Vestri


Vestri - 23.03.1917, Blaðsíða 2

Vestri - 23.03.1917, Blaðsíða 2
V £ S 1 fc I ti bl. Símlregnir 17. mars. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Khöfn, 15. mars: Orsök stjórnarbyltingarinnar f Rússlandi er matvælaskortur. Duman hefir sett nýja nefnd á Dggirnar til þess að bafa eftirlit matvæla, er Rodzianko forseti hennar. Kartöfluskortur í Bretlandi. Brauðkort Frakka eru nú 4O°/0 minni en í febrúarmánuði. Þjóðverjar hafá sökt hinu vfðtræga norska skipi Storstad (er sökti gulusk, Empress of Irelaud á Lawrencefljótinu í Canada). E>að var á leið til Belgíu með matvæli. Labori málfaurslumaður látinn Brauðskamtar Dana verða sennilega næsta mánuð 315 gr. á dag fyrir hvern mann. Kaupmannahaínarbúar geta ekki náð að sér kartöflum vegna frosta. Khötn, 16. mars.: Sagt er að Rússakeisari muni leggja niður völd, en ríkiserfinginn taki við stjórninni. 20. mars. Einkafregnir til Morgunblaðsins. Opinbera tikynningu um stjórnarskifiin í Rússlandi hefir Rússmi keisari látið birta og kemst þar meðal annars svo aðorði: Vegna þess að ég vil el<ki skilja við minn ástkæra ?on, hefi eg ákveðið að leggja völdin í hendur bróður mínum, Mikael Aiexandro- witsh stórfursta, svo að hann geti sijórnað samkvæmt vilja þjóðar- innar. — Tilk. þessi er undirrituð f borginni Gogsk 15. þ. m. Khöfn 17. mars; Þingið rússneska hefir eamþ. stjórnarskiftin. Stefnuskrá hinnar nýju stjórnar hefir verið birt og ætlar hún að koma í framkvæmd almennum kosningarétti, almennu prentfrelsi og fleirum þess háttar umbótum. Mikael stórfursti er frjálslyndur. Khötn s. d.: Bretar hafa unnið töluvert á umhvcrfis Bapaune og Frakkar við Aisne. Mikael Alexandrowitsh hefir tekið við völdum I Rússlandi og yfirstjórn setuliðsins f Petrograd. Ameríska skipinu Aígonqueen hefir verið sökt fyrirvaralaust. Rússne ka stjórnin lýsir ytir þvf, að pólitískum tösgum verðl gefið frefsi. þingræði, bigðu á almennum kosningarrétti, skuli komið á, og í stað hins ganjla íögregluliðs skuli koma borgaralið, er berí ábyrgð gagnvart þinginu. Khöfn 19. mars: Mikael stórlursii hefir gefið út opinb. tilk. og segist þvt aðeins sitja að völdum tramvegis að það verði samþ. við almenna þjóðaratkvæðagreiðslu. Zeppelinsloftlar skotið niður f Parfsarborg í gær. Bapaume tallin. Frakkar hafa tekið Peronne, 42 Bæjarstjórn verður án ela ko>in öll á nýjan leik, et úr sameiningu verður, og hún verði ur kosin í einu lagi þannig, að sórhver listanna gildir fyrir alt bæjarfélagið. Inn í tillögurnar vantar ákvæði um, að kjörstaðir skuli ávalt vera á fjórum stöðum í héraðinu, sem só á ísafirði, Hnítsdai, Hauganesi, eða öðinm stað í Firðinum, og evo í Arnardal. Það mætti teljast ógerningur, ef Fjarðarmenn, Arndælingar og Hníisdælingar skyldu ávalt sækja alla kjörfundi til bæjarstjórnar hingað til ísafjarðar. Enda rnun það varla hafa verið tilætlun bæjarstjórnar og hreppsnefndar, þótt það hafi gleymst. Yfirleitt virðist málið þarfnast mikillar athugunar og undirbún* ings ennþá, áður en því er ráðið til lykta. Takist hinir ráðgerðu undirbúningsfundir skaplega, má vafalau t laga sitt hvað og bæta inn í tiilögurnar, sem ennþá þykir á vanta, svo þær séu við« unandi. Barnaheiinili á Islandi og stotnun þess, n (Framh.) Hver hefir getað talið öil tár ekknanna? Hver hefir getað talið allar andvökunætur þeirra? Og hver hefir getuð talið öll þau bænarandvörp, sem stigið hafa upp frá sundurflakandi ír.óður* hjartanu? Og liver hefir getað skynjað allar þær hugsanir, þegar móðirin er að hugsa um það, aem heuni er dýrmætara en lít hennar sjálírar? — Aðeins einn — Hann þekkir og sér l.vað eina. — Þær munu margar segja hinum sömu orðum, líkt og móðir mín sagði forðum: >Sit eg með sorg og trega, sffelt með vota kinn.< — Þar var sorgin og söknuðuiinn yfir missi sfns ást- kæra manns, og svo tvöfölduðust tárin yfir þeirri hugsun, að börnin hennar yrðu fiutt frá henni og látin velkjast sem áralaust fley á háreistum hafsby’gjuai, látin hrekjast úr einum stað í annan, og vera á sffeldum hrakningi á hinu ólgandi mannlífshafi. Er ekki þörf á því að lina sárindin, draga úrsárasta sviðann? Og er ekki þört á að draga ögn úr því að tárin særi augu mæðn anna ? — ]ú, sannarlega — Og svo þegar vér lítum til barnanna. Hvað hefir orðið úr þeim? — Ekki neitt. Um þetta ætti eg að geta borið, af þeirri ástæðu, að eg er eiun af mörgurn, sem var slitinn trá bláfátœkri móður, og varð að hrekjast úr einum stað í annan. Hvernig um mig fór læt eg ósagt, en minningin geymist i meðvitundirni um tllveruna, . Menn geta lagt þá spurningu fram : Verða ekki börnin slitin frá mæðrunum þótt þau verði alin upp á barnahæli? Á annan hátt en játandi er ekki hægt að svara spurningunni; börnin verða að fara frá mæðrunum; en þá er líka og hitt. að hugsanir þeirra verða á alt annan hátt, þegar þær vita að börnin þoirra þurfa ekki að ver.i á sífeldum hrakningi að þeim lfður vel og þau fá bæði andlega og líkamlega uppi træðslu, og mun eg drepa á það atriði síðar. Sumir hafa sagt við mig, þegar eg he.fi rætt þetta mál við þá: »Við erum fámenn þjóð,< — Jú, að vísu erum við íslendingar fámennir, i samanhurði við stærri þjóðir, en vér erum nógu margir, stórir og sterkir til þess að geta halt munaðarleysingj.ihæli, et vér hötum jafn m kmn, stóran og sterkan vilja. Það er þ ð fyrsta. Það er ekki alt undir því komið að hata þróttiiin, þar er meira um vert að hata vilja og samtök, því »sigursæil fr góður vi!ji<, Og ef vér tökum öll — þjóðin 1 heild — höndum saman og myndum einn hring. þá vitum við ekki af þvf, þó að annar minni hringur myndist innan f þeim stærri, vitum ekki fyr en úr smærri hringnum koma nýtir ntenn og nýtar konur og Stækka liinn stærri. Og ef vér leggjumst öll á sömu sveifina, þá snúum vér auðveldlega fram- kvæmda og maunkærleika hjólinu og vinnum stórt gagn. Fyrsta sporið, sem stigið er tii sjáltstæðisbrautarinnar, er að hlúa að og vernda öll smáblómin og plönturnar, sem eru að vaxa og munu vaxa f akrl mannfélags* ins, en með því einu er hægt að koma i veg fyrir að rótin kali og plantan deyi út. Það eina er að setja á stofn heimili, þar sem hægt er að veita at dlegan og líkamlegan yl f fullkomnuni kærleika. Verði reist barnauppeldisstofni un, — sem ætti ekki að efa — og börnin alin þar upp með það eitt fyrir augum, að þaðan kæuiu nýtir menn og nýtar konur, þá er það eins víst og dagur og nótt skiítast á, að við erum að enda við síðasta álangann I þvf, að ná efstu brún á >örðugasta hjallanum.< En til þess að koma því f framkvæd eru aðeins tvö meðul: kærleikur og samtök. (Frarnh.) Jón H. Árnason. Prestskosnitigin, hið gamali kunna leikrit Þorsteins Egilsson- ar, var leikin hér um s. 1. helgi, fyrir fjölmcnni. Leikurinn verður sýndur aftur annað kvöld og sunnudagskvöldið. Nýr lækuir.Jón ÓUfsson cand med, frá Hjarðarholti, er sestur að sem læknir I Bolungarvík. _ • HAiim er 9. þ. m. Friðrik Stelánsson á Svaðastöðum ( Skagafirði, alþm. Skagfirðinga 1875 — 91, 76 ára að aldri. »Tíinliin“ heitir nýtt bljð, sem byrjað er að koma út í Reykjavík. Mun eiga að verða málgagn Framsóknarflokksins (óháðra bænda). Ritstjóiinn er Guðbrandur Magnússon prentari. 3B0 þús. kr. eru innboigaðar til skiifstofu Eimskipafélagsins upp í hina nýju hlutafjársöfnun. Saiuverjinn hefir nú Starfað mánuð að þessu sinni og gefið til jatnaðar um 40 málttðir á dag. Nærri má geta, að þessi starí* somi kostar bæði fó'og fyrirhöfn Ættu bæjarmeun að styrkja þessa viðleitni eftir föngum. Tíftarfar einmuna gott undan- farna daga, þýtt veður og milt. Lúftrafélaglft heldur skemtun i kvöld, til ágóða fyrir sjóð sinn. Stió'narbylting í Rússlandi. —>— Einhver stórkostlegasti og merkasti viðburðurinn, sem gerst hefir nú upp á sfðkastið, er hin nýja stjórnarbylting í Rússlandi, sem getið er um f skeytunum undanfarið. Eítir fregnnnum að dssma, virðist þingbundið keisiradæmi vera komið þar á stofi*. Þar með eru marg þrádir draumar og heitt þráð ósk upp- fylt, setn mörg þúsund Rússa hafa fórnað iífi sinu fyrlr, en ávalt nær því árangursiaust. Aðallega virðist það hafa ýtt undir stjórnarbyltiuguna aÖ aliar stríðsframkvæmdir hafa þótt vera mjög á reiki undir stjórn Niku< lásar keisara og hans ráðunauta, Er mælt að sumir þeirra hafi verið beinlr Þjóðverjasinnar. En fremstu og helstu menn Rússa eru sagðir eindregnir vinir bandaj manna. Gera menn sér góðar vonir um að Rússar reynist nú Þjóðverjum þyngri i skauti ett áður. — Hinn nýi keisari er tæplega fertugur (f. 1878).

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.