Skólablaðið - 15.06.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.06.1908, Blaðsíða 2
42 SKOLABLAÐIÐ ing fengin fyrir því að börnin sjeu nægilega vel búin undir fermingu? Nei og langt í frá! Sá prestur mættr vera aumi amlóðinn í barnaspurningum, sem ekki gæti spurt barn svo að það »standi sig« nokkurnvéginn — í áheyrn safnaðar- ins — ef hann á annað borð vill ekki að barnið verði sjer til minkunar. Og það vill hann auðvitað ekki, eftir að hann héfir leyft því aðgöngu. Enda er þetta eflaust hið eina próf sem allir hafa getað staðist, og allir munu geta staðist, hversu illa sem þeir eru að sjer. Tryggingin er því engin. Hún er engin, þó að presturinn beiti engum brögðum, ef svo mætti að orði kveða. En svo er það kunnugra en frá þurfi að segja, að margur góður prestur hefir þann sið að leysa böin- in úr öllum vanda við þetta próf, og það með ýmsu móti. Ein aðferðin er þetta, sem áður var nefnd: að yfirheyra öll fermingar- börnin seinasta spurningadaginn ein- mitt í því — hvert barnið um sig, sem hann ætlar að yfirheyra þau í á kirkjugólfi. Presturinn segir börnunum ekki, að í þessu verði þau yfirheyrð á hinni hátíðlegu stundu; hann þarf þess ekki; börnin vita það; allur söfnuðurinn veit það. retta er gamall og góður siður, og það væri óttaleg ónærgætni við börnin, ef út af honum væri brugð- ið; svo mundu bömin og t'oreldrarn- ir hugsa. En er prófið á kirkjugólfi þá ekki hjegómi? — Oóður prestur, sem veit að hann hefir búið börnin vel og samvisku- samlega undir ferminguna hefir þetta ráð til þess að gera börnin rólegri við prófið. Hann veit að börnum með góðri kunnáttu getur fatast af feimni einmitt við þetta tækifæri. Hann vill að þau hafi annað í huga en prófið. Pað dettur engum í hug að víta. Eitt meðal annars vottur um, að prófið sje hjegómi! Pað verður þann- ig hjegóminn einber í höndum góðu prestanna. Unnur aðferðin er það, að láta þau bötn, sem eru vel að sjer, sigla sinn eigin sjó upp á eigin spýtur, en »bjarga« hinum veikari og ver stöddu með því að segja þeim hvar þau verði yfirheyrð, og þvæla þau í því fyrir- fram. Með þessu móti lukkast að láta þau standa sig betur við prófið, en hin sem vel eru að sjer. Pá er prófið verra en hjegómi. Presturinn hefir beinlínis leikið á próf- dómendurna — söfnuðinn. Já, presturinn leikur stundum hrein- ustu »kómedíu«, svo að söfnuðinn grunar ekki. Svo sagði mjer skilrík- ur maður, sem nú er miðaldra: Gvendur Ingu í Skansinum stóð næstur mjer. Hann kunni aldrei neitt, og skildi fátt. Hann tók það ráð að svara svo lágt við ferminguna (prófið) að enginn gat heyrt, nema við sem næst honnm vórum, og presturinn. En eg heyrði, að hann svaraði hverri heljar vitleysunni á fætur annari, og alt af sagði presturinn: Pað er rjett, rjett er það, alveg ijett, það er rjett. Og hann talar svo hátt, að allur söfnuðurinn heyrði, svo að honum hlaut að finnast mikið til um frammi- stöðu þessa fáráðlings. Loks tók Gvendi að aukast einurð; hann fór að trúa því, að það væri góð vara, sem presturinn tók fyrir svona góða vöru, og fór að svara hærra. En þá hætti prestur eðlilega að spyrja, en við strákarnir þurftum margir að þurka okkur í framan með hvítu klútunum, einkum af því að Gvendur leit svo sigurhrósandi og hróðugur í kring- um sig. — — Pegar út úr kirkjunni var komið, varð tilrætt um það, eins og gerist, hvernig börnin hefðu staðið sig, og margir vóru á því að Gvendur Ingu hefði verið með þeim bestu, þó að hann svaraði stundum nokkuð lágt; en það hafði víst — já sjálfsagt, komið af feimni. * * * Pessar línur eru skrifaðar til þess að vekja máls á því, hvort eigi væri rjett sakir barnanna, og fermingar- innar, að afnema próf á kirkjugólfi við fermingu barna. Eg þekki ekki skoðanir prestanna á þessu; býst við að fáir þeirra sæju eftir því. En víst er það, að börn- in mundu fagna því nýmæli, að próf- ið væri niður lagt. Og í stað þess að ganga upp að altarinu með »fræða- hroll« — og enga aðra hugsun eða tilfinningu f hjarta sínu, — mundu þau með lotningarfullri alvörugéfni geta hugsað um fermingarathöfnina. Hvað segja prestarnir? Eg er svo ófróður, um þennan sið. Er nokkur sem býður að halda honum við. Eða mættu prestar, sem þess óskuðu, ekki halda próf yfir börnunum t. d. daginn áður, að viðstöddum próf- dómurum? Eg veit, að einstaka prestur hefir þegar tekið upp þann sið, og hef ekki orðið var við, að það hafi verið átalið ?* Niðurl. VI. Látum ei norskan lýð á frónskan snúa- í haust fór eg í annað sinn um Ry- fylku og hjelt þar 34 fyrirlestra í 12 æskufjelögum. Var þar alt sem áður *) Eftir að þessi grein var skrifuð, hefir einn prestur tekið í sama strenginn í „Kirkju- blaðinu«. og mörgum góókunnugum að mæta eins og annarstaðar. Einn besti kunningi.in var Willien Nedrebö. Hann er fátækur barna- maður og hefir oft átt örðugt. Samt hefir hann aflað sjer mikillar þekking- ar og menningar, að mestu af sjálfs- dáðum. Hann hefir samið og útgef- ið tvær bækur sem heita: »Nutid og Fremtid«, og »Evige Kloder«. Er hin fyrri mest um fjelagsfræði, en hin síðari um stjarnfræði. Vill hann gjöra alla fjelagsskipun og starfsemi einfaldari og láta bænda- stjettina verða höfuð allra annara stjetta og smá minka vald og verk- svið þeirra uns margar þeirra detta úr sögunni. Heldur hann fast við siðfræðina, en efast þó um að nokk- ur guð sje til eða nokkurt líf annars heims, er að heita má hreinn og beinn »materialisti«. En vænsti dreng- ur er hann og manna hjálpsamastur og ósjergjarnastur, djarfur og alvöru- gefinn, en þó þýðmenni og barn í lund, hatar allan hjegóma heimsins og snápskap. Enda munu snápar og smásálir kalla hann sjervitring og hafa horn í cíðu hans, því hann líkist Sæ- mundi gamla Hólm í sumu, og frí- þenkjaranum þolist ekki fremur en trúmanninum fágætir baggahnútar! Moldverpingar eru aldrei frjálslynd- ir við slíka menn. Eg heyrði strang- trúmann tala vel um Nedrebö, og presti hans gamla þótti mikið variö í hann. Pietistarnir eru í rauninni fult svo frjálslyndir sem sumir heims- mennirnir. Eg virði manninn mjög þótt okkar skoðanir sjeu ólíkar. Hann hefir nú annars, eins og svo margir fríþenkjarar, aðal lífsrót sína í akri kristindpmsins og þaðan sprettur og mest af manndygðablómum hans eins og þeirra. Annars halda allir norskir æsku- fjelagsmenn, sem eg þekki fast við barnatrú og kirkju sfna, skifta sjer lítið af trúar- eða kirkjudeilum, og eru lausir við alt vantrúar- og hjátrúar- vingl. þeir styðja kristniboð, bind- indi og annað siðgæði, en leggja einna mesta áhérslu á alla góða þjóðlega menning og bróðerni milli manna. Vel líkar mjer alt Skólablaðið. En er það nú alveg satt, herra rit- stjóri, að «húslestrar sje víðast hvar til sveita fallnir í dá nú á dögum«? Ljótt er ef satt væri! Pá er lítils góðs að vænta heima. Pá verður okkar heimsfræga heimilis- menning ekki lengi að fara í hundana. Margar merkisbækur og blöð blóm og myndir sje eg alstaðar á norsk- um sveitabæjum. Og margir sveita- bændur eru mjög vel að sjer, enda hafa margir þeirra verið á fleirumskól- um. Sumir hafa mannað sig sjálfir með lestri og ferðum o. s. frv. Og hvar sem eg fer, sje eg ætíð nýjar og nýjar bækur og blöð, sem eg læri margt af, og margt af þeim hef eg aldrei áður sjeð. Svo almenn er hí- býlaprýðin í norskum sveitum, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.