Skólablaðið - 01.06.1908, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.06.1908, Qupperneq 4
40 SKÓLABLAÐIÐ hafði gert. Misjafnlega miklu hafði verið afkastað. Tólt smíðisgripir eftir hinn afkastamesta. Kennarinn í þessari grein er hr. kand. Mattías Þórðarson, mikill smekk- maður og hagleiks. Syningin bar vott um, að skólinn á þar góðan liðsmann. f*að er fyrsta árið þetta, sem hann kennir skólaiðnað við barnaskóla Reykjavíkur. Hvaða takmarki hann nær með nemendur sína, verður ekki sjeð fyr en eftir 4 ár. Að þessu sinni Ijet hann alla nemendurna, unga og gamla byrja á sömu æfingunum, með því að þeir sem áður höfðu lært nokk- uð í þessari grein, höfðu fengið kenslu hjá öðrum kennara, sem fylgdi tals- vert ólíkri vinnuaðferð. Af því leiddi að þessi sýning var ekki fjölskrúðug eða margbrotin. En öll bar hún vott um góða kenslu. Handavinna stúlkubarna var smekk- víslega sýud í innri enda leikfimis- hússins; margt og mikið að sjá. Ljós- dúkar, sessur, skyrtur, borðdúkar, bakkadúkar, kommóðudúkar o. fl. o. fl. Rað mundi nú vera kallað að blind- ur dæmdi um lit, ef eg færi aðleggja döm á þessa vinnu; en eg heyrði dóma kvenfólksins, sem staðnæmdist við þessa mörgu og ásjálega hluti. Ein gerði orð á því að sýningarmunirnir væru tiltakanlega hreinir og óvelktir. það þótti mjer ekki tiltökumál fyr en eg fjekk þá uppiýsingu að þessir drif- hvítu dúkar hefðu als ekki verið þvegn- ir eftir að börnin höfðu 1agt síðustu hönd á þá. Ein öldruð kona, sem hafði sjeð talsvert af kvennaskóla handavinnu, gerði þá athugasemd, að það hlyti að vera mikluauðveldara að kenna kaupstaðar stúlkubörnum að sauma, heldur en sveitastúlkum. Þá héyrði eg pískrað: »það veit guð, að þetta eru stærstu komplímentin, sem frú Jóhannsen gat fengið.« — — — Frú Jóhannssen er kenslukonan í hannyrðum. En lítum nú upp frá borðunum! Sýnishorn a/ teikniœfingum allra barnanna úr einum 6 bekkjura vóru fest upp á veggi salsins; en annars vóru allar teikningarnar lagðar fram írA hverjum bekk. Ekki vanst tími til að skoða það alt; en starsýntvarð mörgum á veggina í leikfimishúsinu: einfaldar myndir takmarkaðar af bein- um Jínum, oggerðareftir »forteikning«; þá meira og meira vandasamar æfing- ar: myndir af ýmsum hlutum, fuglum, dýrum o. s. frv. Augað staðnæmd- ist ó&jilfrátt við einstaka mynd. Hver gat t. d. látið sjer sjást yfir askinn. En það er óþarfi að nefoa einslakar ■sefingar. Vinnan bar öll grekuieg merki duglegrar kenslu, og sýningin sannaði það, að bormn þurfa ekki að vera fæddir IÍ6tamen,i!i til þess að geta lært að teikna sjer til gagns og gleði. þegar eg bef ferðast hjer á landi bef eg 6umsíaðar sjeð myndir á veggj- um, sern lítil prýði hefir verið að, myxidablöð utan af búðarvarningi, jafn- vel brjef utan af *exportkaffe« fe»t upp á stofuvegg. Pað geta þeir for- eldrar ekki gert, sem hafa átt börn sín í skóla þar sem hefir verið nokk- ur mynd á teiknikenslu. Og viss er eg um það, að ekkert barn, sem þessi ár gengur í barnaskóla Reykjavíkur, þolir afskræmismyndir á veggjunum hjá sjer, þegar það verður húsráð- andi. Smekkur þeirra verður of ment- aður tij þess. Frk. Laufey Vilh jálmsdóttir frá Rauðará er teíknikennarinn. Eins saknaði eg: skrift og stýlar var ekki sýnt. Skólaeldhúsið er í kjallara barna- skólahússins. Rar máttu nú alfir koma, sem vildu, til að sjá stúlkur, og drengi, elda mat, þvo þvott, baka brauð o. s. frv., og þar var mann- kvæmt. Það er unun að sjá þetta smáa vinnufóljí vinna í bestu röð og reglu. Það sinti ekki áhorfendunum, heldur var hver við sitt verk. Tvær stúlkur stóðu við þvottabalann og unnu af kappi, svo að svitinn draup af þeim; ein var að þvo borð, önnur að elda sagó-súpu, og sitt hafði hver að kæra. Tveir drengir vóru þarna viðeldaverk, annar að baka smákökur, eri hinn að steikja fisk; sumar stúlkur önnum kafnar að leggja mataráhöld á borð. Nú fjölgar óðum gestunum, og fleiri komust ekki inn; margir vóru á gang- inum fyrir utan, og horfðu inn um gluggann. Allif vilja sjá þegar sest er að borðum. Maturinn er tilbúinn á rjettum tíma. Auðvitað; alt er á rjettum tíma. Kenslu- konan biður börnin gera svo vel að setjast að borðum. Allur hópurinn skiftist í þrjá flokka, og þeir setjast niður við þrjú borð. Öll börnin sitja stilt og prúð þangað til kenslkonan gefur þeim merki, að þau megi byrja að borða. Einn er forstöðumaöur við hvert borð og gerir húsmóður- verkin, eys upp súpunni o. s. frv. Að aflokinni máltíð er staðið upp frá borðum. Borðin, og öll áhöld vandlega þvegin upp og alt sett á sinn stað. Við eldhúsið ekki skilið fyr en alt er hreint og fágað; og við •þessi störf hefir líka hver sitt verk að vinna, svo að alt gengur í röð og reglu. Börnin hat'a lært föst og reglubund- in handtök að ölium verkum. Það er yndi að sjá, hve vel þeim fara verkin úr hendi. Þessar stúlkur brjóta varla alveg ó bolla á viku, en handar- hökJ af 10, þegar þær eru orðnar vinnfukonur. íJær eyðileggja heldur ekki hnífapör og skeiðar, nje ddhús- áhöldin, með illri meðferð. Ekki trúi eg því. Frk. S-offía Jónsddttir frá FJens- borg er kenslukonan. * * * Barnaskóli Reykjavíkur hefir að undanförnu átt keppmaut í Landakots- skólanum (hinum kathólska) að því er handavinnuna snertir. Eghefheyrt ýmsa ama?t við því, að nokkrir bæjar- búar hafa Iátið börn sín í þennan ka- thólska skóla, — það þykir óviðkunn- anlegt. sem vonlegt er. En vorkun er það, þó að foreldrar kjósi handa börnum sínum þann skólann, sem þeir telja bestan. Bæjarstjórn og skólastjórn hafa látið sjer skiljast þetta, og kosið þá leið, sem ein var rjett, að sigra keppinautinn með betri skóla. Nefndirnar hafa og nm langan tima notið samvinnu ágæts skólastjóra. Eftir fá ár verður vonandi enginn barnaskóli í Landakoti. Reykvíkingar eiga ekki að fela Jesúítum uppeidi barna sinna. Góðir vinir þar fyrir utan! J. Þ. Ritstjóri Skólablaðsins fór utan 31. f. m. og dvelur íNoregi tíl hausts. Verður utanáskrift hans: Volden pr. Aaiesund Norge. Ritstjórn Skóiablaðsins í fjarveru hans annast Jón skólastj. Þórarinsson. flFsfunduF hins íslenska kennarafjeiags verðnr haldinn í barnaskólahúsinu (austurenda suður-álmunnar, niðrí) hinn 15. Juní kl. 4 e. h. Með því að aðalfundur í fyrrafórst fyrir, verður á þessum fundi lagður fram reikningur fjelagsins fyrir árið 1906, og svo reikningur fyrir árið 1907, báðir reikningarnireruendurskoð- aðir, Embættismenn verða kosnir og rædd þau fjelagsmál, sem upp kunna að verða borin. JföalmtiræMtti: Stofnun styrktar- sjóðs handa al- þýðukennurum. Reykjavík 29 maí 1908. Jón Þórarinsson, p. t. forseti, SkólanefiOr sem vantar kennara, og liennarar, sem vantar atvinnu, ættu að auglýsa í Skólablaðinu ií tæka tíð; það er of seint að gera iþað, þegar komið er fratn á haust. Lrttð gagn í að auglýsa þessháttar í öðrum blöðum; sjálfsagt að gera það i Skóla- blaðinu, sem aliar Skólanefndir, og allir kennarar verða að kaupa — og lesa. ÍMge/endur: kennarar flensborgarskólass Ritstjóri og dbyrgðarmaður: JÓN ÞÓRARINSSON. Prenísmiðja D. .Östlunds.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.