Skólablaðið - 15.06.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.06.1908, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Annar árgangur. //. blað. Kemur út tvisvar í mánuði. Koslar 2 kr. á ári. %eykjavík 15. júní. Auglýsingaverð: 1 kr þuml. Afgr. Hafnarfirði. 1908. Pröf á kirkjugólfi. Mjer verður alla æfi minnisstætt, hvílíkan kvíðboga jeg bar fyrir þvíað verða yfirheyrður í fullri kirkju af fólki, þegar átti að ferma mig. — — »í áheyrn safnaðarins«. — sagði presturinn svo hátíðlega. — — Jeg átti í áheyrn safnaðarins að gera grein fyrir trú minni.« Mjer var ekki vel ljóst, hvað þetta þýddi, jeg fór að reyna að segja það með öðrum orðum til að géra mig rólegri: »Á Hvítasunnudagsmorgun fer jeg snemma á fætur, og svo fer eg í nýju fötin mín, sem á að ferma mig U °g svo fer eg í kirkju, og það er margt fólk í kirkju af því að það á að ferma, og svo förum við ferm- ingarbörnin upp að altari, ogsvolæt- ur presturinn mig lesa greinar úr kver- inu, og spyr mig út úr þeim. Svo er eg fermdur! Petta erþað, ogann- að ekki.« Svona hugsaði eg aftur og aftur, og svolitla ögn róaði það í svipinn; en ekki nema í svip. Því að þegar eg fór að hugsa um það, hvaða greinar mundu nú koma á mig við yfirheyrsluna, þá byrjaði kvíðinn aftur, og hjartað fór að slá svo ákaft og óþyrmilega. »Balle« gamli (lærdómskverið) var bók sem börnin spauguðu ekki með í þá tíð. Helgakver er leikfang í sain- anburði við hann; - að jeg tali ekki um tossakverið og Kiavenæs — — Ljóða-»kverið« er þó að líkindum allra kvera best. En Balle! - og eg svo ólukkuleg- ur að verða að standa skil bæði á stóra sty'l og smáa styl Beturvoru »stórastýlsbörnin« stödd, en best þau með »fræðin«. Eg tala ekki um sveit- arómagana með trúarjátninguna eina. Mörgum dögum áður en átti að ferma lá eg vakandi í rúminu á kveld- in og var að hugsa um »prófið.« Og altaf endurtók sig samahugsunin, aðeins með smá breytingum: Eg var kominn í fermingarfötin, klæðistreyju og bláar vaðmálsbuxur, og ristarböndin í skónum og brydd- ingin vcru svo skínandi hvít. Eg setti upp skignishúfuna. Eg Ijek mjer að því aö taka ólina niður af skygn- inu og spenna hana niður fyrir höku. Pað var ekki hætt við að hún fyki af mjer! Annað eins höfuðfat hafði eg aldrei eignast. Eg var í svipinn lukkulegur; en svo átti eg að ganga út í kirkjuna með móður minni. Og hún var svo voða þungbúin og alvarleg. — Hvað hefði hún mátt vera í mínum sporum? Petta var engin krossganga fyrir hana; ekki átti hún »að gera grein fyrir trú sinni í áheyrn safnaðarins.« Og svo sest eg niður innarlega í kirkjunni, og þori ekki að líta upp; en jeg heyri og finn, hvernig hver bekkurinn af öðrum fyllist alt í kring- um mig. Kvíðinn vex æ meirogmeir, kvíðinn fyrir því að »kunna« ekki þegar út í prófið kemur. Og svo er lesin bænin, og svo er sungið og svo eru haldnar ræður, sem mjer stendur svo hjartanlega á sama urn, — eg heyri ekki það sem sagt er, hugsa bara um »prófið« og Balle. Bara eg fengi eitthvað úr 3. kapítulanum. Eg >kann« hann allan svo vel að eg get þulið hann eins hart og eg get talið upp að tuttugu en það get eg gert rjett 5 sinnum í einu andartaki. En 6. kapítulinn! og sumt í þeim áttunda. Guð hjálpi mjér! Ékki skíma! Er ekki eitthvað í átt- unda kapítulanum um heims endi? Það sem nú er fyrir hendi er að minsta kosti eins ægilegt og honum ér lyst. Bara eg gæti snúið bakinu bæði í fólkið og prestinn; og bara eg þyrfti ekki að sjá móður mína eft- ir aðþessi skelfing væn yfir dunin. — Svona gekk það kveld eftir kveld, og stundum hrökk eg upp með and- fælum á næturnar, af því að mig dreymdi að presturinn var byrjaður að spyrja mig, og eg gat engu svar- að, og »kunni« ekkert — í áheyrn safnaðarins. Eg varð svo gugginn út af þessu óttalega prófi, að eg hafði ekki leng- ur gaman af að leika mjer með hin- um fermingarbörnunum. Milli þess sem presturinn var að spyrja okkur, rjeri eg yfír »kverinu« og var að rembast við að læra það, einkum það sem eg kunni ekki orðrjett, svo að eg gæti þulið það viðstöðulaust ut- anbókar, helst án þess að draga and- ann, þó að greinin væri nokkuð löng. Mín var saknað úr leiknum, og sá drengurinn, sem best var treystandi til að reka erindið, var sendur til að sækja mig í rísaleik. En eg skorað- ist undan, og sagðist þurfa að »læra«. Petta var seinasta daginn sem við vórum hjá prestinum, og hann átti að yfirheyra okkur í seinasta sinn um nónbilið. Glaðværi kunninginn, sem vildi fá mig í risaleikinn, gaf mjer engan frið; hann var sjálfur ekki vel sterkur í kverinu, en var þó hvergi hræddur. Eg var eiginlega hissa á þvi, hversu rólegur hann var, og spurði hann, hvort hann þyrftí virkiléga ékki að líta í kverið; »Eg ætla nátttirlega að gera það á laugardaginn,« svaraði hann, »þegar eg er búinn að fá að vita, hvar á að spyrja mig í kirkjunni.« Þetta var mjer hreinasta ráðgáta, og eg spurði hann hvort hann væri svo vitlaus að ímynda sjer að nokkurgæti sagt honum fyriríram, hvar hann yrði yfirheyrður. »Nei enginn segir mjer það, en þú veist þó líklega að presturinn yfir- heyrír okkur í dag í því, sem hann ætlar að yfirheyra okkur í í kirkjunni, svo við getum lært það á laugardag- inn.« iJetta var ekki auðið að misskilja. Eg kastaði kverinu og gekk ekki út nje hljóp, heldur stökk í löngum og háum stökkum út — og í risaleikinn. * * Petta er engin skáldsaga. iJaó er gömul saga, margítrekuð og endurtekin síðan, og mun verða end- urtekin á ýmsan hátt meðan þessu »prófi á kirkjugólfi« er haldið við ferminguna, Hvað á hún að þýða, þessi yfir- heyrsla á kirkjugólfi? Hún getur ekki átt annað að þýða en það, að tryggja það með nægilega mörgum vottum, prófi í áheyrn prófdómenda, að börn- in sjeu nægilega vel búin undir ferm- íngu; hún á auðvitað ekki að þýða það nje vera til þess gérð, að draga huga barnanna frá því, sem þau ættu að hugsa um í sjálfri fermingarathöfn- inni, — gera þeim ómögulegt að hugsa um það: en hún gerir það nú samt sem áður oft og einatt. Að því leyti verður hver maður að játa að hún er viðsjárverð, Eri er þá venjuléga nókkur tr'yg'g-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.