Skólablaðið - 15.05.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.05.1908, Blaðsíða 1
Annar árgangur. 9. blað. Kemur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Sleykjauík 15. maí. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Hafnarfirði. 1908. SvBitaskölar. Pegar fræðslunefndirnar setjast á rökstóla til að ræða um tyrirkomulag barnafræðslunnar í sínu fræðsluhjer- aði, má búast við að farskóala-fyr- irkomulagið verði það, sem flestir hallast að þar sem ekki er auðið að halda 6 mánaða heimangöngskóla. tn farskóli getur verið með svo mörgu móti. Nafnið bendir á að slíkur skóli sje ekki sem fastastur á löggunum. Auð- vitað er nafnið komið af því, að kenn- ararnir hafa verið mjög á ferðinni. — Það er ein aðferðin: að ráða mann til að gangaum sveitina, — um fræðslu- hjeraðið — svo að segja bæ frá bæ til þess að vera fáa daga á hverju heimili og segja þar til börnum. Þess- ir flökkukennarar eru þá auðvitað látnir koma einkanlega til þeirra heim- ila, sem síst eru fær um að fullnægja lagakröfunum um barnafræðslu. Stund- um er þörfin svo mikil, að einn mað- ur getur ekki komist yfir þetta ferða- 'ag> °g eru þá fengnir tveir eða fleiri, já, jafnvel þrír eða fjórir í sömu sveit. Þar sem svo inargir eru í sömu sveit, — eða sama fræðsluhjeraði — vinst það, að þeir geta verið lítið eitt leng- ur á hverjum bæ. — — — F*essi aðferð hefir verið reynd víðs- vegar um land meira eða minna síð- asta aldarfjórðung; hún er því ekkert nýmæli. Þegar lög um fræðslu barna í skrift og reikningi komu út (1880) reyndist ómögulegt að fullnæja þeim með heimilisfræðslunni einni saman. Prestarnir áttu að sjá um það sam- kvæmt þessum lögum, að öll böru á feriningaraldri, sem til þess væru hæf — alt svo öll börn, sem ekki væru fá- bjánar, - lærðu að skrifa, og lítils- háttar að reikna; þessi sáriitla þekk- ing var svo gerð að fermingarskil- yrði. Prestarnir voru »eftirlitsmenn- irnir*, en heimilin áttu í raunogveru að vera kennararnir. »Eftirlitsmennirnir«, prestarnir, lentu vitanlega í standandi vandræðum, því að heimilin gátu ekki kent þetta litla, sem krafist var. f*ar sem enginn áheim- ihnu kunni að skrifa eða reikna var að sjálfsögðu Ömögulegt að kenna það. Hvað gera prestarnir svo? Ljelegir prestar, og áhugalitiir, skeltu skolleyr- unum við lagaákvæðum, sem þeir sáu ekki ráð til að fullnægja, og fermdu börnin alt eins fyrir það, þó að þau kynnu hvorki að skrifa nje reikna. Og svo er það enn í dag, að illa læsir 14 ára unglingar, sem hvorki kunna að skrifa nje reikna, en sem kunna kverið, eru fermdir og leggja út í lífið með þennan þekkingarforða. Petta er því miður sumstaðar á- rangarinn af lögunum, sem þingið 1879 samdi. En til allrar lukku ekki alstaðar. Pví að víða vóru prestarnir áhuga- samir um það, að fullnægja fyrirmæl- um laganna. A einstaka stað tóku þeir sjálfir þátt í kenslunni, tóku ferm- ingarbörnin heim til sín til þess að segja þeim til í skrift og reikningi. En víðar var hitt reynt, að fá menn til að ganga um sveitina, og hjálpa heimilunum til að kenna skrift og reikning. Pannig byrjaði farkenslan, og þannig hefir hún verið rekin; mest- megnis haft það markmið að kenna skrift og reikning. Og þar er líka að leita árangursins at henni. Skriftarnáminu gátu börnin haldið áfram, jafnvel alveg hjálparlaust, eftir að kennarinn hafði komið þeim svo- lítið á veg; en reikningsnáminu síður, og hjálp var ekki að fá eftir að kenn- arinn var farinn út úr dyrunum. Allir, sem svona lagaða farkenslu hafa reynt, hafa fundið til þess, að hún er ónóg og ber lítin árangur. Fyrst og fremst verður þessi vinna árangurslítil at því, að kennararnir vóru óhæfir eða lítt hæfir víðasthvar; í öðru lagi af því, að kenslutíminn varð að vera svo óhæfilega stuttur, oft ekki nema vikutíma á hverjum bæ; og í þriðja lagi af því, að hús- næði var víða afaróhentugt kenslan varð að fara fram innan um heim- ilisfólkið, eða í köldum framhýsum við hinn Ijelegastaaðbúnað, — kenslu- áhaldalaust! Hjer þarf ekki að spyrja um árang- ur;,hann getur ekki orðið mikill. Úr öllum þessum annmörkum hef- ir verið reynt að bæta hjer og hvar, þar sem áhuginn hefir verið bestur. Pað hefir verið reynt að hópa börn- in saman; en það hefir oft reynst ó- mögulegt af þvi að húsnæði vantaði: Pað hefir verið leitást við að velja sem besta kennara, en þeir hafa ver- ið alt of víða ófáanlegir — meðfram af því að launin hafa verið alt of lítil. Pað hefir verið ráðist í að láta tvo eða fleiri kennara ganga um sömu sveitina til þess að kenslutíminn fyrir hvert barn yrði dálítiö lengri. Kenslu- áhöld hafa fæstir hugsað nokkurn skapsðan hlut um. — — — Lengri reynslu en fengin er virð- ist ekki þurfa til að sannfærast um, að þetta farskólafyrirkomulag getur ekki verið til frambúðar, jafnvel ekki þó að þjóðin ætti eftirleiðis að búa að fræðslulögunum frá 1880. En eftir 1. júni næstkomandi verð- ur þar að auki öldin önnur. Pá öðlast hin nýju fræðslulög frá síðasta þingi gildi. Skólablaðið hefir minst á þær kröfur, sem þau gera. Heimilin, með aðstoð farkennara, og eftirliti og aðstoð prestanna, hafa ekki reynst fær um að fullnægja kröf- um laganna 9. jan. 1880 um upp- fræðingu barna í skrift og reikningi eins og áður er sagt — ekki alstað ar á landinu. Enginn skyldi því láta sjer detta í hug að sama kenslufyr- irkomulag leiði til fullnægju hinna nýju fræðslulaga, þar sem svo langt- um víðtækari þekkingar er krafist; þar sem fræðslumarkið ér sett eins hátt, við 10 ára aldurinn, eins og lög 9. jan. 1880settu við fermingaraldur. En hver er munurinn á þessu gamla farkenslufyrirkomulagi og því sem heimilað er með lögum síðasta þings? Eg á hjer við það fyrirkomulag, að halda ekki fastan 6 mánaða skóla, halda ekki farskóla, heldu menn til »eftirlits með heimafræðslunni.« Eg sje ekki að breytingin — það senr hún er — sje einusinni til bóta. Mjer sýnist jafnvel gert ráð fyrir að eftirlitskennarinn verði á enn meiri þeytingi um fræðsluhjeraðið, heldur en farkennararnir þó liafa verið. Að því leyti yrði enn meira los á kenslu hans en hinna gömtu farkennara. Pað er ekki gert á hlaupum að kenna börnum skrift, reikning, móðurmál, náttúrufræði o. s. frv., og heimilis- fólkið verður ekki alt í einu að góð- um kennurum í þessum fræðum þó að »eftirlitsmaður« dvelji nokkra daga á heimilnu og gefi leiðbeiningar um barnafræðslu, — jafnvel þó* að eftir- litsmaðurinn væri góður kennari sjálf- ur. Pað er barnaskapur að hugsa slíkt.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.