Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 3
eins og best gegndi í það og það skifti. Rangt væri að kenna skóla- nefndunum eingöngu um þetta. Þær hafa ekki átt að neinum sjerstökum að ganga; hvergi á landinu hefir ver- ið einn staður framar öðrurn, er gert væri að skyldu að hafa til kensluá- höld. Það er þeirra afsökun. Pess ber þó að minnast með þakk- læti, sem skólastjóri Morten Han- sen í Reykjavík hefir góðfúslega hjálp- að mönnum í þessu efni. Eg þarf eigi að færa rök að því, hve nauðsynleg kensluáhöld eru ; það vita allir, sem eitthvað þekkja til fræðslu og við kenslu fást. Og flestir íslensku kennararnir hafa að einhverju leyti reynt, hversu ánægju- legt(!) kensluáhaldaleýsið er. Pað er alls eigi ósvipað að segja kennara að kenna áhaldalaust, eins og ef verka- manni væri sagt að gera einhverja byggingu, en honum engin verkfæri fengin! Eg hygg, að honum yrði lítið að verki, en krafan til kennarans stjórn- ast af líkri sanngirni. í nýju lögunum um fræðslu barna er styrkurinn frá því opinbera til fastra skóla og farkenslu bundinn því skil- yrði, meðal annara, að fullnægt sje kröfum þeim, er yfirstjórn fræðslu- málanna setur um kensluáhöld. Petta er mjög þarflegt ákvæði, eink- um hvað farkensluna snertir, því að um leið og það er aðhald að fræðslu- nefndum, veitir það mikilvæga trygg- ingu fyrir, að kenslan verði arðber- andi. Eins og áhöld eru óhjákvæmileg við kenslu og eitt skilyrðið til þess að fræðslan fari að óskum, þá koma þau því aðeins að fullum notum, að rjett sje á þeim haldið. Hjer ber ávalt að þeim sama brunni, að kensluað- ferðin verður það, sem mestu ræð- ur um árangurinn, hver sem náms- greinin er. í sambandi við þetta vil eg fara nokkrum orðum um mikilsverðustu hreyfinguna, sem er að ryðja sjer meira og meira braut, einkum hjer á Norðurlöndum: lýðháskólahreyfing- una. Hún hefirliaft mikil áhrif á menn- ingu þjóðanna, er hún hefir náð yfir. í kensluaðferðum gengur hún al- gerlega á hólm við hinar mjög al- gengu þulu- og bókstafsaðferðir. Hjer hjá oss er hún nú búin að ná nokk- urri fótt'estu og var alls eigi vanþörf á, að ýtt væri dálítið við gamla mók- inu og þröngsýnni vanafestu, í kenslu- málum og öðru, er endurbótin bein- línis eða óbeinlínis á rót sína að rekja til hennar. Pó að þeir menn, sem mest og best starfa hjer hjá oss að því að stofna skóla með lýðháskóla-fyrirkomu- lagi, eigi alt annað en vanþakklæti skilið fyrir starfa sinn, þá er engu síður vert að aðrir alþýðuskólar gefi þessari framfarahreyfingu gaum. Hversu nauðsynlegt sem það er, að komið sje á stofn skólum með SKOLABLAÐIÐ ÍF' _______f_____ - , • ____ því sjerstaka fyrirkomulagi, þá virð- ist þó liggja næst að einmitt þessar eins og aðrar framíarir í kenslumál- um sjeu teknar upp, — að svo miklu leyti, sem við getur átt og hægt er að koma í framkvæmd, — í þá skóla, er fyrir eru á landinu. Og flestir skólar munu nú að einhverju leyti hafa tekið hana í sínar þarfir. Ann- ars væri það hálf brosiegt, ef viðleitn- in gengi öll í þá átt að koma á stofn lýðháskólum, en engin endurbót væri gerð í þessu efni við alla barna- skóla eða aðra alþýðuskóla hjer á landi. Pað væri óneitanlega of ein- hliða. Petta hvorttveggja ætti að geta samrýmst. Pótt komið væri á stofn lýðskólum, þá dregur það ekki á nokkurn hátt úr þörfinni, sem aðrir skólar hafa á, að hagnýta sjer þetta fræðsluform. Og að því er kemur til þekkingar kennarans í þessu efni, þá ætti hver sá kennari, sem hefir ástundun að kynna sjer það, að geta fylgst með í þessu efni, auk þess sem hann fær fræðslu í þessum sem öðrum skóla- málum á þeim kennaraskóla, er hann stundar nám við. Ef málið er athugað þannig, þá dregur það mikið úr skoðun þeirri, sem ofmikið hefir bólað á, að vjer gætum alls ekki hagnýtt oss þessa mikilsverðu stefnu, nema lýðskólar fylgdu með. Að þeir geti best starfað að henni og fyrir hana, það viðurkenni eg fús- lega. En að ekki sje hægt að koma henni við í öðrum skólum, því neita eg. Allir skólar geta að ein- hverju leyti haft hana um hönd;enda verðskuldar hún það fyllilega. Hún Ieiðir mann sífelt. til að hugsa um þessi kjarnmiklu orð, sem eitt af skáld- um vorum hefir sagt: Oerðu’ ei, maður gamal-vísi, grænan pálma’ að svörtu hrísi, gerðu’ ei loks með lærdómsgreinum lífsins brauð að dauðans steinum. Og það eru vissulega sannindi, sem hver kennari þarf að hafa í huga. Eg hefi þegar lokið máli mínu. Ef þessar línur gætu orðið til þess, að vekja umhugsun á uppeldis- og fræðslumálum, einkum á heimilunum, - og efla skilning á samvinnu milli skóla og heimila, — þá er tilgangin- um með þeim náð. Að endingu vil eg bæta við, að rækileg íhugun og framkvæmdir á uppeldi og mentun alþýðunnar, ætti að vera efst á dagskrá vor íslendinga. Ef vjer höfum verið daufir og fram- takslitlir, þá er sannarlega tími til, að færa í lag það sem aflaga fer. Alþýðan er afltaug hvers þjóðfje- lags, og lífsmagn þjóðarinnar fer eft- ir því, hve vel hún er þroskuð, en það verður hún á engan hátt betur, en með hollri andlegri fæðu og þjóð- legum íþróttum, — og Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs. 15 Er kraftarnir safnast, og sundrungin jafnast í samhuga fylgi þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, að tengja það samband, er stendur. Ólafur Ólafsson kennari. Sunnanvindurinn. Sunnan yfir sæinn blá svífur þú á vængjum þínum yfir holt og hraunin grá, heiðarvötnin fögur, blá. Fyrir norðan fjöllin há ílyttu kveðju vinum mínum. Sunnan yfir sæinn blá svífur þú á vængjum þínum. Pú finnur alt, sem t'agurt er, í fjalladalnum mínum breiða, þar til allra ást eg ber og engu gleymi, hvert sem fer. Þar rennur á um eyjar, sker, og álftir syngja fram til heiða. Þú finnur alt, sem fagurt er, í fjalladalnum mínum breiða. Heilsaðu, vindur, heim til mín hólurn, lautum, fossum, grundum, þar sem lindin Ijóðin sín ljóðar vært við blómin mín. Par lítur æskan óðul sín og ótal niargt frá vinafundum. Heilsaðu, vindur, heirn til mín hólum, lautum, fossum, grundum. Jóhannes Friðlaugsson. €r Kvöld5kiní$ ðilbarma ðyllir. Er kvöldskinið gilbarma gyllir og glampar á heiðvöinin tœr, og unaði fjalldali fyllir fuglanna söngur skœr. Við göngum um grundina kœra og gleðjumst af unaði þeim, sem ást má og friðsœlu fœra i fagran dalaheim. ficíttcld. Staka. Svona verður veröidin við mig alla daga: Hún mér sýnir skúr og skin Skuldar harðra laga. Boítfcld.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.