Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 1
Annar árgangur. 3. b/að. Kemur út tvisvar l mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Sleykjaoík 15. febrúar. A uglýsingaverð : I kr. þml. Afgr. Hafnarfirði. 1908, $tarf þcirra að uppcldis- 09 frsdsiumálum. Pað hefir til skamms tíma lítið ver- ið ritað og rætt um uppeldis- og fræðslumál hjer á landi, og þegar á þau hefir verið minst í ræðum og ritum, hefir of oft komið í Ijós sára- lítil þekking á þeim, jafnvel hjá leið- togum þjóðarinnar. Yfirleitt hefir mátt einkenna hugsun manna af þeim um- ræðum, sem orðið hafa um þetta, að einungis hafi verið hugsað um að endurbæta fræðsluna. Petta hefir leitt til þess, að hún hef- ir verið slitin úr því sambandi, er hún er í við uppeldið, og sökuni fjess hafa þeir kraftar, er að þessum mál- um starfa, - sem eru heimilin og skóla-rnir, — verið um of aðskildir. Eg lít enn fremur svo á, að hingað eigi rót sína að rekja sá skilningur, sem nú er ríkjandi, að skóli ogheim- ili vinni sitt hvort, — og að þessi skilningur hafi staðið í vegi fyrir sam- vinnu milli þeirra. Ef litið er á verksvið skóla ogheim- ila, þá mun það fljótt verða auðsætt, að hvorutveggja hafa að nokkru leyti sama hlutverk. Skólinn er kallaður til starfa þegar heimilið getur ekki lengur valdið þeirri byrði, sem uppeldið heimtar, en alls eigi er það ætlunarverk skólans, að svifta heimilið þeirri ábyrgð á upp- eldi barnanna, sem á því hvílir Skól- innljettir undir starf heimilins bæði í uppeldi og fræðslu, en tekur ekki af því starfið; sökum þess eigabæði að vinna áfram að uppeldi barnanna. Ettir að skólinn er byrjaður að starfa, þá er það að vísu aðallega að fræðslu barna, en einnig að uppeldinu. I raun og veru er fræðslan aðeins einn þáttur uppeldisins bæði á heimil- inu og skólanum, en einmitt þann þátt uppeldisins hafa skólarnir eink- um á hendi. það liggur ef til vill ekki alveg f augum uppi, að skól- arnir hafi nokkuð annað en fræðsl- una á sínu verksviði. En reyni hver sem vill, að hafa skóla, sem gefur nemendunum þá þekkingu, er engin áhrif hafi á andlega eða líkamlega starfsemi þeirra! Fyrir mínum augum er skólinn upp- eldisstofnun, og námsgreinarnar tæk- in, sem þar eru notuð. Eg hygg, að þegar málið er skoð- að á þennan hátt, þá verði öllum Ijóst að starfsvið skóla og heimila liggja saman, og hve mikilsvert það er, að þau skilji þetta hiutverk sitt og starfi að því sameiginlega. Pótt sumum kynni að þykja nokkuð djúpt tekið í árinni, ef sagt væri, að starf skólanna væri lítils virði, ef heimilin ekki skildu það, — þá tel eg þó, að hugsun manna Ieiðist í þá átt, ef þeir vita af heimili, sem kennir þá breytni með fyrirmynd sinni, er gagn- stæð sje að öllu leytí markmiði upp- eldisins. Pa er óhikað skoðun mín, að til þess að menning vor íslendinga verði lyftistöng til andlegrar og líkamlegrar velmegunar, þá hljóti skóli og heim- ili að vinna að henni ísameiningu. Þegar þessu næst er litið á kröf- urnar, sem hin margbreyttu starfsvið þjóðfjelagsins og vfir höfuð alt mann- lifið heimtar, þá kemur til athugun- ar, hvernig þessum kröfum verður best fullnægt. Eins og nú er ástatt, þá er jafn ósanngjarnt að krefjast, að skólarnir einir fullnægi þeim eins og þess, að heimilin eingöngu kæmu þeim í framkvæmd. Fræðslukröfurn- ar eru svo háar, að ómögulegt er fyr- ir heimilin að fullnægja þeim til hlít- ar. Ber þar margt til, svo sem vax- andi heímilisannir, fólksfæðin, — og andleg deyfð og þekkingarskortur. Hinsvegar er það mest strjálbygð, sam- takaleysi og lífskjör mannanna, sem við starfið fást, er kemur í veg fyrir, að skólarnir alment geti haft kensl- una á hendi frá fyrstu byrjun eöa tekið hana að sjer að öllu leyti. Ráðið við þessu verður því, að ein, mitt þessir tveir starfskraftar beinist í eina átt og vinni mest saman að unt er, en til þess að það geti orð- ið, þurfa þeir að vera samtaka og þekkja sem best verkið, er þeir eiga að vinna. Frá hálfu heimilanna þarf meiri vekjandi áhuga og viðleitni til að beita sjer fyrir uppeldinu, en ver- ið hefir, — ef þetta er fengið, mun vera hægt fyrir þau að afla sjer þekk- ingar á því, — en á hinn bóginn eiga skólarnir að skilja og glæða þessa viðleitni, um leið og þeir eiga að taka hana í sína þjónustu, til þess betur að geta unnið verk sín. Ahugi og skílningur á starfinu er það, sem útheimtist til þess, að heim- ili og skóli í sameiningu geti ráðið máiinu farsællega til iykta. Pótt heimilislíf hjá oss sje víða öðruvísi, en það ætti að vera, þá er eigi ráðið að láta það afskiftalaust, heldur á að koma á hreyfingu til end- urbóta. Ekki fer lieldur vel á því að gera lítið úr heimilinu. Rað mætti færa fram skýr rök fyrir, að þau eiga þann heiður skilið að hafa verið merk- isberar íslenskrar menningar fram um aldirnar. Ennfremur eru heimilin elsta mynd- un allrar þjóðfjelagsskipunar, og þess vegna frumeining alls þjóðarsambands. Og einmitt uppeldisstarfsemin á að gera heimilið að þvi verkstæði, er býr til hvrningarsteininn undir menning- arframþróun þjóðar vorrar, eða að gróðrarstöð, sem sáir þeim frækorn- um í jarðveg þjóðlífs vors, er bera ávexti til heilla og blessunar fyrir land ! og lýð. Áhrif þau, sem vjer verðum fyrir á heimilunum, fylgja oss frá vöggunni •til grafarinnar. Pau festa djúpar ræt- ur í meðvitund vorri og gróðursetja hjá oss lífsvenjur þær, sem síðarmeir eiga svo mikinn þátt í, hvernig líf vort verður. Áhrif heimilisins eru drotnandi; þau drotna yfir skapferli og ástríðum barns- ins; þau leggja haft á fýsnir þess, hafa vald yfir hjartanu, stjórna lífern- inu og varðveita það frá spillingu. Pessi áhrif eru svo mikils-verð, svo aðlaðandi, töfrandi, varanleg og svo hlý, að þau færa lífgandi yl inn í brjóst vor, þótt frosthrím grimmúðgr- ar veraldar liggi yfir landi kærleika og mannúðar. Líf vort i heiminum er einungis geislabrot af heimilislífi voru. Hættir þeir, sem vjer höfum vanist á heim- ilunum, munu loða við oss, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. Sökum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.