Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 4
84 SKÓLABLAÐIÐ að fara heim til íslands í vor sem leið, eða þá vera kyrr í Noregi eitt árið enn. Nóg held eg að eg hefði haft að gera þar. Atvinnuhorfur okk- ar þar vóru samar sem áður. — En gamalt-j vinafólk í Danmörku hafði lengi hvatt okkur og skorað á okkur að koma þangað og vera þar svo sem eitt ár. Eg tók þessu lengi dauf- lega, bæði vegna kostnaðar, og svo hins, að þar er svo mikill sandur af fyrirlestramönnum, að fólki þykir nóg um, ef eigi landplága! Vildi eg eigi verða til þess að auka plágu þá. En áskoranirnar urðu sterkari og fleiri, og heitið var okkur því, að greidd yrði gata vor eins og auðið væri með því að útvega mjer þar fyrirlestrastarf. Datt okkur því í hug að ráðast í að fara til Danmerkur og sjá hvernig þar væri um að vera. Pví hvað sem nú fyrirlestrunum liði, þá sæjum við þar nýja náttúru, nýtt þjóðlíf, og svo nyja menning, sem hefir fengið svo mikið lofsorð á sig um allan hinn mentaða heim. Pað væri því rík reynsla, og mikll mentaviðbót að sjá þetta alt. Ög einkum mætti mjer þykja gaman að sjá allar framfarir Dana síðan eg fór þaðan fyrir 27 árum. Væri líka fróðlegt að kynna sjer hugarþel Dana til vorrar þjóðar á þessum tíma ein- mitt, er til skarar á að skríða. Og svo loksins að sjá þar góða gamla vini og kunningja. Við kvöddum svo norska vini og kunningja með þökk- um og söknuði og okkar var líka saknað. Svo fórum við á skipum suður með landi og til Stafangurs. Leið sú er, frá Romsdal þar sem við vor- um, 76 hnattmílur. Frá Stafangri fór- um við svo á járnbraut 20 mílur og svo til Flekkefjord og svo þaðan á skipi til Kristjanssand, og þaðan til Fredrikshavn á Jótlandi. Og þaðan á járnbraut til Kolding, og svo hingað á hestvagni. Vorum við þá búin að fara 150 mílur frá Romsdal. Pað var 10 daga ferð og kostaði hún um 160 kr. auk undirbúningsins. Við fengum afbragðs viðtökur hjerna. Peir sem kvöttu okkur að fara hingað, hafa líka duglega og drengilega rutt okkur braut. Svo nú er eg búinn að halda 40 fyrirlestra á 12 lyðháskólum og í 8 fjelögum. Hafa þeir oftast kosið efni um ísland og tekið fyrirlestrununi vel. Tilheyrendafjöldinn hefir oft skift mörgum hundruðum, enda hafa þá oftast fleiri talað. Hefir okkur liðið vel og fólki farist mjög vel við okkur. — Annars rita eg ekki meira um Danmerkurför okkar að sinni, þurfum fyrst að sjá, heyra og reyna betur. Erum þó búin að vera hjerna 4 mán- uði, líkar mjer vel eins og á æskuár- unum, þegar eg var hjerlendis. ii Svo margs og mikils megum við sakna frá Noregi, að of langt er upp að telja. Leið okkur mjög vel. Ekk- ert vantaði nema þúfur að sljetta. — Einna best leið okkur samt tvö seinustu árin. Pá bjuggum við á þeim allra fallegasta stað, sem eg hef sjeð erlendis. Sambýlisfólkið var fyrirtaks gott og tekjur okkar langmestar. En loftslag og heilsa var rjett í meðallagi. Rómsdalsveðráttan er heldur hrá- slagaleg og óstilt. Annars hefir æfi okkar aldrei verið jafn róleg og skemti- leg eins og þessi 5 ár í Noregi. Engar erjur njé öfundarmenn. Og þegar á alt er litið, þá hef eg sjálfsagt aldrei verið eins vel skilinn og starf mitt aldrei eins vel metið og launað eins og viðaínorskum æskufjelögum, t. d. í Orkladal. Rar, eins og víðast hvar í Noregi, kom ég ókunnugur öllum, átti enga vini nje kunningja þar. Góðir kunningjar og vinir líta jafn- an á hjartalagið, hvort sem þeir eru innlendir eða útlendir. í Noregi þarf eg oft ekki kunningskap eða vin- áttu, til þess að á það sje litið. Enda segir hinn merki norski biskup Bang, að Norðmenn sjeu í þessu að líkind- um ef til vill öllum þjóðum fremri. Erh. Millli hafs og hlíða. nýtt skólabús á Suðurcyri í Súaaitdafirði. Um það segir í brjefi til ritstj.: Húsið er einstaklega vel vandað. Mjer liggur við að segja, að Súgfirðingar eigi mikið hrós skilið fyrir það, hversu fljótir þeir voru að koma í framkvæmd þessari skóla- hússbyggingu. Mig minnir að það hafi verið í febrúar síðastl.að við vorum nokkrir á fundi og ræddum um vöntun á skóla- húsi. Tveiraf þeim, sem voru viðstaddir, lofuðu þegar að gefa til byggingarinnar 100 kr. annar en hinn 50 kr. Varð þaðtil þess að seðill varlátinn ganga um hreppinn (í sama tilgangi) og söfnuðust brátt saman 800 kr. sem frjálsar gjafir. Pví næst var ákveðið að hreppurinn fengi að taka 2000 kr. lán til byggingarinnar. Með þessu fje í höndum var byrjað að byggja. Úr land- sjóði fengust svo 1000 kr. ðg þá varð hægt að kóma upp húsinu. — — — Ekki ætla Súgfirðingar að láta standa á sjer að fullnægja fræðslulögunum nýju Börn os kvikmyndasvningar. Á Hamri í Noregi jhefir eftirlitsnefnd barnaskólans sent tveim kvikmynda- fjelögum þar í bæ athugasemdir sín- ar viðvíkjandi því, hve óheppilegt það sje að veita börnum ótakmarkaðan að- gang að kvikmyndasýningum, og fær- ir nefndin rík rök að máli sínu. Sting- ur nefndin upp á því sem mjög æski- legu, að haldnar sjeu t. d. 2 sýningar á viku handa börnum sjerstaklega, og sjeu þá sýndar myndir við þeirra hæfi. Að öðrum sýningum sje eigi börnum veitt aðganga nema þá með foreldr- um sínum eða öðrum fullorðnnm vandamönnum. — — Er hjer einn- ig athugunarefni fyrir Reykjavíkur- kennarana.— -Bcim ki. í fleiri borgum í Noregi var í haust samkvæmt borgarstjórnarákvæðinu tek- inn upp sá siður að »hringja börn heim« úr götum bæjarins á kvöldin. Pykjast bæði kennarar og foreldri þegar sjá góðan árangur af því, eins og gefur að skilja. í Kristíaníu er t. d. kirkjuklukkunum hringt kl 8 að kvöldi, og barnafjöldinn minkar þeg- ar, að miklum mun á götunum. — í lít- illi borg, erFarsund heitir, er hringt kl. 7. og er til þess tekið, hve mjög börnin flýti sjer heim úr öllum, áttum er þau heyra klukknahljóminn. »Kennarafjelag (slands« ætti að taka þetta til athugunar: eigi er þörfin m i n n i hjer en erlendis. Og sorg- legt er að sjá börn, jafnvel eigi eldri en 3 — 4 ára ráfaágötum úti fram á nætur, án þess að foreldri hafi nokk- urt eftirlit með þeim. Jyrsta fr*ðslu$amþyktin samkvæmt hinum nýju lögum um færðslu barna var samin, og samþykt á Iögmætum fundi 16. ágúst í sumar, fyrir Staðarsveit í Snæfellsýslu. En Landmanna- hreppur í Rangárvallasýslu átti sjer fræðslu- samþykt löngu áður en lög um fræðslu barna 22. nóv. 1907, urðu til. nýútkomin bók. Málfræði íslenskrar tungu eftir Dr. Finn Jónsson er nýlega komin út. Kostn- aðarmaður: Sigurður Kristjánsson. Bók- arinnar verður nánar getið í næsta blaði. Prcntoillur höfðu orðið nokkrar í síðasta blaði. Rétta er ein hin iakasta: »í skólun- um« á þingi, í stað: »skólamálunum« á þingi. */*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*/*■/*/*/*/*■ ■*/Æ/Æ/Æ/*/40/*/W/W/Æ/*/*/ÆyÆ/Jr/Æ/*/Æ/Æ/*r*/*S*'*/*/*/*/*/Æ/Æ/Æ/*/+/*S*/*/*/M/Æ' Útgejandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. rÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ Æ. Æ ’Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Ritstjóri og dbyrgðarmaður: JÓN PÓRARINSSON. TÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/r/Æ/Æ/Ær/Æ/Æ/r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆXÆ/ÆíÆtÆCÆ/Æ/Æ/WSÆ/Æ/Æ* Prentsmíðja D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.