Alþýðublaðið - 03.05.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐtÐ 3 ffl liggur frammi á skrifstofu bæjargjaldkera dagana 4. til 14. maí næstkomandi. Peir, sem ætla að kæra yfir ússvari sínu, verða að senda niðurjöfnunarnefnd kæruná skrifiega, ekki seinna en 1. júní næstk., því eftir þann tíma tekur nefndin engar kærur til greina. Borgarstjörinn í Reybjavik, 2. œaí 1921. K. Zimsen. Um ðaginn og veginn. íingafglöp. Jón Þorláksson er ekki alveg af baki dottinn, hvað snertir sérkennilegt og hj akátlegt framferði á Alþingi. Síðasta til- tæki hans er það, að við 3. umr. fjárlaganna, kom hann með svo- felda breytingartill. við 23 gr.: Altan við greinina bætist ný mátsgrein, svo hljóðandi: Ef fjármálaráðherra telur, að tekjur hrökkvi ekki fyrir gjöldum samkvæmt Iögum þessum, er honum heimilt að fresta eða fella niður greiðsiu, eftir því sem hon- «m þykir fært, á þeim fjárveit- ingnm, sem eru ekki ákveðnar i öðrum lögum en fjárlögunum. Sagðist Jón þó ekki gera til- löguna að neinu kappsmáli, eu hann vildi með þesau sýna traust sitt á núverandi fjármálaráðherra. Pétur atvinnum.ráðherra sagðí að það gleddi sig að tiilaga þessi, sem segja má að ríði í bága við stjórnarskrána, væri fram komin, en sér fyndist hún nokkuð óvið- kunnanlega orðuð. Gunnar Sig. benti á hver fjarstæða tillagan væri og kvað orðalagið laglegt, en tiiganginn sfðri, og fleiri tóku í sama strenginn, og lauk þessu svo, að 3 greiddu till. atkv. (J. Þorl., Pétur J. og Sig. Stef.), Það má segja, að þingmaður auðvalds- ins hér í bæ standi sig ekki síður en ætla mætti. Tóbabseinbasölnfry. stjórnar- innar var til umræðu í neðrideild i gær. Haíði það tekið þeirri að- albreytingu f efrideild, að áfengið. var íelt burtu. Urðu umræður skammar uttt milið unz það var borið undir atkvæði og samþykt með 13 atkvæðum gegn 12, að viðhöfðu nafnakalli. Er það þar með orðið að lögum. Togaravöknmálina var í efri- deild vísað til sj ivarútvegsuefnda r. Fisbiskipin. Leifur hepni kom i gær með ágætan afla, einnig kotn Draupnir af ísfhkiveiðum, fer í dag til Englands. dnllíoss kom í morgun norð- ah um land frá útlöndum með - marga farþega. Hann fer til út- landa á fímtudaginn. Hótmæli gegn síldarfrumvarp- inu hafa Aiþingi borist frá Sigl- firðingum. Samvinnnskólannm var sagt upp á laugardaginn og verzkmar* skóknum í gær. Nýja Bíó. ,Dunungen“ verður að eins sýndur í kvöld og annað kvöld. Hjálparstöð Hjúterunarfélagsiss Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . - . kl. II—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . , — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 — 6 c. fe. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h, Lánsfó til byggingar Alþýðu- hússlns er veltt móttaka i Al- þýðubrauðgerflinnl á Laugaveg 61, á afgrelflslu Alþýflublaflslns, i brauðasölunnl á Vesturgötu 29 og á skrifstofu eamnlngsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkifl fyrirtækifl 1 Sundlaugarnar hafa und&nfarið verið f ólagi, og er slíkt illa farið, því um þessar mundir eru ýmsir skólar að hætta störfum, en nem- ■ endur komast ekki heim og munðu vafalaust mjög margir nota tæki- færíð og æfa sund, ef ekki stæði svona illa á. Væntanlega verður undinn bráður bugur að þvf, að koma iaugunum t lag. 4 þingmonn flytja þingsálykt- unartillögu í nd. um það, að skora á Iandsstjórnina að leita trausts þingsins, svo allur efi um fylgi hennar hverfi. í Inglmnndnr Sveinssoh kom með Sterling frá Vestmannaeyjum og uogfrú Jónína S. Jónsdóttir. Hann hélt fjóra konserta þar, einn fyrir troðlullu húsi. Vestmaanaey- ingar héldust í hendur með gest- risni þeim til handa. Sjálfur. Fyrirspurn. Hr. ritstjóri. Viljið þér gera svo vel og upp- lýs.a í blaði yðar: 1. Hvort eian fangi í hegning- arhúsinu gangi laus um götur borgarinnar þegar hann óskar þess? 2. Hvort hann reki þaðan enn þá fyrirtæki það, sem hann veitti for- stöðu áður en hann var dæmdut f 3. Hvort hann hafi Ieyfi til þess að halda kunningjum sftnitn veizl- ur þegar hann langi til ? Þessi orðrómur gengur hér í bænum, og þess vegna leyfi eg mér að spyrja yður um hið sanna. Civis. \ ' Alpbl. getur ekki svarað þessu, en vísar spurningunni til réttra hlutaðeigenda, Alþýdubladið er ódýrasta, íjölbreyttast* og bezta dagblað landsins. Kanp- ið þafl og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Alþbl. kostar I kr, á mftnnfl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.