Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 2
10 SKÓLABLAÐIÐ þess er það svo afar áríðandi, að heimilin þekki hlutverk sitt, því ann- ars vinna þau alveg í öfuga átt við það, sem þeim er ætlað. F*að sem þau þurfa að muna er þetta: Heimilisáhrifin eru sterk, hvort sem þaueru góð eða vond; þau geymast í djúpi meðvitundarinnar, og alt líf- ð e r hljómspegill þeirraá- hrifa. Frh. Ólafur Ólafsson kennari. „Foreldrafundir.“ Mikilvægt málefni. Oóð foreldri elska börn sín heitt og hafa brennandi áhuga á öllu því, er að velferð þeirra lytur. Andlegri og líkamlegri. - Oóðir kennarar elska öll börnin í skóla sínum. í þeim felst »framtíðin«. Heill eður óhamingja þjóðarinnar. Forlög og farsæld lands og lýðs. Barnaskólinn er því einn hinn helgasti staður þjóðarinnar. Á að vera það! - En hvern veg er því farið hjá oss? Ætla eg mjer eigi að ftlla neinn dóm í því máli, og þarf því enginn að stökkva upp á nef sjer og segja? »Ætli hann sje að skamma mig mannskrattinn!« En alvarlegt málefni er þetta öllum þeim, er nokkuð hugsa. Og langt er enn í land, áður rjett stefni, og kensl- umál vor sjeu komin í viðunanlegt horf. Er þó farið að breytast til batn- aðar, og vonandi að vel gangi, er hin nýju fræðslumálalalög taka til starfa. Á margan hátt geta geta menn starfað að fræðslumálum sínurn og eflt þau annan en þann, er lögin skipa, og er eigi við því rð búast, að þau geti haft ákvæði, er nái yfir alt, sem að þeim efnum lýtur. Enda gera það engin lög. - í fræðslumál- um setur hver góður kennari og hver góð foreldri sjer »aukalög«, og bera þau oft góða ávexti. Það eru. frjáls lög og írjálsar framkvæmdir og blessast því vel. I barnaskólanum mætast hugi'og áhugi, ást og umhyggja foreldra og kennara. Og eiga þau eigi að kasta kveðju hvort á annað sem gestir og vandalausir, en takast í hendur með alvöru og alúð, skynsemd og skiln- ingi, og á handsal það að vera dreng- skaparheit, er aldrei bregst, hvort með eða móti blæs á skólaárunum og í skóiastarfinu yfirleitt. — Því hvergi er samstarf nauðsynlegra en þar! Samstarf kennara og foreldra. »Foreldrafundir« er til þess haldnir að glæða og efla samstarf þetta. Bjóða kennarar foreldrum skólabarna sinna til málfunda og ráðagerða um alt það, «r að skólanáminu lýtur. Hafa þessháttar fundir gefist mjög vel hjá grannþjóðum vorum. Ræta þeirupp margskonar óheppilegan mis- skilning, er oft hefir orðið illur þrösk- uidur milli heimilanna og skólans. Einnig geta góðir kennarar gefið ótal leiðbeiningar viðvíkjandi barnauppeldi í heimahúsum — og fræðslu þeirra barna, sem eigi eru komin á skólaaldur. Er það að miklum mun nauðsynlegra hjer heima en víða annarstaðar, þar sem börn hjer njóta víða heimakenslu fyrstu námsárin. Skortirforeldri allvíða þekkingu í þeim efnum, þótt viljinn sje góður, og er því bæði eðlilegt og sjálfsagt, að kennarinn veiti alla þá hjálp, er framast má verða. Öll þau ár, er eg hefi hugsað dá- lítið um íslensk fræðslumál — og það hefi eg gert, síðan eg var 18 ára — hefir það vakað fyrir mjer, að hvergi í heimi væri gott samstarf milli foreldra og kennara eins nauð- synlegt og á íslandi. Og hvergi ætti það að bera eins góðan og göfugan árangur. — Eg hefi oft hugsað mjer góðan farkennara með vakandi áhuga og víðtækri þekkingu — og brennandi ást til lífsstarfs síns og þjóðar sinnar. Eg hefi hugsað mjer hann sitja í sveitabaðstofu á kvöldvökunni og tala við fólkið, er situr við vinnu sína. Tala við foreldrin og ráðgast um við þau um fræðslu og uppeldismál sjer- staklega. Brýna fyrir börnunum ást á foreldrum þeirra og fósturlandinu meðvel völdum oggóðum smásögum. Og hvergi veit eg eins hljóðnæm og móttækiieg eyru eins og í íslenskri sveitabaðstofuávetrarkvóldunum löng- u, erblindhríðin bylur á glugganum og vefur alt dúnmjúkum, hljóðdeyfandi fann-feldi langt, langt frá skarkala og skurki heimsins. Pá er friður og kyrð og ró innan fjögurra þykkra veggja, svo hlustandi, hljóðnæm kyrð, að eg hefi hvergi iifað aðra eins. Rar er sem sjálfkjörin gróðrarstöð þess, sem er gott og fagurt, — því hvergi er þorstinn eins mikill eftir þekkingu og fróðleik og þar ef hann er vakinn og glæddur á rjettan hátt. íslensku sveitaheimilin eiga að vera bjartir, hlýir og friðhelgir blettir, er tengja æskulýðinn fastan við sig með böndum þeim, er góð heimili ein eiga. Eru þau bönd sterkari, en flestir ætla. — Samstarf góðra kennara og góðra foreldra á að stuðla að því, að þetta takmark náist sem fyrst. I því er endurreisn sveitalífsins fólgin. Og hamingja landsins. Frá kvöldvöku-viðræðunum breiðist samstarfsáhuginn út um alla sveit, bæ frá bæ. Geta svo kennararnir haldið fundi með öllum foreldrum sveitarinnar í einu t. d, 3 — 4 á vetri. Mundi margt gott af því leiða, og árangur samstarfs þessa tljótt gera vart við sig i fræðslumála-framförum — og gleði þeirri er ætíð fylgir góðu starfi. — — — — Kvöldvöku-hugleiðingum þessum er þeytt út á kaldan klaka yfir land alt, þótt þær sjeu sundurlausar og veiga- litlar, því næði er lítið. En í því skyni eru þær sendar úr garði, að þær kunni ef til vill að vekja nýjar hugsanir hjá góðum mönnum. Er það er ósk mín og von. -----*------ Prá. - 1900 - Sumarkvöldin í Álasundi eru yndis- fögur, En það er eins og bæjarbúar viti það ekki sjálfir. Eftir vinnutíma á kvöldin reika þeirvanalega í rykug- um götunum svo hundruðum skiftir, eða þeir standa í þyrpingu á eim- skipa-bryggjunni í 365 sinn á árinu til þess að horfa á þetta margbreyti- lega sískiftandi líf, sem altaf er nýtt — og þó í rauninni æ hið sama. En á útjaðri bæjarins liggur skemti- garðurinn uppi undir »Öxlinni« dá- itlu fjalli rjett ofan við bæinn. — Rar er sannarleg Paradís á sumrum. — Smáhæöir og lautir með trjárunn- um og blómreitum. Fornir bauta- steinar með bekkjum hringinn í kring. Og hvítmálaöar tanastengur, grannarog beinvaxnar á sumum hæðunum. Stórt kaffihús í fornum stíl í útjaðri garðs- ins, en söngskáli lítill á hól í honum miðjum. En innan um alt þetta og hringinn í kring vefjast vegirnir, stráðir Ijós- gráum sandi, í boga og beygingar, mynda hjörtu og hringfleti, tigla og sporbauga, ferhyrninga og marghyrn- inga í óteljandi tilbreytingum úr gras- flötunum grænu, sem teygja sig út utidan liólum og hæðum. Á grasflötunum eru trje og blóm- reitar. Skrauttrje úr ýmsum áttum. Og svo blómin. — Rósir. Einkum rósir. — Stórar rósir, litlar rósir. — Rauðar eins og æskuheitt blóð. — Hvítar eins og ást ungrar móður. — Bleikar eins og táralaus sorg. Rós- ir í brestandi blómknappi — eins og barnsmunnur, er teygir sig eftir kossi. — Og sólin kyssir heitt, og rósin opnar sig og roðnar í sólskininu. Sumstaðar eru brattir bergveggir í útjöðrum hólanna. Liggja þar brýr á milli, en vegurinn undir. Paðan er fag- urt útsýni yfir garðinn. - Margbreyti- legar sískiftandi gagnstæður renna að lokum saman í hrífandi óbundið samræmi. — Fegurðarsamræmi. Fyrir ofan skemtigarðinn er »Út- sjónin«. Pað er stór stallur í miðju fjallinu. Högginn í klettinn. Upp að stallinum liggur mjó braut í krókum og krákustígum, með þrepum og smástöllum í brattri hlíðinni, og með- fram henni er járnhandrið alla leið upp á »Útsjónina.« En þar eru bekk- og borð til þæginda fyrir fótgöngu- menn og hátt handrið á stallbrún- inni, því snarbratt er fyrir neðan. — Þar getur maður staðið og horft beint ofan í höfuðið á þeim, sem eru á gangi í garðinum. Paðan er líka

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.