Skólablaðið - 30.04.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 30.04.1908, Blaðsíða 1
8. blað. Kemur út itvisvar i mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Sieykjavík 30. apríl. Auglýsingaverð: 1 kr þuml. Afgr. Hafnarfirði. /908. Lög m fræöslu barna. í sei-nasta tölubl, Skólablaðsins (21. apr.) var birtur brjefkafli frá presti, þar sem nokkuð var minst á hin nýju itög um fræðslu foarna. Prestinum þykir svo, sem lögin sjeu of 1 in að því leyti, að þau gera mönn- um ekki að skyldu að láta kenna börnum sínum vissan part af vetri, eins og stjóm- arfrumv, frá síðasta þingi gerði. En of ströng þykir honum þau að því leyti, »að námstíminn er 6 mánuðir í heiman- 1 gönguskólunum,« Lögin eru þannig í augum hins mik- ilsvirta brjefshöfundar bæði of lin og of ströng. Honum þykir heimilisfræðslan lítilfjörleg, og hann kvíðir því, að eftirlits- kennararnír bæti ekki úr skák. Petta eft- irlitskenslu fyrirkomulag, sem lögin gera — því miður — ráð fyrir, muni þar sem áhuginn sje lítili, notað »sem skálka- skjól til þess að halda öllu í sama horfinu.«L) Pessi ótti er víst ekki alveg ástæðu- laus, og víst hreyfði hann sjer hjá mörg- um þingmönnum, sem var illa við fræðslu- samþyktarbrall efri deildar. En nokkur trygging er þó í lögunum fyrir því, að sama sleifaralagið verði ekki á barnafræ'ðsl- unni eftir sem áður. Lítum á 1. og 2. gr. laganna, Um fræðsluskyldu, og þær kröfur sem þar eru gerðar til 14 ára barna. Flest- um kemur víst saman um, að kröfurnar sjeu full harðar. Lítum því næst á V. kafla, Um próf. Börnin eiga öll að ganga undir próf til þess að sýna, að þau hafi náð settu fræðslumarki, alveg eins þau, sem ekki hafa gengið í skóla. Korni það fram við prófin, að eitthvert barn hafi verið vanrækt, má kaupa handa því sjerstaka kenslu á kostnað þess, sem hefir barnið til framfærslu (17. gr.). Erfitt er að komast hjá því, að senda börnintil prófs, því að við því liggja sektir 2 — 20 kr. (16. gr.). Ekki geta menn heldur skák- að í því hróksvaldi, að börnin verði þó fermd 14 vetra gömul, þó vanrækt sjeu, og þá sjeu þeir lausir við þessa plágu að láta kenna þeim; nei, slík börn verða enn að koma árlega til prófs, uns þau standast prófið, eða eru fullra 16 ára (18. gr.). Undan þessu er ekkert færi, nema barnið sje líkamlega volaður aumingi, eða fábjáni. Með þessu aðhaldi er harla ólíklegt, að menn geri það að gamni sínu að kjósa það kensluíyrirkomulag, sem vitan- lega reynist ónýtt til þess að uppfylla íræðsluskylduna, eða ná hinu setta fræðslu- marki. Eg er höf. samdóma um það, að heimilisfræðslan — með eftirlitskennur- um — reynist ónóg til þess; reynslan sker úr því. En óskandi er, og vonandi, að sem fæst fræðsluhjeruð kjósi þá leiðina, þó að hún sje heimiluð með lögunum. Kostirnir við farskóla, um- fram eftirlitið eintómt, eru svo auðsæ- ir, meðal annars af því að þar er ákveð- inn fastur kenslutími handa hverju barni undir kennarahendi að minsta kosti 2 mánuði á vetri2) í 4 ár, en kostnaðar- mismunurinn iítili, eða enginn ; svo það er næsta óskiljanlegt fyrir hverju er að gangast fyrir þau fræðsluhjeruð, sem kynnu að kjósa heimafræðslu með eftir- liti. Reynist heimilin ófáanleg til að styðja farkennarann í starfi hans, þá er ekki mjög sennilegt, að þau haldi kensl- unni uppi af eigin ramleik, þó að þau eigi von á eftirlitsmanni 2 — 3 sinnum á vetri. Menn verða að geta skilið það, að hjer er ekkert gaman á ferðum Laga- bókstafurinn stendur skýr og skorinorð- ur, ogsegir: Þetta skal kenna — öllum börnum á landinu — ; en mikill meiri hluti heimilanna verðnr að svara: Við getum það ekki; við viljum fegin gera það, en við getuu ekki; okkur vantar krafta, en ekki vilja; okkur vantar kenslu- krafta, og okkur vantar tíma! Að senda eftirlitsmenn til slíkra heim- ila nokkrum sinnum á vetri er að gefa þeim steina fyrir brauð. F*eir, sem atkvæðisrjétt liafa í sveita- málum eiga að samþykkja fræðslusam- þykt fyrir sitt fræðsluhjerað. Rað eru bændurnir og húsfeðurnir um þvert og endilangt ísland. Aður en þeir ráða við sig, hvort þeir eigi heldur að setja í fræðslusamþyktina sína ákvæði um farskóla með að minsta 2) Það virðist vera meining laganna, að kenslutíminn fyrir hvert barn i farskólum sje hvergi styttri en 2 mánuðir á vetri. kosti tveggja mánaða kenslu á vetri, eða hvort þeir eiga að láta sjer nægja að ráða handa fræðsluhjeraðinu einn eða tvo — eða fieiri — eftirlitsmenn fyrir sama kaup og farskólakennara til að heimsækja sig nokkrum sinnum að vetr- inum, »Iíta eftir« kenslunni á heimilinu og sjálfsagt gefa leiðbeiningar, ef þeir geta, — áður en þeir ráða annaðhvort af þessu tvennu við sig, yfirvega þeir málið vonandi rækilega, og spyrja sjálfa sig sem svo: Hef eg tíma og kunnáttu til að veita börnunum hjá mjer þá þekkingu, sem lög um fræðslu barna heimta, eða hefir nokkur á mínu heimili tíma eða þekk- ingu til þess? Nú er aðgætandi, að þó að einn og einn heimilisfaðir geti svarað þessari spurn- ingu játandi fyrir sitt leyti, þá má hann ekki fyrir það greiða atkvæði með því að hafna farskólahaldi fyrir sitt fræðslu- hjerað, og kjósa eftirlit með heimafræðslu í staðinn; til þess að geta hafnað far- skólanum með góðri samvisku verður hann að vita, að aðrir húsráðendur geti líka fullnægt kröfum fræðslulaganna. En hverjar eru þær? Eg vildi mega brýna alvarlega fyrir húsbændum, sem þessi lög veita rjett til að greiða atkvæði um kenslufyrirkomulagið, að þeir gerðu sjer rækilega grein fyrir, hvaða skyldur lögin leggja þeim á herðar. Lög um fræðslu barna eru ekki í hvers manns hönduni. — Skólablaðið kemur víðar við. Rví skal hjer sett 2. grein þessara laga, sem sýnir, hverjar kröfur eru gerðar til þeirra heimila, sem á eigin spýtur ætla sjer að annast barna- kensluna. Oreinin er svona: »Hvert barn, sem er fullra 14 ára á að hat’a lært: 1. að lesa móðurmálið skýrt og áheyri- lega, og geta sagt munulega frá því, er það les; það skal geta gert skrif- lega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokkurnveginn ritvillulaust og mál- lýtalaust; það skal vita nokkuð um merkustu menn vora, einkum þá, sem lifað hafa á síðustu öldum, og kunna utanbókar nokkur íslensk kvæði, helst ættjarðarljóð og söguleg kvæði, og geta skýrt rjett frá efni þeirra í óbundnu máli. 2. Að skrifa læsilega og hreinlega snar- hönd. 1) Auðkent lijer.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.