Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 3
Vel væri ef það yrði vísir til þess að öll börn Reykjavíkurbæjar gætu einhvern part af árinu fengið að lifa sveitabarna lífi; þau hefðu gott af því. Sú kenslukona, sem ræðst í þetta, gengur víst ekki aö því gruflandi, að hjer er ráðist í vandaverk, sem kostar óum- ræðilega umhyggju og fyrirhöfn, ef til- ganginum á að verða náð. Fyrirtækið á skilið stuðning allra góðra manna, og kenslukonan getur þurft á honum að halda. Sjerstaklega ættu Reykvíkingar að rjetta henni hjálparhönd, ef með þarf — Hún skrifar um málið, og auglýsir í »Lögrjettu«. (Sjá »Lögrj.« III..Nr. 31.). •ppspíar 'í ^kéianuz,fndlum. Nokkrar fyrirspurnir hafa Skólablað- inu borist um það, hvort löglegt væri að kjósa presta í skólanefndir og fræðslunefndir. Hvað getur valdið þeim efasemdum? Líklega það, að prestar eru nú ekki lengur sjálfkjörnir umsjónarmenn barnafræðslunnar, ekki sjálfkjörnir í skólanefndir og fræðslunefndir. Engan ætti þetta þó að geta vilt. Lögin nýju um fræðslu barna láta það laust og bundið, hverjir eru í fræðslu- nefnd og skólanefnd. Til mála hefði getað komið að lög- bjóða einhvern í skólanefndir og fræðslunefndir, t. d. skólakennarann í skólanefnd, eða þá prestinn, líkt og og verið hefur. En iög um fræðslu barna gera hvor- ugt. Engin nauðsyn virðist heldur til þess; ekki einu sinni heppilegt að svo hefði verið gert. Kennarinn getur verið all góður kennari, þó að lítill fengur sje í hon- um í skólanefnd. Til kann og að vera prestur, sem er liðljettingur( eða liðlaus í skólanefnd eða fræðslunefnd. Hitt ætti að vera óþarfi að minna á, að þar sem kostur er á presti, sem er áhugasamur um fræðslumál, þá sje að sjálfsögðu heimilt —og æskilegt — að hafa hann í þessum nefndum. Eins er um kennarana; þar sem kostur erágóðum kennara, ersjálfsagt að kjósa hann í slíka nefnd. Lögum fræðslu barna gera ráð fyrir að kenn- arar geti verið í fræðslunefnd, eða skólanefnd, þar sem sá varnagli er sleginn, að enginn nefndarinaður hafi atkvæðisrjett um þau mál, er snerta sjálfan hann sjerstaklega. Cil skólanefndanna og fræðslunefndanna. Flestir kennarar, — þeir, sem eru það meira en að nafninu — halda »Skóla- blaðið». Peir búast eðlilega við því að finna í því blaði fremur en í öðrumblöðum, upplýsingar um ýmislgt viðvíkjandi kenslu- SKÓLABLAÐfÐ störfum, framboði á atvinnu handa kenn- urum o. s. frv. En þeim bregst það enn sem komið er. það eru enn sárfáir, sem auglýsa t. d. kennarasýslanir lausar í »Skólabl.« Kennararnir verða að snapa sjer þær upplýsingar í hinum og þessum öðrum blöðum. Háttvirtar skólanefndir mega ekki mis- skilja svo, að verið sje að mœlast til aug- lýsinga til þess að fjenast á þeim um fá- einar krónur, þó að á það sje bent, að kennurum er þægð í því að eiga von á að það sje auglýst í »Skólablaðinu« sem eftir eðli sínu á þar að vera auglýst, svo að þeir þurfi ekki að leita í öllum blöðum landsins. Æði margar fyrirspurnir almenns efnis berast daglega, bæði um skilning á fræðslu- lögunum og framkvæmd þeirra, Það er afar mikil tímatöf að svara því öllu ýmist munnlega eða brjeflega. Mjög æskilegt væri því að skólanefndirnar og fræðslunefndirn- ar vildu snúa sjer til »Skólablaðsins« með athugasemdir sínar og fyrirspurnir. þeim muti svarað þar aftur fljótt og greiðlega eftir því sem föng eru á. það erekki sennilegt að nókkur skólanefnd eða fræðslunefndálandinu verði svoskipuð, að enginn í henni haldi »SkólabIaðið« eina blaðið á latidinu, sent ekki ræðir annað en kenslumáh Kennararnir búast við því, að þeir geti snúið sjer til skólanefnd- anna og fræðslunefndanna með greinum, íyrirspurnum og auglýsingum í Skólabla- blaðinu. Kennaiar og skólanefndir og fræðslunefndir hafa svo ntikið saman að sælda, svo margt að tala saman um, að þeim er öllum hentugt að eiga aðgang að sameiginlegu málgagni. Málgagnið er »Skólablaðið«. Stúdentaprofi luku um síðustu mánaðamót: 1. Ásmundur Guðmundsson með I. ágætiseinkunn, 2. Tryggvi þórhallsson, 3. Jakob Jóhannesson, 4. Bogi Ólafsson, 5. Jón Sigtryggsson, 6. Jakob Lárusson, 7. Skúli Thoroddsen og 8. MagnúsBjarnason allir með I. eink. 9. Árni Gíslason, 10. Hjörtur Hjartarson og 11. Sigurður Sigurðsson með II. eink. Sjö af þessum piltum hafa lesið utan skóla. u H) $undKen$la hefir farið fram í Laugunum við R.vík í vor, eins og kunnugt er af blöðunum. Stálpaðir unglingar og yngri börn, stúlk- ur og drengir, hafa lært þar sund. Sund- próf er ný afstaðið, og virtist bera vott um góða kenslu. Um áhuga barna og unglinga á því námi þarf ekki að spyrja. Eftir að þessu vor-námsskeiði er lokið, heldur sundkenslan áfram, sem betur fer. Sund er list, sem hver maður þarf að læra. það eitt bagar þarna í Laugunum að 51 vatnið er slæmt, svo slæmt, að það er ekki viðlit að láta svo búið standa, enda er hægðarleikur, að bæta úr. því. J\ ferd. Blasa mót augum blásin lönd, blámóða sveipar fjöllin, stýrt hefir verki hjer stórvirk hönd, stórgrýtta hlaðið upp fjallsins rönd og eyðilagt iðgrœnan vðllinn. Hjer hefir náttúran öíd eftir öld eýðilagt blómskreyttar grundir, því átt hafa heima hjer andviðrin köld, en ylgeislum bundið mjög takmörkuð völd, vjer litum hjer landvætta mundir. En þegar vjer litum á landið l kring og loftið með árgeisla bjarta i fjarsýni stórfeldan fjallanna hring með Jellum og skörðum og hraunleðjubing, það elskum með einlægu hjarta. Vjer vonum, að land vort l Ijósbláum sæ líti enn œskunnar daga með ilmsœtan gróður og angandi blœ og iðgræna skóga í kringum hvern bœ og akra um engi og haga. Jóbannei Triðlauðtton. Milli hafs og hliða- $kólaa«$lumaður skipaður (frá 1. júní) skólastjóri Jón þórarinsson. Skóianefnd Rcykjavíkur er kosin: sjera Magnús Helgason, yfir- dómari Jón Jensson, frú Þórunn Jónas- sen, Halldór Jónsson bankagjaldkeri og borgarstjóri Páll Einarsson. Nefndar- menn eru þannig þrír úr bæjarstjórn- inni og tveir utan hennar. maðnús prófastur Bjarnason á Prestbakka hefir gefið 100 krónur til fyrirhugaðrar barnaskólahúss byggingar sínu prestakalli. Vill ekki eitthvert sóknar- barnið fara að svo fögru dæmi prestsins síns? Og vilja ekki fleiri prestar gefa líka hvatningar til að koma upp hjá sjer skólahúsi? Fátækir menn geta ekki lagt fram mikið fje. En fyrsti skerfurinn, sem lagður er fram til þarflegra fyrirtækja, hefir stundum Draupnis náttúru; af honum drjúpa fleiri og fyrirtækið er komið á laggirnar fyr en varir. Unðmcnnafjdðð Ungmennafjelag er fyrir nokkuru síðan stofnað i Laugardalshreppi, og eru stofnendur um 30, bæði karlar og konur. Kvað fjelagið hafa ritað undir skuldbind- ingaskrá Samb U. M. F. í. Fyrir stofnun fjelagsins gekst Indriði Guðmundsson trjesmiður, en ístjórn eru: Böðvar Magnús- son á Laugavatni, formaður, Páll Guð- mundsson á Hjálmstöðum, ritari, og Ingvar Grímsson Laugardalshólum gjaldkeri.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.