Skólablaðið - 01.07.1908, Page 1

Skólablaðið - 01.07.1908, Page 1
f /2. b/að. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Unglingaskólar. eftir Johannes Friðlaugsson (kennara). Pað er ekki langt síðan, að hinir fyrstu unglingaskólar vóru stofnaðir hjer. En samt ern þeir búnir að ná nokkurri út- breiðslu, og eiga forgöngumenn þeirra miklar þakkir skiiið, og allir þeir, sem á einhvern hátt styðja að stofnun þeirra og framförum. Enda játa allir, sem eitthvað hugsa um mentamál vor, að unglinga- skólarnir geri og munu gera ómetanlegt gagn, og styðja að því að auka almenna mentun og mentunarlöngun hjá öllum þorra hinnar upprennandi kynslóðar. Hef- ir kenslumálastjórn vor sýnt lofsverðan áhuga á málinu með því að styrkja bá með fjárframlögum. En þó margir viðurkenni nauðsyn ung- linganna, og þeim sje einlægt að fjölga þá eiga þeir við marga örðugleika að stríða, og það verður langt að bíða þess, að þeir verði komnir í viðunanlegt horf. En viðunanlegt horf tel eg það, þegar þeir eru komnir á stofn í flestum sveit- um landsins, og flestir unglingar á aldr- inum 15 — 20 ára nota þá. En það á langt í land að svo verði. Og hverju er það að kenna? því er fljótt svarað: Það er hugsunarháttur almennings, sem stendur þar í veginum. Eða dettur yð- ur til hugar, að þeir menn, sem engu vilja kosta til þess að uppfræða börn sín og gera með nauðung það litla, sem þeir gera, að þeir fari að kosta börn sín á unglingaskóla! Þeir myndu álíta það °óg að vera búnir að koma fermingunni á þau. Og það versta er, að þeir marg- ir hverjir búa börn sín ekki undir ferm- inguna vegna fermingarinnar sjálfrar, heldur hins að við ferminguna öðlast þau ýms rjettindi þjöðfjelagsins. Menn segja líklega, að þetta sje ljót lýsing og rangur dómur. En því er ver, að hann er rjettur Og styðst við fleiri ára reynslu og viðkynningu við foreldri barna. Sem betur fer, eru ekki allir svona, það er langt frá því; margir hugsa mikið um það að láta uppfræða börn sín og telja engum peningum jafn vel varið sem þeim, er þeir eyða til þess að auka mentun og skilning barna sinna. Og þeir bænd- ur, sem það gera, eru sannnefndir sómi Sleykjauík /. júlí. sinnar stjettar. En þeir eru ait of fáir. Hinir sem lítið og ekkert hugsa um upp- eldi barna sinna bera þá ofurliða, þeg- ar til framkvæmdanna kemur og til at- kvæða skal ganga um kenslumál sveit- anna. Eg sagði áðan, að allir þeir menn, sem hugsuðu um mentamál vor, viður- kendu nauðsyn og gagn unglingaskölanna. Og eg held, að eg hafi ekki sagt of mikið. Því eg hef átt tal við marga mentamenn og heyrt raddir ýmsra um það, og allir eru þeir sammála um nyt- semi þeirra. Sem heldur er ekki nema von. Pað sjá allir, sem vilja sjá það, eða kannast við það, að sú kensla eða uppfræðsla, sem börnin fá fyrir ferming- una, kemur að litlurn notum, þegar alt er lagt upp á hyllu, undir eins og ferm- ingin er afstaðin. En það er vanalega gert. f*eir unglingar aðeins, sem sjer- staklega eru gefnir fyrir mentun, klifa þrítugan hamarinn til þess að halda á- fram að menta sig. Og þeir unglingar, sem það gera, verða þá oftast að leita til kaupstaðanna, því þar er hægara að afla sjer mentunar. En við það kemst los á hugi þeirra gagnvart heimahögun- um, og þá langar til að skoða heiminn betur, sem ekki er nema von. Ef þessir unglingar hefðu átt kost á að ganga í góðan unglingaskóla heima í sveitinni sinni, mundu flestir þeirra hafa verið kyrrir. Og á þennan hátt er eg viss um, að sveitirnar hafa mist fjölda af ungu og efuilegu fólki til kaupstaðanna. Hugmyndir og lífsskoðun barnanna fyr- ir innan fermingaraldur eru mjög óljós- ar og einhliða og hefir uppfræðing sú, sem börnin hafa fengið á þeim árum, ekki orðið til þess að auka og glæða hugmyndalíf þeirra, eins og vera ber. Og kemur það til af því, að kenslan hef- ir oft og tíðum verið fólgin í því að láta börnin læra svo og svo mikið utan- bókar, bæði kver og biblíusögnr og fl. En það viðurkenna allir uppeldisfræð- ingar nútíðarinnar, að það er mjög ó- holt fyrir andlegan þroska og framfarir barnanna. Og þessi þululærdómur mun haldast við langan tíma enn, t. d. hvað kverlærdóm snertir. En af þessari aðferð leiðir, að kenslan kemur ekki að hálfum notum. Menn segja máske: Hvað er annað en að hætta við þennan þululær- dóm, þá kemur kenslan að betri notum. Og er það alveg satt. En alt fyrir það Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Hafnarfirði. er sú kensla, sem börnin fá á ferming- araldrinum algjörlega ónóg, þegar út í alvöru lífsins kemur. Og úr þeim til- finnanlega skorti á mentun eiga unglinga- skólarnir að bæta. Þeir eiga að taka þar við, sem heimilin, umgangskennar- arnir eða barnaskólarnir hætta. Takmark skólanna á að verða það að auka og glæða andlega og líkamlega hæfileika unglinganna, svo að þeir verði færari um að standa í stöðu sinni og leysa af hendi þau verk sem þjóðfjelagið leggur þeim á herðar á fullorðinsárunum. Enda er engin tími æfinnar eins vel fallinn til þess að menta sig sem árin frá fermingu og fram yffr tvítugt. F*á fyrst fara ung- lingarnir fyrir alvöru að fá skilning á rás viðburðanna og gangi lífsins í kring um sig. Það eru þau árin, sem menn eiga að nota til þess að búa sig undir lífsbaráttuna. Læra að beita hæfileikum sínum sjálfum sjer og öðrum til gagns og fósturjörðinni til heilla og framfara. Enda með fám orðum sagt, læra að gjöra sjálfa sig að mönnum. Og til að ná því takmarki eiga unglingaskólarnir að hjálpa hinum íslenska æskulýð. En þá kemur spurningin: Hvérjir eiga að hrinda málinu áfram og gangast fyrir því að stofna unglingaskóla? Pað væri lang heppilegast, og jafnframt finst mjer það eðlilegast, að hreppsnefndirnar gerðu það með aðstoð prestanna. En af því, að eg get átt von á, að það yrði langt þar til unglingaskólar yrðu stofnaðir al- ment, ef hreppsnefndirnar ættu ein- göngu að hafa á höndum framkvæmd- irnar, eftir þeim áhuga sem þær hafa haft, margar hverjar, á kenslumálum, þá yrði það hlutverk ungmennafjelaganna, þar sem þau eru, að gangast fyrir sköla- stofnunum. En þar sem þau eruekki til, finst mjer að sveitarkennarar og ungir og efnilegir menn ættu að taka það að sjer að gerast forgöngumenn málsins. Örðugleikarnir að koma skólunum upp eru ekki eins miklir, og margir halda. Mesfi örðugleikinn er líklega sá að fá hús handa skólunum. En í mörgum sveitum eru til fundarhús og templara- hús, sem með litlum kostnaði væri hægt að gera að viðunanlegum skólahúsum. En þá vantar bekki og önnur skólaáhöld, sem mundi kosta nokkra peninga. Og svo lann kennaranna. En aftur má eiga von á allmiklum styrk af opinberu fje. Kostnaður við dvöl nemendanna á

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.