Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 1
ólablaðið, Annar árgangur. 20. blað. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr- Reykjavik. 1908. ÞórMlur BMrmmon bisktip. Skólablaðinu er ánægja, aðsýnamynd af biskupinum þeim leséndum sínum, sem hafa ekki sjeð hann. Sjera Þórh. biskup hefir alla tíð haft áhuga á fræðslumálum. Barnaskóli Reykjavíkur á honum gott og þarft starf að þakka, og þung voru orð hans jafnan á met- unum í skólunum á þingi. En biskupinn hefir ekki verið einn af þeim, sem hefir haft gaman af að bollaleggja og skrafa um skólamál, en hvergi viljað nærri koma barnakenslu. Hann hefir yndi af barnakenslu og hefir tekið góðan og þarfan þátt í að kenna í barnaskóla Reykjavíkur þó að aðrar atinir, sem ávalt hafa verið miklar, hafi bannað honum að verja til þess miklum tíma. A Niðurl. En til þess að þetta hvortveggja komi að sem bestum notum þarf kenn- ara og þá marga og góða, því að býlin eru strjál og örðugleikarnir marg- ir, sem sigra þarf. Sá hefir litla þekk- ingu á kennarastarfi, sem eigi getur skilið það, að kennarinn þarf að fá sjerstakan undirbúning undir starf sitt, engu síður en aðiir, sem sérstök störf eða embætti stunda; og þeim mun meiri og betri í raun og veru, sem það er flestum öðrum störfum þýð- ingarmeira og vandameira. Það ér eigi nóg fyrir hann að vera vel að sjer í þeim fræðum, en hann á að kenna börnunum, hann þarf líka að hafa þekkingu á börnunum sjálfum, til þess að kunna á þeim rjettu tökin, kunna að beita þeim aðférðum, sem vænlegastar eru til nota; hann þarf að hafa ljósa hugmynd um, hvað börnin skaðar og batar á líkama og sál. Hann þarf að miðla þeim fræðsl- unni á þann hátt, að þau þroskist sem best og huginn og hjörtun opnist fyrir öllum góðum áhrifum. Hann þarf að skilja glögt þýðingu starfs síns og vita hvað hann er að gjöra. Þetta hafa menn fyrir löngu fundið og skil- ið, og því er uppeldisfræðiog kenslu- fræði nú orðin yfirgripsmikil vísinda- grein, og fjöldi skóia sem fæst við það eitt, að veita kennurum þenna undirbúning, bæði með fræðslu og æfingu; það hlutverk er honum ætlað þessum nýja skóla sem nú erum vér að vígja. Raun gefur vitni, er stund- ir líða, hvernig það tekst. Að sjálfsögðu er eg einn af þeim, sem fagna því, að þessi skóli er kom- inn á stofn, en þó er mjer ekki als kostar ljett um hjartað, er eg nú set hann í fyrsta sinn. Eg finn hve mik- ið er undir að vel takist, og ábyrgð- in þung, ef út af ber. Eg veit, að sumir spá engu góðu um það. Til eru þeir menn, og ekki svo fáir, sem hafa ótrú á öllum skól- um yfir höfuð. Heyrst hefir frá þeim sú hrakspá, að skólarnir muni steypa landinu á höfuðið. Þeim ofbyður kostnaðurinn, en þykir eftirtekjan bæði ill og lítil: skólanámið gjöri mann að þóttafullum oflátungum, sem líti nið- ur á alþýðuna og hennar líf og störf, þessi svo kallaða mentun verði til að draga úr mönnum dáð og þrótt til Iíkamlegrar vinnu, en ala upp í þeim hjegómaskap, prjálsemi og fýknískemt- anir og nautn, þar af leiðir svo aftur siðspilling og margs konar óhlut- vendni. Skólarnir allajafna settir í kauptúni, til þess að draga æskulýð- inn úr sveitunum, frá foreldrum og átthögum og stuðla þannig að því að leggJa landið í órækt og sveitirnar í auðn. Kennararnir skólagengnu til þess að heimiliskenslan, sem alþýðan hefir lengst og best búið að, afrækist og hverfi, og leiði þannig myrkur fremur en ljós yfir bygðina. Þetta væri nú ekki glæsilegar horfur. En hver vill þá neita því að nokkuð sje hæft í þessu, að þvílíkt öfugstreymi geti átt sjer stagtog eigi sjer stundum stað? Eða má ekki segja um skólana eins og Matthías segir um Höfn, að »margur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.