Vestri


Vestri - 18.05.1917, Blaðsíða 2

Vestri - 18.05.1917, Blaðsíða 2
7d VESÍ Rl iS. bí. í vetur átti að höfí-i mál þetta. Þá kom oddvit.i tvívegis í veg fyrir það, og í þiiðja skifti varnaði staðgöngumabur hans, Sig. Slg, malshöfðuD. n Mðnnum mun skiljast að hór er ekkeit hégóman á' a feiðinni. Hægrimenn segja að þetta sé gert til þess að auka illindi íbænuml! Alveg sama var sagt þegar breyt:ng bæjinsljórnarlaganna var á döflnni, og ái angurinn hefðí vísast orðið sa sami, ef þeir defðu mátt ráða. rá tóku borgararninii völdin af þeim, svo þeir gálu ekki þver- skallast. Illindin eru fólgin í því, að vernda rótt bæjarins og láta ekki stórar landsspildur falla i héndur gróða" manna, sem hafa aflað sér hér stóifjár, en síðan flogið út í lönd til þess að lifa þar í vellystingum. Siðan á þ8ssi maður að hirða stóra landsspildu úr kaup-taðnum, 9g taka allan verðhækkunarágóða á þeBsu landi — á lóð sem hann hefir flutt húsin af, og ekki hagnýtt sjálfur árum saman. Þetta fer á móti öllum náttúr- legum lögum, réttlæti og sanngirni, Vinstii meun þola vel að liggja undir illinda áinœli fyrir afskifti sín af þessu máli. Sigurinn er vor segja hægri menn. Og hvað gerir þá til, hvortbæri inu er aokkjum tugum þús. króna fátækari eftir en áður? Ritfregn. Kirkjan og ódauð- leikasannanirnar. Fyrirlestrar 05; prédikanir eftir Harald Níelsson pró- fessor í guðfræði, Eins og kunnugt er, hefir höf. bókar þessarar orðið fyrir eigi all litlum árásum, bæði út af fyrirlestrum sínum og prédikum uro. Hefir hatin þessvegna látið prenta bókina. — Að því er mér skilst, halda andstæðing.r hans því fram, að manni f hans stöðu saemi eigi að fást við rannsóknir þasr, sem tíðast eru nefndar >andatrú<, en settu að réttu að heita >sálarrannsóknir<. Snáast rannsóknir þessar að mestu um það, að reyna að fá sannanir tyrir því, að til sé annað lít eftir þetta, eða með öðrum orðum, sanna að sáliti sé ódauðleg og >lifi þótt líkaminn dey'u. Telja margir það mikla óhæíu að fást ookkuð við þetta, enda muni það eigi bera árangur. — Hefi ég aldrei getað skilið, hversvegna eigi má rannsaka þessi efni sem önnur. Mönnum ætti þó að vera ljóst, að einmitt fyrir fróðleiksþrána og sannleiksleitina, og rannsóknir þær er af þeim bafa leitt. eru iramtarir mannsandans svo mikli *r og dásamlegar á ýmsum svið* nvB> — Og réttmun þaðreynast, er prófessor Ág. H. B. segir, að: >Etagirnin og vfsindaiðjan verða jatnan blessunarríkari en trúin, því að þær færa mönnum ekki einungis hundraðfaldan, heldur og þúsundtaldan ávöxt<. (Nýja Iðunn II. 4, 1917, bls 313 og 314). Og þótt hann segi þetta um önnur ranns^knarefni, þá skilst mér að snma eigi við um þetta. En sumir segja> >Trúin er nóg; við trúum að til sé annað líf eftir þetta, þessvegoa þarf eigi rann> sóknanna við.< En hverja skoðununina sem menn hafa, þá þurfa þeir að lesa bók Haraldar próf. — Þar svarar hann árásum á sig — en segir um leið frá ýmsu einkennilegu og hugnæmu, og gerir það þanaig, að unun er að lesa. Má óhælt segja, að hér er bók, sem á erindi til allra hugsandi manna. Fyrii lestramir eru 4 og heita : 1. Um svipi lifandi manna. 2. Kraftiverkin fyr og m'i. 3. Áhrif sálarrannsóknana á hinar kristilegu trúarhugi myndir. 4. Kirkjan og ódauðleika» sannanirnar. Þá koma 3 prédikanir, fluttar á stórhátfðum kirkjunnar: 1. Auðgaðir af fátækt hans. (Jólapréd.). 2. Páskagleðin. (Páskapréd.). 3. Vottar. (Hvítasunnupréd.). — Ég ætlaði ekki, meðlínum þessum, að skriía neinn >ritdóm< um bók þessa, það er eigi á mfnu færi; hitt var tilgangurinn, að geta hennar við heiðraða lesendur >Vestra<, til þess að vekja athygli þeirra á henni. — — Það hlýtur að vera óblandið ánægjuefni, öllum þðiw er um ódauðleikamálin hugsa, að lesa slíka bók sem þessa, og þó eigi síst þeim er margt hafa mátt reyna, og sorgbitnir sltja. — Éíf átti nýlega tal við konu eina um bókina. Hún segir: >Ég var búinn að heyra svo margt misjafnt um Harald Níels* son, t. d. að hann neitaði upprisu Krists o. fl., en þegar ég var búin að lesa þessa bók hans, sá éa hve þeir misskilja mikið, er slíkt segja. Ég hefi ekki lengi lesið bók, sem mér hefir þótt jafn góð, og mér þykir blátt áfram v æ n t um höfund hennar síðan.< Þetta sagði konan, og hygg ég að hún taki ekki ein 1 þann strenginn. — Hafi þeir báðir þökk fyrir bókina höfundur, og útgefandi. F. H. Símíregnir Látln er 27. sfðastl. að heimili sínu, Dynjanda í Grunnavfkun hrcppi, stúlkan Kristfn Benedlkta Einarsdóttir. Ung stúlka og etnl- leg, 22 ára gömul. Er henttar sárt saknað af ættingjum hennar og vinum. e, Einkafr. til MorgunbJ. 11. maí. Khöfn 7. maí: Frakkar hafa náð stöðvum Þjóðverja á 6 kílómttra svæði við Vauxaion. Handtóku þeir þar 6100 hermenn. Bandaríkin hata lánað Frökkum 1 miljarð tranka. Þjóðverjar segjast hata sökt i aprflmánuði skipum er báru samtals 1 miljón smálesta. Frakkar handtóku 5 þús. manns við Craonne. Matvælaskortur sítelt vaxandi f Svíþjóð og upphlaup út at þvf. Bakara- og kornvöru búðir rændar f Norrköping og Gautaborg. Khöfn 8. maí: Bretar tilkynna að bandamenn hafi náð öllum þýðingarmestu stöðvum Þjóðverja milli Lens og Lorenville. Gagnáhlaup Þjóðverja í Frakklandi hafa mishepnast. Frá Parfs er símað, að verkíræðingar Edisons muni hafa fundið ráð er afstýra kafbátahættunni. Frá Alexandríu er sfmað, að Hedin Pasha hafi framborið þá ósk Gyðinga við herforingja Breta, að láta eitt yfir þá og Armenfu* menn ganga. Khöfn 9. maí: Áköf gagnáhlaup Þjóðverja á vestri vígstöðv" unum hafa mishepnast. Mannfall ógurlegt. Frá Sviss er símað. að Viljálmi Þýskalandskeisara hafi verið sýnt banatilræði; skotið á hann f bifreið skamt frá Berlín. 1000 amerfskir læknar eru á leið til vigvallarins f Evrópn. Khöfn s. d.: Frá Washington er símað, að öldungaráðið hafi samkvæmt ósk forstt n% aíturkaltað útflutningslögin, sem getið er um í skeyti 6. maí. Frá London er sfmað, að herdeildir Roosewelts, samtals 200 þús. manns, séu tilbúnar að leggja af stað til Frakklands. Þjóðverjar hafa tekið Petroi. Frá Petrograd er sfmað, að Borgbjerg hafi flutt friðarboð þýskra jafnaðarmanna. Khöfn s. d.: Þjóðvevjar gera öflug gagnáhlaup í Champagne* héraði. Alþjóða jafnaðarmannafundur verður haldinn bráðlega i Stokk» hólmi. Svfar hafa nú komist að samningum við Breta um innflutning matvæla. Kaupmannahöfn á aðeÍBs kol til J/a mánaðar. 14. maf. Khöfn 10 maí: Bráðabirgðarstjórnin í Rásslandi óttast að anarkistar hefji borgarastyrjöld. Heretsky innanrfkisráðherra telur eina ráðið til þess að koma f veg fyrir það, að stotnsett verði lýðveldisstjórn með tullri ábyrgð. Búlgarar tilkynna, að Frakkar, ítalir og Rússar sæki fast á á Salonikivígstöðvunum. Frá Grikklandi er símað til Parísar, að sagt sé að Beethmani Hollwag muni láta at rfkiskanslaraembættinu. Ráðherrar Norðurlanda sitja á ráðstefnu f Stokkhólmi, Bretar tilkynna, að Þjóðverjar hafi gert árangurslaus gagnáhlaup við St. Quintain. Khötn 11. maí: Frá New York er sfmað, að Hoower, fyrv. formaður belgisku hjálparnetndarinnar, hafi verið skipaður matvæla- eftirlitsmaður tyrir allan heim, nema Miðveldin og bandamenn þeina. öll ríki verða að gefa honum skýrslu um matvælabirgðir sínar, gegn um nefnd í Evrópu. Komist hefir upp samsæri til að myrða Venezelos. Bretar tilkynna, að þeir hafi sótt tram hjá Sonchcz. London 11. mai (opinber tilk.): Vikan sem endaðí 6. maf sýnir að farið hótðu alls 2374 skip frá hötnum í Englandi, en 3499 komið. 24 brtjskum skipum, er báru 1600 smál. eða meira, hefir verið sökt ,og 22 minni. 34 bresk skip réðust kalbátar á árangurslaust. 16 fiski- skipuui var sökt. Khötn 12. maí: Frá París er símað, að Sarrail yfirhershötðingi hafi sótt tnikið tram á vígstöðvunum hjá Dorian, Hocer og Monastir. t'rá Petrograd er sfmað, að bráðabirgðarstjórnin vilji miðla máluni mitli alira flokka. Frá Stokkhólmi er símað, að Póiverjaráðstefna standi þar yfirt Khötn 13. maf: Bretar tilkynna að þeir hafi sótt fram að nýju hjá Arras og við Sharpeána. Þjóðverjar tilkynna, að tilhæfulaust sé að Beethmann Hollweg láti af torstjórn rikismálanna. Tyrkir hafa herleitt 50 þús. Gyðinga frá Jerdsaleöh 17. maí. Khofn 14. mai: Bretar haía tekið BilieCöurt og skotgrafalínu Þjóðverja á tooo tnetra svæði milli Arras og Cambray. Þjóðverjar tilkynna að flugvélaáráshafi verið gerð á Zeebrugge.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.