Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 83 Þetta virtist og sjálfsögð sanngirn- iskrafa 1905, áður en fræðslulögin vóru orðin til; en hún er þó enn sjálfsagðari nú, eftirað Lög um fræðslu barna 22. nóv. 1907 eru komin í gildi með sínar fræðslukröfur, sem fæst heimili ráða við, og sín skólaskyldu- á kvæði. En hjer þarf að stíga feti lengra. Og sennilegt er það, að hefðu lög um fræðslu barna verið samin á und- an fátækralögunum, þá hefði ekki ein- ungis kensla barna, bækur og kenslu- áhöld, heldur óg meðlagseyrir með þeim um námstímann, verið heim- ilað fátæklingum úr sveitarsjóði, án þess að með því væri skerð virðing þeirra eða mannrjettindi. Pessu er auðvelt að kiþþa í lag með einni lítilli lagagrein. Og það þarf að gera þegar á næsta þingi. Reynslan verður að skera úr því, hvort dæmin verða fleiri eða færri, að aðstandéndur barna geti ekki sett þau til menta eftir fyrirmælum fræðslu- laganna — af eigin ramleik. En hvort sem þau yrðu nú fleiri eða færri, þá er það auðvitað, að hjer verður um aukin gjöld hreþþssjóðs að ræða. Sumum kann að þykja óþarfi að gera neitt við þessum »árekstri« nefndra laga, af því að það muni sjaldan koma fyrir, að foreldrareða vandamenn geti ekki staðið straum af námskostnaði barnanna. Aðrir eru, ef til vill, hræddir um, að þeir reynist svo margir, sem ann- aðhvort ekki geta, eöa ekki þykjast geta, lagt fram fje til meðgjafar börn- unum utan heimilis, að hrepþsjóði j verði að slíkri lagabreytingu, sem áð- ur var nefnð, óbærileg byrði. Hvorttveggja er þetta spádómur. En ber ekki að sama brunni í raun : og veru fyrir hreppsjóðinn, hvort lög- in standa óbreytt eins og þau eru, eða hvort heimtað væri að greiða meðlagseyri úr hrepþsjóði án þess að haun væri talinn þeginn sveitar- styrkur? Seljum það dæmi, að í N. Mreppi sje 5 bláfátækir barnamenn, og á hver um sig 2 börn á kensluskeiði sem þeir geta ekki gefið með þann tíma utan heimilis, sem löglega sam- þykt og staðfest fræðslusamþykt á- kveður að börnin eigi að njóta kenslu. Reir geta ekki fengið undatiþágu frá því að senda börnin í farskólann af því að þeir hafa engin tök á því að menta þau á heimilunum. Hvað gera þá nefndirnar — fræðslu- nefndin og hrepþsnefndin? Rær skipa auðvitað að senda þessi 10 börn í | farskólann og gefa með þeim úr sveit- arsjóði. Og annað verður ekki gert. Sveitarsjóðurinn verður að bera það af byrðinni, sem rjettir hlutaðeigendur geta ekki borið. Byrðin á hreppssjóði er þvi hvorkj meiri nje irtinni íyrir það að gjaldið er ekki taiið fátækrastyrkur. Munur- inn er enginn fyrir sveitarsjóðinn; en fyrir hina fátæku fjölskyldumenn er í munurinn sá: annaðhvort að vera »frjálsir og fullveðja« menn, eða ölm- usu menn sveitar sinnar, sviftir dýr- mætum borgaralegum rjettindum. Ekki er til neins að halda þvi fram, að sveítarsjóði verði fremur íþyngt, ef meðlagseyririnn er ekki talinn sveit- arstyrkur, af því að þá vilji allir hafa meðlag með börnunum úr sveitarsjóði, og verði því með því mótinu langt um fleiri sem komist að hreppsjóðs- styrknum. Rví að fyrst og fremst væru vandræði að þurfa að gera ráð fyrir svo lúalegum hugsunarhætti hjá fjölda manna, að þeir vildu að óþörfu gerast upp á hreppssjóð komnir, og í annan stað mun mega fulltreysta því, að hreppsnefndirnar liti vel í kringum sig áður en þær leysa frá hreppssjóðsbuddunni til þess að hleypa þeim í hana, sem eitthvað eiga í sinni eigin buddu. Ekki tjáir heldur að gera ráð fyrir því að allir verði færir um að kosta börn sín að öllu leyti tt! náms í far- skólum, þó að ekki væri um lengri ] tíma að ræða en 2 — 3 mánuði í 4 ár. Eins óg getið er í upphafi þessarar gre.inar, hafa þegar tvær fræðslunefnd- ir fundið ástæðu til að gera ráð fyrir slíkum fátækum fjöiskyldumönnum, og í þriðja fræðsluhjeraðinu bundust nokkrir góðir menn samtökum til að gefa með börnum hjálparþurfandi manns í farskóla það sem á vantaði að hlutaðeigandi gæti það sjálfur. Pað væri mikils um vert að heyra skoðanir löggjafanna um þetta mál. ly "@) Opið brjef til þeirra þrátíu og tveggja, Jrá Skólablaðinu. Pjer Ijetuð vel að mjer í maí og júní síðastl. Þjer vilduð taka mig til fósturs, og var það ekki nn'n sök. Eg var í eínstakra manna höndum; eg var í höndum góðra manna. Nú hef eg reynt, að fár er sem faðir, enginn sem móðir. Pjer tókuð mig upp á fjelagsarma yðar. Hvernig hafið þjerborið migáhönd- um yöar? Getið þjer svarað mjer nema niður- lútir? Margir hýstu mig fyrrum og buðu mjer greiða. Pegar á leið sumars, bjóst eg við, að enn fleiri opnuðu mjer dyr og byðu mjer til stofu. það urðu vonbrigði. Hafið þjer ekkért greitt götu mína? Hafið þjer ekki sagt búum og bænda- liði frá tilveru minni? Hafi eg átt 500 vini á landinu áður eti þjer — 32 — gerðust góðkunn- ingjar mínir, ætti eg nú að eiga 500 t 320 málkunningja. Engin ofætlun var það hverjum yðar, að kynaa mig 10 manns. Eg er barn f höndnm yðar; fram- tíð mín er komin undir því, hvernig þjer alið mig upp. Búið mig snyrtilega og látið dyr yðar standa opnar fyrir mjer, þá mun jeg verða öllum kærkominn gestur. Gleymið mjer ekki og munið skyld- ur yðar við mig; hjá ykkur á eg að fá föt, fæði og einkum húsaskjól. Fyrirgefið að jeg, ýti við yður ef þjer sofið, jeg hefi mest gaman af að vaka jeg vil að sem flestir vaki ;með mjer. í vináttu. X. $v$r upp á fyrir spurnir viMjandi „u. m. f. í.“ (Hr. Clausen, Sveinseyri.) 1. Hvert u. m. f. greiðir árl. 35 aura í »fjórðungssjóð« af fjelaga hverj- um, og ganga 20 aurar af því í »sambandssjóð«. Inngangseyrir enginn. 2. A stórum svæðum mun eflaust best að hafa fjelög í 2 eða fleir deildum, er starfi saman eftir hent- ugl. Rannig gerir u. m. f. í Mýr- dal t. d. (3 deildir) 3. Erfitt að gefa fullnægjandi svar viðv. áhöldum til líkamsæfinga. Sjá þó kaupbætisrit »Skólablað- ins«, »Líkamsmentun«. (Hr. Jón Á. Guðmundsson.) 1. Lög vor, er samin vóru í sumar, er nú verið að prenta á ný sök- um villna, er slæðst höfðumeð og skulu þau send yður, þegar þau eru búin. 2. »Reglulegur meðlimur« fjelagsmað- ur í hverju því ungm.fjel.,erfullnægir skilyrðum sambandsins til upptöku en til eru mörg ungm. fjel.. er eigi standa í samb. U. M. F. I. enn sem komið er. Og »heiðurs fjelagar.« t. d. eru eigi taldir »reglu- legir« fjelagar o. s. frv. 3. Á »kristilegum grundvelli« er það fjelag stofnað, er virðir og métur — í starfi sínu grundvallarkenn- ingar kristindómsins og starfar samkvæmt þeim. Ung fjelags- hreyfingin erlendis er runnin frá kristnum lýðháskólum — — — — Ljúft er mjer að veita allar þær skýringar og leiðbeiningar viðvíkjandi »U. M. F. í.«, er eg get í tje látið. Helgi Valtýsson form. U. M. F. í. Hl ^kólatlaSfinf frá 6uðm. Rialtasvni. 1. För okkar frá Noregi. Eg hjelt 13 seinustu fyrirlestra mína i Utþrændalögum í vor fyrir kross- messuna. Síðan fór eg heim. Svo fórum við að ferðbúa okkur til Dan- merkur! Annars ætluðum við helst

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.