Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 4
48 SKOLABLAÐIÐ l\ fyrir næsta þing verði lagt frum- varp til laga um stofnun styrktar- sjóðs handa barnakennurum með þeim ákvæðum, sem hjer segir: a. Hver kennari greiði í sjóð 2% af þeim styrk, sem hann fær úr landsjóði, og skal þeirri npphæð haldið eftir, er styrkurinu er greidd- ur til hlutaðeigandi fræðslunefnda. b. Yfirstjórn fræðslumálanna hef- ir stjórn sjóðsins á hendi, og veit ir styrk úr honum eftir tillögum frá stjórn hins íslénska kennara- fjelags, eða sambandsstjórn ís- lenskra kennarafjelaga. c. Enginn getur fengið styrk úr sjóðnum, nema hann sje styrk- þurfi, og hafi verið barnakennari í 10 ár, nema hann hafi orðið ;ð sleppa þeirri stöðu af heilsubil- un, eða öðrum ósjálfráðum or- sökum, enda hafi hann borgað í sjóðinn í 3 ár. d. Eigi skal verja til styrkveitinga nema vöxtum sjóðsins þar til er hann er orðinn 10,000 kr. en síð- an 3/4 af öllum árstekjunum, en /4 bætist við höfuðstólinn. 5á er þrjú ár eru Hðin frá stofn- un sjóðsins skal veita styrk þenna í fyrsta sinn, og síðan árlega. Eng- um skal veita minna en 50 kr. styjk. e. Alþingi veiti sjóðnum að minsta kosti 1000 kr. styrk á ári fúr land- sjóði). 3. Pá var borin upp tillaga um að breyta lögum fjelagsins, og var eftir nokkr&r umræður samþykt að bæta nýrri grein við fjelagslög- in svo hljóðandi: »Fjelagið géngst fyrir því, að sem fyrst verði stofnuð kennara- fjelög um alt land, og þegsr til- tækilegt þykir verði kvatt til sam- eiginlegs fundar fyrir öll kennara- fjelög landsins og sett á stofn allsherjar bandalag með fjelögun- um öllum með sameiginlegri stjórn, og komi það í stað hins íslenska kennarafjelags, og taki við sjóði þess og öðrum eignum.* 4. Var rætt um framhald á útgáfu »Skólablaðsins«. Um það var samþykt: >Fundurinn ályktar, að hinu ísl. kennarafjelagi sje afhent »Skóla- blaðið« ásamt öllum skjölum og skilríkjum til eignar og umráða eigi síðar en 1. júlí næstk. og að stjórn fjelagsins sje falin útgáfa þess til næsta aðalfundar.« * * * Stór mál og merk hafði fundur þessi með höndum. Tillagan um stofnun styrktarsjóðs handa uppgjafakennurum sjálfsagt tímabær, og getur ekki orðið langt að bíða framkvæmda. Þrjátíu kenn- arar víðsvegar af landinu vilja fúslega leggja á sín litlu laun skatt til þess að forða samverkamönnum sínum frá neyð. Varla þarf að efa, að hin- ir allir, sem ekki áttu kost á að sækja þenna fund, taki í sama streng- inn, Og þáætti ekki að þurfa að ef- ast um, að þíngið rjettij þá hjálpar- hönd, sem hjer er beðið um. En þá er því máli borgið. Á kennarafjelög hefir nokkuð ver- ið minst hjer í blaðinu, og samvinnu milli kennara. Því máli er hrundið mjög í rjett horf með tillögunnf hjer að framan. Útgáfa »SkólabIaðsins« hefir, eins og mönnum er kunnugt, verið í hönd- um kennara Flensborgarskólans. Þeir hinir sömu menn vilja vera styrktar- menn blaðsins eftirleiðis eins fyrir það, þó að kennarafjelagið standi nú fyrir útgáfunni. Hún er látin a? hendi við fjelagið eftir ósk fundarins, með því að ýmsum þótti rjettara að mál- gagn kennarastjettarinnar væri eign fjelagsins heldur en einstakra manna. ^) #. Frarahaldsmentun kennara. - Tyrsta námsskcið is. maí til ís. Júnt' \m. Þess er áður getið i Sklbl. að líkur væru fyrir mikilli aðsókn að þessu námsskeiði, og sú spá hefir ræst. 32 kennarar og kennarakonur tóku þátt í því: 1. Marta Stephensen, Rvík. 2. Guðrún Daníelsdóttir Rvík, 3. Margrjet Porkelsdóttir, Rvík, 4. Kristín Porvalds- dóttir Arasen Víðimýri, 5. Hallgrímur Jónsson, Rvík, 6. Qunnar St. Gunn- arsson, ísafirði, 7. Einar Magnússon, Útskálum, 8. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Hafnarfirði, 9. Steinunn Bjartmarsdóttir, Hafnarfirði, 10. Petrea Sveinsdóttir, Akranesi, 11. Margrjet Eiríksdóttir, Fossnesi, 12. Viktoría Guðmundsdótt- ir, Gygjarhóli, 13, Sigríður Runólfs- dóttir, Hruna, 14 .Porsteinn Hnnbogas. Haukadal, 15. Elín Hjartardóttir, Eystri Kirkjubæ, 16. Jóhannes Friðlaugsson, Stórólfshvoli, 17. Björn Guðmundsson, Rauðnefsstöðum, 18. Eyólfur Gríms- son, Pjetursey, 1Q. Stefán Hannesson, Litla Hvammi, 20. Jón Jóhannesson, Seyðisfirði, 21. Valdimar Valvesson, Húsavík, 22. Guðrún Sigurðardóttir, Blönduósi, 23. Sgurrós Pórðardóttir, Blönduósi, 24. Pjetur Gunnlaugsson, Vatnéyri. 25. Eyríkur E. Sverrisson, Deildará, 26. Jón Ólafsson, Vík, 27. Valdimar Erlendsson, Rvík. 28. Jón Jónsson, Höfnum, 29. Konráð Vil- hjálmson, Hafralæk, 30. Elísabet Ás- mundsdóttir, Dölum, 31. Jarðþrúður Nikulás dóttir, Hruna, 32. Ásgrímur Magnúson, Rvík. Tveir sem sótt höfðu gátu ekki komið vegna sjúkleika. Allir fengu nemendurnir fæðispen- inga, 1 kr, á dag þann tíma sem þeir voru við kensluna, og 20 þeirra fengu að auki ferðakostnað greiddan að nokkru leyti, frá 16 og upp í 47 kr.; þeir er lengst að áttu að sækja. Áhugi nemanda var mikill og lofs- verður; margir tóku þátt í svo að segja allri kenslunni, 8 stundir ádegi, hverjum; og fengu þó tíma til að taka kenslu aukreitis í íslensku (hjá Dr. Birni Bjarnasyni) og orgelspili (hjá Sigf. Einarss). Auk þess hjeldu þeir fjölda mál- funda um uppeldis og kenslumál, og stóðu þeir fundir oft fram á nótt, þeirra verður ef til vill getið nokkuð nákvæmar síðar. Bæarstjórn Reykjavíkur Ijéði ókeypis húsnæði í Barnaskólahúsinu óg kenslu- áhöld. Eftirleiðis á þessi kensla að farafram í kennaraskólahúsinu og kenn- arar þess skóla aðalleg hafa hana á hendi, zy &/ Milli hafs og hlíða tíóð skólabiU eru nú að koma upp hjer og hvar á landinu. Landsjóðsstyrkurinu, sem sein- asta alþing veitti, hefir gefið hvatning, þó að smátt væri hann skamtaður — smátt í samanburði við þörfina. Nær 20,000 króna styrk hefir verið sótt um, en einum 6,000 krónum er af að miðla þetta ár. Enginn efi er á því að þingið verður að leysa betur frá budd- unni. Kctuiaraskólinti Prjú föstu embættin við hann eru skip- uð þessum mönnum (frá 1. okt. í haust): Sjera Magnús Helgason forstöðumað- ur, Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði 1. kennariogmag.se. Ólafur D. Daní- elsson 2. kennari. KENNARÁSTODUR með 1000 kr. og 700 kr. launum við barnaskola ísafjarðarkaupstaðar eru lausar næstkomandi skólaár. — Umsækendur snúi sjertil skólanefnd- ar ísafjarðarkaupstaðar ekki seinna en 15. dag ágústmánaðar næstkomandi. l&nxxavaska&a við barnaskólann í Hnífsdal í Norður- ísafjarðarsýslu er laus næstkomandi skólaár. Laun eru 400 kr. og ókeyp- is húsnæði ljós og eldiviður. — Peir (karlar eða konur), sem vilja sækja um stöðu þessa, snúi sjer til skólanefndarinnar í Hnífsdal fyrir 15. ágústmánaðar næstkomandi. Tveir kennarar óskast að Látrum og Hesteyri í ísafj.s. Kenslutítni 7 mánuðir; laun við hvorn skolann um sig 50Ó krónur. Menn snúi sjer til ritstj. »SkóIabl.« fyrir miðjan ágústm. Útgefendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS Ritstjórl og ábyrgðarmaður: JÓN ÞÓRARINSSON. Prentsmiðja D. Östlunas.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.