Vestri


Vestri - 24.08.1916, Blaðsíða 3

Vestri - 24.08.1916, Blaðsíða 3
MannfjlHdi í Danmörku í Danmörku fer tram alment mann- tal 5. hvert ár. Síðasta manutal fór fram 1. febrúar i ár. í »Statistiske Eiterretninger< 8. árg. nr. 7 eru birtar aðaltölurnar eftir hina endanlegu upptalningu. Samkvæmt því voru í Danmörku Við manntalið . 2.921,362 íbúar, þar at 606 þús. i hötuðstaðnum (Kaupmannahötn og Friðriks- bergi), 604 þús. í kaupstöðunum utan höíuðstaðarins og 1,711 þús. í sveitunum. Við næsta manntal á undan, 1. febr. 1911, var mann1 fjöldinn 2,757,000, og hefir því mannfjölgunin síðustu 5 árin verið ulls þús. eða að meðaltali I>l8°/o á ári, en næstu 5 árin á undan var hún i.j7°/o meðah tall áári. At hverjum ioooibúum í Danmörku eru 485 karlar, en 515 konur. Með hverju manutali verða konurnar tiltölulega fieiri, og er það talið stafa af þvi, að fleiri karlar eu konur flytja úr landi. Utan höfuðstaðarins eru 10 kaupstaðir í Danmörku stærri heldur en Reykjavik. Þeireru: Aarhus (66 þú*. ib.), Odense (45 þús.), Aalborg (38 þús.), Horsens (25 þús.), Randers (24 þús.), Vejle (20 þús.), Esbjerg (19 þús.), Helsingör (15 þús.), Fredericia (15 þús.) og Kolding (15 þús.). Kynlegt hjónaband. — Þýdd saga. — (Frh.) >Aleinn,< endurtók hann át kveðinn. >Ég sagði þér áðan, °ð jafnvel þótt þú sért frjáis, þá álít ég mig bundinn; eg verð að standa við orð mín! E>ar að auki mun ég aldrei finna konu, sem mér geðjast jafn vel að og Þór, eða elska eins og ég elska þig.< Hann lagði handlegginn um mitti hennnr og þrýsti henni tast að sér. Hún lagði hötuðið á öxl honum, glettnisbros færðist um varirnar Og litlu spékopparnir í kinnum hennar urðu dýpri. >Eg hefði heldur ekki getað unað því að þú tækir aðra að þér,< hvislaðl hún í eyra hans, >ég held ég hetði komið að Klukkudal og kroppað úr henni augun.< >Ó, þú indæla sáll< hrópaði hann, frá sér numinn at tögnuði, um leið og hann tól andlit sittí lokkum hennar. Rökkrið lagðist mjúklega yfir blómgarðinn og gráir skuggarnir staskkuðu óðfluga í herberginu sem þau sátu i. Lítill næturgali sat á rósarunni Utan við gluggann; hann söng ekki, fanst þeim, en kvakaði þýðlega og það var seyðandi til* finning f tfsti hans, eins og ang- urblíð þrá, eða bæn til íjarverandi éstvinar, Freddy leit á úrið sitt. >Nú verð ég að fara,« mælti hann og andvarpaði. >Fara,< kallaði Vikky, eius og hún vaknaði af draumi. >Hvert ætlarðu?< Hann hló. >Já, elskan mín,< mælti hann, >ég er nú giftur, og þessvegna verð ég nauðugur viljugur að fara brúðkaupsferðina. Ég ek í veiðivagninum minum að Hjartar- húsi (það var dálítill veiðibústaður sem tilheyrði Trani greifa) og þaðan ter ég snemma á morgun til fjallanna um endilangan Tyrol og að Klukkudal. Það verður skemtilegt terðalag, en þó hetði það getað orðið langtum skemti- legra.< Hann spratt upp úr sæti sínu og lést búast til ferðar. Næturgalinn söng onnþá svo angurblítt utan við gluggann og fyrsta stjarnan blikaði á kvöldi himninum. >Farðu ekki,< bað Vikky með áketð, >eða< — hún vafði hand- leggjunum um háls hans — >taktu mig með þér.< >Viltu þá,< spurði hann með hægð, >viltu koma með mér sem góður félagi eða sem mín elsku- lega litla eiginkona?< >Já,< malti hún einbeitt, >já, já<. Hann liorfði lengi f augu henn- ar, svo lokaði hann munninum á henni með löngum kossi. >Nú hefirðu þó sagt já.< (Framh.) Verslunin í Silfurgðtu 7, Isaflrðl, hefir nýlega fengið ýmsa matvöru fyrir fólkið: Sauðakjöt, niðursoðið, Kæfu, Leverpostej, Ansjósur, Spege* pylsur, Klausturost, Goudaost, Mysuost. Grænar baunir. Súpukál. Niðursoðna ávexti, Cacao, The, Kaffi, brent og óbrent, Melis. Púðursykur, Mjólk í dósum. Maltöl, margar tegundlr. Sveskjur. Döðlur. Fíkjur. Súkkulaði, til drykkjar. Átsúkkulaði, margar teg. Brjóstsykur. Bláber. Kirsiber. Maccaroner. Succat. Kanel, heilan. Karri. Pipar. Kúmen. Eggjaduft. Matvöru at flestum tegundum. Rjól, skorið og óskorið. Munntóbak. Reyktóbak. Vindla. Cigarettur. Kaffibrauð, margar tegundir. Bollapör. Sykurkör. Kafiisteli (postulín). Myndarammar. Hnífapör. Fiskispaðar. Axir. Stunguspaðar. Rekuskött. Ávaxtavinin ljúfiengu. Handsápu. Grænsápu. Karlmannaíatnaði. Vasaklúta, hvita og mislita. Nærbuxur. Skyrtur. Sirts. Svínafeiti. Plöntufeiti og svo hinn ágæta, saltaða sauðaipör. ísafirði, 8. ágúst 1916. B. P. Þórarlnu. N. SKANDFER baatbyggeri Mosjöen Norge smfðar kantsetta báta af ölium stærðum og vill fá viðskifti á lslandi. Hefir smiðað bát hr. Þorst. J. Eyfirðings & Co. og lofar þar verkið meistarann. Talið við undirritaðan umboðsmann hans, sem getur allar nánari upplýsingar. Joh. Hestnes, ísafirði. (í fjarveru minni geta menn snúið sér til Arngr. Fr. Bjarnasonar). Gejmið ekki til morguns, sem gera ber i dag, þvf enginn veit hvað morgundagurinn ber f skauti sinu. Tryggið þvi lff yðar sem fyrst i lifsábyrgðarfélaginu C ARENTIA, sem býður hagkvæmust Ifftryggingarkjör. Umboðsmaður fyrir Vesturland: Elías J. Pálsson, Isaflrði. Styrkur til unglingaskóla 1916. Skólinn á Hvitárbakka 2100 kr. —>— á Núpi ÍDýrat. 1900 — —<— á ísafirði 1500 — —>— á Hvammstanga 950 — —<— 1 Hjarðarholti 900 — — >— f Húsavík 800 — —<— á Bakkagerði 600 — —>— f Vlk í Mýrdal 500 — — <— í Stykkishólmi 500 — — >— á Sauðarkrók 500 — — <—á Búðum i Fáskrt. 450 — — >— á Siglufirði 425 — — >— f Keflavfk 400 — —>— á Eyrarbakka 400 — —<— á Heydalsá 400 —■ —>— á Stóruvöllum 375 — Handav.sk. á Akureyri 300 — Barnaskólar kaupstaðanna tá ettirfylgjandi styrk: Reykjavíkurskóli 6000 kr. ísatjarðar — 1200 — Hafnartjarðar — 1100 — Seyðistjarðar — 600 — (>SkólabL) Tíðarfar. Logn og hlýviðri undanfarið, en linur þurkur oftast þar til tvo síðustu dagana. Töður munu nú alstaðar alhirtar og víða allmikið af útheyi komið í hlöðu. — Háin hefir sprottlð óvenju vei undantarið, en töðu- fengurinn mun vfðasthvar hafa verlð f lakaata iagi. Tækifæriskaup tást & 2 mótorbátum með 4 og 6 hesta vélum, vel útbúnum að öllu leyti. Ný veiðarfæri geta tylgt et óskað er. Finnið ritstjórann eða Arngr. Fr. Bjarnason. Kennara vantar 1 fræósluhéraft Ogurhrepps. Kaup samkvæmt fiæfislulögunum. Vigur, 6. ágúst 1916. Sig. Stefánsson. Bakaralærlingdr óskast f haust. Nánari upplýsingar hjá Johan P. Sörensen, bakarameistara, Vestmannaeyjum. Brúkul melalaglOs og flöskur eru keyptar nú tyrst um sinn á Apóteklnu. Nærsveitamenn vitji Vostra til ritstjófuM.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.