Skólablaðið - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.09.1908, Blaðsíða 3
sur var í besta skapi, hann var ekki vanur að mega vera svona óáreittur í túninu. Feðgarnir fóru með Rauð út fyrir hliðið. Daglegu störfunum var sint eins og venja var til. Lömbin vóru látin inn á sínum tíma. Ærnar vóru mjalt- aðar og smalinn gætti þeirra um kveldið, þangað til þær vóru látnar inn í nátthagann. Sveinn litli svaf hjá pabba sínum um nóttina. Mamma hans var látin vera kyr í rúminu á móti þeim, en rúmfötin vóru tekin burtu. »Pað má ekki taka rúmfötin frá hentii mömmu«, sagði Sveinn hágrát- andi, en því var ekki gaumur gefinn. Morguninn eftir komu hjónin á Lækjarbakka að Brekku. Ouðrún, kona Páls á Lækjarbakka, var móðursystir Sveins litla. Lengi talaði Einar hljótt við þau hjónin, og að loknum sam- ræðum spurði Guðrún systur son sinn, hvort hann vildi koma með sjer yfir að Lækjarbakka. Sveinn hafði komið þangað áður og jafnan þótt gaman að leika sjer við frændsyst- kini sín. Hann var því fús að fara. »Svo sækir mamma mig þegar hún kemur á fætur«, sagði Sveinn þegar hann var að hafa fataskifti. Pegar hjónin vóru ferðbúin var Sveinn litli leiddur að rúmi mömmu sinnar; hann átti að kveðja hana. Sveinn ætlaði að kyssa niömmu sína en það fjekk hann ekki. »Klappaðu á vangann á mömmu«, sagði amnta hans og tók sveitadúk- inn af andliti hennar. *Eg vil ekki vekja hana«, sagði Sveinn litli, en strauk þó um kinn henni. Mæðgurnar táruðust; Sveinn starði á þær. Hann skildi ekki söknuö þeirra. Hjónin fóru heim og Sveinn með þeim; Einar fylgdi þeim niður að ánni. Petta var á föstudegi. Sveinn var á Lækjarbakka um nótt- ina. Laugardagurinn leið og sunnu- dagurinn sömuleiðis. Mamma kom ekki að sækja Svein. Hann var rólegur allan laugardag- inn. Á sunnudaginn Ijek hann sjer •ekki með börnunum. Hann fór inn til móðursystur sinn- ar grátandi: »Eg vil fara heim, systir, því kem- ur mamma ekki að sækja mig?« »Elsku barnið mitt, mamma þín er dáin«, sagði Guðrún grátandi. Sveinn skildi það ekki. »Hún er komin til guðs.« »Hvar er hann?« spurði Sveinn, »farðu með mig þangað!« »Pú átt að vera hjerna þangað til hann sendir eftir þjer«, mælti Guð- rún og tók Svein í fang sjer. »Verður það í dag?« spurði Sveinn og það glaðnaði yfir honum. »Pað er ekki víst«, ansaði Guðrún og kysti Svein á kinnina. »Við skulum bíða róleg.« Hún vissi að Sveinn var al-farinn að herman. nógur tímlnti. Pað er viðkvæðið hjá þeim sem hægt vilja fara, að nógur sje tíminn. Þeir reyr.a að telja sjer trú um að ekkert liggi á, þeir komi því fram sem þeir ætla sjer, þó að þeir hraði sjer ekki svó mjög af stað. En einmitt þeim mönnum verður tím- inn ekki nógur, sem láta tækifærin ó- notuð. Tíminn verður því að eins nóg- ur, að hann sje ekki látinn hlaupa fram hjá ónotaður. Margir spyrja sem svo: er ekki nóg- ur tíminn að fara að hugsa um að koma þessum nýju fræðslulögum í framkvæmd að ári? Það stendur í lögunum, að fræðslusamþyktirnar eigi að vera komnar til stjórnarráðsins 1. jan. 1910, — og er þá ekki nógur tíminn? Lítum nú á. 115. gr. fræðslulaganna seg- ir svo: »Fræðslusamþyktir skulu samdar og samþyktar í hverju fræðsluhjeraði eigi síðar en svo, að þær geti legið fyrir yfirstjórn fræðslumála til staðfestingar 1. jan. 1910 o. s. frv.« En fræðslusamþyktin er ekki komin til yfirstjórnarinnar, þó að byrjað sje að hugsa um hana. Hið fyrsta, sem gera þarf er það, að kjósa í fræðslunefnd. Tveir af fræðsu- nefndarmönnum eru koknir á hreppskila- þingi af þeim, sem atkvæðisrjett eiga í sveitamálum. Þetta hefir víða ekki verið gert í sumar, væntanlega ekki af því, að mönnum hafi. verið fræðslulögin ókunn, heldur af hinu, að þeim hefir þótt »tím- inn nógur«. Þegar fræðslunefndin er kosin, tekur hún til starfa, ef henni þykir þá ekki »tíminn nógur«. Hún á að semja frum- varp til fræðslusamþyktar fyrir fræðslu- hjeraðið. Að því búnu kveður hún til fundar með nógum fyrirvara. Þá er fundur lögmætur, ef helmingur allra at- kvæðisbærra manna á því svæði, sem fræðslusamþyktin skal ná til, eru á fundi. Er ekki hugsanlegt, að fyrsta tilraunin mislukkist, að fundur verði ekki lög- mætur? Það er vonandi, að svo verði ekki, en hugsanlegt er það. Þá þarf að byrja á nýjan leik, þegar hentugleik- ar leyfa, og hentugur tími er til, en þó að fundur verði lögmætur, má vera að fræðslusamþyktir verði ekki samþykt á þeim fundi; það er hugsanlegt, að hún fái ekki meiri hluta atkvæða þeirra ér á fundi eru. Þá verður fræðslunefndin að gera þær breytingar, sem henni þykir nauðsynlegar, og stofna til fundar af nýju. Vonandi er að samning og samþykki fræðslusamþyktanna gangi greidlega, að mönnum gangi vel að finna það form fyrir fyrirkomulagi barnafræðslunnar, sem aliir geti komið sjer saman um, og vel unað við. En ekki er því að neita, að 63 þetta er ekki vandalaust verk, og því er æskilegt, að sem víðast á landinu verði farið að hugsa það mál í tíma. Sumstaðar hefir þess orðið vart, að menn eru að vonast eftir, að einhver vakning til að fara að sinna þessu máli, komi frá yfirstjórn fræðslumálanna, en þess getur varla verið að vænta, frekar en orðið er, þar sern þegar hefir verið í sumar sent út til allra væntanlegra fræðslunefnda erindisbrjef þeirra, og þar sem fræðslulögin að hinu leytinu bera með sjer, hvað gera þarf til þess að koma þeim í framkvæmd (sjá fræðslul. IV. kafla 10.—13. gr.). Spurningar og $oör. 7. Samkvæmt reglugjörð skólans á hann að standa í 6 mánuði, byrja 1. okt. og enda 1. apríl. Jólaleyfið er frá Þor- láksmessu til 2. jan. að báðum dögum meðtöldum, eða 11 daga. Hve margar kensluvikur stendur skól- inn? Er leyfilegt að draga jólaleyfið frá? Frá 1. okt. til 1. apríl eru 26 vikur, og með því að reglugjörðin ákveður að skólinn skuli standa þennan tíma, stend- ur hann auðvitað 26 vikur. Osanngjarnt, að minsta kosti, að draga jólaleyfið frá. Vissast fyrir kennara að taka berum orðum fram í samningnum fyrir hve margar kensluvikur honum skuli greitt kaup. * * * 8. Eiga fastir heimangönguskólar að byrja starfsemi sína eftir nýju lögunum þegar í haust, við skólaárs byrjun? Eða fá þeir styrk úr landsjóði fyrir næsta vetur (1908—1909) þó að þeir fullnægi ekki öllum kröfum VI. kafla fræðslulaganna? Meining fræðslulaganna er sú, að fast- ir heimangönguskólar taki til stárfa sam- kvæmt hinum nýju fræðslulögum við byrjun næsta skólaárs. Kröfur VI. kafla fræðslulaganna (23. gr.) eru þær, a. að kenslunni sje hagað eftir reglu- gerð sem yfirsjórnin hefir samþykt b. að fullnægt sje kröfum yfirstjórnar- innar um hollustuhætti skólahúsanna, og um kensluáhöld c. að kennararnir sjeu ráðnir af skóla- nefnd með hæfilegum uppsagnarfresti af beggja hendi, með skriflegum samn- ingi og hafi að minsta kosti 18 kr. laun um vikuna (aðalkennari) eða 12 kr. (hjálparkennari). Engri þessari kröfu virðist vorkunn að fullnægja þegar í haust, nema kröf unni um sæmileg skólahús. Enda verð- ur skólum að þessu sinni efalaust veittur styrkur, þó að húsunum sje ábotavant. » * 9. Hver á að sækja um leyfi til stjórnarráðsins til þess að stofna skóla- hjerað í parti af hreppsfjelagi? SKOllÁBLADlÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.