikið úrvai af myndarömmum. Verðið furðu gott! Jón Hróbjartsson. - Kynlegt hjónaband. — Þýdd saga. — (Fih.) Borðið var fyrirtaks snyrtilega dúkað og prýtt með blómum og rósum. Allskonar vínum og dýrindis krásum var raðað á það. Glugginn hafði verið opnaður til hálfs. Mildur kvöldblærinn OR íuglakvakið b, rstinn til þeirra. Vikky tók sér sæti í lcgu. bekknum, en Freddy andspænis henni Hann fylti vínglösin, jós súpunni á diskana og skar kjötið 1 sundur fyrir haná, og dekraði við hana eins og barr. >Hvað dæmalaust ertu vænn við mig, Freddy,< mælti hún. Hann ypti ölum, brosandi, eins Og hann vildi segja: já, þarna getur þú nú séð hverju þú sleptir í dag, Maturinn var góður og ljúb tengur. Matsveiuuinn hatði tekið á þvf besta sem hann átti til með tilbúning hans. Vikky var orðin kát, hún hló að skemtisögunum sem Freddy var að scgja. og fór svo að lokum að spyrja um Klukkudal. Nú væri auðvitað búið að breyta öllu og búa vel um alt þar, og hún kvaðst gjarnan vilja heyra hvernig þar væri útlits. >Já, en maður nýtur svo illa Samtalsius með því að sitja svona hvoi gengt öðrum, ég vil heldur koma yfir til þín,< mælti Freddy. Bekkurinn var lítill, svo þau sátu þétt saman. Hann rétti að hanni aldinaskálina og hóf svo trásögu sína um Klukkudal. >Já, þér nefði komið margt á óvænt þar,< mælti hann, >en fyrst þú ekki færð að sjá jörðlna, þá verð ég að segja þér ögn frá henni.< Hann lýsti herberginu sem henni var ætlað, með djúpu, bogadregnu gluggunum, sem snéru niður að stóra vatninu, feikna stóru skógunum og bláu fjöllunum, sem takmörkuðu út> sýnið. Við hliðina á herberginu var Totrsrgarðurinn, þar gat inaður látið hugann reika í næði undir rosarunnunum, kastaníu' trjánum og pálmunum. I>arna áttu þau að drekka morgunkaftið, þar voru barobusviðarstólar, dá> litili bekkur, svipaður þeim sem þau sátu í uúna, og dýrindis borð með fornu austurlanda sniði. Undir græna trénu skyldu þau drekka miðdegisteið úr ofurlitlum tyrkneskum bollum. Skaði — þetta hetði verið svo skemtiiegt. Eða þá hestarnir. þá held ég að þér hetði ekki litist dónalega á þá! Fereykisvagninn er ágætur, hetði áreiðanlega vakið mikla eftirtekt í Vín. Fólkið hefði svei mér fengið eitthvað til þess að horfa á. Og svo reiðhestarnirl Eg ætlaði að eftirláta þér hana Carmen; hún er bæði þægileg ogj fljót, eins og framast vrrður ákosið. Við höfum fagra skóga að þeysa um f Klukkudal, því máttu trúa.< Vikky leit niður. >Og átti ég þá ekki að læra að sjóða og lfta ettir hússtjórn- inni?< spurði hún. >Þú?< Hann skellihló. >Það hefði liklega verið tekið upp á því! Gamla konan, scm annast hefir hússtjórnina i Klukkudal i 20 ár, mundi ekki verða hýr ef ætti að svifta hana ráðskonui starfiuu. Henni er heldur ekki um það gefið, að fólk sé að blanda sér inn í hennar starf, en þó hefðum við getað ráðið að öliu leyti yfir smá miðdegis* verðum, sem búnir hefðu verið til eftir okkar eigin fyrirsögn, því ég uni ávalt tilbreytninni. Vikky hlustaði á frásögn hans með vaxandi athygli. — >Auk þess hefði eg alls ekki getað verið án þín. Eg þarf að ferðast víða um til að líta eftir og haíði einmitt hugsað mér, að þú yrðir með mér f þessum ferða^ lögum. Þú hefir svo gaman af að ríða Vikky, að þú hetðir ekki skorast undan að vera með í þessum ferðum.< Vikky kinkaði kolli, samsinn< andi, en var raunaleg á svipinn. >Og nú verður þú aleinn í stóru höllinni,< mælti hún í meðaumk* unarróm, um leið ®g hún lagði litlu höndina sfna á handlegg hans og horfði á hann með stóru bláu augunum. Hjartað barðist í brjósti hans, eins og þnð ætlaði að springa. (Framh.) t Forspilið. Sat eg einn við sjávarnið sönglaði’ í hægðum mínum ' og var að hugsa umfióogfrið í faðmi Ránar þínum. Hieyfðist margt. í huga mér hulin gáta ráðin, löngu sem að liðin er læt eg slitna þráðinn. Lítill fugl með ljúfan klið ljóðaði æ því meira, er eg lagði eyrað við unaðinn þann að heyra. Kvakaði litla lækinn við Ijóð á huldri tungi, söng hann einn með yndieklið upp við kiettatungu. Sá eg þá hann „Langaling*, litli fuglinn skjótur flaug í burt, á friðarþing — fjandiun var avo ljótur. Gekk eg burt frá litlum læk lokaði mínu eyra, en sögu mikla af Magnús „ekræk" muntu siðar heyra. Jón Thor. Kennara vantar 1 fræðsluhérað 0gurhrepps. Kaup samkvæmt fræðsiulögunum. Vigur, 6. ágúst 1916, Sig. Stefánsson. Kennarastaðan tið farskóla Skutulsfjarðar er laus til umsóknar. Laun samkv. fræðslulögimum. Umsókn sé komin til undirritaðs fyrir 15. sapt. næstk. Kiikjubóli, 20. júlí 1816. TryggTÍ A. I’álssou. Bakaralærlingflr óskast i haust. Nánari upplýsingar hjá Johan P. Sörensen, bakarameistara, Vestmannaeyjum. Odýrt girðingaefni fæst hjá Sigurði Kristjánssyni. - — ... Ó. Steinbach tannlæknir. Heima 10—2 og 4—6. Öll tannlæknastörf og tannsmiði ai hendi leyst. Tangagötu 10, Isaflrði. Sig. Sigurðsson frá Vigjr yfirdómslögmalur. Smiðjugntu 5, leafirll. Talsími 48. ViðtalsUmi 91/*—101/, eg 4—1. Nærsveitamenn vitji Vestra til ritstjéraw.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.