Vestri


Vestri - 31.01.1917, Blaðsíða 2

Vestri - 31.01.1917, Blaðsíða 2
V £ S I R 1. >4 Símlregnir! 25. jan. Einkaskeyti t.il Mbl., Khöfn 23. jan.: Grimmilegar orustur í Rúmeníu. Skotfæraveiksmiðja í Lundúnum hefir sprungið i loft upp. 100 menn biðu bana og 400 menn særðust. Jacob Knudsen skáld látinn. Mikil benzinþurð í Kaupmannahöfn. Einkaskeyti til Visis, Khöfn 24. jan.: Wilson hefir skorað á ófriðarþjóðimar að semja tafavlaust frið, þar sem hvorugur geti unnið á Öðrum. Rússar hafa tekið aft.ur borgina Braeia (í Rúmeníu). Enskt herskip kom til Rvíkur í gæi dag og flutti Mr. Cable, breska rfeðismanninn, til Englands. Er giskað á að hann eigi að vera þar við samningana um ísl. afurðir. Ofsarok sunnanianás undanfarna daga. A mánudaginn réru margir bátar frá Sandgerði og mist.u flestir þeirra lóðir. Um kvöldið vantaði þaðan tvo báta, en annar þeirra kom fram í gær. Hinn báturinn heitir ,Meyjan“ og er ókominn fram enn þá. 29. jan. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 25. jan.: Sjóorusta í nánd við Seebrúgge á Belgíuströnd. Þjóðverjar flýðu. Uppreistin í Tripolis algeriega bæld niður. Kolaekla alskapleg í Noregi. Hefir stjórnin orðið að Uggja hald á allar kolabirgðir í Kristjaníu og taka úthlutun þeirra í sínar hsndur. Wilson Bandaríkjatorseti er vongóður um að friður komist i bráðlega. Jacobi, fyrv. borgarstjóri Kaupmannahafnar, látinn. Grimmilegar orustur umhverfis Riga. 9 dönskum skipum sökt í janúar. Einkaskeyti til Mbl., Kh. 27. jan.: Fregnir hafa komið um að tóif herskip hafi farist 1 sjóorustunni. 1 þýskt herskip varð að leita hafnar í Hoilandi. 2 bresk herskip sukku. Flotaforingi Þjóðverja féll í orustunni. Þjóðverjar hafa sent út víkingaskip, líkt og Möwe. Varð fyrst vart við það 4. des. síðastl. norður f Atlantshafi, og hefir trá þ«im tfma til 12. þ. m. sökt 11 skipum, 8 enskum, 2 frönskum og i japi önsku. Var hið stærsta at skipum þessum um 10,000 smálestir. Þetta nýja skip hefir vopnað eitt af ensku skipunum og sett á það nokkurn hluta skipshatnar sinnar og sent það i leiðangur til þess að sökkva skipum. Voru vágestir þessir óhandsamaðir er síðast fréttist. Nathan & Oisen og Hallgr. Benediktsson umboðssalar hafa nýskeð keypt gumskip um, 1600 smál. að stærð, í Ameríku. Á skipið að termast sykri hingað til lands. Bcttnía tór trá Leith á laugardagskvöldið. Sykur sá, er stjórnarráðið fékk með e/s ísland, er seldur á 75 au. pd. í smásölu. Stjórnaráðið fær allmikið af höggnum melis nú með Botníu. Vélarb. >Meyjan<, sem vantaði írá Sandgerði, er komia fram. Hafði vélin f bátnum bilað og hann hrakist vestur í Faxaflóa, og var " |ög hætt kominn, en þar hitti bátinn breskur botnvörpungur og bjargaði honum til Kvíkur. 4. bl. Sykurverslun landssjóðs. » m Stjórnarráðið hefir nýsksð sent, öllumsýslumönnum landsins ítarleg fyrirmæli um sykurverslun lands- sjóðs nú fyrst um sinn. ÚtflutnÍDgur á sykri frá Dan- mörku heflr, eins og kunnugt, er, verið bannaður nú í nokkra mánuði, en stjórnin hefir fengið undanþágu frá því, að því er Island snertir. Þó vill danska stjórnin alls eigi gefa nein loforð fyrir að sykur fáist keyptur þar í landi með því Danir framleiða hvergi nærri nægan sykur til eigin neytslu. Stjórnin heflr orðið sór úti um sykurkaup í Ameríku og er nokkuð af þeim sykri geymt í Reykjavík, og nokkuð bíður vestra eun þá. Skulu kaupmenn og pöhtunar og kaupfélög, er hingað til hafa haft sykur til sölu, snúa sór til viíkomandi sýslumanns, ef þeir vilja fá þennan landssjóðssykur til kanps, en ekki til stiórnarráðsins. Sýslumenn veita ennfremur borgun fyiir sykurinn móttöku, og hafa umráð yfir, hve mikið hverjum einstökum kaupmanni verður úti látið. Er ætlast t,il að þeir geri það eftir þeím reglum, að hver einstakur kaupm. fái eigí meiri sykur í einu, en hann sýnir skil- ríki fyrir að hafa selt 1—2 mánaða tíma áður, og ber sýslum. að haga afgreiðslu sem réttlátlegast eftir ofannefndum reglum. Brauðgerðar- hús og aðrir, sem þuifa sykur til iðnaðar, fá hann eiunig eftir sömu reglum og kaupmenn. En engir aðrir kaupmenn en þeir, sem áður hafa haft sykur til sölu, fá hann til kaups. Rétt er að geta þess að hór er að sjálfsögðu um enga kaupskyldu að ræða. Hver og einn má og á að útvega sór sykur utanlands og innan, ef hann getur. Athugasemd. n í öðiu tölubl. „Njarðar* 16.jan. þ. á. er óskapnaður nokkur, sem heitir „Óþörf aðflnning". Eg felst vet á það með skaparanum, að aðflnningin só óþörf, og það mun hver og einn fallast íúslega á, sem lítur á það furðuverk. Annars á þetta að vera dauða- dómur yfir grein þeirri, sem eg ritaði í Yestra í vetur um skrimslið í Hnífsdal, eða að minsta kosti tilraun til varnai. En íremur virðist mór vörnin takast slælega. Fegar skrímsli&sagan hljóp af btokkUDum í vetur, virtist þó sem hún ætti sér ekki neina liðlóttinga að málsvörum, þegar sjálfur hrepp- stjórinn lóði henni nafn sitt í nesti. En nú ei' ekki til varnar nema eitt iiomskakt „K.“. Hvort sem þaö *r af því, að toreppBtjóranum Þykir eigi fyrir* Biannlegs. höggviö, eða af öðrum Aetséðum ég óaagt, en Letur kann hann við, að láta eigi sjá sig nema niður til axlanna. En slepp< um því, greinin sver sig í ættina og ber það méð sér, að hún er hreppstjóradóttir. Það er þess vegna einkum af þvi, hvað greinin er komin af góðum ættum, að eg virði hana svars, en þér að segja í trúnaði, heiðraði lesari minn, er hún langt frá því að vera þess virði. í fyrstu fyllist hreppstjórinn andagift mikilli, kennir þarjafnvel stólræðutóns á köflum, eins og vanalegt er, þegar andinn kemur yfir hreppstjóra og meðhjálpara. En svo mjög óþyrmilega ræðat andagiftin á hann, að hann verður áð gtípa þá Mjölní og Saiómon garnla sinn í hvora hönd, sór til varnar, svo hann verði ekki allur að andagift, því hann óttast sýnilega að Eyriireppingar kæri sig ekkert um andagift eina saman fyrír hreppstjóra. Honum tekst líka eftir öllum vonum að veijast andagiftinni og satt að segja finst mór, að honutn takist miklu betur vérnin sú, heldur en hin, þar sem hann er að verja skrímslið. En hreppstjórinn er orðinn svo gamall maður, að hann kann víst betur við að tala alvar- lega um jafn háleitt málefni og þetta er. Fegar eg fyrst las skrimslissög- una, visai eg ekki annað, en að hún ætti að takast sannsöguleg, en það hvarf þegar þessi nýja hreppstjóradóttir kom og sagði mór fróttirnar. Hún segir það berum orðum, að þetta eigi að vera þjóð' saga. Annað er það líka, sem þessi ættgöfga mær segir mór, en það er aað snmiiega gáfaðir menn, með góðri móntun eigi að láta Ijós þekkingar sinnar upplýsa það sem í myrkri er huhð“. Aí því, að mér fanst hún tala þetta beinlínis til mín, ætia eg að reyna að láta aÖ orðum hennar, eins og eg er vanur þegar stórættaðar meyjar eiga hlut að máli, þá ætla eg að byrja á því að upplýsa pápa hennar, hrepp< stjórann, ofurlítið. Hi eppstjóranum virðist það ekki fullljóst, hvað er þjóðsaga. Hann virðist ímynda sór, að það séu sannar sögur, sem enginn vefengi. En þar veður hann óttalegan reyk. Fjóðsögur eru hveigi á vorri jörð álituar sannar í þeirri merkingu, sem við notum orðið „sannur" í daglegu taii. Þær eru til orðnar í hugurn þjóðanna. Imyudunaratlið heflr skapað söguhetjurnar áléng- um tíma. Eiastakir atburðir hafa fengið á sig töfraljóma, og umskap ast og orðið að nýjum atburðum. Á þennnan hátt hafa margar sögur myndast út frá eiuum atburði, sem upphaflega heflr verið að einhverju leyti sanuur, þó máske í alt annari mynd, en hann birtist í sögunum. tjóðsögurnar eru ekkimerkilegar af því, að þær sóu sannar, heldur aðeins fyrir, að þær draga upp mynd af andlegu lífi, hugsunarhætti þeirra kyaslóða og þjóða, sem sög- urnar eiga. Um þetta væn hægt, að skrifa langt mal, en rúmið leyflr mér ekki að fara frekar út í það. Eg vona að hreppstjóriim sjai eftir þessu, að það er engin sönnun fyrir skrímslissöguuni, að þvílikar sagnir eru í þjóðsögunum. Og i öðru lagi, getur ski imslisisagan ekki taliat þjóðsaga. Hún getur •kki orðið það fyr en tíminn er búinn að þæía hana og velta henni frá einni kynBlóð til annarar. Um það að eigi hafl verið eins myr'kt og eg segi, hið margnefnda skrímsliskvöld, læt. ég mér nægia að visa til fyrri greinar minuar í Vestra. Fað voru fleiri en eg úti kvöldið það; eu luepÞstjónnn hefir ekki út komið, eða það er hanu, seu „er gæddur þeim eiginlegleik* um, sem vist eru fágætir meðal mannanna barna, en sem sumar dýrategundir hafa, að sjá í myrkri,* svo ég noti hans eigin orð. Komi það einhverntima fyrir, að hreppstjóiinn takist ferð á hend- ur til Bolungarvíkur, get óg sagt hontim það, að hann á ekki að fara nærri því aila leiðina innan um stórgrýti og klettaklungur i flæðarmáli. Nokkur hluti vegarins hggur uppi í Óshlíðinni, það hátt uppi, að Ægir nær þangað aldrei brimköinbum sínum, svo að eg só éálitið skáldlegur, eins og hrepp. stjórinn. Hreppstjóradóttirin kvartar um þt ð. að eg hafi slitið orð ogseta'

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.