Skólablaðið - 01.12.1908, Síða 4

Skólablaðið - 01.12.1908, Síða 4
88 Það gengur hneyxli næst að bæjar- fulltrúarnir skuli ékki með góðu geði samþykkja nauðsynlegt fjárframlag til barnaskólans. Peim ætti að vera Ijóst, að tvent er fyrir hendi, annað hvort að leggja skólann niður eða halda hann bænum til sóma og það verður ekki gert nema með miklu fje. Skyldi þeim ekki bregða í brún sumum bæjarfulltrúunum ef sagt væri við þá, að óhjákvæmilégt væri að koma upp öðru barnaskólahúsi hjer í bænum, á stærð við það sem nú er og halda þar annan skóla? — En þess arna þarf bærinn hið bráð- asta. Veitti þá ekki af þótt einhver Krist- ján Þorgrímsson byði kenslu fyrir 25 aura um klukkustundina til þess að spara fje, því þá mundi Þórði vera farið að finnast þung gjöldin til barna- fræðslunnar. H. /. Spurningar 09 $nor. 1. Svo hagar til í hreppi, að öll börn á skólaaldri geta gengið til skóla heiman og heim daglega, og á ekkert barn lengra að ganga en hálfa klukkustund, ef tvö skólahús eru bygð. Meinmgin, að einn kennari kenni í báðum, sinn daginn í hvoru. Fæst styrkur úr landssjóði til að reisa tvö hús í sama hreppi? Getur þessi hreppur verið skólahjerað, með svona löguðu fyrirkomulagi? Ekkert því til fyrirstöðu að styrkur- inn fáist, þó að húsin sjeu tvö í sama hreppi. Hreppurinn getur verið skóla- hjerað. 2. Eru kennarar skyldugir til að fylgja í kenslunni þeirri rjettritun, sem land- stjórnin hefir ákveðið á Lesbókinni, z hvergi, »je« en ekki «é«? Kennarar, sem nota þessa lesbók við móðurmálskenslu — og það munu flestir gera — eiga sjálfsagt að fylgja í kensl- unni sömu rjettritun og er á lesbókinni. Peir mundu að óþörfu baka sjer óbæri- lega erfiðleika með því að gera það ekki. 3. Kennari er ráðinn af skólanefnd fyrjr mörgum árum til að vera farkenn- ari í sókninni. Hann hefir kent þar á hverjum vetri síðan, án þess að vera ráð- inn að nýju fyrir hvert ár; hann kennir þar enn í vetur á sama hátt og áður, og hefir enga uppsögn fengið frá neinni hlið. Er hann ekki löglega ráðinn, enda þé aðnú sje kosin fræðslunefnd í hreppn- um, sem engar ráðstafanir hefir enn gert um nýtt kenslufyrirkomulag? Fær hann ekki stýrk úr landsjóði fyrir starf sitt í vetur, eins og undanfarið? Báðum spurningnnum svarast játandi. 4. Er ætlast til þess að barn, sem er 13 ára haustið 1908 taki fullnaðar próf samkvæmt hinnm nýju fræðslulög- um að vori (1909)? Nei. 5. Er það löglegt að maður, sem kosinn er í fræðslunefnd af miklum meiri hluta kjósenda, setja annan í sinn stað, án þess hann sje á nokkurn hátt hindr- aður? Nei. 6. Á hreppsnefnd að jafna niður fæð- iskostnaði, húsnæði og þjónustu handa farskólakennara, eða eiga barnaeigendur að skifta þeim kostnaði milli sín. Hreppsnefndin á að jafna kostnaðinum niður. 7. 10—14 ára utanhreppsbörnum er komið fyrir í skóla. Má leggja kenslu. gjald á þau? Aðstandendur þessara utanhreppsbarna verða að taka tiltölulega þátt í skóla- kostnaðinum, ef krafist er. 8. Á síðastliðnu hausti vóru útsvör hækkuð um 20°/o °g ætlast til að þessi hækkun gangi til að reka farskóla í hreppn- um. Nú hefir partur af hreppnum feng- ið leyfi til þess að verða skólahjerað, fellur þá hækkun sveitarútsvara þeirra gjaldenda, sem eru í skólahjeraðinu, til skólans? Já. 9. Er sá skólakennari, eða kenslukona við heimangönguskóla löglega ráðinn í haust, sem ráðinn er fyrir lægra kaup, en lög um fræðslu barna 22. nóv. 1907 áskilja? Á skóli, sem ræður aðalkennara fyrir 200 kr. (fæðir sig sjálfur) um 6 mánuði, að fá styrk úr landsjóði? Báðum spurniugunum svarast neitandi. Fá farskólar, er eigi hafa aflað sjar kensluáhalda þeirra er ákveðin eru í fræðslulögunum, fullan styrk úr landsjóði veturinn 1908—1909? I þetta sinn fá þeir einhvern styrk enda þó að ábótavant sje um kenslu- áhöld. (SíSZ/ "@) Framhaldsraentun kennara. I 17. tölublaði Skólablaðsins, þéssa árs, er óskað eftir því, að kennarar láti í Ijós við Skólablaðið á hverjum tíma árs þeir áliti heppilegast að framhaldsmentun kennara fari fram éftirleiðis. Og jafn framt er þessget ið, að það geti leikið á nokkrum vik- um: April-maí maí-júni eða júni-júlí. Að námskeiðið byrji í apríi álít eg mjög óheppilegt. það mun vera meiri hluti sveitakennara, sem ekki byrja að kenna fyr en um miðjan október, og eru þá heldur ekki laus- ir fyr en um eða eftir miðjan apríl. Peir yrðu algerlega úti lokaðir frá því að nota þetta námskeið, sem þó er svo dýrmætt fyrir þá að eiga kost á. Pótt meiri hluti kennara byrjaði kénslu 1. októper og endaði 31. mars, þá mundn margir verða að fara á mis við þetta námskeið, éf það byrjaði í apríl, sökum þess,' hvað samgöngur eru þá örðugar og afar dýrar. fp?Eg hygg að námsskeiðið ætti als ekki að byrja fyr en 14. maí. Sá tími mun verða mörgum hentugastur og ódýrastur. Að það byrji ekki fyr en í júni er víst heppilegt, að því er snertir sam- göngur, en það mundi verða mörg- um tilfmnanlegur atvinnumissir, því þegar kemur fram í júlí, þá fer tím- inn að verða dýr fyrir þá, sem stunda sveitavinnu. Kenslukona. 53 IÁRGANG SKÓLABLAÐSINS # hefur víst enginn gleymt að lesa, en nokkrir hafa til þessa gleymt að borg’ahann; þeir eru vinsamlega ámintir að gera það sem fyfst. L=JEdt=iaEll=ll=l er hjá HALLGRÍMI JÓNSSYNI skólakennara á Bergstaðastræti nr. 27. Menn eru beðnir að snúa sjer til hans um útsendingu og borg- un á því, en ekki til ritstjórans. r/*/*/* Æ/S/Æ. Æ/Æ/Æ/ÆsÆ Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ- Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ, Útgefandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN Þórarinsson. ,£r/M/*/w/M/jr/Æ/M/*/*/*/T/Æ/Æ/Æ/Æ/*‘r/*/+/*/*/Æ/Æ/Æ/jr/Æ/*/*xÆ//r/jr/*/*/ÆS*/jr//*m.tm Prentsmiðja D. Dstlunds.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.