Skólablaðið - 22.08.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 22.08.1908, Blaðsíða 1
Skolablaðið. Annar árofaneur. ö^Xi& 15. blað. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á dri. 5{eykjavík 22. ágúst Auglýsingaverð: I kr. þuml. Afgr. Reykjavik. 1908- Launiii. ii Niðurl. Pó að einstaka skólanefnd hafi nú þegar synt þann áhuga, og skilning á nauðsyn góðra kennara, að hún hafi boðið talsvert hærri laun en á- kveðin eru með lágmarki laganna — launin eru mælikvarði fyrir áhuga og skilningi á þessu máli — þá er mjög hætt við því að hitt verði fyrst um sinn aðalreglan, aó lágmarkið verði látið ráóa. Sanngjarnt er að það tvent haldist í höndur: krafan um verulega góða kennara, og hærri laun. »Skólablaðið« hefir nýlega brýnt kennara til samtaka um það, að heimta lífvænleg laun eftir efnum og ástæð- um þjóóarinnar. En það vill líka brýna fyrir kennurunum nauðsynina á því, að gera sjálfa sig verða hærri launa, að láta ekki þau tækifæri ónotuð, sem nú bjóðast til þess að afla sjer frek- ari þekkingar á öllu því, sem heyrir til starfi þeirra, og að vinna verk sitt með dugnaði og trúmensku. - Það er margt sem háir góðum kensluárangri. Eitt meðal annars það, að kennararnir eru svo fá ár við kenslustörf; hætta oft einmitt þegar þeir eru að vérða góðir kennarar — hætta af því að þeir geta ekki lifað af því að vera kennarar. Hver ráð eru þá til að halda góð um kennara sem lengst? Auðvitað þau fyrst og fremst, að launa honum svo vel að hann geti lifað aðallega af kennaralaunum sínum; það þarf ekki að vera loku fyrir skotið að hann vinm sjer inn fje í sumarleyfinu; má sjálfsagt gera ráð fyrir því, en það verður að vera aukageta. Aðalstarfið ætti að vera kennarastarfið, aðal- launin kenslulaunin. En svo mundi það eflast halda kennurunum lengur í kennarastöð- unni, ef launin færu hækkandi. Menn mundu fremur sætta sig við lág laun í byrjun, ef þeir gætu átt von á hækkun þeirra eftir ákveðinn tíma, einkum þó ef hækkuninn væri nokkuð veruleg eftir langan þjónustu- tíma. Það væri sök sjer að una um stund við það lágmark sem fræðslulögin nýju setja meðan ekki eru gerðar frek- ari kröfur til kénnaranna en hingað til hefir verið alment, þar sem engin sjermentun hefir verið heimtuð; en þeir sem hafa aflað sjer sjermentunar með talsverðum kostnaði, og þeir sem hjer eftir útskrifast frá kennara- skólanum, sætta sig varla til lengdar við svo lág laun. Aftur á móti er ekki óhugsanlegt að efnilegir ungir menn, sem eru hneigðir fyrir barna- kenslu, mundu láta sjer þau lynda, sem byrjunarlaun, ef þeir gætu átt von á nokkurri hækkun þeirra á til- teknum árabilum. Fyrir skemstu var skýrt frá því í »Skólabl.« hverjar eru kröfur Norð- manna, norskra kennara (>Skóiabl.« 9.-15. maí 1908). Það er heimtað þar, að launaaukar sveitaskólakennara sjeu 4, hver viðauki 150 kr. eftir 3, 6, 9 og 12 ára þjónustu. Ef byrjunarlaunin eru 900 kr. á ári, veröa kennaralaunin eft- ir 12 ára þjónustu 1500 kr. á ári. Og hærra er þá ekki gert ráð fyrir að fari laun þeirra kennara í Noregi sem kenna í svéitaskólum börnum á aldrinum 12 — 14 ára; gert ráð fyrir að skólinn standi 30 vikur og kenn- arinn kenni 6 stundir á dag, eða 36 st. á viku. Nokkru lægri laun er ætlast til að þeir kennarar fái, sem kenna yngri börnum en 12 ára til sveita, en langt um hærri laun eiga þeir líka að fá, sem kenna í kauptúnaskólunum; alt að 2400 kr. á ári. Reglan á að vera, að V3 'aunanna greiðist af skólahjeruðunum, en 2/3 úr ríkissjóði, — af föstu laununum, eða byrjunarlaununum.en launaaukinn allur úr ríkissjóði. Þetta er nú krafa norsku kennar- anna, og eflaust verður fyrirkomulag- ið og launa upphæðin eitthvað á þessa leið hjá þeim framvegis. Það mun nú þykja ólíku saman að jafna efnahag Norðmanna og íslend- inga, og víst er hans nokkur munur; en lík er vinnan sem lýðháskóiakenn- arar eiga að vinna hjer og þar, og innan skams verður ekki verulegur munur á undirbúninsmentun kennara beggja landanna. Það er því ekki mjög ósanngjarnt að bera laun þeirra saman; enda eru norskir kennarar ekki teknir til samanburðar af því að þar í landi sje kennurum launað bet- ur en annarstaðar; þvert á móti. — Nærri lætur að lágmark aðalkenn- ara-launa eftir hinum nýju fræðslu- lögum hjer á landi sjeu 450 kr. á ári, og aðstoðarkennara 300 kr. Sumir skólarnir standa reyndar 7—7'/2 mán- uð og verða launin þá nokkru hærri. En gerum nú samt sem áður ráð fyrir að þetta sjeu launin við föstu skólana, og gerum ráð fyrir að þau væru byrjunarlaun, sem hækkuðu eftir 3, 6, 9 og 12 þjónustuár. Og væru launaaukarnir t. d. 100 kr., kæmist aðalkennarinn upp í 850 kr. laun eftir 12 þjónustuár, en aðstoðarkennarinn upp í 700 kr. — Byrjunarlaunin ættu að greiðast eins og nú, en launaaukarnir allir úr land- sjóði. »Skóiabl.« hefir áður minst á það, að bæta mætti hag kennarastjettarinn- ar með því að ljá kennurum nokkurt jarðnæði, og vill það enn minna á þá leið. Það er víða gert annarstað- ar, og þykir vel gefast. Ólíku skemti- legra að vita barnakennarana að jarð- ræktarstörfum heldur en við vinnu á fiskiskipum, eða við hvalskurð eða annað því um líkt. Pó að engin heiðarleg vinna sje lítilsvirt, er mikill munur á því, hver vinnan fellur ment- uðum mönnum best í geð. Einhvern slíkan rekspöi virðist launa- málið verða að komast á, ef til kenn- aravinnunnar eíga að veljast brúkan- legir kraftar. Hægur vandi er það fyrir hvern sem vill að reikna, hve mikið það yrði, sem landsjóður bæri með þessu móti, og hve miklu væri kostað til barnakennaralauna als og als. Lofum öðrum að hafa fyrir því í þetta sinn, og vonum fastlega að engan sundli, sem sjer »útkomuna«. Flestir, sem um þessi mál hugsa, setja von sína til kennaraskólans, von- ast eftir rjettarbótunum þaðan, þekk- ingunni, vakningunni, í stuttu máli menningu þjóðarinnar. En farið get- ur það svo, að kennaraskóli með þriggja ára námskeiði standi þunn- skipaður lengi nokkuð, ef ekkert er hugsað um að bæta hag kennara- stjettarinnar. Fáist nógu margir góð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.