Skólablaðið - 01.06.1908, Síða 1

Skólablaðið - 01.06.1908, Síða 1
Annar árgangur. /0. blað. Kemur út tvisvar i mánuði. Koslar 2 kr. á ári. Sleykjauík /. júní. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Hafnarfirði. /908. rj&f til ^kólabiað^in^. ftá 0udm. Rjaltaívni. IV. Stjettamunur minkar víða. Ein af hinum mörgu framförum norðmanna er sú, að stjettamunur- inn þar er altaf að minka, einkum í sveitum. Er mikill munur á jöfnuð- inum nú og fyrir 30 árum. Margir norskir prestar eru nú orðnir fult svo þjóðlegir sem alþýðlegustu prestar heima Einn þeirra Ijel sjer enga læg- ing þykja að bera borðvið á baki sjer þvert í gegnum kaupstaðinn. Og svona eru þeir með fleira. F*eir munu, held eg, sjá betur, norsku þjóðar- garparnír, að ekki er alt frelsi ogjöfn- uður fengið með því að losast við Svía. Margfalt meira þarf að gera svo þjóðfélagið verði gott. Klavenes, einn helsti skörungur norsku kírkjunnar, segir í einni ræðu sinni: »þið getið ekki gjört kirkju ykkar og ættjörð, samtíð ykkar og komandi tíð neitt þarfara en það, ef þið gætuð gert eitthvað gerðarlegt til þess að koma stéttamuninum með allri bölvun hans út úr heiminum.* Segír hann líka, að auður sá, Sim bara er hafður til að efla sjergjarnar nautnir, sje þjófnaður — sje rán frá Ouðí og þjóðfjelaginu. Norskír lýðkennarar, þeir sem eg þekki, eru auðvitað miklír alþýðuvinir. Og mentun þeirra er nú orðin svo mikíl, að margir þeirra munu lítið eða ekkert gefa háskólastúdentum eftir í almennri menning. Munu þeír vera mjög hlyntir fretsí og jöfnuði, og mega sín míkils, því staða þeirra er fremur trygg. V. En hvemig: er þaö nú með jöfnuðinn heima á Fráni? Lengi hefi eg rætt og ritað hjer- lendis og víðar ytra, að embættismenn vorir, «nkum préstarnir, væru sönn fyrirmynd í þjóðrækni, frjálsiyndi og bróðerni við alþýðiuna og enda í fleiru. Kvað eg stjettamun tæplega teljandi bjá okkur. Stundum þá íanst mj.er nú eins og hvíslað væri að mjer: »Ljúgðu nú engu maður.« Hafði ég þar sjera Arnljót fyrir mælikvarða. Hann var nú mikill stjórnarvinur og »aristókrat«. En samt var hann í mjög mörgu manna frjálslyndastur, þjóðræknastur, lítillátastur og sátt- fúsastur, unni og efldi alþýðumenn- ing og framför. Og því sagði eg við sjálfan mig: Fyrst »aristókratinn« okk- ar sjálfur er svona, hvaða dæmalausir þjóðenglar hljóta þá ekki »demokrat- isku« embættismennirnír okkar að vera! En eg er nú farinn að smáhalda, að sjera Arnljótur sje ekki svo heppi- legur mælikvarði í þessu. Því hann var einhv.-r sá mesti og besti maðpr sem Jsland hefir átt. Ekki voru mannkostir hans mintii en þekk- ingin. í brestum sínum var hann /barn sfns tíma,« En í kostunum var hann oft langt á undári tímanum, »hljóp af sjer tímann á fram- faraleið.* Þetta get eg rökstutt þegar tími er tij Og fjandmaður minn sæll, Gestur Pálcson, var á öðru máli. Þótti honum, um 1890, stjettarígurinn orðinn allblómlegur í Reykjavík og enda víðar heima, tins og sjá má í ritum hans. Mun hann hafa ætlað, að til væru sveitaheimili á Fróni máske ekkí svo fá, sem væru eius og vísa Hjálmars segir: ?>Erindi hef eg ekki neitt á þann dramblætisstað, þar sem n'kum er virðing veitt veröldin um sem bað, en aumum háði að er hreytt — anda Guðs fælir það — sjálf rífur í sig fleskið feitt, en fólkið ér sárhungrað.* Einhverntíma hélt eg nú reyndar, að vísa þessi ætti femur við útlend en íslensk stórheimili. En hver veitP.,, Pað er nú ætlunarverk allra æsku- fjelaga meðal annars að efla jöfnuð og bróðerm og þar með samtök og samvinnu, taka að sjer lítilmagna og tala máli þeirra og muna það að virða gamalmennin, þótt þau sjeu nú má- ske í sumu orðin á eftir tímanum, Virðingarleysi við ellina auðvirðir og skemmir æskun?. Og lýðkennarar eiga og að gjöra sama. En þá verða þeir að vera svo fastir í sessi, að ekki sje hægt að velta þeim úr stöð- unni, undireins og þeir sýna jöfnuð og taka málstað olbogabarnanna. Verður því staða þeirra að vera b.et- ur vátrygð gegn hviklyndi og dutl- ungum manna en hún hefir hingað til verið. Má eigi ætlast til að allir lýðkennarar geti barist eins og hetjur eða þolað eins eg písiarvottar. Og prestarnir okkar — þeir hljóta nú sjálfsagt að vera orðnir mestu fram- fara forkólíar og auðvitað bindindis- menn allir! Enda hef eg sagt, að útlendir prestar ættu að læra það af þeim. Pað kemur mjer heldur ó- kunnuglega fyrir að heyra, að »sósia- lismus« sje að magnast heima. Er það nú þá satt? Eftir því sem eg ski! menningarsöguna, þá hefir sósia- lismus aldrei getað þróast í því þjóð- fjelagi sem var viðunanlega rjettlátt og mannelskuríkt. Hann dafnar best í ójöfnuði. En þegar eg fór heim- anað fyrir 5 árum, þá fanst mjer ekki sá ójöfnuður vera kominn í þjóð- fjelag vort. að orð yæri á því ger- andi. En vera má nú að mjer hafi þar eitthvað missýnpt! Og muna megum vjer það, að ójöfnuð- ur og ranglæti Sturlungaaldarinnar var margri útlendri harðstjórn verri. Enda reið það frelsi voru að fullu, Og Jórj saghfræðingur telur þjóð- lesti þeirra tíma miklu skaðlegri allri útlendri harðstjórn og allri óblíðu nátt- úrunnar. Mun mikið satt í þyí, Vj«r megum því sannarlega vara oss 4

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.