Vestri


Vestri - 31.03.1917, Blaðsíða 2

Vestri - 31.03.1917, Blaðsíða 2
46 V £ S T R I 12 bl. Símíregnir 24. raars. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 22. mars: Frakkar hafa tekið Ham og' eru komnir fram hjá Shoyen. Frönskum bryndreka sökt í Miðj trðarhafi. Þýskur kafbátur skaut hann tundurskeyti. Fjölda skipa sókt undaniarið. Mörg þeirra norsk. Ribot hefir myndað nýtt ráðaneyti í Frakklandi Wilson hefir stefnt þinginu saman 2. apríl. Keisarahjónin rússnesku eru fangar í höllinni Zarkoej Semo. Öllutn pólitískum föngum i Rússlandi gefið frels'. Kínverjar hata lagt hald á 60 þýsk flutningaskip, er figgja f kínverskum höfnum. Vínsölubannið í Danmörku afnumið. Bretar hafa ákveðið að koma á hjá sér hámarki á skipaleigu, Er leigan ákveðin 52.5 shillings fyrir hverja sniálest, að trádregnu kolarúmi skipsins. Hata þeir tarið fram á það við hlutlausar þjóðir að t.ka upp sama fyrirkomulag. 27. mars. Einkaskeyti til Mbl., Khörn 24. mars: Nýja rússneska stjórnin hefir náð tökum á ailri stjórn landsins. Þjóðverjar virðast hafa stöðvað undanhaldið á vestri vígstöðvi unum og berjast nú á bersvæði. ^ Bretar ætla enn að reyua að jatna írsku deiluna. Einkaskeyti til Vísis, Khöín 25. mars, hermir frá því, að sendi- herrar erlendra rífja og ættingjar keisarans hafi viðurkent rtýju stjórnina í Rússlandi. Bandammn hafa heitið að lána foringja á eystri vígstöðvarnar. Bandaríkjaskip nýskeð kaískotið. 21 maður tórust. 29. mars. Einkatregnir til Morgunblaðsins. Khötn, 2ö. mars: Þjóðverjar haida undan á vestri vígstöðv- unum. Þeir brenna þorp og leggia í auðn alt er þeir fara yfir. Þjóðverjar veita öflugt viðnám við Quintain. Hríðar miklar á vestri vígstöðvunum. Þýska víkingaskipið Tuyme komið heim og hefir það sökt sk'piujn er báru samtals 123 þús. smálestir. Sííeldir kuldar á Norðurlönduro. Khöfn s d.: Forsprakkar trjálslyndu flokkanna í Rússlandi hafa lýst yfir, að þeir vilji að Rússland verði demokratiskt lýðveldi. Orustur á bersvæði hjá Somme. Bandamönnum veitir betur. Khöfn 28. mars: Rússneí-ku stórfurstarnir haf allir afsalað sér metoi ðum þeim er tign þeirra tylgja. Þeir iylgja allir nýju stjórninni að málum. B ndamenn h dda áfram sókninni á vestri vígstöðvunum. byrsta vopnaða ameríska kauptarið kom til Liverpooi í gær. ~\~ . Geir Zoega kaiiíimaður í Reykjavík lést 26. þ. m. Hann varð 07 ára að aldri, fæddur í Reykjivík 26. maf 1830. Átti hann þar heimili alla sína æfi, og hefir nú um mörg ár verið einn af kunnustu borgurum Reykjavíkur og lorgangsmönn' um bæjarins á marga grein. Hann má telja einn helsta trömuð þilskipaútgerðarinnar sunnan- lands. Keypti fyrstur manna þilskip til þorskveiða í télagi með tveim mönnum öðruai, íyrir frekum fimtfu árum. Var hinn um iiríð einn stærsti útvegsmað- urinn sunnanlands. Utgerð var hann hættur, fyrir nokkrum árum, en verslun rak hann enn í Reykjavftr, Geir Zoéga var einn af þessum þrekmiklu atorkumönnum, sem hverju bæjartélagi er heill og sómi að. Munu fáir eða engir borgarar Reykjavíkur hafa átt jafn almennum vinsældum sam- borgara sinna að fagna og Geir Zoega. Látnar eru nýskeð tvær nierkiskonur í Kaupmannahöfn: irú Þóra Thoroddsen, kona Þor» valds prótessors Thoroddsen, eu dóttir Pitúrs biskups, og ekkju- frú Kristín Thomsen, móðir Ditlevs Thomsens konsúi?. SIjs. Guðmundur Peófílusson, húsmaður frá Hesteyri, datt, út af vélbát á Afa’vík '23. þ. m. og druknaði .Guðm. Iieit. lætur eftir aig ekkju og mörgbörn. Fluilelkiisj'nlngnr „Höí'ruiiga8. Sjö félagsmenn úr íþróttaiéh >Höfrungur< á Þingeyri, Gunnar A. Jóhannesson, Finnbogi K. Sigurðsson, Janus Benjamínsson, Kjartan Jónsson, Leifur Jóhanm esson, Óskar Jóhannesson og Þórður Hjartarsou, tóku sig til og lögðu f leiðangur, nú í viki unni, til þess að sýna listir sfnar í næriiggjandi >borgum<. Sýndu þeir fyrst fimleika á Flateyri, þá á Suðureyri, Bolungarvík og r loks hér í bænum í tvö skifti, 27. og 29. þ m. Gatst áhorfendura mjög vel að fimleikum þeirra, einkum fyrir það, hve vel tíokkurinn var sam» ætður og samtaka, og æfingarnar liðlega og fallega at hendi leystar. Hefir það langt um meira gildi, og er tii meiri prýði i leikunum, en þó einn eða tveir menn skari tramúr f hástökkl eða aflraunurh. Þeim, sem séð hata fimleikasýn- ingar íþróttatélaganna í Reykja- vík, bar saman um, að þessí íiokkur stæði þeim eigi að baki. Greiðist úr siglingavandræðunum. n [Rvík, 30. mar». Gullfoss og ísland hafa fengið leyfl til að íar a fullhlaðin beint híngað. Flora á föpum hing- að frá Noregi. Enn óráðið um Sterl- lng og Lagarfoss. Morgunblaðið. Bamatieifflili á Islaodi og stoínun þes?. (Framh.) Samkvæmt síðustu skýrslum mun íbúatala landsins vera um nfutiu þúsund. Et þessu væri svo skift í flokka, þó ekki ná- kvæmlega, þá gætuin vér séð hvernig þjóðin stendur að því, að hata hina umræddu stofnun. Setjum sem svo, að 30 þúsund séu unglingar og- börn á ýmsum aldri, og aftur væru önnur 30 þúsund at hrutnu og tátæku fólki og loks um 30 þúsund, sem á væri byggjandi efnalega, Þótt eigi sé að ræða um stór ríkdóm, þá ma tti segja sem svo: Ef hver einstaklingur af þessum 30 þú*. gæfi tina krónu árlega, sem flesta munaði lítið um; hversu mörg börn inætti ekki alla upp fyrir það? Tfminn og reynslan mundu svara því. Þegar vér athugum þetta, þá væri það ekki einasta leikur fyrir þjóðina að eiga slíka stofnun, heldur væri það stórt gleðiefni fyrir Iauds- menn í heild siuni, að hata með- vitund um það að eiga munaðar- leysingja hæli. Margir menn og konur munu vera búin að lesa greinina, sem kom í Morgunblaðinu, dags. 9. janfiar þ. á. Vil eg votta ritstj. téðs blaðs mitt besta og innilegi asta þakklæti fyrir hans góðu og hlýju orð um þetta hjartans rnálelni mitt, og vænti eg að sem flestir taki í sama strenginn. Þafl finst mörgum erfitt að toga einn, þó má ekki gefast upp, þrátt tyrir það þó hallast geri. Þbss var getið í umræddri grein, að eg hetði hugsað um þetta máletni í fleiri ár, og tarið til Ameriku fyrir hálfu þriðja ári, f þeitn erindagjörðum að kynnasf munaðarleysingjastofnunu'V). Það er sannleikur, og vil egf fara örfáum orðum um það og útskýra það fyrir almenningi. Ástæðan lyrir þessari hugmynd minni er sú, að eg var alinn upp á sveit, fékk eoga mentun, lærðl að skrifa og reikna tilsagn- arlaust. Það eina sem að mér var halclið að læra var kverið. Og orðið sveitarómagi festi svo djúpar rættur í huga mínum, að eítlr að eg kom tii íullorðinsár. anna, vaknaði sú hugsun hér mér, að gleðifegt væri það, að íslenska þjóðin ka mi upp haeli, sem aðeins væri tii uppeldis fyrir munaðarlaus börn. Með ári hverju óx þessi löngun hjá mér, en v gna fátækt-r og ntr.rgra antiara ástæða, iét eg aldrei í ljós við nokkurn mann, hvað eg var að berjast njeð í huga ntínum. Ennfremur munu hafa staðið því fyrir útras, eítirstöðvar af kjarki leysi frá fyrti árum, sem eg veit að menn ntunu geta skilið. —x En svo var ekki hægt að sporna við því lengur. Eg lagði af stað til Ameríku peningalaus og mállaus, hvað enska tungu snerti, en með þann fasta ásetning, að hafa náin kynui af muiiaðc.rleysingjastoíuunum. Og með guðs hjalp og góðra manna þar, g«t eg kynst öllu fyrirkomulagi slíkra stofnana. Ef m. ður gefst ekki upp, þótt örðugleikar séu í veginum, til þess að tefja förina og fyrirætl- anirnar, þá er hægt að vænta sigurs, sé viljinn sterkur og óeigingjarn. >IIvernig hefir þú hugsað þér fyrirkomulag þessa heimilis?« Þessa spurningu hafa nokkrir menn lagt fyrir mig, og nú læt eg útskýringuna koma fyrir alntenningssjónir. Öil barnaheimili hafa reglu- gjörð, og eins yrði með þetta. Ef ekkert er til þess að fara efdr, þá er erfitt að byggja á tórauin hugtnynduin og grípa alt í lausu lofti. Barnaheimilið verður að hafa reglugjörð til fyrirmyndar og eftirbreytni, annars er stofnunin hégómi. Eg hefi kastað upp nokkrum grein* um, sumt er að mestu orðrétt reglugjörð stærsta hælislns, sem eg kom á erlendis, en sumt ný* smfði frá mér, sem þarf endur* bóta og viðbætis, ef þörfkrefur,

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.