Skólablaðið - 01.12.1908, Qupperneq 1

Skólablaðið - 01.12.1908, Qupperneq 1
Annar árgangur. 22. blað. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á ári. bkeykjavík I. des. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. /908. Lýðmentun - Og eyðsla og óspilun. Einhver »Sveitamaður« skrifar í 71. tölubl. »ísafoldar« grein, sem hann kallar »Stjórnarskifti — og eyðsla og óspilun«. Maðurinn er ósköp gramur, og hon- um er fjarska mikið niðri fyrir. Hann er gramur yfir því, hve ráð- lauslega sje farið með efni landsins og »eyðslan gegndarlaus til þeirra hluta, sem þjóðin hefir ekkert gagn af«; þetta sjeu að vísu orð »ísafoldar«, en hann sje blaðinu al- veg sammála um það, og vilji bæta dálitlu við, nefnil. því: »hve gífur- lega og glæfralega þjóðinni eða almenningi er íþyngt með nýjum og auknum gjaldálögum«. Petta er nú auðvitað steypibað, »pólitísks« eðlis, — yfir stjórnina, sem enginn fær hroll af. Steypiböð verka, eins og kunnugt er, þannig, að þau verða béinlínis þægileg, þegar þau eru nógu tíð. En hrollurinn gerir fyrst vart við sig, þegar «sveitamaðurinn« fer að finna orðum sínum stað. Pað eru vegilögin og fræðslu- lögin, sem hann festir einkum auga á; að því er íþynging sveitasjóð- anna snertir fræðslulög’in. Skólabl. leiðir þessa grein hjá sjer að öðru en því, er snertir fræðslu málið. Orð greinar-höfundarins eru greini- leg og ótvíræð um það, að hin nýju lög um fræðslu barna »íþyngi gífur- lega og glæfralega* þjóðinni eða al- menningi með nýjum og auknum gjaldálögum,« og það er að minsta kosti mjög erfitt að verjast þeirri hugsun að hann telji fjárframlög til lýðfræðslu meðal fjársóunar til þess, sem þjóðin hefir ekkert gagn af. Pessi kenning er að því einu merki- leg að hún er eins dæmi nú á dög- um í víðri veröld; einmitt nú á dög- um, þegar öllum þjóðum, sem annars eru taldar að sjái fótum sínum for- ráð, kemur saman um að telja því fje vel varið, sem greitt er til aukinnar *) Auðkent af sveitamanni sjálfum. lýðfræðslu, þegar hver keppist við annan um að koma upp sem vegleg- ustum skólahúsum og gera skólana úr garði svo sem best má verða til þess að afla andlega og líkamlega hraustr- ar kynslóðar, þegar vegur og virðing kennarastjettarinnar, leiðtoga ungu kynslóðarinnar, fer sívaxandi, þegar öll Norðurlönd o. fl. taka einmitt úr þeirri stjett menn til að skipa hin veglegustu og vandamestu sæti stjórn- enda landa og ríkja, þegar öllum — sem bera skyn á almenn mál — ber saman um að góð lýðmentun sje skilyrði fyrir allri gagnlegri þróun með þjóðunum, andlegri og líkamíegri. Peir, sem eru gerblindir fyrir þýð- ingu endurbættrar lýðmeutunar, gera rangt í því að kenna stjórninni og þinginu um þá fjáreyðslu, sem lög um fræðslu barna hefir í för með sjer, og þeir sem skilja það, að auk- in lýðmentun er lífsspursmál fyrir þessa þjóð, ef hún á að geta lifað og verið þjóð, gera rangt í því að þakka stjórn og þingi fyrir fræðslu- lögin. Þjóðin hefir sjálf skapað sjer þessi lög. Og hún hefir verið að því einn mannsaldur. Engin eiginleg »agitation« hefir verið í þessu máli; engir sendlar gengið um sveitirnar; engin undirskriftarskjöl verið á ferðinni; aðeins einstaka rit- gerðir birst á stangli frá örfáum mönn- um um það, að alþýðan íslenska standi ekki lengur jafnfætis alþýðu manna í öðrum löndum, — með hvatn- ing til að bæta úr því. En samt sem áður var skilningur fjölda margra kjósenda orðinn svo þroskaður, á nauðsyn lýðfræðslunnar, að á kjör- fundum fyrir næst seinustu alþingis- kosningar og á þingmálafundum und- ir þingið sem þá fór í hönd, var lýðfræðslumálinu víða skipað fremst allra mála. Pað vor hefði rödd »sveita- mannsins« verið hjáróma; líklega ekk- ert blað á landinu viljað ljá honum rúm fyrir greinina sína. Þingmálafundirnir heimtuðu aukna lýðmentun og þeir heimtuðu fyrst og fremst kennaraskóla. Hvað átti stjórnin þá að gera? Hvað átti þingið að gera? Hvað annað en að taka þessar óskir til greina! Og það var svo sem ekki þakkar vert, svo rjettmætar sem þær vóru. En meiri fjarstæða er þó hitt að kveða upp áfellisdóm yfir þingi og stjórn fyrir það að hafa hrundið mesta velferðarmáli landsins svo vel áfram, sém gert hefir verið með lög- um um stofnun kennaraskóla og lögum um fræðslu barna. Eða ímyndar »sveitamaður« sjer, að góð lýðmentun fáist fyrir ekki neitt? ímyndar hann sjer að skólar verði bygðir fyrirhafnarlaust og úr engu? ímyndar hann sjer að kenn- arar geti lifað af löftinu? Heldur hann að þeir geti orðið »vandir við vind og snjó að jeta« — eins og f bög- unni stendur? ímyndar hann sjer að ekki þurfi annað en halda nokkrar ræð- ur á mannfundum, skrifa nokkrar blaðagreinir um lýðmentun, skrifa lög nm kennaramentun og barnafræðslu óg svo komi lýðmentunin af sjálfri sjer? ímyndar hann sjer að ekki þurfi annað til að auka þjóðinni táp og fjör og framtakssemi, eða kenna henni að elska landið sitt og skapa í hana vilja og mátt til að gera eitthvað fyrir það — en syngja: »Táp og fjör og frískír menn« og »Ó, fög- ur er vor fósturjörð?« Ef hann heldur það, þá skjátlast honum. Reynslan er sú, að lýðment- unin kostar mikla vinnu og mikið fje annarstaðar. Það verður líka okkar reynsla. En fjeð kemur aftur. Lýðmentun- in borgar sig. Rað er þá »fjársóun« og »óspilunarsemi« að greiða verka- Iaun fyrir að grafa vatnsveituskurði og sljetta tún hjer á landi, ef rjett er að kalla »fjársóun« og »óspi!unar- semi« að greiða kennurum alþýðunn- ar hæfileg laun. »Sveitamaðurinn« æðrast yfir þvi, að útsvör hafi hækkað á þessu ári um helming í hans sveit »aðallega vegna fræðslulaganna. Má vera að svo sje, og er vonandi að svo sje. Pau hefðu ekki gert það hefði hann mátt ráða; hann ræður þá líklega litlu þar í sveit, sem betur fer. Vílið útaf gjaldabyrðinni er ekki nýtt í heiminum; enga stjórn eða þíng getur langað til að auka hana að óþörfu, síst þar sem gjaldþolið er lítið; en »nauðsyn brýtur lög«. Par

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.