Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 1
 Annar árgangur. 4-S.blað. Kemur út ivisvar i mánuði. Kostar 2 Ax. á ári. tkeykjaoík i5. mars. Auglýsingaverð : I kr. þml: Afgr. Hafnarfirði. 1908. on. Hans var minst lítillega í »Skóla- blaðinu« 3. tbl. í fyrra. Var þar lýst æfi hans og lífskjörum hjerheima,og var það sönn saga en eigi fögur, og landi voru til lítils sóma. Er skyrt frá þess háttar í því skyni, að vjer, sem ungir erum, reynum af alhuga að bæta úr misgerðum feðra vorra og breiða. yfir syndir þeirra. Enda verðum vjer það að gera, ef heimurinn á eigi að fara síversnandi. í sömu ritgerð var einnig skýrt frá veru Guðmundar erlendis að fornu og nýju og það sýnt og sannað með fjölda mörgum vottorðum, hvern dóm norðmenn lögðu og leggja áhann, — hve mikils þeir meta hann, og hve þeir hafa hann í hávegum. — Skal hjer skýrt frekar frá ýmsum atriðum, er varpa einkennilegri birtu yfir með- ferð þá, er Guðm. Hjaltason fjekk hjer heima, hann sem talinn var óalandi og óferjandi áallavegu, »sjervitring- ur,« og »forskrúfaður« hugdraumamað- ur í allflestra augum. Af þeirri ástæðu einni, að hann var langt á undan samtíð sinni og átti þann andans eld- heita áhuga, er okkur íslendinga skort- ir svo sárt — og vjer mismetum svo hræðilega, þá sjaldan er á honum bryddir hjer heima. — — Rjett áður en G. H. rjeðist heim til íslands, um 1882, og hóf lýðfræðslu- starf sitt, hafði hann dvalið 2 ár á lýðháskóla í Noregi og 4 ár á Askov lýðháskólan — mindu margir kalla það góðan undirbúning — 6 ár — undir kenslustörf nú á dögum! — Á þeim árum ferðaðist hann víða um Noreg, Svíþjóð og Danmörku og hjelt þar fyrirlestra. — Urðu engir i löndum þeim varir þeirra bresta á rnannkost- um hans og hæfileikum, erlandarvor- ir þóttust sjá og finna. Dómar norskra blaða að fornu og nýju hafa verið nefndir. Vóru þeir hver öðrum ágætari. í sama streng- inn tóku, og Stokkhólmsblöðin um fyrirlestur þann, er hann hjeltiStokk- hólmi 1880. - Dönsk blöð voru einna fáorðust um fyrirlestra hans, en dönsk fyrirlestrafjelög kepptust um að fá hann til að halda fyrirlestra fyrir sig á þeim árum 1880—81. — Um sama leyti ritaði G. H. í dönsk og norsk blöð og einnigí sænskblöð eftir 1881. Vóru ritgerðir þessár nafnlausar, og ætluðu sumir íslendingar, að ritað hefði hinn sænski prófessor Arpi. Og merki- legt er það, að ein fitgerða þessara, lysing á Steingrími skáldi Thor- steinsson, er stóð í »Göteborgs Söfartstidende« 1882, er orðrjett tekin í bók Poestions: >(slándische Dich- ter der Neuzeit«, bls. 149 — 50. — Virðist alt þetta benda á, að G. H. hafi á þeim árum alls eigi verið sá af- glapi, er landar vorir vildu gera hann að. Og víst er það, að alls eigi hef- ir hann átt skilið meðferð þá, erhann varð fyrir hjáymsum íslenskum skáld- um og blaðamönnum. I meira en 30 ár hefir hann barist fyrir því í samtali, ræðum og ritum að draga íslensk skáld og rithöfunda upp úr »þagnarpyttinum« og »gleymskudý- inu«, — og geta menn sjeð þaðíbók Poestions, hver ritdómari hann hefir verið, þegar á yngri árum. Skólablaðið flytur í dag mynd af Guðmundi Hjaltasyni og dóttur hans ungri. Parf eigi annað en líta á hend- ur hans til að geta lesið æfisögu hans, — sem hafði þá löngun heitasta í hjarta: »að geta varið æfi sinni allri til að menta frónskan æsku- lýð«, en varð »að styðja sig við spaðann« ti! þess aðgetafifað — og starfað fyrir fósturjörð sína. G. H. býst jafnvel við að koma heim aftur í vor. Hefir hann þá verið nær 5 ár í Noregi og starfað þar í ungmennafjelögunum. — Mundu ung- mennafjelögin vor, sem óðum eru að spretta upp út um land alt, hafa þess fulla þörf að nota sjer krafta hans og hæfileika til leiðbeiningar og þroskunar. Væri óskandi, að þau gerðu það, því fáir af eldri mönnum vorum hafa aðra eins þekkingu og andlega þroskun og Guðm. Hjaltason, og líklega enginn aðra eins lífsreynslu. Ætti hann því að vera oss auðfúsugestur og hver- vetna velkominn — eigi síður hjer heima en hjá frændum vorum aust- mönnum. ^&imilið og ^koli Start Þðirra að up»1di$- oa fratðslumálum. Frh. Pað uppeldislega verðmæti, sem heim- ili og skóli eiga að veita er, fólgið í, að efla líkamlega, andlega ogsið- ferðislega framþróun. Eg vil nánar benda á, hvernig hægt er að koma þessu í framkvæmd, eink- um á heimilunum. Hvað líkamlega þroskun snertir, þá verður best sjeð fyrir henni, — auk hreinlætis og hollra heimilis- reglna, — með leikum barnanna. Leikirnir eru brýn þörf fyrir börn, og þarf eigi mikla skarpskygni til að sjá að svo er. Hver, sem veitir börn- um athygli, mun taka eftir, hve mikið fjör, lífsgleði og lipurð kemur í ljós að leikum þeirra, og að þau með lífi og sál taka þátt í þeim. Um leið og leikarnir því efla, þroska og liðka líkamann, leggja þeir fram sinn skerf til eflingar göfugum tilfinningum og dygðum: drenglyndi, hugprýði og af tilfinningum einkum samúðar- og sómatilfinninguna. Sjerhverjir foreldr- ar eiga því að muna, að vel valdir leikar eru lífsnauðsyn fyrir öllum lík- amlegum framförum, og að þeir eiga að örfa börnin í staðinn fyrir að letja, til hóflegra leika, um leið og þeir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.