Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 1
11 6-7. blað. , Kemur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á ári. 5{eykjavík 2/. apríL Auglýsingaverð: 1 kr þuml. Afgr. Hafnarfirði /908. Aöalfunflur kennarafjelags Gullbringu og Kjósasýslu verður hald- inn 10. maí kl. 4 eftir hádegi í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Aðalumræðuefni: »Hin nýju fræðslu- lög« og íleira verður rætt. Oqm. Siprössoti. Ludvig Schröder Ofl Lýðháskólarnir dönsku. Eins og áður er drepið á i »Skóla- blaðinu«, andaðist hinn mikli lýðhá- skólafrömuður dana, Ludvig Schrö- der, þann 8. febr. síðastl., og hafði hann þá starfað í liðug 40 ár sem skólastjóri í Askov, hinum fyrsta mesta og besta lýðháskóla dana. Með honum er eitt hið mesta mikil- menni norræns skólaheims til grafar gengið. Saga lýðháskólanna dönsku er orð- in allkunn flestum þeim hjer álandi, er blöð og bækur lesa, og hafa marg- ar ágætar ritgerðir birst um það efni. E'n sorglega seint gengur þó að koma þjóð vorri í skilning um, að það sje einmitt sú hin sama hreyfmg, er oss skortir til að lyfta landi voru í menn- ing og framförum á íslenskum grund- velli. Lýðháskólarnir dönsku eru land- varnarskólar í fylsta skilningi. Og það eru þeir, sem gert hafa litla land- ið Danmörku að merkilegu »stórveldi« rjett undir handarjaðrinum á ránfíknu ofurefli, er hafði vakið þjóðarvitund dana með því að læsa stálkrumlum sínum utan um hjartarætur þeirra. Dásamlegra kraítaverk hefir ættjarð- arást aldrei unnið en lýðháskólahreyf- inguna dönsku og alla þá blessun, scm henni hefir fylgt. — — — Enginn hinna dönsku lýðháskóla hefir eins fyllilega náð hugsjónum Grundtvigs gamla, föður þessarar hreyfingar, eins og skóíi Schröders í Askov. Eins og risavaxiun menning- arviti hefir hann helt geislum sínum út yfir norðurlönd og dregið og lað- að að sjer fjölda ungmenna ekki að- eins frá Danmörku heldur einnig frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Einn vetur .vóru þar t. d. 14 íslend- ingar. Og áhrif þau hin miklu og dásamlegu, er lýðháskólinn í Askov hefir haft á öll norðurlönd, sýnir best og sannar, hve göfug og hjartheit al- þýðumentun frjófgar og auðgar lífið. Gerir það hátt og bjart. Með Askov til íyrirmyndar hafa smáir og stórir lýðháskólar risið upp á norðurlöndum. Flestir þeirra eru í Danmörku og Svíþjóð. þarnæst í Nor- eg' og Finnlandi. Ætlun Grundtvigs með skólum þess- um var að hefja andlegt líf og þjóð- fjelagsáhuga á ættjörðu sinni — og norðurlöndum yfiræitt — að stofna þá handa allri þjóðinni, ekki handa einstökuni mönnum. Honum hafði virst hinir svonefndu æðri skólar mjög duglitlir til þess að hafa áhrif á líf þjóðarinnar. Alla vegu trá hinum »lærðu drengjaskólum« og alveg upp á efsta tindinn höfðu skólar þessir venjulega skapað misjafnlega lærða »stjett« «háskólamentaðra manna«, er smámsaman staðfestust í þeirri skoð- un, próf frá prófi, að þeir væru sjálf- stæð þjóð, sjerflokkur manna, sem lítið annað hafði við alþýðuna sam- an að sælda en að vera embættis- menn hennar. — Utanvið og eigin- lega neðanvið flokk þenna stóð »al- þýðan«, «almúginn«, »fjöldínn«, og fjekk lítinn eða engan hlut í mentun þeirri, er mannkynið smámsaman hafði aflað sjer og átti, að svo miklu leyti sem hægt er, að vera sameign allra. Arangur mentunarinnar átti að koma öllum að notum eins og frekast væri mögulegt. í barnaskólunum var af eðlilegum ástæðum eigi hægt að veita mentu.r þessa, jafnvel þótt þeir hefðu verið eins góðir og fullkomn- ir, og þeir venjulega vóru ljelegir og ófullkomnir, og æskulýður landsins hafði enga útvegu í þessum efnum. Æskulýðnum var því nær algerlega bægt frá allri þroskandi og frjóvg- andi mentun á þeim aldri, er sálar- lífið átti að taka við sterkum áhrifum, áhuginn að glæðast, viljinn að bein- ast að fögru og háleitu takmarki, er manni væri samboðið, og þroskinn að vakna og stefna í rjetta átt. Að þessu takmarki áttu lýðháskól- arnir að starfa um land alt. þeir áttu að vera síungar uppsprettur lífsins, er allur hinn starfandi æskulýður gæti ausið af: stórbændur og kotungar, verkamenn og handiðnarmenn, kaup- staðarbúar og sveitamenn — karlar og konur. Pessvegna vildi Grundtvig, að þeir skyldu heita lýð-háskólar, en ekki bænda-háskólar, eins og sumir óskuðu eftir. Skólar þessir vóru ætlaðir allri þjóðinni — og áttu að tengja hana saman í sameiginlegum áhuga, andlegum og þjóðfjelagslegum. En samtenging þessi átti að vera frjáls og aðeins grundvölluð á mannkost- um og hætileikum kennara og áheyr- enda. Kennararnir áttu eigi að vera öðrum böndum háðir en þeim, er löngun þeirra og þrá til aðveitaþekk- ingu og leiðbeiningu, legði á þá; og tilheyrendurnir áttu að vera alfrjálsir og stjórnast aðeins af þekkingarþorsta og menningarþrá sinni, og löngun til þess að taka við góðum og göf- ugum áhriíum. I3að var þjóðfjelagshugmyndin, er Schröder sjerstaklega lagði áherslu á í skólastarfi sínu, að byggja fóst- urlandið, byggja það andlega með aukinni þekkingu og vitund, og einn- ig að byggja það efnalega með því að vekja áhuga á öllum atvinnugrein-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.