Skólablaðið - 15.09.1908, Síða 1

Skólablaðið - 15.09.1908, Síða 1
V. ... Annar árgangur. 17. blað. Kcmur út tvisvar i mánuði■ Kosiar 2 kr. á ári. 5{eykjavík 15. sepf Auglýsingaverð: 1 kr. þuml■ Afgr. Reykjavik. 1908. Daglegar einkunnir. Þeir, sem gengið hafa í skóla fyrir nokkrum áratugum, - og jafnvel fyrir skemri tíma — kannast við þann skólasið, að gefa og þiggja daglegar einkunnir. En þeir, sem sjálfir hafá ekki gengið í skóla, vita ef til vill ekki, hvað meint re með þessu: daglegar »einkunnir«. Skólakennarinn hefir undir hendi barna- hóp, eða barnahópa, 40—50 börn. Hann á að kenna þeim lestur, skrift, reikning, kristin fræði, nátturusögu. landafræði o. s. frv. Hann »setur þeim fyri'r« eifthvað í þessum námsgreinum, sem þau eiga að læra til næsta dags, eða kynna sjer svo vel að þau geti fest það betur í rriínni, sem kennarinn hefír að segja um sama efni í kenslustundunum næsta dag. Oamla lagið var nú það, að starf kenn- arans var aðallega fölgið í því að »hlýðá yfir« þ. é. a. s. grenslaSt eftir því, hvört börnin hefðu búið sig vel undir, hvorf þau hefðu lært (utanbókar) það sem þeim hafði verið sett fyrir. Kennarinn hafði þá lítið að gera annað ert það, að hlusta , á þuluna hjá barninu — og gefá vitnis- j burð, einkunn, fyrir frammistöðuna. þetta var ekki kensla, heldur einskonar próf, og því ér skiljahlegt, að fúndið hafi verið upp á því að gefa þessar daglegu eink- unnir. En nú er skólakensla nokkuð orðin á annan veg en þetta. Að vísu setur kenn- arinn börnunum enn fyrir, og heimtar, að þau búi sig undir kenslustundirnar; en vinna hans er nú aðallega fólgin í því að kenna, ekki hlýða yfir. Álið- vitað grenslast hann eftir því líka, hvort börnin viti það, sem hann ætlaðist til að þau lærðu heima, því áð hann þarf að byggja kensluna á því, en til þess þarf ekki langan tíma, hann rekur sig fljótt á það, ef börnin eru óundirbúin. þar sem aðalvinna kennarans er fólgin í því að kenna, tala við börnin og fræða þau, en ekki í því að hlýða þeim yfir eða prófa, þá verðurjj alt erfiðara utn vitnisburðargjöfina. Vitnisburður verður ekki með góðu móti gefinn fyrir annað en það, hvernig barnið hefur leyst prófið af hendi, hvernig það hefur »skilað lexí- unnj« sinni, eða þá hvcrnig það hefir leyst af hendi eitthvert hlutverk, sem því hefir verið fengið, t. d. ritgerð að semja eða því um líkt. En hvernig getur þá verið vit íáð gefa einkunnir í þeim kenslu- stundum, þar sem um ekkert slíkt er að ræða? ‘ Einkurinagjafir eiga heima við próf, en ekki við kénslu. Nú eru þessir vitnisburðir, þessi dag- tega éirikúrinagjöf í skólum gamall siður, sern eitthvað hlýtúr að hafa til síns á- gætis. Svo skyldi mega ætla. það er þá fyrst og fremst talið ein- kurinágjöfinni til gildis, að hún veki kápp í börnunúrri til þess að læra. Skyídi riú svö veVa? Ætli börnunum þyki virkilega svo mikill fengur í háum vitnisburði, að þau hans vegna vilji herða sig að læra, — Nei varlá fnun svó veraj en það ef arinað sem meira má sín, og það er röðunin. Eftir meðaltali allra daglegra einkunna ér börnunum raðað um hver mánaðamót. Það sem lyftir undir, óg hvetur til að fá háan vitnisburð er það að geta verið ofarlega í röðinni. — Jæja, er þá ekki daglega einkunnin á- gætt keyri' á börnin, fyrst þau sækjast eftir að verða ofarlega, nietast um hin »æðstu saéti«, en geta ekki náð þeim, nema þau fái háa einkunn, og háa ein- kunn geta þau ekki fengið, nema þau hérði sig að læra, »standi sig vel« »kurini vel«? Ekki þárf hún að vera það. — Hjer er á margt að líta. Vitnisburðargjöfin getur að vísu verið keyri á löt börn, hvöt til þess að búa sig undir kenslustundirnar, en hún þarf hvorki að vera holl nje eftirsóknarverð fvrir það. Aðrar hvatir gætu börnin haft göfgari, og hollari til frambúðar. I antian stað er það talið vitnisburð- argjöfinni til gildis, að foreldrar og vanda- menn barnanna geti sjeð af vitnisburðar- bókunum, hveruig börnunum gengur í skólanum, því að barnið á um hverja helgi að sýna vandamönntim sínum vitn- isburðarhókina, og þeir að skrifa nafn sitt í hána til santiindamerkis um að þeir hafi sjeð bókina. Vitnisburðarbókin mynd- ar þannig samband milli skólans og heimilahna. Gótt er það, að samband eigi sjer stað, og samvinha, milli skólans og heimilanna; en ekki er víst, að daglegu einkunnnirn- ar sjeu svo hentugar til þess. Kostirnir eru þá upptaldir, ef kosfi skyldi kalla, en lestina verður að meta móts við kostina til þess að geta dæmt um, hvort haldandi sje í einkunnagjöfina. Fyrst og fremst er það ókostur, og hann ekkert lítilvægur að talsverður tími fer til þess að gefa vitnisburði dag- lega og í hverri kenslustund. Flestir kennarar munu vera á því, að þeim tíma sje til annars betur varið. • Annað er þó verra, og það er það, að vitnisburðirnir eru venjulega ekki rjettir, líklega sjaldnast nokkuð verlegt að marka þá, þó að kennarinn vilji vanda sig og vera óhlutdrægur. Ekki að tala um ósköpin, þegar kennarinn brúkar vitn- isburðinn til að svala geði sínu. En ranglát vinisburðargjöf getur ekki verið rjettur mælikvarði á framfarir barn- anna, nje heldur haft góð áhrif á rjett- lætistilfinuingu þeirra sjáfra, barnanna. Börnin eru furðu glöggir dómarar, og þaö eru ekki lengi að finna það, ef þeim sýnist rétti hallað með vitnisburðargjöfum, hvort sem það kann að vera af hlutdrægni gert, eða alveg óviljandi. Hjer er því varlega farandi, og þegar af þeirri ástæðu, sem nú var riefrid, best fyrir kennaratia og skólann að vera laus við daglegu einkunnirnar. Gjörum nú samt sem áður ráð fyrir, að vitnisburðum væri útbýtt nokkurnveg- inn rjettlátlega, •— væri þeir þá óyggj- andi til að dæma um framfarir barnanna? Nei, engan veginn þarf það að vera. Peirra barna vitnisburðarbók er helst að marka, sem eru námfús og halda sig að náminu neð iðni og ástundun, eins fyrir það, þó að þau ættu ekki von í neinum vitnisburði. En svo eru lötu börnin, sem vitnis- burðargjöfin kann að vera keyri á. Pau líta í bækurnar sínar, búa sig ef til vill vel undir þá kenslustund, sem þau eiga von á að verða yfirheyrð í, en vanrækja því fremur að búa sig undir allar hinar. Allur hópurinn er t. d. 30 börn, í hverri kenslustund yfirheyrir kennarinn 6 — 7 börn; | kemst ekki yfir meira á 50 mínútum. — Hvert barn er þá yfirheyrt 4. hverja I kenslustund, er vanrækja allar hinar. Peir fá svo háar einkunnir; vitnisburðaraókin er full af glæsilegum einkunnutn, en höf- uðið er tómt. Vitnisburðurinn dregur þá foreldra og vandamenn á tálar, og gefur börnunum | sjálfum einnig rangar hugmyndir um I sig. —

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.