Skólablaðið - 01.09.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1908, Blaðsíða 1
/6. blað. Kcmur út tvisvar i mánuði. Kostar 2 kr. á ári. 5{eykjaoík l. sept. Augtýsingaverð: 1 kr. þuml. jj Afgr. Reykjavik. 1 /908. Nokkur orð til lýðkennara á Islandi. Álþýðumentamál vor eru á framfara- vegi, þótt hægt fari. Eitt af þeim fram- farasporum, sem stigin hafa verið, í þá átt, er námsskeið það, sem stóð í Reykja- vík frá 15. maí, í vor, til 15. júní. Vitanlega var það kákkent eins og fleira hjá oss, en það stendur til bóta. Lýðkennarar tóku náminu tveim hönd- um, það sýndu þeir með því að, sækja námsskeiðið langt að og víðsvegar að. Það má heita að þeir hafi fjölment, þar sem í fyrsta skifti sóttu yfir 30 manns. Þegar þess er gætt hvað laun þeirra eru ranglátlega lág og styrkurinn vesaldarlega lítil), má fullyrða að áhugi þeirra á starfi sínu sé glæsilega mikill. Reir lögðu sjer á herðar að bera ®/4 kostnaðarins á móti landssjóði og er það meira lagt í söl- urnar en hugsanlegt var. Mentamálastjóri, Jón Þórarinsson, rjeði fyrirkoiuulagi kenslunnar í samráði við stjórnina og meðstarfsmenn sina. Það var meiri vandi en fáfróðum kem- ur til hugar að geðjast þar öllum hlut- aðeigendum, og sjá um að þessi stutta fræðsla yrði að notum. Þetta tókst þó öllum vonum framar. Fyrsta atriðið var auðvitað að vanda kenslukraftana. t*að tókst svo að flestir vóru ánægðir, sem þiggja áttu. Annað atriðið var, h.verjar námsgreinar kenna skyldi og hve miklum tíma ætti að verja til hverrar. Hjer var úr vöndu að ráða, þar sem tíminn var svo takmarkáður. Líkiega hefir þó verið. farin hyggilegasta leiðin, eins og sakir stóðu, sú, að geðjast sem flestum. Til íslensku var varið 11 stundum á viku. Kensluaðferð í móðurmálinu hafði á hendi Jón Þórarinssón kenslumálastjóri 5 st. á viku. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem fæddir eru kennarar og vita þeir einir er þekkja, hvort ýkt er. Einnig hafði hann á hendi kenslu í eðlis- fræði og sýndi skólaáhöld og Ieiðbeindi mönnum í að nota þau. Framhaldskenslu í íslensku hafði dr. Björn Bjarnarson 6 st. á viku. Er hann einn af lærðustu mönnum í íslensku og smekkmaður mikill, hógvær óg lítilllátur eins pg þroskuðum manni sæmir. Uppeldis- og skólasögu vóru ætlaðar 6 st. í viku. Kennari var sjera Magnús Helgason forstöðumaður kennaraskólans. Tók hann uppeldissöguna í stórum drátt1 um, sem vonlegt var, kom víða við, en dvaldi hvergi lengi, því tíminn rak eftir. Hjá uppeldisfræðingum seinni alda var þó viðstaða töluverð enda á fleira að líta hjá þeim en hinum. Margir óskuðu að sálarfræðin hefði fremur verið tekin en skólasaga; um það geta verið skiftar skoðanir og hefir líklega hyggilegasta leið- in verið valin eins og stóð. Framvegis ætti að taka hvorutveggja þegar kensiu- tíminn verður lengri. Sje þess gætt að sumir kennararnir höfðu hvorki lesið uppeldisfræði nje skóla- sögu var þetta eina rjetta leiðiti. Kristindómur var 3 st. á .viku, kenn- ari sjera Magnús og hafði hann allan hug á að kristna kennarana. Fór hann gætilega og hefðu margir óskað meira víðsýnis. Maðurinn er góður, en nokk- uð fastheldinn við gamlar kreddur. Heilbrigðisfræði var þrisvar á viku, kennari Iandl. Guðm. Björnsson. Kendi hann um líkama mannsins og gaf ýmsar bendingar. í skóla-heilsufræði. Maðurinn, er snillingur í sinni konst og þar að auki prýðilega máli farinn og skörung- ur hinn mesti, en svo var hann spar á fræðum sínum að ekki hefði hann of- hlaðið 14 ára börn, sem notið hefðu kenslu í barnaskóla Reykjavíkur. Var því líkast að hann hjeldi hvert höfuð tómt og var það nokkur vorkunn, þar sem hann þekti ekki undirbúning nem- enda sinna. íslandssaga var þrisvar í viku, kennari Rórh. Bjarnason prófessor. Tók hann mest kensluaðferðina. Pað bar þó við að hann opnaði heim sögunnar sjálfrar fyrir nemendum sínum og hefði óefað verið hugþekkar að fylgja honum, þótt ekki hefði verið nema 12 stundir, um ýms svæði hennar, sem honum eru kunn- ari en flestum öðrum. Pað er óneitanlega gott að fá leið- beiningu í aðferð kenslunnar. en allir þeir, sem eitthvað eru kenslufróðir áður hafa þegar kynt sjer nýjustu og bestu aðferðirnar, svo óþarft var að leggja all- an tímann í þær. Hinu hafa lýðkennarar Islands ekki átt að fagna í skólunum að hafa slíkan snill- ing í för með sje um víðlendi sögunnar. Hefði því verið ómetanlegur fengur að fylgjast með honum upp á nokkrar sjón- arhæðir og fá að líta á margt það, sem aðrir gátu ekki bent á, en hann þekti svo vel. Allir, sem mættir vóru söfn- uðu sjer kringum kennarastól hans og benti það á álit á manninum, enda er hann afburðamaður og varð engum von- brigði að hlusta á hann. Söngur yar 6 st. á viku, kennari Sig- fús Einarsson, áhugamaður mikill dg góður kennari. Reikningur var þrisvar í viku, náttúru- fræði fjórum sinnum og landafræði þri- svar. Sigurður Jónsson kennari við barna- skóla R.víkur leiðbeindi í þeim fræðum. Kennari í leikíimi var írk. Ingibjörg Brandsdóttir. Dráttlist kendi frk. Laufey Vilhjálmsdóttir. í dráttlist og leikfimi var engum betri á að skipa og vórú nemendur ánægðir með kensluna. Þetta stutta námsskeið er fyrsta spor vor Islendinga til kennaraháskóla og ætt- um vjer að stika stórt og hratt og ná takmarkinu fljótt. Kennaraháskóli er okkur nauðsynleg- ur; það er tómissandi að kennarastjettin verði vel méntuð stjett. Vjer byggjum góðar votiir á kennaraskólanum nýja, en kennaraháskóli verður að koma til við- bótar. Það hefir ómetanlega þýðingu að kennarar geti við og við Ijett sjer upp frá starfi sínu og auðgað sig um leið að þekkingu. Meðan við búum við þetta stutta náms- skeið liggur þýðingin eins mikið i því að kennarar kynnast og vakna til meiri áhuga og samvinnu. Vonandi er að þeir sem ráða mestu um þetta framvegis vandi sem best kenslu- kraftana. I slíkum skólunt ættu ekki að kenna aðrir en sjerfræðingar. í kennarastjett vorri eru nú þegar margir svo vel mentaðir menn, að þeir græða ekkert á fræðslu miðlungsmanna, og í framtíðinni megum vjer búast við I að kennaraskólinn veiti meiri fræðslu en hingað til hefir verið veitt kennurum. Á næsta vori verður að gæta þess, að námsskeið þetta standi eiumitt á þeim tíma, sem kennarar eru lausir við skóla sína. Færi svo, að það byrjaði fyrir 15. maí, mundu margir ekki geta notað það. Heiðraðir kennarar! sækið framhalds- námsskeiðið, þjer munuð ekki iðrast eftir þótt þjer leggið mikið í sölurnar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.