Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 4
92 SKOLABLAÐID sviði. Það getur ekki komið til nokk- urra mála, að láta nemendur verja svo miklum tíma til orðmyndafræðinnar einnar, sem þessi hlyti að leiða til. Pegar af þessari ástæðu getur búnað mínu viti, ekki komið skólunumað Iiðí, — nema semfróðleikslind kennarana. Enn fremur leggur hún forn- málið til grundvallar. Skólanámsbók í ísl. málfræði verður að hafa nútíðarmálið að sjónarhól. Bök þessibætir þvíekki úr þeirri þöríinni, en mest kreppir að íslensku-kenslunni í skólum vorum. t>að var handhæg náms- bók haida miðskólunum, í öllum þáttum ísl. málfræði, sem helst vanhagaði um Slíkri bók gátum vjer ekki heldur búist við frá hendi þess manns, sem hefur eingöngu fengist við vísindasíörf. Eri í góðar þarfir kemur »Málfræðin« skólakennurum samt sem áður, bæði að því leyti sem jeg hefi áður tekið fram, og þá eigi síður sakir þcss, að á umfangs- mesta sviði íslenskrar málfræði hefur höf. með bók þessari búið snildarlega í hend- urnar á æfðum kennara, er taka vildi að sjer að semja handhæga námsbók. Og eg vildi óska, að próf. Finnur eða aðr- ir snjallir vísindamenn vildu ryðja sem fyrst jafn-grandgæfilega brautina eiunig í öðrum höfuðþáttum íslenskrar málfræði, eigi síst orðaskipunarfræðinni. Viðunan- legt ágrip til kenslu í þeirri grein verð- ur vart samið enn sem komið er snkir skorts á nákvæmum vísindalegum rann- sóknum. Um einstök efnisatriði hirði eg ekki að tala; eg æfla mjer ekki þá dul að fara að knjesetja höfundinn, og það því síður sem athugasemdir mínar gætu að cins náð til smámuna. Það er óhætt að full- yrða, að bókin sje svo áreiðanleg sem framast er kostur á. Fáeinum íslenskum bögumælum virðist mjer þó gert helst til hátt undir höfði, ekki að því leyti að á þau er minst — bögumæli eru merkileg í mörgu tilliti, einkum þau sem eru frjóangar framtíðar-máltísku — held- ur er hitt, að höf. virðist ætla þeim of ríkan stað í mælta málinu, t. d. nelgdi (f. negldi), jórar, læknirar o. fl. Sams konar ofástar á daglega málinu gætir einnig í orðiæri höfundarins og gerir það sumstaðar óviðfeidið.. En lítils virði er það atriði um þess kyns rit er hjer er um að ræða. Kostur hefði það verið á bókinni, ef henni hefði fylgt skrá yfir öll þau orð, sem tekin eru til meðferðar sjerstaklega; mundi hún þá hafa orðið mun handhægri til afnota. Hjartans þökk sje höfundinum fyrir ritið. Sýni íslendingar nú rækt sína og alúð við móðurmálið — með því að afla sjer bókar þessarar og færa sjer fróðleik henn- ar í nyt. Margur er þurfandi þess, og það jafnvel þeir, er vandlætingasamastir eru um rithátt annara manna. Kennari. Nýjar barnabækur. »Unga ísland« hefir nú sent út 4. barnabókina sína; það er úrval úr kvæð- um og sögum Jónasar Hallgrímssonar. Enginn mun telja því litla kveri ofaukið, þó að Ijóðabók Jónasar sje nú víða til og annað úrval úr Ijóðum hans koi^ið út fyrfr skömmu; sá sem þarf þess ekki með sjáifur, getur altaf glatt einhvern lítinn vin eða vinstúlku með slíkri gjöf. Það er oss ættgengt Islendingurn, að elska Ijóð og sögur, og eg held, að fram- ar megi segja urn Jónas, en nokkurt ann- að af skáldum vorum, að hvert barn unni honum. Kverið er lítið, 4 arkir, og kvæðin því fá, enda hafa sögurnar v rið látnar sitja í íyrirrúmi; er ekki að því að telja, því að þar er hver síða vel skipuð og valið orð í hverju rúmi, en ai því að Jónasarkvæði eru svo vinsæl af almenningi má búast við því, að margur sakni einhvers, sem hann hefði viljað finna í úrvali þessu, cinn þessa og annar hins; veiður ekki við slíku sjeð. Eg hefði t. d. hek'ur slept síðustu sögunni, en tekið í stað tin formanns- vísurner« ög skipað þeim hjá »sláttuvís- unum«. Eg sakna þeirra þaðan, og er eg þó ekki sjómaður. Ekki er það ein- göngu eða beint af því, hver yiirburða- snild er á þeim, heldur meðfram af því, að Jómis beitir þar, og í sláttuvísunum list sinni til að sýna, hvílíka fegurð ís- Ienska vinnan heiir að geyma, bæði á sjó og landi; hvernig þar tvinnast sam- an ánægja lífsins og alvara. Svo hefði Eggert Ólaísson viijað kveða. Annars eru þeir ekki margir, sern valið hafa það yrkisetnið. Slík kvæði fiunast mjereink- ar vel faliin hauda ísl. unglingum, heil- næm og hrein, eins og heyangan og hafgola. Skaldin hafa kent niörgum að finna þar fegurð og tign í náttúru lands- ins, sem þeir hefðu annars enga fundið, ekkert annað en óblíðu og ófrjósemi til erfiðleika og kvalar. Með því hafa þau auðgað lífið að mörgum yndisstundum. En mundu þau ekki lika geta komið mörgum til að finna fegurð og yndi í vjnnu og störfum, þar sem hann verður nú ekki var við annað en stritið, þreyt- una og baslið? Ekki væri það minni ávinningur fyrir þjóðina. Mundi það svo torfundið tápmiklum unglingi, að það sje í rauninni alt eins góð skemtun að slá og hirða hey, eins og að dansa, að ganga að sauðum, eins og að sitja á gilclaskála; og þá má það vera skárri sjónarleikurinn, sem tekur því fram að reka á lambafjallið eða fara í göugur. Pá yrði nú fyrst gaman að lifa, er menn geugju að störfum sem til gleðileika, með augun og hugann opinn fyrir feg- urðinni og unaðinum, sem þau hafa líka að bjóða. A undan þessari barnabók hafði Unga ísland gefið kaupendum sínum þrjár aðr- ar barnabækur. Það er þegar eigulegt safn. Ekki hefir það samt látið þar við sitja, þessi kver eru við hæfi unglinga og stálpaðra barna, en það hefir ekki viljað setja yngri syst- kinin hjá, og svo sendir það þeim »barna- sögur«. Af þeim er nú komið 2. heft- ið. Þar eru 4 sögur, og þykir börnum vafalaust gatnan að þeim öllum. Óprýði er það á því kveri, hvað margar eru í því prentvillurnar og orðatiltæki sum illa íslensk: Kongsdóttirin hló, svo að tárin stóðu í atigum hennar, f. svo að henni vöknaði um augu. Kerlingin dróg Hans út úr, f. fram úr rúminu. Fætta olli, f. fjekk foreldrunum mikillar áhyggju (olli stýrir þágufalli). Grjeta var næstum því dáin af hræðsiu, f. var nær dauða en lífi af. »GangsIaust« fyrir »gagnslaust« mun vera prentvilla, en það er annars orðið furðulega títt að sjá í riti þá stafa- reglu, í. d. hengt f. hegnt, gengt f. gegní. Satt er það að vísu, að víða getur að líta stæni syndir gegn ísl. tungu, en í þessuni barnasögum, en við börn skyldi hver maður vera orðvarastur, svo um dönskuslettur sem annan Ijótan munn- söfnuð. Eg man ekki hvort þau systkinin Unga fsland og Skólablaðið hafa nokkurn tíma vikið hlýju orði hvort að öðru, en vel mætti vera kært með þeim; þau vilja bæði svo gjarna hafa gott fyrir börnun- um, og fyrir börnin vilja þau bæði lifa og vinna. Skólablaðið biður alla, sem orð þess sjá eða heyra, að muna eftir Unga íslandi og barnabókum þess; það er eitthvert eigulegasta barnagull, sem kostur er á, til gamans fyrir börn og barnavini, og gagn^ líka, því að það færir fróðleik, vekur góðar tilfinningar og löngnn til að lesa. Það vita allir, sem kent hafa börnum að lesa, hver munur það er, að hafa til þess bækur, sem börnunum þykir gaman að. Móðir mín hefir sagt mjer, að eg hafi orðið fluglæs á 5. árinu, af því að þá komu þjóðsögurnar. En eg hef heldur aldrei getað losnað við myrkfælnina síðatr Unga í .1. gjörir engan myrkfælinn. M. H. Spurttingar n w'ti* 1. Fær fræðsluhjerað landsjóðsstyrk, þó að þnð fullnægi ekki settum skilyrð- um að því leyti og af þeim ástæðuui, sem hj r ^reinir: a. f>að hefir ekki kensluáhöld vegna þess að það gat ekki fengið þau í Reykjavík í haust, en er búiðað pnnta þau. — b. Kenslan stendur ekki yfir í tvo mánuði á hverjum keuslustað, sök- um þess, að kensla var ekki fáanleg svo langan tíma, en ráðning kenn- arans, eða kennaranna, er Iögum samkvæm að öðru leyti. c. Fræðslunefnd hefir ekki getað fengið fræðslusamþ. samþ. heima fyrir, þeg- ar hún sækir um landsjóðsstyrk sök- um staðhátta og tíðarfars. Svar: Fræðsluhjeraðið mun í þetta sinn fá nokkurn landsjóðsstyrk, enda þó að kensluáhöld sjeu ekki fengin, kenslutím- inn sje styttri en 2 mánuðir, og fræðslu- samþykt ekki þraði. En eft- irleiðis verður þetta alt skilyrði fyrir styrkveitingu úr landsjóði. — 2. Hvaða hús er fullnægjandi skóla- hús?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.