Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 3
því að óþrifnaðurinn kostar pen- inga! Mætti eg setja lög, eða búa til skil- yrði fyrir því að stúlkur mættu giftast, þá skyldi það vera fyrsta grenin, að þær hefði lært að búa til algengan mat, og vinna algenga handavinnu, og hvort það er nú gleði- eða sorgarefni fyrir ungu stúlkurnar, þá spái eg þeim því, og sú spá mun rætast, að þegar karl- mennirnir líta kringum sig eftir konu- efni, þá munu þeir líta meira á það hvað »hún« kann fyrir sjer í matartilbún- ingi eða handavinnu, heldur en hitt, hvað vel hún kann að «punta« sig, eða hvað vel hún dansar. Það hefir verið sagt, að leiðin að hjarta mannsins liggi gegnum magann! Undarleg setning! Ameríksk stúlka í skóla átti að svara þeirri spurningu í ritgerð: Hvað gerir manninn sælan og heimilið lukkulegt; hún gaf þetta svar. Og svarið mun eiga að skiljast svo, að matreiðslan hafi afar mikla þýðingu fyrir heimilislífið. Pví hefir verið haldið fram af einu ís- lenska skáldinu og ýmsum öðrum, að það skifti engu, þegar um skáldskap er að ræða, hvað sje sagt, hitt sje aðalat- riðið, hvernig það sje sagt. Eg er nú ekki á skoðun þessara manna að því er skáldskapinn snertir. En eg vildi mega segja um skáldskapnum óskilt efni, mat- reiðsluna: Það skiftir minstu, hvað maður etur; hitt er aðalatriðið: hvernig maturinn er tilbúinn og framreiddur. * * * Niðurlagsorðin verða þá þessi: 1. Meiri líkamsæfingar, leikfimi og leiki, úti og inni, fyrir öll börn. 2. Meiri mentun til handanna fyrir stúlkur og drengi. Upp með heimilis- iðnaðinn! 3. Handa öllum stúlkum — að minsta kosti — kensla í almennum eldhúsverk- aim og matreiðslu. Jón A. Hjaltalín er látinn. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 15. f. m. Jón A. Hjalta- lín var fæddur 21. marts 1840 og varð þannig 68 ára. — Hann tók guðfræð- ispróf við prestaskólann, en hugði þó aldrei til prestskapar, — að kunnugra manna sögn. Hugurinn hneigðist meira til bókmenta, og kenslustörf fjekst hann við á námsárum sínum og tvö áreft- ir að hann lauk prófi; en þáfór hann utan, og dvaldi þar um 14 ár, í Skot- landi lengst af; en eitt af þeim árum var hann í Danmörku. Eitthvað fjekst hann við kenslu á þessum árum, lík- lega þó heist til að afla sjer fjár. Árið 1871 varð hann undirbóka- vörður við Advocates Library í í Edinborg, og 1879 bókavörður við háskólabókasafnið. — Um þessar mundir var það mál á prjónunum að stofna skóla norðan lands, en óljósar vóru hugmyndir manna um fyrirkomulag hans ogætl- SKÓLABLAÐIÐ unarverk. Einhvers konar bænda- skóli átti það að vera: búnaðarskóli eða gagnfræðaskóli, eða hvorttveggja. Gagnfæðaskólinn á Möðruvöll- um í Hörgárdal var stofnaður, og átti að taka til starfa 1880, og þar þurfti mann. Jón A. Hjaltalín fjekk þar tæki- færi til að leita átthaganna; flutti heim og tókst þar á hendur skólastjórn, er hann hefir gegnt æ síðan þangað til í ár. — FæStir skólar hjer á landi hafa gengið marga áratugi alveg snurðulaust. Möóruvallaskólinn gerði það heldur ekki. En það höfum vjer fyrir satt að undir margra annara stjórn hefði meira gefið á bátinn; enda hafði Hjaltalín marga góða kosti stjórnanda. Hann var einarður og æðrulaus maður og fátt virtist geta raskað ró hans. Hann var stefnu- fastur og vildi ekki láta sinn hlut fyr- ir neinum. Má þó vel vera að ölium beri ekki saman um skólastjórn hans; skoðanirnar eru svo margar um það, hvernig eigi að stjórna skóla, og dómarnir mismunandl um hvernig það er gert. En eitt ber öllum saman um og það er það að Hjaltalín hafi verið góður kennari. Kennarastjettin hef- ir með honum mist einhvern allra besta liðsmanninn. Hann átti marga trygðavini; var sjálfur tryggur og hreinn í lund. Óhreinlyndi hataði hann, og þegar hann mintist læri- sveina sinna, sem hann vildi síður gera, nema til lofs, þá sagði liann oft: »bann var ekki óheill«. Þeir menn uÆlu fl|ótt vinir hans; hinir aldrei. Söngkensla. Þeir, sem lesa þetta eintak »Skóla- blaðsins«, reka augun í það, að af 200 kennurum bera einir 9 það við að kenna börnum söng. Þetta ber óneitanlega vott um, að þjóðin sje ekki mjög »syngjandi«. Það ber líka vott um það, að kenn- ararnir sjeu ekki mjög sönghæfir, eða sönghneigðir. Annars væri þetta söngleysi óhugsanlegt. Hætt er og við, að sú skoðun sje nokkuð almenn, að börnin geti ann- að þarfara gert meðan þau eru undir hendi kennarans en að vera að syngja. Nýlega átti eg tal við prest, og hann ekki af lakari endanum. Ýmislegt hafði hann út á nýju fræðslulögin að setja, en það sem honum þótti einna fráleitast var það, að heimtað væri »að börn gætu skrifað ritgerðir, og ættu undantekningarlaust að læra söng; rjett eins og öll börn gætu lært að syngja; sjera Magnús Helgason skóla- meistari gæti ekki einu sinni fullnægt kröfum þessara laga, því að ekki gæti hann sungið . . .« Parna er eitt sem háir útbreiðslu 79 söngsins; sú skoðun, að í raun og veru sje það mjög óalmenn gáfa, sem að eins einn og einn einstakl- ingur sje gæddur, að geta sungið, eða hafi sönghæfileik. En sannleikurinn er sá, að öll börn, sem ekki eru vansköpuð, hafa ein- hvern sönghæfileika, einn af hinum mörgu, sem hverfa úr sögunni af þvf að enginn leggur rækt við hann hjá börnunum. Hjar á landi hafa á öllum tímum verið til framúrskarandi söngraddir, og eru til enn, bæði kvenna og karla; en til skams tíma minna um söng- kunnáttu. Og er eiginlega merkilegt að nokkur söngrödd skuli vera leng- ur til, með öllu ræktarleysinu við söngraddir barnanna. Söngurinn stendur vel að vígi í samkeppninni við aðrar námsgreinar að því leyti, að flestum þykir skemti- legt að heyra vel sungið, og óska þá líkiega, að börnin sín læri vel að syngja. En hætt er við, að sú skoð- un sje nokkuð almenn að söngkensl- an og söngurinn hafi lítið gildi sein uppeldismeðal. Menn hafa meiri trú á Dönskunni. Hundrað sveitakenn- arar kenna Dönsku, en 9 kenna söng — börnum uppi í sveit á íslandi ! Skólarnir hafa svo fátt að bjóða, sem lífgar og lyftir, og hefir ment- andi áhrif á smekk barnanna og feg- urðartilfinningu þeirra, svo fátt, sem er göfgandi fyrir barnslundina. Það fer svo mikið af tíma og kröftum í stagl og leiðinlegt náms strit; börn- in þurfa hressingu. Skólarnir mega ekki missa af söngn- um; og þeir hafa ekkert jafngott til að setja í staðinn. Einhver hefir haft eftir Jóni Sig- urðssyni, að íslendingur segði ekki meiningu sína, nema fullur eða reið- ur. Útlendingur, sem hjer var nýlega á ferð, halði tekið svo eftir, að ís- lendingar syngju aldrei nema »við skál«. Og það er víst, að fleirum en útlendingum kemur til hugar, ef menn heyrast vera að syngja, að þeir muni ekki vera alskostar »gáðir«. Sannleikurinn er þetta: með gleð- inni brýst söngurinn fram, jafnvel hjá þeim sem annars bregða sjaldan: á leik í söng. Hverjum verður það að list sem hann leikur, en engum getur orðið það að list, sem hann leikur ekki. Ef þjóðin á að verða sönghneigð, þá verða börnin að syngja, og fá leiðbeiningu í söng. Ef »garg og gól» kirkjusöngsins á að rýma fyrir fögrum ög hátíðlegum kirkjusöng, þá verða börnin að syngja. Það er um það talað nú á tímum, að farið sje að lifna yfir söngment- inni, og er gleðiefni; en vjer megum ekki láta oss nægja að einn og einn maður verði söngmaður, eitt og eitt söngfjelag geti sungið sæmilega til skemtunar »fyrir fólkið«. Vjer verð- um að stefna að því, að söngþekk- ingin og sönghæfileikinn, og söng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.