Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 2
82 sungið heima og heiman um »F>úsund vatna landið« og alt það, sem göfugast er í þjóðlífi þeirra að fornu og nýju! Spyrjið þá lesari góður! Og spyrjið þá menn, yfir höfuð að tala, sem einhver taug er til í, er getur orðið snortin af söng og fögrum listum. Annars ætti það að fara að verða óþarft að halda vörnum uppi fyrir söngnum. Það ætti að vera lýðum Ijóst, að hann er sjálf- sögð kenslugrein í skólum, svo að um það þyrfti ekki að þrátta. Oleðiefni er það, hvernig ritstjóri Skólablaðsins lítur á þetta mál. Svo góðum skilningi á því og svo góðum hug til þess, höfum vjer tæplega átt að venjast til skams tíma af þeim mönnum, sem eitthvað hafa getað lagt til málanna annað en orðin tóm. En eitt er víst. Ef vel á að fara, þá þarf söngkenslan að breytast frá því, sem hún er eða hefir verið. Því er ekki að leyna, að hún heíir verið hálfgert kák. Mundu t. d. margir af þeim mönnum, sem útskrifast úr Mentaskólanum árlega, vera færir um að kenna öðrum söng, ef þess væri krafisí, þó að ekki væri nema börnurn í barnaskóla. Eg nefni þann skóla af þeirri ástæðu, að námstíminn er þar einna lengstur, og skilyrðin að öðru leyti ákjósanleg. Stingi nú lærðu mennirnir hendi í sjálfs síns barm. Sex ár er þó álitlegur tími í þessu sambandi. Nei, eg hygg, að þeir mundu vera telj- andi, sem gætu tekist þann starfa á hend- ur. Og hvernig víkur því við? Aðal- ástæðan mun hvorki vera ódugnaður kennarans, nje hitt, að nemendur geti ekki lært neitt verulegt í söng. Fjarri fer því. Meinið er hið sama þar einn og annarstaðar, kensluaðferðin er óhæf. Söngfræði er kend — bóklega. »Til er nóta, sem heitir c\ stundum er hún eins og »sporöskjulagaður hringur«, en stundum öðruvísi; ef þrjár nótur fara saman, þa getur orðið úr þeim »tríóla«, svo er til »dúr« og »moll«, en það er nú ekki fyrir alla að botna í þeim. Kann- ast þú ekki við þessa romsu, lesari góður! Söngfræðiskensla án verklegra æfinga er gagnslaus eða því sem næst. Og húr, er raun fyrir kennara og nemendur. Upp með krítina, góðir háls ar! Skýrið alt með dæmum á töflunni, sem börnin eigi aðeins lesa, heldur syngja. Kennið þeim að gera mun á heilnótu og hálfnótu í söng. F*að er ekki nóg, þó að þau viti, að heilnótan á að vera helmingi lengri en hálfnótan. Pau verða að geta gert rjettan mun á þeim. Og svona er um alt. Bein afleiðing af bóklegri söngfræðis- kenslu einni samatt er það, að öll söng- lög verður að kenna utan að. Og þó eru allir með nótur fyrir framan sig. En alt eru galdrarúnir, sem í bókinni standa, ólæsilegar, óskiljanlegar. Samt þykir sjálf- sagt að syngja margraddað. Þessi eilífi margraddaði söngur er annar höf- uðg^llinn á söngkenslunni í skól- um. Eg átti nýlega tal við mann, sem hafði gengið í einn af æðri skólum SKÓLABLAÐIÐ landsins. Honum fórust orð á þessa leið: »F)egar eg kom í skóla, var byrjað á margrödduðum söng. Eg gat ekki tekið þátt í honum og síðan hefi eg aldrei þorað að syngja.« Líkt mun hafa farið fyrir fleirum. En þó að mönnum, sem aldrei hafa sungið, gangi illa að læra aðrar raddir en »lagið< sjálft, eða að taka þátt í fleirrödduðum söng, á með- an þeir eru alveg óvanir og óæfðir, þá er hart að bola þeim frá fyrir þá skuld, og það þó að þeir hafi yndi af söng og langi til að læra hann. Ekki á þetta síður við um börn en fullorðna. Og er það nú í rauninni svo mikils vert, að menn læri eitthvað af milliröddum og bössum? E“<ki tel eg orð á því gerandi. F*ó að þú kallir á Lítil, Trítil og fugl- ana þína alla, þá koma þeir ekki altjend til þín þessir blessaðir söngfuglar með »hinar raddirnar«. F*að fer þá svo, að þú verður að syngja milliröddina þína einsamall eða þegja að öðrum kosti. Og þjer verður þá oft á að velja þann kost- inn. En það er ekki ráðið til þess að gera þjóðina okkar að »syngjandi« þjóð. Eg veit það vel, að það þykir »fínt« að syngja margraddað. Hitt skiftir litlu, hvernig það er gert, — bara ef það er margraddað! Og endilega verður að gera það við söngprófin. Ef vel á að vera, þá eiga þau að vera einskonar »skemíun fyrir fólkið«. Þessu þarf að breyta. Við verðum að minsta kosti, söngkennararnir, að geta fært áheyrend- um vorum við söngprófin heirn sanninn um það. að nemendur okkar, hvort held- ur eru börn eða fullorðnir, kunni eitt- hvað annað og meira í söng, en fáein margrödduð lög, sem við höfum kent þeim með mikilli tyrirhöfn og yfirlegu utan að, eins og páfagaukum. Byrjum á því, sem einfaldast er og | mest um vert, — einraddaða söngn- um, en geymum þann margraddaða þang- að íil seinast. Leggjum meiri rækt við verklegu æfingarnar, svo að söng- fræðiskunnáttan geti komið að fullum notum; kennum að syngja eftir nótun- um. »Að þylja nöfnin tóm«, — það er gagnslaust. Eg mun koma síðar að því atriðínu sjrrstaklega, — söng eftir nótum. Sf £öð miíí barna og fátatkralöfl. Tvær fræðslunefndir, sem þegar hafa sent fræðslusamþykt til yfirstjórn- ar fræðslumálanna til staðíestingar, hafa sett í fræðslusamþyktir sínar á- kvæði um það, að meðlagseyrir með fátæklinga börnum meðan þau eru við nám í farskólum, skuli ekki talinn þeginn sveitarstyrkur. En svo koma Fátækralögin ogsegja: Nei, ekkert annað en »kenslukaup, eða gjald fyrir nauðsynlegar bækur eða önnur kensluáhöld« megið þið leggja börnum íátæklinga til á kostn- að sveitarsjóðs, — nema það sje að álíta sem þeginn sveitarstyrkur. FVssar fræðslusamþyktir hafa því eigi getað hlotið staðfestingu stjórn- arráðsins. F*að er nú ekki svo undarlegt að mönnum finnist fræðslulögin reka sig óþægilega á þessi ákvæði fátækralag- anna, F*au heimta ákveðna fræðslu undantekningarlaust handa fátækra manna börnum eigi síður en efnaðra manna börnum, og þau bjóða fátækl- ingunum alt eins og hinum efnuðu að senda börn þeirra til hinna op- nberu farskóla í lireppnum, svo fram- arlega sem þeir geta ekki sjeð börn- um sínum fyrir kenslu á annan hátt annaðlivort með því að taka kennara a heimilið, eða þá kenna sjálfir. Und- anþágu frá því að senda börn til hinnar opinberu kenslu geta efnamenn venjulega fengið, ef þeir vilja, en fá- tæklingar langt um síður; þeir hafa venjulega ekki önnur ráð en að nota farskóla fræðsluhjeraðsins. Fátækur barnamaður getur ef til vill alið önn fyrir fjöEkyldu sinni með því að hafa allan hópinn heima hjá sjer, en honurn þó verið ókleift að gefa með 2 — 3 börnum í farskóla. Eræðslulögin gefa engin grið. Hann verður að senda þau í farskólann af því að hann getur ekki kent þeim sjálfur, og því síður keypt kenslu handa þeim heim til sín, Maðurinn fer á sveitina. Fræðslulögin — og fátækralögin hafa gert hann að þurfamanni! Er þetta sanngjarnt? Parf þetta að vera svona? F*að er ekki gott að vita, hve marg- ir heiðariegir, en fátækir, fjölskyldu- menn rnissa borgaraleg rjettindi og verða sveitarlimir af þessum orsök- um á næstu árum; því er miður að hætt er við að þeir verði töluvert .margir; en enginn ætti að verða fyr- ir því, ef annars væri kostur. Getur verið að það kunni að vera áiitamál, hversu ranglát önnur eins lagaákvæði og þessi eru, eða hvort þau eru rang- látyfirleitt eða ekki. F*að má vel vera, að það þyki ekki nema eðlileg afleið- ing af fátæktinm, að menn verði ósjálf- bjarga og missi dýrmæt rjettindi; en það er þó sanngjarnt að gera mun á því, hvort svo mikil fátækt er sjálf- skaparvíti, eða hvort löggjöfin leggur svo miklar skyldukvaðir á fátækan mann, sem naumlega er sjálfbjarga, að liann verði ósjálfbjarga. Slík sanngirni hefir vakað fyrir þeim, sem stýlaði 53. gr. fátækralaganna. Hann hefir kinnokað sjer við að láta það varða heiðarlegan borgara rjett- indamissi, ef hann gæti ekkí af eigin ramleik borgað kenslu barna sinna í skólum eða farskólum, eða bækur handa þeim, eða önnur kensluáhöld, og talið sanngjarnt, að bláfátækum manni væri rjett þessi hjálparhönd án þess að það »kæmi honum að neinu leyti til baga« - eins og seg- ir í tilvitnaðri grein fátækraiaganna. —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.