Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 4
76 úrskurði lögreglustjóra. Sektin rennur í sveitarsjóð. 9. gr. Stjórn skólamála fræðsluhjeraðsins hef- ir fræðslunefndin á hendi. Hún sjer um framkvæmd á fræðslusamþykt þessari, og átelur samkvæmt lögum ef hún er brot- in. Hún semur reglugjörð fyrir farskóla- hald hjeraðsins, og annast um, að reglu- gjörðin öðlist staðfestingu yfistjórnarinn- ar. Hún ræður kennara, og hefir öll afskifti af fræðslumálum hjeraðsins sam- kvæmt því sem fyrir er mælt í erindis- brjefi fyrir fræðslunefndir, útgefnu 11. júlí 1908. 10. gr. Fræðslusamþykt þessi, sem samþykt er á lögmætum fundi að................... öðlast gildi .... 19 . . •O-oo oq-vg)- Spurníngðr og soor. 1. Hver eru skilyrði fyrir því að um- gangsken narar hljóti styrk úr lands- sjóði og við hvað er styrksupphæð- in miðuð? 2. Hvaða rjettindi veitir: a) kennarapróf b) gagnfræðapróf? 3. Hvað kostar Ivanhove (eftir Walter Scott)? 4. Hverjar eru ódýrastar enskar (al- enskar) orðabækur? 5. Hve lengi mega skólanefndir draga að senda reglugjörð fyrir skóla til yfirstjórnar fræðslumála? 6. Er ekki sjálfsagt að skólanefndir gjöri skriflegan samning við kennara áður en þeir byrja að kenna? 7. Hve langur tími álíst hæfilegur upp- sagnarfrestur af hendi kennara óg skólanefnda? 1. Skilyrði fyrir landsjóðsstyrk til far- skóla eru: a, að kenslunni sje hagað eftir reglu- gerð, sem fræðsluefnd hrepps- ins semur, og yfÍBstjórn fræðslu- mála hefir samþykt. b, að kennarinn sje ráðinn af fræðslu- nefnd með skriflegum samningi, og hafi auk fæðis, húsnæðis og þjónustu að minsta kosti 6 kr. kaup fyrir hverja viku er hann kennir d, að fullnægt sje ákvörðun yfirstjórn- arinnar um kensluáhöld Upphæðiu er miður við tölu þeirra barna 10—14 ára að aldri, er kensl- unnar nutu, og lengd námstímans (sjá lög um fræðslu barna 22. gr.) 2. a, kennarapróf veita rjett til kennara- stöðu — (sbr. 30. gr. laga um fræðslu barna: — og skulu jafn- aðarlega þeir, sem staðist hafa kennarapróf, látnir ganga fyrir öðr- um —) b, engin. 3. Innbundin í vasabókarformi: 1 kr. 4. Ókunnugt um það, hverjar enskar orðabækur kunna að vera til ódýr- astar — Annandale: Concise SKÓLABLAÐIÐ Dietionary kostar kr. 3,50. 5. Reglugjörðir fyrir skólana ættu að rjettu lagi að vera staðfestar af yfir- stjórninni áður en skólarnir taka til starfa, en verður, ef til vill, ekki tekið hart á, þó að það dragist nokkra daga, eða jafnvel vikur, framan af skólatímanum. 6. Jú. 7. Auðvitað fer það eftir samkomulagi, en ætli tveir mánuðir verði ekki víða hæfilegt. En rjett væri að á- kveða, að uppsögnin ætti að koma viðkomandi skólanefnd og kennara í höndur að vorinu, svo að tími verði til að leita nýs kennara eða atvinnu. Landssjöðsstyrkur tii barnaskóla. Styrk úr landsjóði til barnasólanna hejir verið skift milli skólanna aðallnga eftir nemendafjölda og lengd kenslutímans skólaárið 1907—1908 sem hjer segir: 1. Skólinn á Eystri Sólheim. kr. 180,00 2. — á Deildará . — 210,00 3. ' — í Reynishverfi . — 220,00 4. — í Vík . . , — 203,00 5. ' — í Vestmannaeyum 430,00 6. — á Stokkseyri — 250,00 7. — á Eyrarbakka . — 390,00 8. ' ’ — í Grindavík — 175,00 9. — í Höfnum . — 175,00 10. — á Miðnesi — 290,00 11. — á Útskálum — 260,00 12. — í Keflavík — 300,00 13. — í Njarðvík . . — 100,00 14. — í Suðrkoti . . j oc i nn 15. — í Norðurkoti ZD 1 ,UU 16. — í Hafnarfyrði . 700,00 17. — í Bessast.hreppi — 250,00 18. — á Seltjarnarnesi — 300,00 19. — á Skipaskaga . — 410,00 20. — í Ólafsvík . . — 400,00 21. — á Hellusandi — 280,00 22. — í Stykkishólmi . — 320,00 23. — á Geirseyri . — 270,00 24. — á Bíldudal . . — 270,00 25. — á Þingeyri . — 250,00 26. — á Núpi . . . — 190,00 27. — á Flatnyri . . — 190,00 28. — á Bolungavík . — 346,00 29. — í Hnífsdal . . — 280,00 30. — í Súðavíkurhrp. — 200,00 31. — . á Látrum — 240,00 32. — á Hesteyri . . — 200,00 33. — á Sauðárkróki . — 250,00 34. — í Óslandshlíð . — 150,00 35. — á Ólafsfirði . . — 280,00 36' — á Siglufirði . — 270,00 37. — á Húsavík . . — 390,00 38. — á Vopnafyrði . — 310,00 39. — í Bakkagerði . — 250,00 40. — í Brekkuþorpi . — 210,00 41. _ í Búðaþorpi . — 250,00 42. — í Hrísey . . — 150,00 43. — í Grunnuvík . — 246,00 44. — í Flatey á Skjálf- anda . . . — 150,09 45. — á Blönduósi — 100,00 46. — í Litla Hvammi — 145,00 47. — á Eskifirði . . — 320,00 Kr. 12000,00 Milíi hafs og hlíða Revkjavíkurskólarnir munu nú allir teknir til starfa, en ekki eru nemendur allir komnir enn. í Prestaskólanum eru 5 nemendur, í hinum almenna mentasköla nál. 80, í læknaskólanum 16, í kennaraskólan- um 54 (nokkrir ókomnir), í sjómanna- skólanum 12, í kvennaskólanum um 50, í barnaskólanum um 800 (auk þeirra barna eru mörg börn í skól- anum í Bergstaðastræti og í Landa- koti), í verslunarmannaskólanum um 50, f lagaskólnnum 6, og í iðnskól- anum 50 — 60. Ábúðarjerð handa kcnnurum. Áður en því máli var hteyft í Skóla- bl. að kennarar fengju jarðarpart til á- búðar, eða nokkur jarðar afnot, hafði sjera Magnús prófastur Bjarnason á Prestsbakka borið það fyrir brjóstinu, og fengið jafnvel von um 400 kr. gjöf hjá göfuglyndum efnamanni til þess að kaupa fyrir laglegt skólasetur. Jörð- in, sem prófastur hefir augastað á, kostar um 1000 kr. Hver vill verða til að styðja þetta góða fyrirtæki? Það má ekki falla um koll, og gerir það vonandi ekki, þegar svona vel er af stað farið. Petta er rjetta leiðin til að koma þessu máli vel á veg. Vonandi að góðir menn uppvekist víðar til að gangast íyrir útvegun jarðarafnota, og göfuglyndir efnamenn til að styðja það. Sj emreniufl lög um frœðslu barna geta skólanefndir og fræðslunefndir fengið með því að snúa sjer til umsjónarmanns frœðslumálanna. Skólanefnilir sem vantar kennara, og liennarar, sem vantar atvinnu, ættu að auglýsa^ í Skólablaðinu í tæka tíð; það er of seint að gera það, þegar komið er fram á haust. Lítið gagn í að auglýsa þessháttar í öðrum blöðum; sjálfsagt að gera það í Skóla- blaðinu, sem allar Skólanefndir, og allir kennarar verða að kaupa — og lesa. öjaiddagi Skólablad$in$ var 1. október. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.