Skólablaðið - 30.04.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 30.04.1908, Blaðsíða 4
32 SKÓLABLAÐIÐ Hjólbjöllurnar guilu í sífellu. Maður varð að olbogast gegnum þyrpinguna og oft að stökkva af baki til þess að rekast ekki á einhvern karlinn eða kerlinguna, sem ómögulega gátu skilið í því, að þau væru skyldug til að víkja til hægri hliðar, eða að þau hefðu ekki fullan rjett til þess að ganga á brautinni, hvar sem þeim sýndist. Þess vegna kaus eg oftast skemti- garðinn. Var á hjólreið eftir háttatíma á laugardagskvöldin, eða snemma á sunnudagsmorgnana, því þá vóru fáir á ferli. — En í skemtigarðinum var fegurð og friður. Oftast nær sat eg á xÚtsjóninni« og starði útyfir hafið. Langt úti í vestri á bak við glitofin, gluggatjöld kveldsólarinnar áttiegfag- urt fósturland með fjöll og ár. Þang- að drógst hugur minn og hjarta, seidd- ur og töfraður. Ættjarðarþráin var eins og hvítir og mjúkir armar um háls mjer. — Eg gat ekki rifið mig lausan. Vildi það ekki heldur. — Eg sá landið mitt. Skínandi hvítt í hafs- ins örmum. Nakið og bert eins og nýfætt barn. — Hiatt sló hjarta mitt, og heitt var blóðið, og skjálfandi fögnuður fylti brjóstið mitt unga. Pá varð eg þess var, að ættjarðarástin er hljómdýpsti strengur sálar minnar. — — — Sumarkvöld. Klukkan er hálf tólf. Eg sit aleinn á »Útsjóninni« og dreymi með opnum augum. Kyrð- in er átakanleg. Hafið töfrar hug minn og sál. Laðar og seiðir. Alt í einu hrekk eg við. Hægt og Ijett fótatak nálgast á steinþrepunum rjett fyrir neðan stallbrúnina. Eg lít við. Það er ung stúika. Hún horfir beint á mig, en sjer mig þó eigi. Augu hennar eru dökk og djúp með undra breytilegum blæ. Það er sem þau sjái einungis i fjarlægð. Og svo djúpt inn í hennar eigin sál. Altsem þar er á milli virðist svífa fram hjá henni eins og daufir skuggar án þess að vekja minstu hreyfingu eða hugs- un í heila hennar. Alt látbragð hennar ber þess Ijósan vott, að hún lifir sálarlífi sínu í öðr- um heimi. Heimi hugsana sinna. Eg þekki hana vel. A hverju kvöldi í 2 — 3 mánuði hefi eg sjeð hana á gangi í skemtigarðinum seint ákveld- in. Altaf einsömul. En eg veit ekki, hvað hún heitir. Eg þekki hana langt álengdar. Hún er há og grönn, í síðum svörtum »jakka,« stráhatt á höfði með stórri, hvítri fjöður í, og hvíta andlitsslæðu með smágerðum doppum í. — Og svo göngulagið. Hægt, næstum því letilegt, en þó Ijett Höfuðið ofur- lítið beygt; pilsið tekið dálítið einkenni- lega saman með vinstri hendinni, alt- af á sama hátt, svo vinstri skótáin gægist framundan. Fóturinn er mjór og snotur. Skórnir gljáskinnsskór, útskornir, með teygireim yfir ristina. Annar hællinn ofurlítið slitinn að inn- an. Petta hefi eg sjeð svo nákvæm- lega, þegar eg einstöku sinnum hefi gengið fram hjá henni í garðinum, þar sem hún hefir staðið og starað út yfir hafið. Og það gerir hún altaf við og við. — Hún gengur 10 — 20 stig. Starir svo langa stund út yfir hafið. Heldur síðan áfram. Fað sjest á öllu látbragði hennar, að hún bíður eftir einhverju. Vonast eftir því. — 1 hvert sinn. sem hrað- ferðapóstskipið kemurað norðan, verð- ur hún óróieg. Oengur fram og aft- ur æði stund í auðsæu stríði við sjálfa sig, snýr svo alt í einu við og hleyp- ur við fót heimleiðis, þótt hún viti vel, að brjef verða ekki borin út um bæ fyr en snemma á morgun. Næsta kvöld er hún aftur komin í skemtigarðinn, og alt er eins og áð- ur. Og er »norðanpósturinn« kemur, flýtir hún sjer heim aftur. Hún hlýtur að vonast eftir einhverju, sem hún aldrei fær. — — Frh. Milli hafs og hlíða. jHðflutninasbannið er ofarlega á dagskrá þjóðarinnar nú sem stendur, enda líður nú óðum að þeim degi, er íslenska þjóðin á að sýna and- legan þroska sinn og skilning með því að varþa algerlega af sjer gömlum ánauð- ar hlekkjum vínnautnarinnar, er í langan aldur hefir verið svartur blettur og sár á litlu þjóðinni okkar. Nýlega hefir komið út sjerprentun á ágætri og skýrri ritgerð um aðflutnings- bannið, er Árni biskupsskrifari Jóhans- son reit nýlega í ísafold. Hefir stúkan »Hiín í R.vík kostað útgáfu sjerpentunar þessarar; er upplagið 3000 eintök og hefir stórstúka Islandskeypt 2000 ein- tök af henni. Ættu nú allir góðir drengir og bind- indisvinir, konur seni karlar, að starfa að því af kappi að útbreiða ritgerð þessa og aðrar þær, er glæða og vekja skilning manna á þessu mikilsverða máli. Pað er af áhugaleysi og skilningsskorti þeim sem af því stafar, ef þjóðin verður eigi nógu samtaka í máli þessu. Annað ekki! En frægðarljóma miklum myndi það varpa á landið vort, ef þjóðin öll eða mestur hluti hennar — samhuga og sam- taka dæmdi alt áfengi landrækt þegar að ári. — Myndi það talinn öflugur vottur þroskaðrar siðmenningar. ■Æ/*/*/*/Æ/*r/Æ/*/Æ/*/jr/*/Æ/Æ/S/Æ/*/Æ/jr/S. ************** * * * * * • Skiíyrði fyrir inntöku nemendð í kennðraskóiðnn í Reykjnník munu verða þessi: Pessi eru almenn inntökuskilyrði: 1. Að nemandi, sem tekinn er í neðsta bekk sje eigi yngri en 18 ára, í miðbekk eigi yngri en 19 ára, og íefsta bekk eigi yngri en 20 ára. 2. Áð hann sje eigi haldinn af nein- um næmum sjúkdómi eða öðrum líkams- kvilla, sem orðið geti hinum nemendun- um skaðvænn, eða geri hann sjálfan ó- hæfan til að gegna kennarastarfi. Nem. endur skulu leggja fram vottorð hjer að lútandi, eins og krafist verður. 3. Að siðferði hans sje óspilt. Til þess að verða tekinn í neðsta bekk kennaraskólans verður nemandinn að ganga undir próf, er sýni að hann hafi þá k.innáttu og þroska, er hjer segir: 1. Hann verður að hafa þekkingu á kristnum fræðum að minsta kosti eins og nú er heimtað til fermingar. 2. Hann verður að geta lesið íslensku skýrt og áheyrilega í auðveidu, óbundnu máli, og geta sýnt að hann skilji efni þess, sem hann les. Hann á að þekkja hinar helstu málfræðislegu hugmyndir, og kunna helstu atriði í íslenskri beyg- ingarfræði. Ennfremur á nemandinn að geta skrif- að ritvillulítið, og'svo að lesmerki sjeu nokkurnveginn rjett sett, stutta ritgerð um kunnugt efni. 3 Nemandinn verður að kunna fjórar aðalgreinir reikningsins með heilum tölum og brotum, (einnig tugabrot) og hafa leikni í að nota þær til að leysa úr auð- veldum dæmum sem koma fyrir í dag- legu lífi. 4. Hann verður að geta skrifað læsi- lega snarhönd 5. Hann verður að geta lesið dönsku með nokkurnveginn framburði, og hafa farið yfir 100 bls. í átta blaða broti. Hann skal og þekkja hin allra helstu at- riði danskrar beygingarfræði, og geta snúið á rjetta dönsku auðveldum setn- ingum daglegs máls. 6. Nemandinn á að hafa numið á- grip af sögu íslands. 7. Hann verður að hafa nokkra þekk ingu á almennri landafræði, og hafa num- ið nokkurn veginn nákváema lýsingu ís- lands. 8. Hann verður að þekkja allra helstu dýr og jurtir, einkum húsdýr og gagn- jurtir. Reir nemendur, sem óska að setjast í miðbekk skólans haus/ið , 1908 skulu ganga undir inntökupróf, er sýni að þeir að áliti skólameistara og kennaranna hafi nauðsynlega undirbúningsmentun til að geta nolið kenslu í öðrum bekk, og lokið skólanámi á tveim árum, eða sýna vott- orð um undirbúningsmentun sína annað- hvort frá skóla eða öðrum kennurum sin- um, sem skólameistari og kennari taka gilt. Xeiðrjetting. í greininni um Kensluáhöld (III. a. 2.) hefir rnisprentast: Stækkunargler; á að vera: segulnál. (Sjá Skólabl. 21. apríl.) Utgeýendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS Ritstjóri og dbyrgðarmaður: HELGl VALTÝSSON. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.