Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 8
20 SKOLABLAÐIÐ virðast allir góðir íslendingar sam- huga um það að styrkja för. nokk- urra íþróttamanna vorra til þess að sýna fagrar ísl. glímur á leikmótinu í Lundúnum í sumar. Verður mál þetta væntanlega til mikils góðs fyr- ir íþróttalíf vort og þjóð vora í heild sinni. Og er þá betur farið en heima setið Eflaust fiytir það mikið fyrir fjár- framlögum almennings, hve drengi- lega stjórnarráðið brást við þessu, er það Iofaði alt að 2000 kr. styrk til fararinnar. — Hafa bæði fjelög og ein- staklingar þegar gefið allmikið fje til far- arinnar. Verður eflaust skýrt frá því í blöð- unum síðar, og sjest þá best áhugi og skilningur þjóðarinnar i þessu máli. Kennarafundur. Á kennarafundinum að Seljalandi 1. vetrardag 1907, ræddu kennararnir um að koma á samvinnu milli sín og heimilanna, en að svo stöddu sáu þeir sjer það ekki fært nema lítið eitt til byrjunar, sökum tímaleysis. Kenn- ararnir vildu leitast við að heimsækja hver annan til þess að kynnast kenslu- aðferð hvers eins, en þar sem ekki var víst, að sumir þeirra yrðu við kenslu í vetur, og aðrir eru svo bundn- ir, að þeir hafa engan tíma frá kensl- unni til ferðalaga, var þó ekkert af- ráðið í því efni í þetta sinn. Rætt var um kjör kennaranna og afleiðing- ar slíkra kjara. Þar sem ekkert er hugsað um annað en að láta koma kenslu nafni á og ekkert hugsað um, hvernig kennarinn sje — yþetta geta ailir® — og »um vetrartímann mega þessir slæpingar þakka fyrir að fá að jeta« — og það svo er bókað, að kensla skuli framfara »á sem kostn- aðarminstan hátt,« — þá virtist kenn- urunum, að þeim væri ekki gefið und- ir fótinn með að bæta sig sem kenn- ara. Það virtist vera óhagsýni hrepps- nefndanna að kenna, að kennarar væru ekki teknir úr flokki hinna rólfæru sveitarlima, án tillits til hæfileika þeirra. F*ó þótti verst af öllu, að kennararn- ir ættu það aldrei víst, hvort þeir yrðu við kenslu framvegis, fyr en að því kæmi, því búast mætti við að einhver »byði minna,« og kæmi óvissa þessi þeim til að kosta engu til til þess að fullkomna sig. Þeir gætu búist við því, að þeir mættu sitja með kostnaðinn og háð fyrir oftraust á hæfileikunum. Sárast þótti þó, æsku- Iýðsins vegna, þegar drykkjumenn væru gerðir kennarar. Allir voru kennararnir samhuga í því að nota sjerhvert tækifæri til þess að innræta börnunum göfuglyndi. Lesbókin nýja barst á fundinn. Var formáli hennar lesinn, og þótti þá nóg lesið að sinni, enda var enginn tími til að rannsaka efni bókarinnar, og var því einum kennaranna falið að yfirfara hana og skýra frá áliti sínu á hennr. , Jramhaldskcnsla fyrir kcnnara." í tilefni af ritgerð f Skólablaðinu í dag birtist hjer auglýsing stjórnar- ráðsins samkæmt »Lögbirtingablað- inu«, er eg hefi fengið að láni hjá- greiðviknum manni: í fjárlögunum fyrir árin 1908 og 1909, 14. gr. VII b 7, eru veittar 2000 kr, hvort árið til framhaldskenslu kenn- ara. Samkvæmt þessu auglýsist hjer með, að ákveðið er að kensla þessi skuli fara fram í Reykjavík frá 15. maí til 15. júní næstkomandi. Kenna á: Uppeldisfræði: fyrirlestrar, samtal og nokkrar kensluæfing- ar; Heilsufræði: fyrirlestrar, sjerstak- lega um skóla heilsu- fræði; Teikning: einkum teikning með krít á skólatöfluna; Leikfimi: einkum leiðbeining- ar um, hvernig kenna megi börnum leik- fimi áhalda lítið. Auk þess mun verða veittur kost- ur á tilsögn í gagnfræðum, svo sem íslensku og náttúrufræði, ef nógu marg- ir æskja hennar. Ekki er ætlast til, að hver einstakur kennari þurfi að taka þátt í öllum framantöldum greinum. Nokkurs styrks geta þeir vænst, sem 'sækja kenslu þessa, eftir því, sem fjár- veitingin vinst til, einkum þeir, sem fja;ri búa Reykjavík. Umsóknum um aðgang að kenslu þessari og um styrk verða að fylgja meðmæli frá presti, hreppsnefndarodd- vita eða skólanefnd á þeim stað, þar er umsækjatidi hver hefir verið kenn- ari síðast eða ætlar að vera kennari næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 3. apríl þ. á. — — Þessi eru orðin. Og satt er það, að furðu óákveðið er að orði komist, — og mun það mörgum bægja frá, er ella mundi komið hafa. En vel má vera, að betur rætist úr» en útlit er á, og mun þó tími ærið naumur til brjefaskifta fram og aftur. Hefði efalaust verið rjettast að tak- marka frá upphafi ákveðirtn fjölda kennara, er fengið gætu ákveðinn styrk. Var þá aðeins að velja úr betri hluta umsækenda og tilkynna þeim mála- lokin. i. árg. Skólabuasfns fá nyir knupendur fyrir i kr. HELGI VALTÝSSON: BLÝANTS- MYNDIR VÍSUR OG LJÖÐ 68 bls. 75 au. Kennarar og ungmennafjelög fá 10 eintök send burðargjaldslaust fyrir kr. 6,50; 20 eintök fyrir 12 kr. Prenf$mlö|a RafnarflarSar. Melgi Valtýsson: Lfkamsmeníun. Pýft 09 frumsamið. 60 bls. Verð 50 au. Kennarar og ungmennafjelög fá 5 eint. send burðargjaldslaust fyrir 2 kr. 10 eint. 4 kr.; 15 eint. 5 kr.; 20 eint. 6 kr. Borgun fyrirfram, póstávísun. T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Ær/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆrW/W/Æ'jn'Æ/Æ/Æ/ÆrÆTWTWTWn Ritstjóri og dbyrgðarmaður: HELGl VALTÝSSON. Utgefendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS^

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.