Skólablaðið - 01.12.1908, Side 3

Skólablaðið - 01.12.1908, Side 3
íhaldsemi og ónot. Það er verið að koma fræðslumál- um vorum í lag. Verkið sækist seint, því mörg er mótstaðan. Margur er þröskuldurinn á leið þeirra manna, sem bera merki skólamála vorra. Peir eru of margir steingervingarnir, sem framfara — og framkvæmda- menn vilja kallast, en standa þó liða- mótalausir og tómhöfðaðir langt inni í liðnum tíma. Vjer skyldum ætla að slíkra stein- gervinga gætti meira á útkjálkum lands- ins en í kaupstöðum. Vjer skyldum ætla að menningar- straumurinn væri sterkari í kaupstöð- um og þá ekki síst í höfuðstað lands- ins, Reykjavík. En reynslan sýnir oss, að hann er ekki orðinn það sterkur hjer enn pá, að hann hafi borið slíka steingervinga í haf út. Það er ekki langt á að minnast, er fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurbæ var til umræðu hjá bæjarstjórninni, að steingervingar stóðu í vegi fyrir sjálf- sögðum framkvæmdum. Þarfir bæjarins eru miklar og pen- inga brestur í svipinn. Leiðirnar eru tvær til að bæta úr peningaskortinum, önnur að hækka gjöld bæjarmanna, hin að taka lán. Lántakan er þó varhugaverð nema til arðvænlegra fyrirtækja sje. Það virðist óhyggilegt og ógerlegt að taka lán til að halda barnaskólann, þessi kynslóð verður að leggja þá byrði á herðar sjer meðan hennar nýt- ur við. Nokkrir bæjarfulltrúarnir urðu ærið orðmargir um hækkun þá, sem verð- ur á tillaginu til barnaskólans. Hækk- un sú er afleiðing af því, að börnum hefir fjölgað í skólanum, altað helm- ingi, sakir skólaskyldunnar. Hækkunin nemur þó ekki meir en tíu þúsundum. Skólastjórninhefiraðlíkind- um ekki sjeð sjer fært að hafa fjár- áætlunina hærri, en hlotið hefir hún að sjá, að meira fje þurfti ef skóla- haldið ætti að vera í iagi og kennur- um launað sæmilega. Hvernig taka svo bæjarfulltrúar fjár- áætlun þessari? Nokkrir þeirra rísa óðir og upp- vægir gegn henni og vilja færa hana niður um fjögur til sex þúsund, það er fjáráætlun þá, sem er ætluð til aukakenslu við skólann. Reim blöskr- ar hvað hún er há. En hjer um bil öll kensla við skólann er aukakensla, og er því hjer um að ræða aðalkenslu, því aðeins tveir menn hafa fastar stöður vió skólann, og er annar þeirra skólastjóri, sem er önnum kafinn við eftirlit og kennir þar af leiðandi lítið. Væri nú öllum þeim stundakenn- urum, — sem vinna frá 5 til 10 stund- ir á dag í þarfir skólans, að heima- vinnu meðtalinni, — borgað jafn ríf- lega og barnakennurum, í öðrum sið- SKÓLABIiAÐlÐ uðum löndum mundi fjárhagsáætlunin ekki verða 21000, eins og hún nú er heldur verða 50 til 80 þúsund. Bær- um vjer kennarar oss saman við hina heiðruðu bæjarfulltrúa og krefðumst jafn hárra launa og þeir fyrir sín störf mundi fjárhagsáætlunin einnig hækka og ekki minna. Með þessum launa mismun er al- gerlega gengið á snið við jafnrjetti og sanngirni. F*að er langt frá því að vera hneyksli að nefna saman landritara- starf og barnakensiu, hvort tveggja er nauðsynjaverk unnið í þjónustu þjóð- arinnar og barnakenslan er engu síð- ur þýðingarmikið verk. En hver er launamunurinn? — Vinnur landritarinn fleiri stundir á sólahring en vjer? Vill hann sjálfur vinna verk vort fyrir þau Iaun, sem hann vill borga? Nei, hann vill það auðvitað ekki og gæti ekki heldur unnið það eins vel og vjer nema hann kostaði enn meiru til sín, gengi blátt áfram í kennara- skóla. Rað er annars mikil furða að ment- aðir menn skuli ekki finna, að efþeir skiftu starfi við oss barnakennarana mundu þeir þarfnast, heimta og vilja jafn há laun og þeir hafa í stöðu sinni, embættinu. — Pað sætir undrun að þessir menn skuli ekki sjá nje finna að barnakensl- an er svo þýðingarmikið starf, að hana ber að launa svo ríflega, sem kostur er einmitt til þess að tryggja sjer góða starfskrafta. Reykjavík á að ganga á undan í þessu. Hún á að afla sjer góðra kennara og hún á að launa þá vel. Bæjarfulltrúarnir ættu að bera saman fjáráætlun annara þjóða til barnaskóla sinna og sjá í spegli þeim, hve aftar- lega vjer erum á menningarbrautinni. Gerðu þeir það, mundu þéir ekki halda dauðahaldi í hvern 5eyringinn fyrir hönd bæjarsjóðs, öllum til óþurftar og sjer til hneisu. Það væri meinlaust þó Kristján Þor- grímsson grenslaðist eftir því, hjá Svíum til dæmis, hvort þeir telja eftir hvern eyri, sem þeir leggja til skóla sinna og hve há framlög þeirra eru til barnaskólanna. Eigi hann ekki kost á að sjá það annarstaðar ætti hann að líta Skóla- blaðið, þar getur hann sjeð útdrátt úr fjáráætlun annara þjóða til skóla og launaupphæð kennara. Kristján þarf að halda Skólablaðið, maður, sem fjallar jafn mikið um skólamál og hann. — Eg set hjer að gamni mínu ofur lítið sýnishorn launa, sem barnakenn- arar hafa í nokkrum borgum í Svíþjóð. Pað væri gott fyrir íhaldssama bæjar- fulltrúa að kynna sjer það. Árslaun: Stokkhólmi 1800-3400 Gautaborg 1350 — 3000 Málmey 1500-3000 Gefle 1500-3000 8? Norrköbing 1500 — 2800 Karlstad 1800-2700 Kalmar 1300 — 2500 Ystad 1550-2400 Þórður Thoroddsen ætti að grensl- ast eftir fjárframlögum til barnafræðslu, í löndum þeim, sem af má læra áður en hann leggur hönd á það verk að rífa niður það sem aðrir byggja upp. Peim er óhætt hjerna yfirleitt, þeir setja ekki markið of hátt. Inn í umræðurnar um fjárveiting- una til barnaskólans hjer skjóta svo bæjarfulltrúarnir því, að kenslan, við nefndan skóla, sje ekki betur en það af hendi leyst, að hún sje fyllilega launuð, þótt eitthvað væri dregið úr því sem nú er. Það er harla öfugur hugsunarhátt- ur að ætla að bæta starfskrafta með því að borga þá illa eða enn ver en nú á sjer stað. Ekki er það síður fjarstæða hjá hin- um heiðruðu bæjarfulltrúum að ætla sjer að setja menn á föst laun við skólann í því augnamiði að spara; það verður þeim ómögulegt vanviróu- laust. Tíminn skér nú úr hvað þeir geta látið Reykjavík verða langt aftur úr í þessu efni. Ónotum bæjarfulltrúa í garð skól- ans er varla vert að svara, þegar þess er gætt, að mennirnir byggja álit sitt, á skólanum, á bæjarmælgi. Mjer er ekki kunnugt að sumir þessir menn eigi börn í skólanum nje hafi sjálfir komið í skólann og kynt sjer þar kenslu eða reglu. Eg mynnist ekki að haia sjeð þá þar innan dyra hvorki í kenslustundum nje við próf. Af þessu má álykta að þeir þekki of- lítið til skólans, til þess að þeir geti lagt dóm á hvernig hann sje. Skólastjórnin á að hafa eftirlit með skólanum, og nú sem stendur skipa hana þeir menn, sem vit hafa á skóla- gæslu og skólahaldi, enda hafa þeir notið þess trausts hjá bæjarstjórninni að vera kosnir til að gegna þeim vanda. Yfirmaður skólans er gætinn og vanur maður, sem ekki vill vamm sitt nje skólans vita. Þetta ætti bæjar- fulltrúunum að vera ljóst og forðast að taka kviksagnir um skólann og kennara hans fram yfir álit skólasjórnar og skólastjóra. Hitt er of mikil einfeldni að deila um það á bæjarstjórnarfundum hvort ekki muni vera misjafn sauður í mörgu fje. - Bæjarfulltrúarnir eru nú ekki nema 15 og þó harla misjafnir, það þykir ekki tiltökumál. Engan þarf heldur að undra þótt kennarar við barnaskólann sjeu misjafn- ir, þeir eru nú nær 40 að tölu. Pó er það nærri undravert hvað skólinn hefir fengið marga góða kenn- ara eins lág og launin eru. Pess skal getið að sumt af þeim eru einmitt konur og kemur það illa heim við dóm sumra bæjarfull- trúanna.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.