Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 6
26 SKÓLABLAÐIÐ það ? En þú segir, að barnakenslan veiti engum aðgang að góðri stöðu, og fyrir þá sök munir þú snúa þjer að öðru. iPað er rjett fyrir þig, því að þeir, sem einungis sækjast eftir að komast í »góða stöðu«, eru manna vísastir til að standa illa í stöðu sinni. Pað ætti enginn að komast í góða stöðu fyrir það eitt, að hann þarf þess, heidur vegna þess, að það er þörf á honum í stöðuna, og að hann er þess verður. Eg held því, að þótt barnakenslustarfið væri álitleg staða, þá væri óráðlegt að fá þig fyrir kennara. FJú værir vísastur til að sofa í stöðu þinni, verða hugsunarlaus ónytj- ungur. Þú býst við, að þú verðir lítils met- inn, ef þú verður kennari. t*etta er ekk- ert ólíklegt. Og þjer þykir það »óbæri- legt«. Bölvuð veri úr þjer metorðagirnd- in! Heldurðu að mest sje undir því komið, að allir taki ofan fyrirþjer? Jæja; þá ætti heldur enginn að sækjast eftir að fela þjer vandasöm verk á hendur; allra síst ættirðu skilið að hafa nokkur völd, því þetta ber vott um það, að þú ert þrællyndur að náttúrufari. Þú ert »hræddur um<, að þú komist ekki »út af við« hlutaðeigendur barna- kenslunnar. Því gæti eg líka vel trúað. Þrællyndir menn eru sjaldan umburðar- lyndir. En á umburðarlyndi mundir þú þurfa að halda gagnvart þeim, sem yfir þig yrðu settir, samverkamönnum þínum og nemendum. Þú segir, að það »borgi sig illa«, að kenna börnum. Svo getur það verið, en hvert mál er svo, sem það er virt. En aldrei geta það orðið þjer meðmæli, að þú miðir alt við matinn. Þeir hafa jafnan verið ósjerplægnastir, sem mest gagn hafa unnið landi sínu og þjóð. Það er auðskilið, að þú mælir alt á sín- girniskvarða og sjálfselskustiku. Barna- kenslan mundi heimta af þjer ósjerplægni, krefjast þess, að þú legðir mikið í söl- urnar. Svo þú fengir þá að reyna, hvernig væri »tveimur herrum að þjóna«, ef þú yrðir kennari! En eg held, að þú sjert ekki fær um það. Þá býst þú við, að þú »verðir fyrir« aðfinningum. Ekki þarftu að giska á það, þú átt það víst. En eg held, að þú gæt- ir haft gott af því. Þú óttast fyrir, að þú mundir þola það illa. Það sæti líka helst á þjer! Heldurðu máske, að öll störf þín og framkoma mundi ve.rða ó- aðfinnanleg? Ekki skortir þig sjálfsálitið! Þú »telur víst«, að þú verðir misskil- inn. Fallist get eg á það. En gæti það ekki orðið gott fyrir þig? Hver veit, nema gallar þínir yrðu þá lagðir út á betra veg? Samt ráðlegg eg þjer ekki að treysta því, að allir geri það. Þú kvíðir »æfinni«, ef þú ættir að verða kennari. Ekki er sá ótti ástæðu- laus. En er tilgangur lífsins í þvíeinu fólginn að »eiga góða daga.« Hafa þeir menn ætíð verið þarfastir, sem voru mestir að ummáli? gengið í fínustu föt- um? lifað í skrauthýsum? Nei, þá væri lífið tilgangslítið, ef maturinn væri þess æðsta hnoss. Þjer þykir það ekki »fínt«, að vera barnakennari, því að í tölu þeirra sje inn- an um flækingar, jafnvel ósjáifbjarga ræfl- ar. Ætti eg að kjósa um, þá veit eg varla, hvorn eg tæki heldur fyrir kenn- ara flækinginn, meinlausan og látlausan, eða hjegómagjarnan spjátrung. Skilurðu mig? — Eg held að eg tæki fremur flækinginn. En að því sleptu : Erstaða prestanna »ófínni«, óheiðarlegrí fyrir það, að í henni hafa verið, innan um, drykkju- rútar, verulegir mannræflar. Eða lækna- staðan? eða sýslumannsstaðan? Nei, þú mátt eiginlega ekki heyra neinni stjetttil, ef þú setur þetta fyrir þig. En eg tel það mjög vafasamt, hvort oss kennurun- um væri það happ, þó að þú eða þínir líkar gerðu það »af lítillæti« að fylla vorn hóp. Þú telur »mjög vafasamt«, hvort þjer lánist að ná hylli samverkamanna þinna. Um það skal eg ekki þræta við þig. Það væri heldur ekki orðinn ógreiður að- gangur að kærleiksforða meðbræðranna, ef eigi þyrfti annað til þess, að lokið væri upp dyrunum, en að knýja á þær með sprota sjálfselskunnar og drotnunar- girninnar. Loks »býst þú við«, að þú getir ekki leyst kenslu af hendi, svo sem vera ætti. Það var mikið, að við gátum orðið sam- mála! En hjer kemur afleiðingin af því, sem lýsir sjer í »kröfum« þínum, van- traustið á sjálfum þjer, og það er sannast að segja, að mjer þykir það engin furða, þó að þú vantreystir sjálfum þjer, þegar þú getur hvorki treyst meðbræðrum þín- um, nje sætt þig við endurgjaldið, sem fólgið er í því, að sjá ávexti af góðu og fögru æfistarfi, þótt þú sjerteigi viss um að fá að eta þá alla. Nei, vinur minn! Ekki get eg ráð- lagt þjer að verða kennari; kröfur þínar eru ekki við tímans hæfi. Og þú þarft að taka verulegum bieytingum til þess að geta orðið öðrum að liði og ánægður með hlutskifti þitt. En vita skaltu það, að »ástæður« þínar hafa alls ekki kastað einum einasta lítilsvirðingar- skugga á barnakenslustarfið, miklu frem- ur hið gagnstæða. Sálir barnanna eru svo fagrir og frjó- samir »blettir«, að við megum þakka fyrir að fá að yrkja þá, þótt við fáum sjálfir ekki nema tíunda partinn af ávöxt- unum. — — — Stefán Hannesson. Cöð um fræöslu barna öðlast gildi 1. júní næstk., svo það er ekki undarlegt, að margan góðan inann óri nú þegar allgreinilega fyrir afleiðing- um þeirra. í þinginu vóru mjög skiftar skoðanir um frumvarpið, og efasamt hvort nokkur einn þingmaður var eiginlega á- nægður með úrslit málsins, Það mátti því fyllilega búast við ýmsum dómum um þessi lög, er til framkvæmdanna kæmi. Skólablaðinu hafa borist ýmsar athugasemdir — óskandi að þær komi fleiri — og kemur hjer á eftir kafli úr brjefi til eins af útgefendum þess frá mjög merkum presti, sem lætur sjer innilega ant um bamafræðsluna. Brjefinu verður lítilsháttar svarað í næsta blaði. »Eg sný mér þá að efninu: Egsagði að lögin um fræðslu barna gjörðu mlkið ógagn (ekki frá því sem nú er, heldur frá því, sem hefði mátt verða) ef þau ekki fá lagfæringu, af því þau eru bæði of lin og of ströng, Of lin eru þau að því leyti, að þau gjöra ekki mönnum að skyldu, að láta kenna börn- um sínum vissan tíma á hverjum vetri; það var mátulegt að byrja með 8 vikna kenslu minst, eins og stjórnarfrumvarpið fór fram á og neðri deild samþykti, og þarf e n d i I e g a að koma því ákvæði inn í lögin aftur. Sumum kann að þykja fagurt nafn heimilisfræðsla, og hún var víða vonum framar góð, en tímarnir breytast og vjer mennirnir með, og menn kasta nú orðið mest áhyggju sinni í þeim efnum upp á kennarana, og því þarf kenslan að vera nokkuð mikil vetrarlega ; en þessir eftirlitskennarar, eg gef lítið fyrir þá flesta, því bæði gefa sig ekki í það flakk — fara máske 2 — 3 umferðir um heila sókn eða hrepp á vetri — nema úrkastið úr kennarastjettinni, og gott ef ekki einhverjum svínahirðinum verður veitt sú staða til þess að fyrra hann sveit- inni, og svo verður þessi aðferð aðeins notuð þar sem áhuginn er lítill, og brúk- uð fyrir skálkaskjól til þess að halda öllu í sama horfinu. Það er að segja, þessi aðferð yrði ekki höfð annarstaðar, en eg hef tekið fram, ef fræðslulögin væru ekki aftur á hinn bóginn of hörð, þar sem um heimangönguskóiana er að ræða. Því þar snýr því aftur svo við, að þeir ein- ir skólar fá styrk, sem standa í 6 mán- uði á hverjum vetri; ýmist í ökla og ýmist í tá. Þetta ákvæði er óbrúkandi, að minsta kosti fil að byrja með. Eg þekki til í Mýrdal, þar hafa undanfarandi vetur verið heimangönguskólar, sem hef- ir verið kent í á víxl þannig, að sami kennari hefir haft tvo, og skiftst á með kensluna nokkrum sinnum á vetri, t. d. sinn mánuð í hvorum skóla, en svo hafa börnin haldið við hinn tímann og lært t. d. kver og biblíusögur, sem er nærri því nauðsynlegt fyrir þau börnin, sem lengra eiga að, þareð mikill tími fer í ferðalagið fram og aftur, og því ekki nægur tími, að læra alt daglega, sem læra þarf til þess að nokkuð verði kom- ist áfram. Þori eg að fullyrða, að börn- in læra með þessu fyrirkomulagi hátt upp í það sem þau læra þó þau sjeu sífelt í skólanum, af því þá verður að setja þeim minna fyrir daglega. Eg verð að byðja yður að muna að eg á við heimangönguskóia. Hjer og víða ann- arstaðar hagar svo til, að ekki nærri allir bæir sveitarinnar geta látið börn sín ganga á skólann að heiman, jafnvel þótt skól- arnir væru tveir. Búendur þessara bæja, verða að koma börnum fyrir á þá bæi, sem nær eru skólanum, máske 2 — 3; hvernig er nú hugsanlegt, að menn geti kostáð fæði þeirra í 6 mánuði, auk hlut—

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.