Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.07.1908, Blaðsíða 4
52 SKÓLABLAÐIÐ Mun óhætt að fullyrða, að fjöldi ung- mennafjelaga sje í aðsigi þar eystra. Al- mennur áhugi manna í þessum efnum er að vakna þar um slóðir, og mun búnaðar- námsskeið við þjórsárbrú drjúgum hafa glætt og vakið skilning manna ogáhuga, enda eru menn þeir, er að því námsskeiði stóðu, mjög hlyntir ungmennafjelögunum, munu manna best sjá og skilja, hvílík blessun og gagn landi og lýð getur orð- ið að hreyfingu þessari. Veit eg heldur ekkert það, er betur mætti saman fara til farsæidar og eflingar landi voru, en það, að ungmennafjelög vor og búnaðar- fjelög vor störfuðn saman í besta sambandi. Því eigi er nóg að vekja áhuga æskulýðsins, heldur verður að kenna honum að beita áhuga sínum í starfi sjálf- um sjer og ættjörð sinni til heiila. Þá er takmarkinu náð: að endurreisa Island. Það er því gleðiefni mikið, að hr. Sigurður Sigurðsson ráðanautur Búnaðar- fjelags Islands hefir í ræðum sínum út um sveitir oft bent á ieið þá, sem drep- ið er á hjer að framan. — — Með hverjum pósti berst mjer fjöldi brjefa austan úr sveitum með fyrirspurn- um ungmennafjelög; var eg beðinn um að fá sambandslög og skuldbindingarskrá U. M. F. I. senda. Eru sum brjefa þess- ara frá nafnkunnum bændum, og sýnir það best hve viðtæk ungm. fjelagshreyf- ingin þegar er orðin. „U. M. F. Garðarshólmi“ í Mýrdal hef- ir nýlega sótt um og fengið 50 kr. styrk úr sýslusjóði ti! sundkenslu í fjelaginu, og leggúr það sjálft til aðrar 50 kr. Er svo ætlast til að sýslunefndin sæki um styrk af fje því, sem veitt er í fjárlög- unum til sundkenslu í sveitum. Er því, búist við 200 kr. alls til kenslu þessar- ar. Stefán Gíslason hjeraðslæknir verð- ur sundkennari, og er ágætur sundstaður rjett við heimili hans. Verður byrjað á kenslu þegar í vor. Ný ungmennafjelög. Hornfirðingar hafa nýlega breytt glfmufélagi sínu, »Mána« í ungmennafjelag á sama grundvelli og önn- ur U. M. F. í. og hefir það að líkind- um þegar sent »sambandinu« skuld- bindingarskrá sína. Vestur á Patreksfirði er einnig verið að starfa að stofnun ungmennafjelags. — Mun því spá vor og von skjótt rætast, að ungmennafjelög rísi upp kringum land alt og myndi öflugt samband með öll- um æskulýð íslands. Lundúnaförin fær góðan byr víða um sveitir, eins og vænta mátti. Á fundi sem haldinn var 15. f. m. í stúkunni »Xlettafrú« í Skaftártungu bar hr. Guð- jón Jónsson frá Hlíð það upp, hvort stúkan vildi eigi sýna hluttöku nokkra í því að styrkja íslenska íþróttamenn til Lundúnafarar í sumar. Sýnir þetta áhuga, skilning og góðan vilja ungra manna, og er því lofsvert mjög og ætti að verða öðrum til fyrir- myndar. Aixglý sing- um kennarafr«9$iu$Keiö við kennaraskólann í Reykjavík. Frá 1. okt. 1908 til 14. maí 1909 verður kensla í uppeldisfræði með verklegum kensluæfingum við kennaraskólann í Reykjavík, áþekt því sem verið hefir við Flensborgarskól- ann undanfarin ár. Kennaraefnin lúka prófi að afloknu námi og fá prófskírteini fra skólan- um, eins og áður hefir verið. Skilyrði íyrir því að geta tekið þátt í þessari kenslu eru þau, að um- sækjandi sje að minsta kosti 18 ára, sje ekki haldinn af neinum hættuleg- um sjúkdómi, hafi óspilt siðferði og þá almennu mentun, sem að dómi kennara skólans geri hann færan um að hafa kenslunnar full not. Um$óKnír unt inntöKu í Kennaru$Kólann. fyrir næstkomandi skólaár skulu send- ar til stjórnarráðsins fyrir 1. septem- ber í haust. Umsóknarbréfunum skulu fylgja vottorð um, 1) aldur umsækjanda (að hann sje að minsta kosti 18 ára), 2) að hann sje ekki haldinn af neinum næmum sjúkdómi eða öðrum líkams- kvilla, sem orðið geti öðrum skað- vænn, eða geri hann sjálfan óhæfan til að gegna kennarastarfi, 3) að sið- ferði hans sje óspilt. Sjá að öðru leyti þau kunnáttu- og þroskaskilyrði, sem tekin eru fram í »Skólabl.« og í auglýsing'u um inntöku í kenn araskólann. (Sjá Lögbirtingablað Nr. 25, 2. júlí.) KENNARÁSTOÐl með 1000 kr. og 700 kr. launum við barnaskóla ísafjarðarkaupstaðar eru lausar næstkomandi skólaár. — Umsækendur snúi sjertil skólanefnd- ar ísafjarðarkaupstaðar ekki seinna en 15. dag ágústmánaðar næstkomandi. Skólanefndir sem vantar kennara, og ls:eiixiarar, sem vantar atvinnu, ættu að auglýsa í Skólablaðinu í tæka tíð; það er of seint að gera það, þegar komið er fram á haust. Lítið gagn í að auglýsa þessháttar í öðrum blöðum; sjálfsagt að gera það í Skóla- blaðinu, sem allar Skólanefndir, og allir kennarar verða að kaupa — og lesa. W i=h==i r BREIÐABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri Imenning. i hefti ióbls. á mán. í skrautkápu, gefið út í Winnipeg. Ritsti.: síra Triðrik Bcramann. Ritið er fyrirtaks vel vandað, bæði að efni og frágangi; málið óvenju gott. Árg. kostar hjer 4 kr. borgist Ifyrir fram. Fæst hjá Jírita Jóbann$$yni, J Diskupsskrifara í Reykjavík. cnnara við barnaskólann í Hnífsdal í Norður- ísafjarðarsýslu er laus næstkomandi skólaár. Laun eru 400 kr. og ókeyp- is húsnæði, Ijós og eldiviður. — Peir (karlar eða konur), sem vilja sækja um stöðu þessa, snúi sjer til skólanefndarinnar í Hnífsdal fyrir 15. ágústmánaðar næstkomandi. Tveir kennarar óskast að Látrum og Hesteyri í ísafj.s. Kenslutími 7 mánuðir; laun við hvorn skolann um sig 500 krónur. Menn snúi sjer til ritstj. »Skólabl.« fyrir miðjan ágústm. Til kaupenda. Gjörið svo vel að gjöra ritstj. aðvart um öll vanskil á blaðinu sem fyrst, eins ef einkvern kann að vanta fylgirit I. árgangs (Líkamsmentun.) Peir, sem en hafa ekki borgað I. árgang, gjöri svo vel að borga hann til ritstj. þegar hentugleikar leyfa. GjaMdaði SKólablad$ín$ er 1. október. Úrsagnir fyrir þctta ár verða eigitekn- ar gildar frá þeim mönnum, sem orða- laust hafa veitt blaðinu móttöku fram að gjalddaga. Enda er það ósæmilegt að ætla sjer slíkt. Útgefandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN Þórarinsson. Prentsmiðja D: Östlunds..

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.