Vestri


Vestri - 24.08.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 24.08.1916, Blaðsíða 2
<*• '-VI nííRi 3= *. i j6 Símlregnir 19. ágúst. Einkaskeyti til Mbl., Khöf'n 17. ágúat: Þjóðverjar hafa sent Austurríkismönnum hjálparlið til þess að verja Triest. Fundum i Landsþinginu frestað. Konungur hefir stungið upp á að myndað verði samsteypuráðaneyti, svo komist verði hjá nýjum kosningum. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 18. ágúst: Frakkar sækja fram hjá Mauretaz. ítalir eiga aðeins 25 enskar mílur ófarnar til Triest. Rusky er orðinn yfirhershöfðingi Rússahers á norður vigstöðv* unum. Skovbo, fyrv. Garðprófastur, látinn. 22. ágúst. Einkaskeyti til Mbl., Khötn 22. ágúst: Frakkar hafa tekið Fleury. Bretar hafa náð skotgryfjaröðum f Skorowskógi. Búigarar sækja fram f Grikklandi, i áttina til Kavalla. BrusiiofF, hershötðingi Rússa á suður vígstöðvunum, hefir hand* tekið 350 þús. manns. Konungur hefir kvatt fulltrúa allra pólitfsku fiokkanna í Dan- mörku á sinn tund til þess að reyna að koma á samkomulagsráða- neyti. Vilhelm Wiehe leikari látinn. Samkvæmt opinberum tilk. hafa bandamenn allstaðar unnið á á vestri vfgstöðvunum. Innlendap elmtpegnlp. 22. ágúst. Bretar hafa bannað olfuflutning til Jónatans Þorsteinssonar kaupmanas f Rvfk, sem hann hatði pantað trá Amerfku. Ástæðan sögð sú, að seglskip átti að fiytja olfuna, en Bretar segja þau hljóti að verða katbátum að bráð, ef svo ber undir. Gulifoss kom til Rvfkur f morgun. Ráðgert að hann fari hingað til Vestfjarða 25. þ. m. 7. seftbr. er áformað að Gullfoss fari til Ámerfku. Skemtiför. Síöastliðna viku barst bú fregn til bæjarins, að til stæði að skemtii samkoma skyldi háð á Arngei ðar- eyri sunnud. 20. þ. m. Bæjarbúar þeir, sem ekki eru heimasæt.nir, vildu freista að komast inn eftir til þess að taka þátt i fagnaðinum og sýna sig og sjá aðra. Var fyrst auglýst, að Dýjasti vélbáturinn, „Eggert Ólafsson”, flytti fólk inn eftir, en á laugardaginD voru festar upp auglýsingar um að „Freyja'1 og ,Frigg“ færu báðar inn eftir þann dag og skyldu efnamenn greiða 1 krónu í fargjald, en fátækir fá ókeypis far. Á sur.nudagsmorguninn var uppi fótur og flt; faiþegarnir streymdu niður á Edinborgarbryggju og um borðíbátana, liklegaum 130 -140 alls. Veðrið var hið ákjósanlegasta. Gráhvit góðviðiisþoka krýndi fjöllin niður undir miðju, sjórinn fléttur eins og rjómatrog, og á stöku stað skein sóIíd gegn um þokuna, sem boðaði það að hún myndi „brenna hana af“ um hádegið. Systurnar .Freyja* og „Frigg“ rendu af staö rúmri hálfri klukku> stund eftir tilsettan tíma og þreyttu kapp út Fjöiðinn. ,Frigg" er yngri og veitti því belur; skyldi hún og taka fleiri krókana. þegar inn fyrir Arnamesið kom, drógu menn ajónaukana úr pússi sinu og tóku að litast, um, en Djúp> menn skýrðu hinum ókunnu frá bæjum og örnefnum. Og Djúpið er margbreytilegt að útliti fyrir þanD sem fer um það i fyrsta skifti. Há, sæbrött fjöll, stórgrýttar hlíðar, laDgir firÖir, og býsna óllkir, og hálsar og hæðir, gróðurlitlir sumir að vísu, en þó margbreyttir að lögun. Á aðra höndina er Ströndin regluleg og bein að heit.a má, og eyjarnar, Vigur, iðgræn og regluleg að löguD, en Æðey henDi alveg ólík. Borgarey, talBvert lík Vigur. Tveimur söguríkustu höfuðbóh unum í Djúpinu, ögri og Vatnsfirði, taka allir eftir sem leggja leíð sína inn eftir. — Þokunni smálótti af eftir því sem innar dró, en gisnar slæður hengu enn þá í gljúfrum og á hamrastöllum uns þær eyddust og hurfu upp í loftið, en sólin stráði geislaflóði um láð og lög. Var nú tekið að iðka söng, því raddmenn allmiklir voru þarna samankomnir og þreyttu þeir sönginn sem mest þeir máttu, en gnoðin skreið áfram alt til Arngerðareyrar. — Pegar þangað kotn var alllangt þangað til söngskemtunin skyldi hefjast. Qengu menn þar saman um stund og spjölluðu við aðkomumenn. Ungmennafélagið og hreppurinn i sameiningu hafa keypt hús það er kaupfélagið átti, og ætla að hafa það fyrir sarakomuhús. Er það anoturt innan með góðum sal og veitingaherbergjum, og með bestu þeaskonar húsum f sveitum. Eu bud vonlegt er var það laogt ol lítið íyrlr jafn margt fólk og þarna var samankomið. Skemtunin var gerð til ágóða fyrir húsið. Þegar kl. var 4 hóf Eggert söngv* aii eiDsöng i húsinu, söng bæði þýsk og islensk lög og var vel látið yflr. Sigvaldi lók undir á har< moníum; þótti þetta góð skemtun. Síðan félst unga fólkið í faðma og dansaði um nokkra stund áður en ísflrðingar bjuggust, til ferðar. Ann< að var ekki haft til skemtunar. í alvöru mælt hefði verib mynd* arlegra að setja mótið með ræðustúf og gefa möDnum færi á að fá orðið* því sjálfsagt hefðu einhverjir þeirra, er þarna voi u, fundið hvöt hjá sér til þess að segja eitthvað. Einnig hefðu veitingar getað verið i betra lagi með því að breiða dúkájöið* ina utan við husið. — En þrátt fyrir þetta eru þessi mót heppileg og sjálfsögð; þau auka viðkyuning og glaðværð, og alt stendur til bóta. Um 500 manns munu hafa verið samankomið þarna, flest héðan af ísaflrði og svo úr nærhreppunum, Kauteyrar, Reykjarfjarðar og ögur- hreppum. Nokkrir menn voru einnig sunnan úr sveitum. Jafnskjótt og „Freyja“ haíði undið stjóra úr botni var tekið að iðka sönginn og enn þá rösklegar en á inn eftir leiðinni, því þarna voru karlar í krapinu, sem þóttust geta tekið lagið. f*ar var Snorri og Tryggvi, báðir gamlir Heklungar, Sigurður og Skúli, Stefán og Jóhann og Reykvikingar nokkrir, og margt fleiri manna, skáld og fulltrúar borgar vorrar. f“ai var Vestri, en Njörður á „Frigg*. Útgerðar- maðurinn (Karl Olgeirsson) var á bátunum til skiftis. í kvennahópn* um var valið í hvert sæti, og þorum vót ekki að gera þar upp á milli. Jæja, svona var kallað, kveðið og sungið út Djúpið. Margir voru raddmiklir, en ekki að því skapi raddfagrir allir og líklega ekki vel ■amæfðir. Sólin hnó eldrauð í hafsins skaut miðja vegu milli Rits og Stigahlíðar, og Langadalsströndin roðnaði, eins og feimin mær fyrir ástbrosum yngissveins, en golan svöl ýfði sjóinn a meir, eftir því sem húmið færðist yflr hauður og haf. Raddböndin tóku að sljófgast, eftir því sem leið á fðrðina, og wsú hin kalda undiralda" lyíti óþægilega undir meltingarfærin í sumu ferða- fólkinu, en þokan bannaði að'skygn- ast til miða; svefninn sigraði þá og margan mætan mann. Þegar að Edinborgarbryggju kom 'vildu sumir borga, en Guðmundur skipstjóri neitaði að taka við far- gjaldi af nokkrum manni. — f’ótti snmum sem með því hefðu veríð gerð spjöll á lánstrausti sínu, eink- um þeini, sem þurfa að nota mikið af gjaldeyii þeim sem víxill er neíndur, «d flestir lofuðu rausn útgerðaimanns og skipstjóra og báðu þá hafa margfalda þökk fyrir. Þakkaði svo hver öðrum sam- fylgdina og buðu Góða nótt.1 Síldveiðarnar, Ennþá sömu uppgripin og und- anfarið, oft umhverfls bæinn og í íjarðarmynoinu, og Djúpið sagt fult af síld; virðist Isafjörður ætla að stinga Siglufjörð af stokki. Vegna tunnuleysis heflr oiðið aö stöðva flesta bátana langa líma og verður það tjón vart metið sem vert er. Nokkuð virðist ætla að rætast úr tunnuleysinu, bæði kom dálítið af tunnum með Botniu og töluvert m«ð Fioru, og i gaer kom tunnuskip, sem Jóh. Þorsteinsson kaupm. heflr útvegað, með um 5000 tunnur, og væntanlegt er tunnuskip til Axels Ketilssonar næstu daga. Sá efl sem var hjá sumum um síldveiðar hóðan með snyrpinótum er allur horfinn eftir reynsluna í Bumar, sem bendir á að ísafjórður hafl að mörgu betri skilyrði en aðrlr staðlr til slíkrar veiði. Er sagt að þegar séu komnar b*iðnir um tvær nýjar sildaistöðv- ar, áuk þesa sem hinar gömlu verða stækkaðar og fullkomaðar, þvl •ins og búast má við «r mörgu ábótavant um útbúnað þegar alt er í byrjun. í Iogólfsfirði á Ströndum hafa tveir Norðmenn aett upp síldar- Btöðvar í sumar og rekið veiði þaðan. — f Reykjarfirði nyrðra eru og þegar leigðar tvær síldarstöðvar innlendum mönnum og heflr Guðm. Hannessou cand. jur. keypt 5 „plauEtæði" þar. Nú siðast hafa Siglfirðingat sótt afla þarna vestur í Húnaflóa, svo stöðvar þessar sýnast liggja vel við hvað aflasæld snertir. Það er áreiðanlega komiun tími til, að alþingi skerist í leikinn og sjái um að útlendingar nái ekki fleiri sildarstöðvum hér á landi en þegar er orðið og yflrleitt þrengja kjör útlendinga hvað veiðiskap snertir. Útvegur landsmanna er þegar orðinn svo þroskamikill og eykst óðfluga, en verður víöa að veia hornreka fyrir útlendingum. Ætti næsta þing að taka þetta alvöru og nauðsynjamál til r»ki< legrar íhugunar. Afll. Fremur sjaldróið og lítill atli tii hafsins, en stöðugt allgóður afli hór inn i Djúpinu á smaerri bátana,

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.