Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 2
74 ar, sem tíminn og lífið gjörir nú, þá er mentun hennar langt of lítil. Það sýnir sig, hvar sem á er litið. Landið er komið í miklu nánara samband við önnur lönd en áður, og viðskiftin við aðrar þjóðir fara því stórum í vöxt — ef þjóðin á að stand- ast í þeim kappleik, er þar af leiðir - þarf hún meiri mentun. Nýjar hugsanir, nýjar skoðanir og stefnur í margs konar efnum berast nú alþýðunni miklu örar og tíðar en áður, ef hún á að geta áttað sig á þeim, matið þær að verðleikum, hafn- að illu en valið gott, þá þarf hún meiri mentun. Kröt'urnar til þæginda og annara unaðsemda lífsins fara vaxandi, sann- ar þarfir og ímyndaðar skapast árfrá ári - ef þeim á að vérða sæmilega í hóf stillt og þjóðinni unnt að full- nægja þeim sönnu — þá þarf hún meiri mentun. þjóðin er sífelt að taka meiri og meiri þátt í stjórn mála sinna og mynda fjelög til að bæta hag sinn, ef hún á að geta haldið áfram í því horfi sjer til sæmdar og sannra hags- bóta — þá þarf hún meiri mentun. Frh. Dönskukensla í barnaskólum. Pað er ekki tiltökumál, þó að ung- linga langi til að nema eitíhvað í út- lendu máli; en dálítil spurning gæti veiið um það, hvort barnaskólarnir mega missa tíma til þess frá öðru nauðsynlegra. Tíminn, sem þeir vinna, er af skornum skamti, en ærið margt er við hann að gera. Eftir að nýju fræðslulögin nú eru gengin í gildi, og kröfurnar til kunn- áttu barna um fermingaraldur eru orðnar svo miklu frekari en áður, verður enn hæpnara að tími vinnist til að kenna útlent mál. Pað sem er lögskipað að kenna, verður þó auð- vitað að ganga fyrir. Líklega gera það sumir af fordild, eða hjegómaskap að óska eitir kenslu í Dönsku handa börnum sínum, frem- ur en að hitt vaki fyrir þeim, að börn- in hafi þeirrar kenslu svo mikil not. Sumir kunna að gera það af misskiln- ingi, af því að þeir halda, að í þessu námi sje svo mikil mentun. Það sje ómögulegt að vera mentaður maður, nema maður geti bablað Dönsku. Auðvitað er það mjög mikils virði að komast svo vel niður Dönsku, að hægt sje að skilja hana vel á bók; bókmentir Norðurlandaþjóðanna eru svo auðugar, að þar er margur eftir- sóknarverður fjársjóður, sem þeir eiga engan aðgang að, sem ekki skilja þeirra mál. En til þess að hafa þau not Dönskunámsins verður kunnátt- an og léiknin að verða svo tnikil, að ___________SKÓLABLAÐIÐ______________ það er óhugsanlegt að barnaskólarnir geti veitt hana. Það má aö vísu segja að mikils- vert sje fyrir unglingana að fá tilsögn í Dönsku, þó að ekki komist þeir svo langt; þeir geti þá sjálfir bætt við, og orðið með tímanum full færir. Satt er það að vísu, en á barnaskól- inn samt sem áður að verja sínum tíma til þess að kennaDönsku? F*að er spurningin. Ef barnaskólinn ætti að leggja grundvöllinn - þó ekki væri um meira að ræða — undir alla þá þekk- ingu, sem gott væri og gagnlegt fyr- ir marga að atla sjer, þá kæmi margt til skoðunar fleira en Danskan. Tím- inn er svo takmarkaður, að verksvið- ið verður líka að takmarka. Fleiri út- lend mál gætu kcmið til skoðunar, t. d. Enska; þar eru og auðugar bók- mentir, og viðskifti við England fara vaxandi. Fleira gæti og verið um að ræða en útlend tungumál, sem æski- legt væri að barnaskólinn legði svo lítinn þekkingargrundvöll í, segjum að leika á hljóðfæri, eða einhverja því um líka kenslu, sem unglingar eru einmitt mjög móttækiiegir fyrir. En vjer neyðumst til að nema stað- ar og segja: hingað og ekki lengra. það er tímans vegna - og raunar margra annara hluta vegna — nauð- ugur einn kostur að setja barnaskól- unum nokkurnveginn fastar reglur um það, hvað þar á að kenna, og verð- ur þá að velja eftir því, hvað hentug- ast þykir til þess að afla börnunum andlegs víðsýnis, til að leggja grund- völl almennrar mentunar svo traust- an að ofan á hann megi byggja með- an lífio endist; en um leið verður og að hafa sjerstakt tillit til þess, sem beint er nauðsynlegt bæði til þess að öðlast mentunina sjálfa, og til þess að bjargast áfram í daglegu lífi. Landa- fræðin, sagan, náttúrufræðin eru horn- steinar í hinn almenna mentunargrund- völl; lestur, skrift, rjettritun (móður- málsþekkingin) og reikningur eru námsgreinar, sem ekki verður hjá komist að veita unglingum staðgóða þekkingu í, ef þeir eiga ekki að alast upp og lifa eins og bjálfar alla æfi. En orkar barnaskólinn þá meiru? Ef við þetta er bætt kensiu í söng, teiknun, líkamsæfingum og handavinnu — sem öllum kemur nú saman um, að sje harðla æskilegt, — er þá ekki full ásett? Ætti enn að auka kenslu í útlendu máli við þetta verkefni, þá getur sú kensla ekki orðið nema rjett nafnið; — nema þá því að eins að til baga sje tekinn tími frá þeim námsgrein- um, sem nú vóru taldar. En væri svo gert, þá er kensla útlenda máls- ins orðin veni en fordildar eða hje- góma prjál; hún er þá orðin eyði- leggi ng skólans. I nokkrum barnaskólum hjer á landi er Danska kend, í einstaka skóla Enska. Venjulega er ekki auðið að sjá af skýrslunum, hve mikill tími er ætlað- ur þessum útlendu tungum, því að stundatöflur eru venjulega ekki tekn- ar upp í skýrslurnar. Jafnvel farkenn- ararnir sumir eru að fást við kenslu í Dönsku, eða jafnvel Ensku, og gegn- ir furðu, að þeir skulu taka það í mál, þó að þeir kynnu eitthvað í málinu sjálfir, svo margt þarfara sem þeir gætu gert á heimilunum þann stutta tíma sem þeir dvelja þar, ef þeir hefðu skilning á því og þekk- ingu til þess. En þeir eru að líkind- um ekki einráðir. Aðstandendur barn- anna óska ef til vill fremur að börn- in læri dálítið í Dönsku heldur en að þau komist sæmilega niður í móður- málinu. — Það er ekki að vita, hver ræður; en dæmi eru til þess, að Danska sje kend eins mikið og íslenska í ein- staka skóla. Þannig bera skýrslurn- ar með sjer, að í einum barnaskólan- um, sem ekki er í kaupstað, hafi verið í vetur er leið 3 stýlar í D ö n s k u en aðeins e i n í s I e n s k r i t ge r ð á viku. Við þessum óróma er ástæða til að vara hinar nýkosnu skólanefndir og fræðslunefndir. En þó að ekki aje víða ttl að dreifa. svo gýfurlegum misskilningi á ætlun- arverki barnaskóla að skriflegar æf- ingar í móðurmálinu sjeu settar ger- samlega á hakann fyrir dönskum stýl- um, þá mun það víst, að barnaskól- ar yfirleitt rnega ekki missa tíma til að kenna útlendar tungur. Annað mál er það, að kaupstaðar- skólar kenni eitthvað í Dönsku, þeir sem eiga kost full færra manna í því máli, þar sem börnin sækja skólann 4 — 6 ár, og þar sem þeim er skift í deildir eftir aldri. Pað er sök sjer þó að börn í efstu eða næst elstu deild þeirra skóla, sjeu látin læra eitt- hvað í útlendum málum; það þarf ekki að koma að neinum baga. En í hinum smærri skólum ætti það ekki að eiga sjer stað, af því að það mun reynast þeim til böls en ekki bóta. — (' u 11) Aginn í barnaskolunum. Pegar skólanefndir og fræðslunefnd- ir velja sjer kennara, þá hafa þær margs að gæta. Flestar munu þær fyrst og fremst athuga, hvernig kenn- arinn er, sem þeim býðst og svo hvað hann kostar. í sumum sveitum hygg eg raunar að haft sje endaskifti á þessu, en allar samviskusamar skóla- nefndir fara þessa leið. Ef skólanefndir meta það mest af öllu, að kennarinn sje góður, sem þær ráða í sveit sína, þá þurfa þær að hafa einhverja hugmynd um hvað útheimtist til þess að vera góður

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.