Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 1
13. blað. Kcmur út tvisvar i mánubi. Kostar 2 kr. á ári. Sleykjauík 15. júlí. Auglýsingaverð: 1 kr þuml. Afgr' Hafnarfirði. 1908. í$len$kur barnaskóli eða dan$kur. Bæjarskólinn cða Landakotsskólinn. Útaf ummælum »Skólabl.« eigi als fyr- ir löngu um sýningu á handavinnu í barnaskóla Reykjavíkur mun vera sprott- in nokkuð gífuryrt grein í blaðinu »Isa- fold« um Landakotsskólann, sjerstaklega mikið hrós og skjall fyrir handavinnu, sem sýnd var við þann skóla. Hlutlaust mundi það látið, þó að blað- ið af bónþægð eða til að þóknast, gum- aði nokkuð um skör fratn af vinnunni við þennan skóla, — látið hlutaust jafn- vel þó að það Sje vitanlegt, að vinnu- sýning þessi gaf að sumu leyti ekki rjetta mynd af Landakotsskólanum. Rað hafa menn sem sje fyrir satt, að sumt af handavinnu, sem þar var sýud, hafi als ekki verið eftir unglinga, sem hafa notið kenslu í skólanum í vetur, svo nokkuð einkennileg má stt skólasýning heita. Vel hefir auðsælega verið til hennar efnt, enda hafði ritstjóra »ísafoldar« — og ef til vill fleiri merk- um mönnum — verið boðið sjerstaklega til að skoða dýrðina. Pesskonar er auðvitað blekking, að sýna annara verk en barnanna, og eng- inn skóli lifir lengi á aðfengnu hrósi fyrir hana; en látum svo vera. Þetta greinarkorn í »ísafold« er að öðru leyti svo vaxið, að það verður ekki látið hlutlaust. Því er haldið berlega fram, að Landa- kotsskólinn beri af barnaskóla bæjarins e'ns °g gull af eiri, — þó að þau orð sjeu að vísu ekki beint viðhöfð, — að börn, sem í landakotsskólann hafi geng- ið, sjeu auðþekt úr öðrum bæjarbörnunt, og því er líkt við miðalda sjerkreddur að hafa nokkurn skapaðan hlut út á það að setja, þó að bæjarbörn fái mentun sína í þessum danska, kathólska skóla, — Landakotsskólanum. Það er þessi skoðun »ísafoldar«, sem þykir ástæða til að athuga nokkuð tiánar. Kathólskur er Landakotsskólinn vit- anlega og ómótmælanlega. Kathólska kirkjan heldur honum uppi, — ef, eða að svo miklu leyti sem — kenslugjald barn- anna nær ekki til að borga kostnaðinn. Kathólsku kirkjunni þykir auðvitað feng- ur í því að ná aftur tökum á Islend- ingum. Og barnaskapur er að hugsa sjer að það sje gert svona út í bláinn, eða til að hjálpa upp á Reykjavíkurbæ, að halda þessum skóla uppi, enda þarf Reykjavíkurbær ekki á neinni slíkri hjálp að halda. Skólanum er haldið uppi til að afla kath. kirkjunni áhangenda. Enginn láir það. Þetta þarf ekki heldur að segja Reykvíkingum; þeir vita það; en þeir eru ekkert hræddir við það. Menn geta lokað augunum fyrir þeirri hættu, að skólanum vinnist nokkuð í þessa átt, af tveim ástæðum: annaðhvort af því að þeir trúa því, að trúarskoðanir barnanna raskist ekki við það að þau ganga í kathólskan skóla, eða af því að þeim liggur í Ijettu rúmi þó að svo færi. Þeir um það! Þar verður hver i að hafa leyfi til að halda sinni skoðun. En darsskur er Landakotsskólinn | líka í raun og sannleika, undir hvaða flaggi sem hann siglir. I öllu falli: ís- lenskur er hann ekki, — ekki þó að hann dragi þjóðar-fánann íslenska í fulla stöng, og ekki þó að »ísafold« taki að sjer að dilla honum á kostnað bæjarskólans, sem hefir þó það sjer til gildis, að hann er íslenskur — í aug- um okkar hinna. Það eitt út af fyrir sig, að kenslan fer fram á útlendu máli, — á dönsku, j og henni bjagaðri — í Landakotsskól- anum, ætti að vera nóg til þess að eng- inn sannur íslendingur ætti að láta börn sín í hann, — enginn sem hefir glögg- an skilning á því, hvað það þýðir að börnin rr.entist á annari tungu en sinni eigin, sínu móðurmáli. Eg hugsaði að »ísafold« mundi um þetta segja sem svo: Enginn Islend- ingur, nema sá, sem er andlega skib getinn sonur »dönsku mömmu«, getur gert sjer það að góðu, að íslensk börn sjeu uppalin í dönskum skóla. En í þess stað finst her.ni það kenna miðalda glámskygni að hafa nokkuð út á það að setja, að íslensk börn sjeu upp- alin á dönsku. — í barnaskólum verður alt andlegtupp- eldi um leið að vera uppeldi í móður málinu; svo nátengt er málið og hugs- unin. Móðurmálið er kjarninn og þunga- miðjan í hinu andlega uppeldi. Það er búningurinn á hverri hugsun, miðill allra hugsana milli kennara og nemanda. Mjög mikill hluti skólavinnunnar er fólginn í því að kenna börnunum að hugsa, kenna þeim að klæða hugsunina í búning móðurmálsins. En móðurmálið er ekki einungis mið- ill hugsana manna í milli í ræðu ogriti; það er lfka mjög mikilsverður stuðning- ur fyrir hugsunina sjálfa, þar sem orðin hjálpa oss til að halda föstum þeim hug- tökum, sem þau tákna, raða hugtökun- um niður, og greina þau sundur. Börn, sem ganga í ísienskan skóla læra þannig að hugsa á íslensku, læra að setja íslenskt mót á hugsanir sínar. Börn, sem ganga í danska skóla, læra að hugsa á dönsku, eða þau læra ekki að hugsa. Dýpra þarf ekki að grafa til að finna af hve þjóðlegri rót andleg mentun þeirra barna er runnin, sem ganga í Landa- kotsskólann, hinn kathóiska. Ekki efumst vjer um að konur þær og karlar, sem þar kenna, sjeu vel ment- að fólk; en það má nærri geta, hvort þeir kennendur standa íslendingum jafn- fætis — auk heldur framar, — í því að kenna íslenska landafræði, íslenska sögu og um náttúru íslands Hver þjóðrækinn íslendingur mundi þó óska, að um alt þetta væri vel kent — og kent á íslensku — í hverjum íslenskum barnaskóla. En »ísafold« setur þetta ekki fyrir sig. Landakotsbörnin eru auðþekt úr — segir hún. Sje það rjett að uppala börn Reykvík- inga á Dönsku; — megi ekkert að því finna, — þá er ekki sýnilegt, að neitt sje óþjóðræknislegt í því að taka nú upp þann sið að kenna á Dönsku í öllum barnaskólum landsins. Börnin lærðu þá að tala móðurmálið — málið »dönsku mömmu«, og »þektust sjálfsagt úr« hinum görmunum, sem bara hefðu lært íslensku, lært að hugsa og tala á íslensku. Qrein í »ísafold« 4. þ. m. með yfir- skriftinni: Dönsk börn (ritstjórnar- grein) lítur út eins og naprasta háð og storkun islensku þjóðerni, þegar hún er lesin í ljósi þeirrar lofgjörðar um Landa- kotsskólann, sem hjer er gerð að um- talsefni. Og vitum vjer, að það hefir síst verið meiningin. í þeirri grein er margt fallegt; þar á meðal þetta: »Þjóðarvitundin klæðist aldrei neinum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.