Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 8
28 verða hinn besti skóli til framfara og fullkomnunar fyrir okkur sjálfar. y.enslukona í flrneszýs,u. Vesfan hafs og ausfan. Hennaralaun á Tinnlandi. Jafnrietti karla og kvenna. Pingið á Finnlandi (»Landdagen«) hefir nýlega samið ný ákvæði um laun alþýðu- kennara í sveitaskólum. Eru ákvœði þessi merkileg mjög að því leyti, að þau gera jöfn »frumlaun« (byrjendalaun) karla og kvenna — og veita þeim, er þurfa fyrir öðrum að sjá hærri laun, — hvort sem það er karl eða kona. Frumlaun einhleypra karla og kvenna eru 900 mörk og aukast þau með 180 mörkum eftir 5, 10, 15 og 20 ára kenslu- starf. Hámarkið verður þvl 1620 mörk. Aftur á móti fá giftir kennarar, og giftar kenslukonur, er aðallega þurfa sjálfar að sjá fyrir fjölskyldu sinni, og eiga 1 eða fleiri börn, — 1100 marka frumlaun, er aukast með 220 mörkum eftir 5, 10, 15 og 20 ár. Hámarkið verður þar 1980 mörk. Launaákvæði þessi eru þökkuð konum þeim, er nú sitja á þingi Finna. Hafa finskar konur með þessu unnið landi sínu sóma mikinn, þareð Finnland verður nú eitt með fyrstu Iöndum í heimi, er ákveður með lögum eðlilegt jafnrjetti karla og kvenna, hvað störfum viðvíkur: Sama starf, sömu laun! hvort sem það er karl eða kona, sem starfið vinnur. — Þrátt fyrir alt frelsisglamur og jafnrjettis- mas nú á dögum eiga menn þó ennþá svo afarerfitt með að læra, skilja og virða þessa afar einföldu kenningu. Brciðablik II. Ár. - Janúar 1908. - Nr. 8. — Efni: l.Fátækramál heimsins. 2. Sam- eign. 3. Ódauðleiki sálarinnar. 4. Prír merkisberar ísl. bókmenta, með myndum. 5. Á Hofmannaflöt, 6. í höll aldanna. 7. Kristindómur og mannfjelagsmein. 8. Baráttan í kaþólsku kirkjunni. 9. Sonar- hlýðni. (Saga.) Miili hafs og hliða. „Ungmcnnafjclagiö Iðunn," sem getið var um í síðasta tbl,. er eigi deild í U. M F. R. eins og sagt var þar, heldur sjálfstætt fjelag stofnað á sama grundvelli. Eru fjelagar milli 30 og 40 ungar konur. I stjórn þess eru: Lára Lárusdóttir, prests Benediktssonar, Guðrún Guðmundsdóttir, prófasts Helgasonar, Sigurbjörg Jónsdóttir verslunarmær, Val- gerður Lárusdóttir, Pálssonar, Svafa Pór- hallsdóttir, Bjarnarsonar, Guðrún Helga- dóttir frá Öskjuhlíð og Vigdís Torfadóttir SKOLABLBÐIÐ í Hlíðarhúsum. — Engin vafi mun á því, að innan skamms muni allur fjöldi efnilegra ungra kvenna í R.vík fylkja sjer undir merki fjelags þessa, og er þá vel farið. Samhuga konur og karlar í fastri fylking eiga að nema ísland á ný. Hverja sveit hvert þorp milli hafs og hlíða. Æskulýður með eldheitum áhuga og ást á landinu voru. Æskulýður sem sem elskar og þekkir »fold með blíðri brá« og hefir þá ósk og bæn heitasta í barmi, að: »drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla!« t»rír íslcnditigar hafa gengið í lýðháskólann á Jaðri í Noregi í vetur. Er sá skóli mörgum íslendingum að góðu kunnur, og hafa þar gengið 4 íslenskir piltar áður fyrir nokkurum árum síðan. Eciðrictting. í greininni um »Framhaldsmentun kenn- ara« síðasta tbl. var skýrt rangt frá laun- umkennara við barnaskólann í Hafnarfirði. Eru lægstu launin þar 330 kr., og hefir skólastjóri 600 kr. laun -f húsnæði, verð- ur það tils. um 800 kr. Væntanlega verð- ur þó gerð breyting á þessu, er Hafnar- fjörður kemst í tölu »bæjanna« í næsta mánuði. — ísafjörður er einasti kaup- staðurinn á Iandinu, sem launar kennara sína sómasamlega; er lann þeirra alt að 1600 kr. 0agitfratdadcild Tlcttsborgar$kólan$ var sagt upp 31 mars. — Kvöldið áður hjeldu nemendur kennurum sínum heiðurs- samsæti í skólahúsinu. Voru þar fluttar ræður fyrir minni kennaranna, skólans, fósturjarðarinnar o. fl. Fór alt fram hið besta, og skemtu menn sjer við söng og leika langt fram á nótt. — — — Burtfararpróf við skólann tóku 15 nem- endur og hlutu þeir einkunnir þær, er hjer segir: i. Magnús Stefánsson frá Porvaldsst. N. Múlas.................................5,58 2. Jón Guðnason Bálkast. Hún. . . . 5,56 3. Snæbjörn Jónsson Saurb. Bf. . . . 5,39 4. Jón Pálsson Leví Heggsst. Hún. . 5,39 5. Magnús Jónass. VöIIum. Kjalarn. . 5,31 6. Sigurjón Högnason Vestm. . . . 5,25 7. Páll Stefánsson í’óroddsst. Hún. . 5,22 8. Þorbjörg Tónsdóttir ísafirði. . . . 5,19 9. Magnús Kristjánss. Hvoli Mýrdat 5,19 10. Sólveig Matthíasd. Rvík..............4,85 11. Böðvar Pálsson Vatnsfirði .... 4,83 12. Jón Gestur Vigfúss. Hafnarf. . . . 4,81 13. Magnea Einarsd. Sandg. Gullbrs. . 4,69 14. Guðríður Guðmundsd. Hafnarf. . . 4,67 15. Sigrún Jónsdóttir....................4,64 Veikindi þau, er gengu við skólann í vetur, gerðu skarð mikið í námstímann, og má telja, að fjöldi nemenda hafi mist alt að tveggja mánaða tíma frá námi. En stórhapp má það kalla, að liðug 100 ungmenni leggist í mislingun í einu, án þess að nokkur bíði varanlegt mein af, og án þess að eftirkvillar geri vart við [ sig. Og eins það, að taugaveikissnertur sá, er gerði vart við sig um tíma, skyldi vera svo óvenju vægur og meinlaus, sem raun varð á. Er því engin hætta á, að það skerði aðsókn til skólans á nokkurn hátt. Búast allflestir yngri deild ar nemendur við að koma aftur að vetri, og nýir nemendur eru þegar farnir að sækja um inntöku í skólann. Eftir aðsókn þeirri að dæma, er verið hefir síðastliðið ár, verður eflaust að bæta nýrri hæð ofan á nýja skólahúsið, þegar að ári, þareð því verður að líkind- um tæplega komið við í sumar. — Af liðugum 100 nemendum í vetur vóru rúmir 80 í gagnfræðadeildunum, og höfðu þó fleiri sótt um skólann. í kennara- deild eru aðeins 20 nemendur, og varð að Ieigja húsnæði handa þeim á öðrum stað. Aðsóknin að Flensborgar skóla er gleggstur vottur þess, að mentaþörfin er mikil, og að skólinn hefir unnið sjer alþýðuhylli. — Má því ganga að því vísu, að þing og stjórn, sem nú er að búa sig undir að fara til að síga á fram- róðurinn í mentamálum vorum, — veiti ríflegt fje til skólans, svo hann geti full- nægt öllum þeim kröfum, er setja má til góðs alþýðuskóla, að því er útbúnað allan og kennara snertir. Suðurland hefir eigi síður þörf á vel útbúnum gagnfræðaskóla en norðurland, og auk þess þyrpast hingað ungmenni úr öllum sýslum landsins og eigi síst af norðurlandi! Mætti því virðast rjeltmætt mjög að krefjast þess, að veitt væri fje til skólabyggingar og reksturs Flensborg- arskóla í líkum mæli og veitt var, og er árlega veitt til gagnfræðaskólans á Akureyri, er eigi^hefir hálfan nemendafjölda á við Flensborgarskóla. — Rjettlæti og sanngirni á eigi síst heima í mentamálum og því, er að þeini lýtur. Siólanefflilir sem vantar kennara, og kennarar, sem vantar atvinnu, ættu að auglýsa í Skólablaðinu í tæka tíð; það er of seint að gera það, þegar komið er fram á haust. Lítið gagn í að auglýsa þessháttar í öðrum blöðum; sjálfsagt að gera það í Skóla- blaðinu, sem allar Skólanefndir, og allir kennarar verða að kaupa — og lesa. 11=11 W BSEIÐÁBLIK. Mánaiiarrit til stuðnings íslenzkri menning. 1 hefti 16 bls. á mán. í skrautkápu, gefið 111 í Winnipeg. Ritsti 1 $íra Triðrik Bcrgtnamt. Ritið er fyrirtats vel vandað, bæði að efni 04 frágangi; málið óvenju gott. Árg. kostar hjer 4 kr. borgist fyrir fram. Fæst hjá Árna Jóbannssyní, Diskupsskrifara í Rcykjavík. 1EE1 li Æ Utgejendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: HELGl VALTÝSSON.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.